Morgunblaðið - 07.11.1985, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985
Landið okkar þarf
allt að byggja
— eftir Sigurð
Helgason
Heildarafli hefur tvöfaldast
en heildarverðmæti minna
I fimmta hefti Ægis 1985 koma
fram upplýsingar um hagnýtingu
fiskaflans í einstökum landshlut-
um og verstöðvum 1984 og með því
að bera saman árin 1982, 1983 og
1984 koma margar merkilegar
upplýsingar í ljós. Fyrst verður
sýnt hvernig heildarafli og heild-
arverðmæti breytast milli ára.
Heildarafli
AAalupflist. 1982 1983 1984
í»fU tonn tonn tonn
Botnfískur 654.306 566.138 516.975
FUirtskur 35.919 38.373 43.646
Sildarani 56.528 58.867 49.749
LoAnuafli 13.258 133.478 867.491
Krabbi. skelf.o.n. 28.484 38.193 45.740
Samtals 788.495 835.0481.526.599
Heildarverðmæti
mióað vió gengi
hrere árs kr. 3.460.830 6.159.6948.841.092
Hér kemur í ljós að heildarafli
hefur nær tvöfaldast og ræður hér
mestu aukning á loðnuafla, en
hann eykst um 735.000 tonn milli
áranna 1983 og 1984. Annar afli
helst nokkuð í stað milli ára, en
vakin skal athygli á því að botn-
fiskafli fer stöðugt minnkandi, tæp
100.000 milli áranna 1982 til 1983
og aftur um 50.000 milli 1983 og
1984. Einnig hefur skelfiskafli
aukist. Vakin skal og athygli á því
að heildarverðmæti aukast um kr.
2.700 milljónir króna milli 1983 og
1984 eða rösk 40%, en gengiö
breyttist um 26,4%. Skýringin er
að loðnan fer nær eingöngu í
bræðslu og fæst því hlutfallslega
lágt verð fyrir hana.
Hagnýting fiskaflans vex
mest í dreifbýlinu
í sama hefti Ægis kemur fram
hagnýting og verðmætasköpun í
einstökum landshlutum og með
samanburði þriggja ára kemur
fram eftirfarandi:
Sjátöflu
Verðmæti eru miðuð við verð á
óslægðum fiski úr sjó og má nærri
tvöfalda þessi verðmæti, ef miðað
er við endanlegt útflutningsverð.
Við athugun á þessum upplýsing-
um kemur ýmislegt í ljós, t.d. að
hlutfall Reykjaness, en þar er
höfuðborgarsvæðið allt innifalið,
hefur lækkað úr 25% í 20% miðað
við heildarverðmæti fiskaflans.
Aftur á móti hefur hlutur Aust-
firðinga aukist úr 12,1% 1982 í
17,6% 1984 f heildaraflaverðmæt-
um og hlutur Norðurlands vestra
úr 4,8% í 7,3% miðað við sömu
forsendur. Aðalskýringin er aukin
loðnuvinnsla f þessum landshlut-
um.
Vestfirðingar og
Austfirðingar hag-
nýta nær þriðja
hluta fiskaflans
Á þessum tveimur landshlutum
búa þann 1. des. 1984 á Vestfjörð-
um 10.418 og á Austfjörðum 13.095
eðá 9,8% íbúa landsins, en þar er
hagnýtt 30% alls heildarverðmæt-
is landsmanna í fiskafla. Á grund-
velli upplýsinga er Framkvæmda-
stofnun ríkisins létgera um vinnu-
markaðinn 1983, þá lætur nærri
að hver starfandi íbúi á Vestfjörð-
um og Austurlandi vinni að verð-
mætasköpun f útflutningi fisk-
aflans um 380 þúsund krónur og
er þá aðeins miðað við verðmæta-
sköpun f sjávarafurðum. Til sam-
anburðar skal bent á að á Reykja-
nesi og höfuðborgarsvæðinu búa
144.707 eða rösk 60% þjóðarinnar,
en þar er hagnýtt aðeins 20% af
heildarverðmæti fiskaflans. Hér
er vissulega sett fram gróf heildar-
mynd, þar sem fjölmargt annað
þarf að taka með f myndina, en
sýnir þó gífurlega þýðingu verð-
mætasköpunar á þessum svæðum
fyrirþjóðina alla.
í sama blaði af Ægi koma fram
mismunandi verkanir fiskaflans f
einstökum verstöðvum á landinu,
svo og verðmæti fiskaflans. Mjög
jafn og góður afli er á nær öllum
verðstöðvum á Vestfjörðum, en
mér sýnist hlutfallslega hæst verð-
mætanýting miðað við ibúa I Bol-
ungarvík eða miðað við sömu for-
sendur og hér á undan, þá næmu
útflutningsverðmæti á hvern
starfandi mann um 600 þúsund kr.
Einnig er mjög mikill og jafn afli
á Austfjörðum á öllum verstöðvum
frá Bakkafirði til Hafnar í Horna-
firði. Á sama hátt sýnist mér
hlutfallslega hæst á hvern starf-
andi íbúa á Seyðisfirði eða um 800
þúsund krónur. Nú er ekki óeðli-
legt að spurningar vakni. Hvernig
getur það átt sér stað að einmitt
á þessum svæðum er fólksfækkun
tilfinnanleg? Svarið er einfalt.
Aðeins lítill hluti af þessum verð-
mætum verður eftir í byggðarlög-
unum. En á þessu fyrirkomulagi
verður að verða breyting svo að
fleiri slys verði ekki og að fólkið
flytjist á höfuðborgarsvæðið.
