Morgunblaðið - 02.11.1985, Síða 56
KEILUSALURIWM
OPiWW 9J0-0I00
l EUROCARD
v-- -------/
BTT KORT AllS SDUMR
LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR.
Könnun Hagvangs leiðir í ljós vantrú á stjórnmálamönnum:
Aðeins fjórðungur tel-
ur að stjórnmálamenn
segi yfirleitt sannleikann
Morgunbladid/Sigurður
Helga Skúladóttir, Þórir Dan, fiskifrKÓingur, og Henning Rong vió vinnu í
Fiskalóni í gær.
Frá Noregi til starfs-
náms í fiskeldi hér
Selfossi, 1. nóvember.
Tveir nemendur í fiskirækt við Fiskarskolan í Austervollen í Noregi eru
þessa dagana hér á landi til að Ijúka sjö daga starfstíma í fiskeldisstöð. Það
er óvenjulegt að nemendur í fiskirækt komi hingað til að afla sér þekkingar
og sérlega þegar haft er í huga hve Norðmenn eru framarlega í fiskeldi. Þau
Helga Skúladóttir frá Reykjavík og Henning Rong frá Bergen, sem bæði eru
við nám við skólann, sögðu að ekkert væri óeðlilegt við að koma hingað, hér
væri starfsemi fjölbreytt og sérstök.
kvaðst hafa unnið á norskri stöð
áður en hún fór í skólann en komið
hingað til að kynnast fiskeldinu á
íslandi, hvað það væri komið langt,
og hver staðan væri.
Henning átti ekki nógu stór orð
til að lýsa möguleikum fiskeldis á
fslandi: „Sjáðu hér á Fiskalóni,"
sagði hann, „hérna er nóg af heitu
og köldu vatni og allar aðstæður
fyrir hendi. Það eina sem vantar er
fyrirgreiðsla." SigJóns.
Helga og Henning voru við störf
við fiskeldisstöðina Fiskalón í Ölf-
usi, þar sem þau unnu ásamt Þóri
Dan fiskifræðingi við að undirbúa
eldisker fyrir móttðku á seiðum.
Starfstímanum eyða þau í stöðvum
Laxalóns, þar sem þau sögðu að
kynnast mætti mörgum hliðum
fiskeldis. Helga sagðist hafa beðið
um leyfi til að ljúka starfstímanum
hér á landi og hlutirnir hefðu æxlast
þannig að Henning fór líka. Hún
Einungis þriðjungur álítur að þeir takist á við þau vandamál sem brýnust
eru úrlausnar. Helmingur vill að ráðherrar séu sérfræðingur utan þings
AÐEINS fjórðungur íslendinga telur, að stjórnmálamenn segi yfirleitt
sannleikann og einungis þriðjungur er á þeirri skoðun, að þeir takist
almennt séð á við þau vandamál sem brýnust eru úrlausnar fyrir þjóðina.
Þetta kemur fram í könnun, sem Hagvangur hefur látið gera á viðhorfum
manna til stjórnmála og stjórnmálamanna.
Unnið var að könnuninni í júní
og júlí og af 1.000 manna úrtaki
fengust svör 770 manna. Þátttak-
endur voru 18 ára og eldri og
spurt var í síma. ólafur Þ. Harð-
arson, stjórnmálafræðingur, hef-
ur unnið úr gögnum Hagvangs
og er samantekt hans og greinar-
gerð að finna í sérstöku fylgiriti
Morgunblaðsins i dag.
Rösklega helmingur þeirra sem
afstöðu taka telur að íslenskir
stjórnmálamenn segi næstum
allir það sama - og sömuleiðis
telur rúmur helmingur að al-
þingismenn fái of há laun. Aftur
á móti álítur aðeins rúmur þriðj-
ungur svarendanna að málfar
stjórnmálamanna sé úr sér geng-
ið.
en úr hópi kjörinna þingmanna.
Hins vegar er tveimur hug-
myndum um stjórnkerfisbreyt-
ingar hafnað af miklum meiri-
hluta i könnuninni: Einungis 17%
vilja auka völd forsetans með því
að gera starf hans pólitískara,
þannig að hann verði í raun eins
og forsætisráðherra, og 29%
segjast fylgjandi afnámi þing-
rofsréttar.
í greinargerð Ólafs Þ. Harðar-
sonar kemur fram, að vantraust
á stjórnmálamenn er ekki bundið
við Islendinga. í franskri könnun
fyrir einu ári, þar sem spurt var
sömu spurninga og í könnun
Hagvangs, kom t.d. fram að
Frakkar er sýnu vantrúaðri en
íslendingar á að stjórnmálamenn
segi yfirleitt sannleikann og held-
ur færri þeirra töldu að stjórn-
málamenn tækjust á við brýnustu
úrlausnarefnin.
Sjá: „Viðhorf íslendinga til
stjórnmála og stjórnmála-
manna,“ á bls. B1-B7.
Athygli vekur að helmingur
þeirra er taka afstöðu segir það
betri kost að velja ráðherra úr
hópi sérfróðra manna utan þings,
Islandssiglingar Hafskips:
Y firtekur EÍ eignir
og skuldbindingar?
