Morgunblaðið - 07.11.1985, Side 2

Morgunblaðið - 07.11.1985, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1985 Utflutningur gámafisks til Bretlands: Vantar 24 millj- ónir upp á tolla? Sé ekki annað en verði að greiða þetta fé, segir Þórleifur Ólafsson, framkvæmdastjóri Stafness í Grimsby LÍKLEGT má telja að umboðsfyrirtækin, sem annast sölu á ferskum físki í Hull og Grimsby verði krafín um nálægt 24 milljóna króna greiðslu vegna rangra tollgreiðslna af fiski, sem héðan hefur verið fluttur í gámum á markaði á þessum stöðum. Hugsanlega getur komið til sekta að auki. Þá munu einhver brögð hafa verið að því, að koii hafí verið skráður sem aðrar físktegundir, sem eru lægra tollaðar. Þessi rannsókn nær ekki til landana fískiskipa, en tollur af afla þeirra miðast við endanlegt söluverð, en hefur miðast við tryggingamat á gámafískinum. Tollyfirvöld hafa nýlega hafið og mismunur á tollgreiðslum næmi rannsókn á þessum innflutningi og nær hún þrjú ár aftur í tímann og tekur til rúmlega 3.300 gáma, en um 11 lestir af fiski eru að meðal- tali í hverjum gámi. Toliur á kola er 15% en 3,7% á öðrum fisktegund- um. Við gerð tollskýrslna hefur verið stuðzt við tryggingamat á aflanum, sem í nánast öllum tilfell- um hefur verið lægra en endanlegt söluverð, sem greiða á tollinn af. Þessi aðferð hefur verið notuð frá upphafi með vitund og vilja tollyfir- valda. Þórleifur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Stafness í Grimsby, sem hóf starfsemi sína í sumar, segir þetta mjög alvarlegt mál, en hann skilji ekki hvers vegna tollyf- irvöld séu nú að hefja þessa rann- sókn, þar sem þeim hafi verið kunnugt um alla framkvæmd máls- ins frá upphafi. Þórleifur sagði, að fyrirtæki sitt hefði aðeins selt úr um 150 gámum og svo virtist sem mismunur á endanlegu verði og áætluðu næmi um 40.000 pundum eða um 2,4 milljónum. Lögfræðing- ur fyrirtækisins teldi greiðslu á þeirri upphæð óhjákvæmilega og líkur á sekt, sem næmi vöxtum af upphæðinni umrætt tímabil. Þór- leifur sagði, að þrátt fyrir það, að þessar fjárhæðir hefðu farið heim til útflytjenda fisksins, teldi hann líklegt að greiðslan lenti á fyrirtæk- inu, þar sem erfitt gæti verið að innheimta þessa upphæð hér á landi. Fyrirtækjunum bæri að sjá um það, að tollgreiðslur væru í samræmi við lög. Pétur Björnsson, starfsmaður J. Marr and Son í Grimsby og Hull, sagðist áætla að hjá fyrirtækinu væri um að ræða um 1.600 gáma Voslensky talar á Hótel Esju í kvöld I KVÖLD kl. hálfníu hefst fund- ur á annarri hæð í Hótel Esju með dr. Michael S. Voslensky, prófessor í Múnchen og fyrrum starfsmanni Sovétstjórnarinnar á sviði utanríkis- og alþjóða- stjórnmála. Hann er höfundur bókarinnar „Nómenklatúra“ um völd og spillingu yfirstéttarinn- ar í Sovétríkjunum. Birgir Isl. Gunnarsson, alþingismaður, kynnir ræðumanninn á fundin- um, sem er opinn félögum í SVS og Varðbergi ásamt gestum þeirra. Michael S. Voslensky um 200.000 pundum, 12 milljónum króna, en það væri um 1,5% af heildar söluverði. Hann sagði ekki ljóst hvernig mál þetta færi og því ekki hægt að segja til um hvernig greiðslum yrði háttað, kæmi til þeirra. Hann sagði að hér væri á engan hátt um svikamál að ræða, enda hefði fyrirtækjunum verið ráðlagt að gera þetta svona með vitund og vilja tollyfirvalda. Aðalsteinn Finnsen, starfsmaður Fylkið í Grimsby, sagði að fyrir- tækið væri með svipaðan gáma- fjölda og J. Marr og gæti því þurft að greiða svipaða upphæð. