Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985 mo Sjatwvt £rta SnorrabrautW Slmi 1*290 I verslunmn er \ mW* Meknuöumchi^ n punThandkUBö- um°9''ð0^^; FinnKi pa’ útsaumuö vöQQU' ^tt, rúmlöt ofl handklæ*1- Versiunin netut annast ’mntömmun ""Totteumisem \crefst néhvæmni og vandaörar vmnu_ Mergt"*'8* i aóiu 1 venlunm™' avo seffi puöw. teppi og dúltar- Vertlunin twJurW Aherslu á öö PP” ^nd-hönm un> «em boöt 09 ^Töogve^ rseaöNj^ 23. Frt uppha’’ hefur versluntn reynt eö *«** hoöetólum irtseu"1 aen, ekki hefur tengist annars staðar. Þe' m* . rvafna WuhhusW«- inn Atvinnuv^me aem Quörun fcne hannaöi «f* tekningum Heiwon Pétutæonerog hefurnövenO endurtrtgefæn- par lurfu' veriö t« sölu metg konaran^tút- MlJmur sem ww hefur verið ttenje ur anners steöer með_ Cremedas — hesta umhirda sem þú getur veitt húð þinni. Hin einstœða samsetning Cremedas veitir húð þinni þann raka, sem nauðsynlegur er í okkar breytilega loftslagi kulda, hita og vinda. Notaðu Cremedas Nordic andlitskrem eitt sér eða undir „make up", og Cremedas „bodykrem" eða „bodylotion“ / hvert sinn eftir bað. JOPCO HF. VATNAGÖRÐUM 14 - SÍMAR/39130. 39140 Litprentaður myndalisti Blaðió sem þú vaknar við! 00 Hringiö ísíma91-14290 og biöjiöum lista. yfir útsaum o.fl. fylgir Vikunni núna. Sjómannsævi Lokabindi endurminninga Karvels Ögmundssonar komið út ÞRIÐJA og síðasU bindi æviminn- inga Karvels Ögmundssonar, Sjó- mann.sævi, er komin út. Útgefandi er Bókaútgáfan Örn og Örlygur og er þetta 3. bindi 240 biaðsíður að stærð. Aftast í bindinu er nafnaskrá, sem nær yfir öll bindin þrjú. Allmarg- ar myndir eru í bókinni. Á bókarkápu segir, að Karvel ögmundsson fjalli í bindinu um sjósókn sína frá Hellissandi á Snæfellsnesi, ísafirði og síðar frá Njarðvíkum. Hann rekur einnig útgerðarsögu sína og segir frá stofnun samtaka útvegsmanna og baráttu þeirra fyrir hagsmunum sínum. Þá segir hann sitthvað frá félagsmálum í Njarðvík og Kefla- vík. Á bókarkápu segir: „Karvel kann vel að segja frá og er laginn að finna hinn rétta frásagnarmáta hvort sem atburðir eru harmsögu- legir eða spaugilegir. Afstaða Karvels til manna og málefna er ákaflega jákvæð og allir vaxa fremur en smækka við umsögn hans. Innan um meginfrásögnina eru alls konar spaugileg innskot, sem oft eru hreinustu perlur. Mikill fengur er að tveimur síð- ustu köflunum, leiftrandi frásögn- um af ólafi Thors og svörum við spurningum frá Þjóðminjasafni íslands um yfirnáttúruleg fyrir- bæri, drauma, dulheyrn, hugboð og aðvaranir. En Karvel virðist gæddur dulrænum hæfileikum sem hann kann bæði að hagnýta sjálfum sér til góðs og miðla öðrum til fróðleiks og skemmtunar." Akiireyri: Reisa Hótel Goðafoss Aknreyri, 5. nórember. GUÐMUNDUR Sigurðsson arkitekt og fleiri ctla að reisa fjögurra til sex hæða bótel á geiranum milli Hafnar- strætis og Drottningarbrautar og bygginganefnd Akureyrar hefur þegar úthlutað þessari lóð undir hót- elbygginguna. í upphafi var ætlunin að þetta hótel stæði á lóðinni númer 18 við Skipagötu, en þegar farið var að vinna að teikningum komu ýmis vandamál í ljós. Þess vegna var horfið frá því ráði að sækja um lóðina austan við Dynheima, en Skáldsaga eftir Hermann ÚT ER komin hjá Forlaginu skáld- saga eftir Hermann Másson og nefn- ist hún Froskmaðurinn. í frétt frá Forlaginu segin „Hermann er sjálfur froskmaður, fæddur í Sandgerði árið 1959. Hann stundaði sjómennsku á Suðurnesjum en fór að vinna á Keflavíkurflugvelli og fékk þá áhuga á að fást við froskköfun. Þegar hinn frægi franski frosk- maður Roland Barthes kom hingað til að kanna flakið af skipinu Pourquoi pas? sem fórst hér í vísindaleiðangri var Hermann fenginn til að kafa með honum. Köfunin, nafnið á skipinu og til- gangur þess höfðu rík áhrif á hann og því hélt hann til Frakklands, þar sem þeir Roland störfuðu lengi saman við köfun á ýmsum svæðum og sviðurn." I frétt Forlagsins segir m.a. um bókina: „Froskmaðurinn er saga mannsins sem fullorðinn lifir líkt og á seigdrepandi hausti, án allrar gleði. Dag nokkurn hittir frosk- maðurinn hafmeyju sem heimtar að hann yfirgefi konu og börn og taki saman við sig. Verður hann ekki að hlýða þegar hún hótar að leggja sjávarútveginn í rúst með Másson Hermann Másson, alias Guðbergur Bergsson. Æskumynd, sem Forlagið sendi með fréttatÚkynningu um út- komu bókarinnar. því að flækjá net fiskiskipanna í skrúfuna? Er hafin neðansjávar- bylting hér á landi?