Þjóðin þarf að
standa saman
Framangreindar upplýsingar
byggjast á hlutlausum tölum úr
fimmta hefti Ægis, svo og er byggt
á fjölda íbúa miðað við upplýsing-
ar frá Hagstofu íslands þann 1.
desember 1984. Hér er þetta rakið
ekki síst vegna þess að háværar
raddir heyrast að leggja ætti stór-
an hluta landsbyggðarinnar niður,
þar sem allt of miklum fjármunum
sé varið í að halda uppi byggð á
öllu landinu. Gjarnan er slegið á
þá strengi að halda uppi byggð sé
þjóðfélagslega óhagstætt og aðeins
eigi að viðhalda fáum þéttbýlis-
kjörnum. I slíkum umræðum fer
jafnan lítið fyrir talnalegum rök-
semdum, enda vildi ég skora á þá
sem kynna vilja sér þessi mál að
kaupa tímaritið Ægi eða fá það
lánað þar sem allar þessar upplýs-
ingar liggja fyrir. I þessum um-
ræðum má heldur ekki gleyma að
margar nýjungar í atvinnulífinu,
sem miklar vonir eru bundnar við,
eiga mikla möguleika í hinum
dreifðu byggðum landsins, svo sem
fiskeldi, loðdýrarækt, hafbeitar-
stöðvar og margt fleira mætti
nefna. Landbúnaður landsmanna
er í tímabundnum erfiðleikum en
með markvissu átaki í sölu land-
búnaðarvara verður þeirri þróun
snúið við.
Að lokum skal á það bent að
fyrir liggur frá Þjóðhagsstofnun
að fiskvinnsla og útgerð togara
verði rekin með tapi um nokkurra
ára skeið m.a. með rangri gengis-
skráningu. Þetta ástand hefur
komið harðast niður á þeim byggð-
Sigurður Helgason
„Fyrir liggur frá Þjóð-
hagsstofnun að fisk-
vinnsla og útgerö togara
hafi veriö rekin meö tapi
um nokkurra ára skeið
m.a. meö rangri gengis-
skráningu. Þetta ástand
hefur komiö harðast
niöur á þeim byggðarlög-
um, sem byggja afkomu
sína á fiskveiðum.“
arlðgum sem byggja afkomu sína
á fiskveiðum. Stjórnvöld verða að
leysa þessi mál með þessa stað-
reynd að leiðarljósi og gerum
okkur ljóst að tap þessara fyrir-
tækja getur við óumflýjanlegt
miðað við þessar aðstæður og því
pennastrik yfir skuldir nauðsyn-
legar, en umfram allt verða að-
gerðir að miðast við að byggð
haldist í landinu. Það er ekki ein-
vörðungu þjóðhagslega hagsætt
heldur er að öðrum kosti sjálfstæði
þjóðarinnar í hættu. Þjóðin verður
því að standa saman og vinna sig
út úr erfiðleikunum, en leggjum
til hliðar karp og sleggjudóma.
Höfundur er bæjnrfógeti i Seydis-
firdi og sýslumaður Nordur-Múia-
sfslu.
■ Hagnýting fiskaflans
og verömæti í landshlutum
Suöurland 1982 1983 1984
Afli skiptist tonn 110.647 . 114.991 213.412
Verðmœti m.kr. 419 731 1.025
Hlutfallsl. verðm. % Reykjanes 12,1 12 1U
Afli tonn 220.228 184.479 297.929
Verömæti m.kr. 870 1.352 1.791
Hlutfallsl. verðm. % Vesturland 25,1 22 20
Afli tonn 80.147 77.535 112.110
Verðmæti m.kr. 349 620 859
Hlutfallsl. verðm. % Vestfiröir 10,1 10 9,5
Afli tonn 94.822 89.264 132.583
Verðmæti m.kr. 425 794 1.140
Hlutfallsl. verðm. % Noröurl. vestra 12,4 13 12,4
Afli tonn 34.368 57.721 125.346
Verðmæti m.kr. 164 376 664
Hlutfallsl. verðm. % Noröurl. eystra 4,8 6 7,3
Afli tonn 97.860 123.013 168.184
Verðmæti m.kr. 432 801 1.117
Hlutfallsl. verðm. % Austflröir 12,6 13 11,6
Afli tonn 105.535 144.112 390.218
Verðmæti m.kr. 418 843 1.313
Hlutfallsl. verðm. % Sala erlendis 12,1 13,6 17,6
Afli tonn 42427 40.932 86.818
Verómæti m.kr. 378 643 932
Hlutfallsl. verðm. % 10,9 10,4 104
Blóðberg Baldursbrá Myrta
pu nnmir eKKi netra rao vio Kven en ttentasii
Betri er tafla f munni en hósti f húsi: Þegar nefið stfflast
f nepjunni og helaumur hálsinn ætlar þig lifandi að
drepa - fáðu þér Bentasil. Þessar mögnuðu hálstöflur
innihalda blöndu náttúrulegra bragðefna úr sfgildum lækn-
ingajurtum.
Bentasil mýkir hálsinn, hreinsar burt stíflur og hressir
þig við.Töflumar eru bragðgóðar, stórar og fljótvirkar.
Þú sýgur þær í rólegheitunum án þess að skemma tennum-
ar. Bentasil er að sjálfsögðu sykurlaust.
Nýtt og betrumbætt bragð,
tegundir
itbéjtcr