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið. Morgunblaöið/Bjami Frá vinstri: Benedikt Blöndal formaður Rauða kross íslands, sem afhenti greiningartækið, Jón Ásgeirsson framkvæmdastjóri Rauða kross íslands, Guðjón Magnússon varaformaður Rauða kross Islands, Sigurður Guðmundsson læknir, Haraldur Bríem læknir og Jóhannes Pálmason framkvæmdastjóri Borgarspítalans, sem veitir tækinu viðtöku. RKÍ gefur Borgarspítalanum og Landspítalanum tœki tU að greina ónœm istœringu RAUÐI kross íslands hefur gefið Borgarspítalanum tæki til að greina ónæmistæringu og er þetta nýja tæki eina tæki sinnar tegundar hér á landi. Að sögn Jóns Asgeirssonar framkvæmda- stjóra Rauða kross íslands eykst öryggi við greiningu ónæmistær- ingar verulega með þessu skim- prófstæki og prófið verður vél- rænna en hingað til hefur þekkst. Rauði kross Islands hefur þegar ákveðið að gefa Landspítalnum samskonar tæki á næstunni. Framkvæmdastjóri VSÍ tekur undir hugmyndir um lffskjarasamning: „Gera á vopnahlé um sex mánaða tilraun“ — byggða á spá um efnahags- þróunina allt árið 1986 AÐILAR vinnumarkaðarins og ríkisvaldið ættu að komast að samkomulagi um „lífskjarasamning“ á næsta ári. Til þess þyrfti að gera spá um þróun efnahagsmála fyrír árið 1986 en síðan ætti að gera „vopnahlé um sex mán- aða tilraun, byggða á útreikningum fyrir heilt ár,“ eins og Magnús Gunnars- son, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, orðaði það í sam- tali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, þegar hann setti fram hugmynd sína í þessu efni. „Ef forsendur slíks samnings færu úr böndunum á þessu sex mánaða tímabili — umfram fyrirfram ákveðin mörk — þá gætu aðilar samningsins sagt honum upp,“ sagði hann. „Mér sýnist að þær hugmyndir Þröstur benti á í sínum tillögum. sem Þröstur ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar, setti fram á fundi í félagi sínu á sunnu- daginn, séu raunhæfar að hluta til — þær séu einskonar sambland af skattalækkunarleiðinni, sem rædd var í fyrrahaust, og þeim samningi, sem gerður var í sumar, þar sem byggt var á spá um ákveð- inn feril efnahagsþróunarinnar," sagði Magnús ennfremur. „Það er grundvallaratriði í þessu sambandi," sagði hann, „að menn geri sér grein fyrir því að vísitölu- kerfið hefur ekkert fært okkur annað en svartnættið, eins og Það er því vel þess virði að hug- leiða leiðir til að taka inn í umræð- una um ákvörðun kaups og kjara þætti eins og gengi, fiskverð, bú- vöruverð og verð á opinberri þjón- ustu. Þannig má sjá fyrir feril í efnahagsþróuninni til lengri tíma, sem gæti lækkað verðbólgu og tryggt kaupmáttinn. Jafnframt þyrfti að skapa þau skilyrði fyrir atvinnuvegina, að þeir geti tekið á sig þær byrðar, sem þessi þróun hefði í för með sér.