Morgunblaðið - 07.11.1985, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUD AGUR 7. NÓVEMBER1985
Vestmannaeyjan
Á innfelldu myndinni er starfsfólk
VerzlunarhÚH
KV.
(t Morgunblaðið/
Guðlaugur
kaopfélagsbúðarinnar.
Verzlun KV í vest-
urbænum fullbúin
VeflUnannaeyjam 4. nóvember.
FÖSTUDAGINN 1. nóvember voru
lióin nikvemlega 35 ár frá því
Kaupfélag Vestmannaeyja var stofn-
aó. Afmelisins var minnst meó því
aö á afmelisdaginnv ar að fullu lokið
við byggingu hins nýja verslunarhúss
KV í vesturbænum, fyrstu verslunar-
innar sem þar er sett á laggirnar.
Það var f ársbyrjun 1982, þegar
endanlegt deiliskipulag hins nýja
byggðakjarna lá fyrir, að kaupfélags-
menn ákváðu að ráðast í verslunar-
byggingu, enda þá uppi mikill þrýst-
ingur frá íbúunum að þeim yrði
sköpuð betri þjónusta.
Byggingaframkvæmdir gengu
síðan hægt en sígandi og fyrir jólin
í fyrra var verslun opnuð í hluta
húsnæðisins þó við frekar ófull-
komnar aðstæöur. Síðan hefur
verið unnið að lokafrágangi innan-
húss og utan og verslunin nú
komin i það horf sem ætlað var.
Verslunin býður uppá allar
almennar matvörur og hreinlætis-
vörur og ætlunin er að auka vöru-
úrvalið enn meira í framtíðinni. í
suðurenda hússins hefur verið
opnaður söluskáli, þar sem selt er
bensín frá ESSÓ og ýmsar bílavör-
ur auk þeirra vöruflokka sem al-
gengir eru í kvöldsölum. Komið
hefur verið upp við húsið bíla-
þvottaplani. Verslunarhúsnæðið
allt er hið veglegasta, bjart og
rúmgott og aðgengilegt fyrir við-
skiptavinina. Þá er allur frágangur
utanhúss til mikillar fyrirmyndar.
Húsið er ein hæð, steinsteypt með
límtrésþakbitum að flatarmáli
606,8ml. Búðarinnréttingar eru
danskar. Verslunarstjóri er Grím-
ur Guðnason en kaupfélagsstjóri
Guðmundur Búason. Auk hinnar
nýju verslunarmiðstöðvar í vestur-
bænum rekur KV matvörumarkað,
búsáhaldadeild, fataverslun og
byggingavöruverslun við Bárugöt-
una í miðbænum. — hkj.
3
Blaberjahringur
Það var lóðið!
J6J6 stjörnurnar segja
spámannlnum að BIA-
berj ahrin^lmlr bragð-
ist einstaklega vel, ein-
mitt í dag og síðan alla
daga upp frá því. Ragn-
arsbalcarí fer að ráðum
stjarnanna og þess
vegna getur þú sajuipróf-
að það með því að
skreppa í næstu búð ...
Hvað verður næst.. ?
Hollustubyltingin/ Jón Óttar Ragnarsson
Taugavítamínin
Áhrif B-vítamína á taugakerfið
Þíam(n(Bl) Kjarkleysi, þunglyndi, taugalömun
Kíbóflavín (B2) Sjá níasfn
Nfasfn Þunglyndi, skynvilla, vitHrring
Pantóþensýra Svefnleysi, persónuleikabreytingar
B6-vítamín Sinnuleysi, þunglyndi, svefnleysi
Fólaafn Þunglyndi, rugl, minnistap
B12-vftamfn Sinnuleysi, maenu- og taugarýrnun, daufti
Bfotfn Þunglyndi, sinnuleysi, svefnleysi
Það væri synd að segja að líf
alþýðunnar fyrr á öldum hafi
verið streitulaust, þvert á mót.
Engu að síður fylgja lífi i „nú-
tímaþjóðfélagi" ýmsar sálrænar
hremmingar sem eru jafnvel enn
erfiðari viðfangs en raunir geng-
inna kynslóða.
Taugakerfi nútímamannsins
er því oft illa á vegi statt eins
og sést berlega á því félagslega
róti, þeirri ofbeldishneigð og
vímuefnaneyslu sem einkennir
okkar tíma.
