Morgunblaðið - 07.11.1985, Síða 23

Morgunblaðið - 07.11.1985, Síða 23
mánuði meðan aðrir fá 5.345 sem jafnast upp þar sem hótelkostnað- ur er greiddur fyrir flugfreyjur, ef samanburður er gerður við þá hópa, sem greiða sinn hótelkostn- að. Það er því auðvitað fjarri öllu lagi að fullyrða, að dagpeningar, sem flugfreyjur fá vegna fæðis- kostnaðar og annarra útgjalda í starfi sínu, séu laun i þeirra vasa. En það er eins og gerist og gengur. Sumir reynast illa í ráðherrasæt- um, aðrir í dómarasætum. Fyrirmæli Alþingis Samningar sem Flugleiðir gerðu við flugmenn í febrúarmánuði sl. gengu hljóðalaust fyrir sig. Þá fengu flugmenn 43,7% hækkun til áramóta. Heyrðist þá að dagpen- ingagreiðslur til þeirra væru tí- undaðar sem laun. Með sömu rök- um og Flugleiðir nota um flug- freyjur má halda því fram að þeir sem hæst hafa launin hafi liðlega 200 þús. kr. mánaðartekjur. Nú þegar sett hafa verið lög á flug- freyjur sem sviptu þær samnings- rétti liggur fyrir að það sem á vantar til þess að þær fái það sama og gerst hefur á almenna vinnu- markaðinum sé 2,4% launahækk- un sem varð í ágúst, 4,5% í október og Albertslaunin i sl. mánuði sem voru um 3% hækkun. Þar sem kjaradómur skv. lögunum þarf ekki að kveða upp sinn úrskurð fyrr en 1. des. 1985, getur verið að til þess tíma verði flugfreyjur án þeirra kjarabóta, sem aðrir hafa fengið á vinnumarkaðinum. í annan stað er í lögunum kveðið á um að kjaradómur skuli við ákvörðun kaups og kjara flug- freyja hafa til viðmiðunar við úr- skurð sinn síðast gildandi kjara- samning aðila — almennar kaup- og kjarabreytingar sem orðið hafa síðan hann tók gildi, svo og breyt- ingar á launum annarra starfs- manna Flugleiða hf.“ Alþingi hefur með þessu gefið kjaradómi i raun fyrirmæli um að hann eigi ekki að taka afstöðu til meginkröfu flugfreyja um vakta- álag. Með þetta í huga skulu rifjuð upp orð talsmanns meiri hluta þingflokks Alþýðuflokksins við umræðuna, þegar hann sagði: „Úr- lausnarefni Alþingis er því ekki á þessu stigi málsins að fella neinn efnislegan úrskurð, hvorki um rétt- mæti né saringirni launakrafna flug- freyja né heldur neinn efnislegan úrskurð á mati aðila hvort heldur á kröfunum eða á þeim tilboðum sem fram hafa verið sett.“ Kjarni máls- ins er sá að lögin kveða einungis á um að draga á langinn þær launahækkanir sem aðrir hafa fengið í þjóðfélaginu. Alþingi felldi í raun efnislegan úrskurð. Skert samningsfrelsi Flugfreyjur hafa í allt sumar eða frá því í júlímánuði verið í viðræðum við Flugleiðamenn, en þá lögðu þær fram kröfur sinar. Samt hófust ekki viðræður fyrr en í septembermánuði og rúmum mánuði eftir að samningaviðræður hefjast eru flugfreyjur sviptar samningsrétti og sett á þær lög. Sú staðreynd er óþolandi að flug- freyjur þurfa að búa við skert samningsfrelsi á við aðra í þjóð- félaginu, því að Flugleiðamenn virðast ávallt geta treyst á að geta pantað lög hjá ráðherranum. Samgönguráðherra, Matthías Bjarnason, taldi sig vissulega þurfa umhugsunarfrest þegar hann sem sjávarútvegsráðherra 1977 setti lög á sjómenn. Þá sagði Matthías í umræðum á Alþingi: „Þrátt fyrir þann þrýsting sem á mig var lagður á sl. vori, vildi ég alls ekki leggja fyrir Alþingi frum- varp til lausnar þessu kjaramáli. Ég vildi láta reyna frekar á samn- ingsleiðina." Nú hleypur ráðherr- ann til örfáum dögum eftir að raunverulegar samningaviðræður hefjast við flugfreyjur og fer að óskum Flugleiða um að svipta flugfreyjur samningsrétti. Það virðist ekki vera sama hvort í hlut á hefðbundin kvenna- eða karla- stétt þegar ráðherrar gera upp við sig hvort láta eigi reyna á samn- ingsleiðina. Meira að segja lá Matthíasi svo mikið á, að hótanir MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUB 7. NÖVEMBER1985 23 voru uppi um afsögn hans og jafn- vel ríkisstiórnarinnar allrar, þeg- ar forseti Islands tók sér eðlilegan og sjálfsagðan umhugsunarfrest til að undirrita lögin. 1 Helgar- póstinum er ég dregin fram sem sökudólgur þess, að forseti íslands varð að skrifa undir lögin á kvennafrídaginn. Því verður svar- að á sama vettvangi. Föstudagur — mánu- dagur — kvennadagur 1 dreifibréfi (nafni Alþýðuflokks- ins þar sem rökstudd er afstaða þingflokksins til frumvarpsins um frestun á verkfalli flugfreyja segir: „Stefna flokksins er ekki breytileg eftir veðurfari, umhverfi eða daga- tali.“ „Er afstaða þeirra til mála breytileg eftir dagatali, t.d. ein á mánudögum, önnur á föstudög- um.“ Einn þingmaður sagði á Alþingi vegna kjaradeilu flug- freyja, að það væri sorglegt ef alþingismenn þekktu ekki til hvar láglaunafólkið væri og þeir vissu greinilega ekkert um ástandið ( launamálum þjóðarinnar. — Að gefnu þessu tilefni vil ég að lokum segjaþetta. Kjarabarátta flugfreyja sem láglaunastéttar — sem kvenna- stéttar á 7. áratugnum sem vann við mikið vinnuálag, óhóflegan vinnutíma og smánarleg kjör, og átti við að glima óbilgirni atvinnu- rekenda varð ekki sist til að vekja hjá mér löngun og áhuga til að leggja mitt af mörkum til að bæta kjör láglaunahópanna i þjóðfélag- inu — ekki síst hefðbundinna kvennastétta. Fyrir mér er það því ekki neinn venjulegur mánudagur eða föstudagur þegar 25 þúsund konur leggja niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags sins fyrir þjóðfélagið og mótmæla þvi að launajafnrétti kynjanna sé ekki virt í samfélaginu. í hefðbundnum kvennastéttum sem búa við mikið vinnuálag og léleg launakjör eru flugfreyjur þar ekki undanskildar, þó ýmsir kjósi aðra túlkun á málstað þeirra. í mínum huga hefur ekkert breyst frá 7. áratugnum við pali- sanderborðin i höllum flugfélag- anna. Höfundur er varaformaður Alþýðu- tlokks og þingmaður flokksins fýrir Reykja ríkurkjördæmi. reglulega af ölmm , fjöldanum! Það erSmáMál! SmáMál er gómsæt og hressandi nýjung frá MS sem þú getur notíð víð stærstu sem minnstu tækifæri. Hvort sem þú vílt SmáMál með jarðarberjabragði eða vanillubragði þá er það ekkert stórmál. SmáMál —ljúffengasta málið í dag. ---50ÁRA--- \ jarðai'lyerjabragði '• AUK hf 3.146

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.