“ Magnús Gunnarsson sagði að um næstu áramót væri því rétt að gera spá um þróun verðlags og kaupmáttar á árinu 1986 — byggða m.a. á áðurnefndum fimm „stærð- um“: launum, gengi, fiskverði, bú- vöruverði og verði opinberrar þjónustu, en þessir þættir hefðu öðrum fremur áhrif á verðlags- þróunina í landinu. „Með þessu móti geta menn gefið sér ákveðinn kaupmátt yfir allt árið,“ sagði hann. „Ef sá kaup- máttur færi niður fyrir ákveðið stig, þá myndi ríkissjóður mæta því með skattalækkunum og til að mæta þeim tekjumissi ríkissjóðs yrði dregið úr einhverjum fram- kvæmdum. Það er undirstöðuatriði í þessu sambandi, að beint sam- band verði á milli skattalækkana og opinberra framkvæmda — að kaupmátturinn verði færður frá ríkinu til heimilanna standist ekki sá ferill, sem gert yrði ráð fyrir. Á þann hátt gæti tekist samstaða um tilraun til að gera lífskjara- samning," sagði Magnús Gunnars- son. Norsk vamarmálanefnd á íslandi: Átti viöræður við íslenska ráðamenn um varnarmál Teknir með 20 kassa af vodka á hafnarbakkanum TVEIR menn voru handteknir á hafn- arbakkanum í Sundahöfn á þriðju- dagskvöldið þegar þeir voru að fíytja frá borði 20 kassa af Smirnoff-vodka; 240 þríggja pela flöskur. Þeir höfðu komið áfenginu fyrír í bifreiðum sín- um og voru teknir við hliðið að Sunda- höfn. Mennirnir eru skipverjar á Eyrarfossi og hafa játað að vera eigendur að áfenginu. Þeir höfðu ekið bifreiðum sínum inn í skipið og komið áfenginu fyrir í þeim. ' Verðmæti áfengisins í verslun er um 250 þúsund krónur. ODDMUND Hammerstad, aðstoðar- varnarmálaráðherra Noregs, dvaldi hér á landi á þriðjudag og miðviku- dag ásamt sendinefnd frá norska varnarmálaráðuneytinu og átti við- rsður við íslenska ráðamenn um varnarmál. Að sögn Sverris Hauks Gunn- laugssonar, skrifstofustjóra varn- armálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins, var þessi heimsókn liður í þeirri viðleitni utanríkisráðu- neytisins að efna til tvíhliða við- ræðna við nábúa okkar í Atlants- hafsbandalaginu. Fyrr á þessu ári var efnt til viðræðna við Breta og Hollendinga um varnarmál og ætlunin er að efna til funda með fleiri þjóðum eftir því sem tök eru á. Sverrir Haukur sagði að á þess- um fundum hefði verið skipst á skoðunum um stöðu mála á Norð- ur-Atlantshafi og ýmsar upplýs- ingar veittar um varnarmál beggja ríkja. Jafnframt þessum fundum hafa hinir erlendu gestir og full- trúar utanrfkisráðuneytisins átt viðræður við yfirmenn varnarliðs- insálslandi. Jónas Elíasson, prófessor. Jónas Elíasson ráð- inn aðstoðarmadur iðnaðarráðherra JÓNAS Elíasson prófessor hefur verið ráðinn í starf aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, Alberts Guð- mundssonar. H6f Jónas stðrf hinn 1. nóvember síðastliðinn, og hefur hann jafnframt fengið leyfi frá störfum við Háskóla íslands frá og með sama tíma. Hass finnst í 3 íbúðum FIMM MANNS — þrír karlmenn og tvær konur — voru handtekin af fíkniefnadeild lögrcglunnar aðfara- nótt mánudagsins. Konunum hefur verið sleppt úr haldi ásamt einum karlmanni. Fíkniefnadeildin setti fram kröfu um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum og voru þeir úr- skurðaðir í viku varðhald í sakadómi í ávana- og fíkniefnamálum vegna rannsóknar málsins. Við leit í þremur ibúðum um nóttina fundust um 400 grömm af hassi og lagði lögreglan hald á fíkniefnin. Mál þetta er ekki tengt amfetamínsmyglinu, sem upp kom í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.