“ Froskmaðurinn er 158 bls. Prent- smiðjan Oddi hf. prentaði. Ragn- heiður Kristjánsdóttir hannaði kápu. Fyrsta bók Guðlaugar Richter Mál og menning hefur gefið út fyrstu bók Guðlaugar Richter og er það barnabók, sem ber nafnið ÞETTA ER NÚ EINUM OF... Myndir gerði Anna Cynthia Leplar. 1 fréttatilkynningu útgefandans segir: „Sagan segir frá stórum systk- inahóp á Grímsstaðaholtinu í Reykjavík og gerist á einum vetri, frá hausti fram á vor. Aðalsögu- hetjan er elsti bróðirinn Stjáni, röskur tíu ára strákur sem þykir gaman í bófahasar með hinum strákunum í hverfinu. En hann þarf að hjálpa mömmu sinni líka því heimilið er stórt og pabbi á sjónum. Það kemur í hans hlut að passa systur sínar sem eru hvorki meira né minna en fjórar talsins, og auk þess lítill bróðir í vöggunni! En það má gera ýmislegt sér til Þetta er nú einum of... gamans samt, fara með þær niður að Tjörn og í Tívolí — því sagan gerist á þeim árum þegar Tívolí var hjá flugvellinum. Svo eignast hann skrítinn félaga sem öfundar hann ferlega af öllum systrun- um... “ ÞETTA ER NÚ EINUM OF...- er 115 bls., prentuð í Prentsmiðj- unni Odda hf. hún er talin liggja mun betur við hótelrekstri. I fyrri áfanga byggingarinnar eiga að verða fimmtíu tveggja manna herbergi og einnig eldhús, matsalur og húsnæði til ýmislegr- ar annarrar þjónustu við gesti, en siðar verður húsið hugsanlega stækkað um önnur fimmtíu her- bergi, ef reksturinn gengur vel. Þeir Guðmundur Sigurðsson og Snorri Pétursson viðskiptafræð- ingur hafa stofnað undirbúnings- félag að byggingu og rekstri hót- elsins, sem á að heita Hótel Goða- foss. Gert er ráð fyrir að Flugleiðir hf. gangi til samstarfs við félagið en ekki er ákveðið enn hve hlutur fyrirtækisins verður mikill. Atvinnumálanefnd Akureyrar hefur stutt þetta mál og lánsloforð úr Ferðamálasjóði liggur fyrir. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hef- ur reiknað út rekstrargrundvöll hótelsins og lofa þeir útreikningar góðu. Gert er ráð fyrir að framkvæmd- ir við bygginguna hefjist næsta vor og taki allt að einu og hálfu ári. Á Akureyri eru fyrir fjögur hót- el sem eru opin allt árið og geta hýst 177 gesti samtímis; Hótel Akureyri 33, Hótel KEA 55, Hótel Stefanía 37, Hótel Varðborg 52. Stækkun stendur nú yfir á Hótel KEA og eftir þá breytingu, sem væntanlega verður lokið í apríl eða maí í vor bætast þar við 39 gisti- rúm. Heildarfjöldi gistirúma þess- ara fjögurra hótela verður þá 216. Eftir að Hótel Goðafoss kemst í notkun ætti sú tala að verða 316. Þá er ótalið Hótel Edda, sem Ferðaskrifstofa ríkisins rekur í heimavistarhúsi MA yfir sumar- mánuðina, og tekur 160 gesti. Til viðbótar eru svo rekin ekki færri en sjö gistiheimili á vegum einstaklinga á Akureyri og í næsta nágrenni. Sv.P. Kjötútsalan byrjar rólega KINDAKJÖTSÚTSALAN fer frekar rólega af stað, samkvæmt upplýsing- um sem Morgunblaðið hefur úr verslunum. í afurðastöðvunum hefur salan þó tekið eitthvað við sér. Steinþór Þorsteinsson deildar- stjóri í afurðasölu SÍS sagði að það hefði aukist að fólk kæmi til þeirra og keypti kjöt og kaupmenn gerðu stærri pantanir. Taldi hann að gamla kjötið seldist meira en kjöt- ið frá því í haust, enda verulega ódýrara. Sagðist hann hafa orðið var við aukningu í sölunni þessa tvo daga. Vigfús Tómasson sölu- stjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands sagði að salan hjá þeim hefði eitt- hvað aukist eftir að útsalan hófst, en hún færi þó fremur rólega af stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.