Meðal þeirra möguleika,
Harðar Sigurgestssonar,
„UNDANFARNA tæpa tvo mánuói
hafa farið fram viðræður millí for-
svarsmanna Hafskips og Eimskipa-
félags íslands um hugsanlega yfir-
töku Eimskips á siglingum Hafskips
til og frá íslandi. Þessar viðræður
hafa verið að frumkvæði Hafskips-
manna. Ýmsir möguleikar á því,
hvernig þetta mætti verða, hafa verið
í gangi, en þetta myndi þýða að við
tækjum við íslandssiglingum þeirra.
Yfirtaka eigna og skuldbindinga á
móti er eitt af því, sem rætt hefur
verið,“ sagði Hörður Sigurgestsson,
fortjóri Eimskips, í samtali við
Morgunblaðið.
„Þetta eru allt hugmyndir enn
sem komið er, þannig að ekki er
tímabært að segja með hvaða
hætti yfirtakan yrði, ef hún verður
að veruleika. Eimskip hefur ekki
gert Hafskip ákveðið tilboð í þessu
efni. Það hafa verið reifaðar
ákveðnar hugmyndir um það,
hvernig sameina mætti siglingar
félaganna til og frá íslandi með
það í huga að leysa vanda Haf-
skips. Eimskipaféíagið hefur enij-
fremur rætt þetta mál við Otvegs-
bankann að ósk hans. Ákveðnar
sem ræddir eru að sögn
forstjóra Eimskips
hugmyndir hafa verið reifaðar.
Endanleg afstaða til þeirra hefur
ekki verið tekin, en við erum til-
búnir til að halda þessum viðræð-
um áfram. Ég get ekki greint frá
því um hvaða fjárhæðir er hér um
að ræða, enda er ótímabært að
ræða það. Ég vil taka það fram,
að hér erum við að ræða um ís-
landssiglingar, ekki Atlantshafs-
siglingar Hafskips,” sagði Hörður
Sigurgestsson.
Ríkisútvarpið
ar á flutningi
RÍKISÚTVARPIÐ sendi frá sér í gær afsökun útvarpsráðs og útvarpsstjóra
vegna flutnings leikrits Ólafs Hauks Símonarsonar „Caleiðunnar" síðastliðið
þtiðjudagskvöld. Leikritið var nemendaverkefni Leiklistarskóla íslands 1985.
I afsökuninni er það harmað að með flutningi leikritsins hafi minning látins
manns verið vanvirt og þar fjallað um nafngreinda persónu með ósæmilegum
hætti. Viðkomandi maður er Ólafur Thors, fyrrum forsætisráðherra. Hér fer
á eftir bréf ríkisútvarpsins vegna þessa máls, en bókun útvarpsráðs um það
var samþykkt samhljóða:
Þriðjudaginn 29. október sl. var
flutt í kvölddagskrá útvarpsins
leikritið „Galeiðan" eftir Ólaf
Hauk Símonarson. Leikritið var
nemendaverkefni Leiklistarskóla
Islands 1985. Á fundi útvarpsráðs
hinn 1. nóvember var fjallað um
flutning umrædds leikrits og eftir-
farandi bókun samþykkt sam-
hljóða:
„Vegna flutnings útvarpsleik-
ritsins „Galeiðan” eftir Ólaf Hauk
Símonarson sl. þriðjudagskvöld
vill útvarpsráð taka eftirfarandi
Hagkaupshúsið rís af grunni
FRAMKVÆMDUM við hina nýju verslunarmiðstöð Hagkaups í
Kringlumýri miðar vel áfram og eru nú uppistöður og útveggir að
rísa af grunni. Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndari Morgunblaðsins,
Ragnar Axelsson, af framkvæmdum í grunninum nú í vikunni.
biðst afsökun-
útvarpsleikrits
fram: Það ber að harma að Ríkis-
útvarpið skuli hafa verið notað til
að vanvirða minningu látins
manns og fjalla um nafngreinda
persónu með jafn ósæmilegum
hætti og þarna var gert. Útvarps-
ráð telur nauðsynlegt að stofnunin
biðjist opinberlega afsökunar á
þeim mistökum, sem þarna áttu
sér stað. Brýna verður fyrir starfs-
mönnum Ríkisútvarpsins að vera
ávallt á verði gagnvart slikum
vinnubrögðum.
Ríkisútvarpið harmar þau alvar-
legu mistök, sem urðu við meðferð
þessa máls hjá stofnuninni og
biðst hér með afsökunar á þeim.“
Undir bréfið ritar Markús örn
Antonsson, útvarpsstjóri.
Bókun útvarpsráð um þetta var
samþykkt með samhljóða atkvæð-
um útvarpsráðsmannanna Magn-
úsar Erlendssonar, Ingu Jónu
Þórðardóttur, Jóns Þórarinssonar,
Eiðs Guðnasonar, Hauks Ingi-
bergssonar og Árna Björnssonar.
Ingibjörg Hafstað, fulltrúi
Kvennalistans, sat hjá við at-
kvæðagreiðsluna.