En það eru ekki aðeins sálræn-
ir þættir sem hafa áhrif á geð-
heilsuna. Einn sá mikilvægasti
er einmitt næringin sem hefur
margháttuð áhrif á skaphöfn
okkar og geð.
B-vítamínin eru þar í sérflokki.
Eru þau a.m.k. átta talsins.
Hefur hvert einasta þeirra marg-
vísleg áhrif á taugakerfi okkar
og geðheilsu.
Taugasjúkdómar
Hin margslungnu áhrif B-vít-
amínanna á taugakerfið eru sýnd
i töflunni hérna á síðunni. Eins
og sjá má eru þessi áhrif meiri-
háttar.
Rannsóknir á sjálfboðaliðum
sýna t.d. að jafnvel vægur skort-
ur á „bjartsýnisvítamíninu" svo-
kallaða, þ.e. þíamíni (Bl-víta-
mín), veldur kjarkleysi, þung-
lyndi og taugaspennu.
B-vítamínskortur á háu stigi
er auðvitað ennþá hættulegri.
Alvarlegur skortur á níasíni
veldur t.d. bráðri geðveiki og
minna einkennin mjög á geð-
klofa, schizophreniu.
Jafnvel enn alvarlegri er erfða-
galli sem hindrar nýtingu B12-
vítamíns og veldur banvænum
tauga- og blóðsjúkdómi, þ. á m.
mænurýrnun (banvænt blóð-
leysi).
Eins og sjájná getur B-vita-
mínskortur valdið ótrúlegustu
einkennum frá taugakerafi sem
í fljótu bragði mundu vera talin
eiga sér allt aðrar orsakir.
Hver mundi t.d. láta sér detta
í hug að kjarkleysi og svartsýni
gæti stafað af B-vftamínskorti?
Eða taugaspenna? Að ekki sé
talað um svefnleysi, þunglyndi
eða geðveiki?
Áhrif á útlit
En B-vítamínin hafa því miður
áhrif á fleira en taugakerfið. Þau
hafa einnig viðtæk áhrif á út-
lit, sérstaklega á húðina (og slím-
húðir) eins og A-vitamín.
Við B-vitamínskort verður
húðin þurr og feit, flögnuð (um
nef og munn) og sprungin
(munnvik), auk þess sem útbrot
eru algeng, einkum kringum
munn og nef.
Einkennin á tungu eru fyrst
og fremst þau að allar ójöfnur
hverfa, tungan verður rennslétt
og sfðan rauð, bólgin og jafnvel
sprungin (munnangur).
En allar frumur líkamans
þurfa B-vítamfn. Vöntun á einu
einasta skaddar frumuna og
getur þvi valdið víðtækum
skemmdum jafnt inni i vefjunum
sem á yfirborði þeirra.
Þannig benda sjúklegar breyt-
ingar á húðinni ekki aðeins til
sams konar brytinga á öllum
þekjuvefjum, heldur geta þær
teygt sig um alla holdvefi líkam-
ans.,
Flóamarkaður
á Blönduósi
Blonduési, 2. nóvember.
SAMBAND Austur-Húnvetnskra
kvenna gekkst fyrir flóamarkaði í
Félagsheimilinu á Blönduósi laugar-
daginn 2. nóv.
Handagangur var mikill f öskj-
unni enda ástæða til. Á boðstólum
var fjölbreytilegur varningur.
Hægt var að fá broddmjólk á 10
kr og dýrindis samkvæmiskjóla á
300 kr. Þessi dæmi eru einungis
um brot af því vöruúrvali sem upp
á var boðið. Það er alltaf sérstðk
stemmning á samkomum sem
þessum. Það má segja að sjaldan
komist viðskiptavinurinn í eins
náin kynni við verslunarvöruna
eins og við svona tækifæri.
^ Jón Sig.
Fyrirliggjandi í birgðastöð
Galvaníserað
plötuíárn
ST 02 Z DIN 17162
Plötuþykktir: 0.5-2mm
Plötustærðir: 1000 x 2000 mm
og 1250 x 2500 mm
SINDRAi rÆ .STÁLHF
Ðorgartúni 31 sími 27222