Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985 Stefnuyfirlýsing bresku stjórnarinnar: Hyggst efla lög og reglu og selja ríkisfyrirtæki London, 6. nóvember. AP. ELfSABET Bretadrottning setti í dag breska þingid og flutti stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnar Margrétar Thatch- er. Hefð er fyrir því að Bretadrottn- ing flytji setningarræðu á þinginu og var það sett með mikilli viðhöfn. í ræðu Elísabetar kom fram að ríkis- stjórnin ætlar sér að efla lög og reglu á Bretlandi. Ráðgert er að selja fyrir- tækið British Gas úr eigu ríkisins fyrir marga milljaröa sterlingspunda og reyna að miðla málum á Norður- írlandi. Margrét Thatcher skrifaði ræð- una, sem drottningin flutti. í ræðunni kom ekkert fram um það hvernig ríkisstjórnin hygðist leysa mesta vanda Breta á innlendum vettvangi: atvinnuleysið. Breska stjórnin ætlar á næsta ári að leggja fram frumvarp til laga um þyngri refsingar fyrir að kynda undir kynþáttaóeirðum á Bretlandi. Einnig verður lagt til að gera megi eigur eiturlyfja- 5 ára gamall sniffari London, 6. nóvember. Frá Valdimar U. Valdimarasyni, fréttarítara Mbl. Sniff á íslandi virðist lítilfjör- legt í samanburði við þann far- aldur sem Bretar eiga við að glíma. í gær var til dæmis upp- lýst að fimm ára gamall drengur í Birmingham væri orðinn háður sniffí. Talið er að strákurinn sé yngsti sniffarinn í Bretlandi og þótt víðar væri leitað. Hann hefur nú verið settur í meðferð og standa góðar vonir til að unnt verði að venja hann af þessum ósið sem hann hafði tamið sér. Snifffaraldurinn hefur löngum verið bundinn við 14 og 15 ára unglinga en upp á síðkastið hafa yngri aldurs- hópar látið til sín taka. Hafa til dæmis allmargir átta ára gamlir krakkar sótt stíft í lfmefni alls konar til þess að komast í vímu. Fimm ára strákurinn í Birmingham slær hins vegar öll met. Upp komst um kauða þegar foreldrar hans urðu þess áskynja að hann var tekinn að hegða sér ansi und- arlega og allt öðruvísi en börn á hans aldri eiga vanda til. Við nánari athugun kom svo í ljós að strákurinn hafði þefað af þynni og virtist alls ekki kunna illa áhrifunum, sem af því hlutust. Ekki fylgir það sögunni hvernig stráksa líkar að hafa nú verið settur í meðferð. XJöfóar til X JL fólks í öllum starfsgreinum! smyglara og samstarfsmanna þeirra upptækar. Stjórnin hyggst selja fyrirtækið British Gas. Fyrirtæki þetta selur gas til almennra neytenda. Einnig á að selja flugfélagið British Air- ways, samgöngufyrirtæki ríkisins, kjarnorkustofnun ríkisins og vopnaverksmiðjur í eigu ríkisins á næsta ári. Um Norður-írland sagði drottn- ingin að stjórnin ætlaði að gera allt sem í hennar valdi stæði til að flytja til pólitískt vald þannig að sem flestir gætu sætt sig við. Jafnframt skal reynt að efla sam- vinnu við írska lýðveldið. Breskir og írskir embættismenn hafa rætt saman undanfarna níu mánuði. Markmið þessara við- ræðna er að katólska lýðveldið frland fái að gegna hlutverki ráð- gjafa um málefni Norður-írlands. Norður-írar eru flestir mótmæl- endatrúar, en katólikkar eru í yfirgnæfandi meirihluta í lýðveld- inu írlandi. Búist er við að lýst verði yfir samkomulagi um þessar ráðstafanir á næstunni. Mikil skrúðganga fylgdi Elísa- betu drottningu til þingsins og þingmenn risu úr sætum er hún flutti setningarræðuna í neðri deild þingsins. Sikiley: 20 farast í rútuslysi ('aUnia, Sikiley, 4. nóvember. AP. Rúta fór út af vegarbrú, braut niður öryggisgrindverk og hrapaði 20 metra niður í gljúfur með þeim afleiðingum að 20 manns létu lífíð í grennd við borgina Catania á á austurströnd Sikileyjar, að sögn lögreglu. Þá voru þrír farþegar sagðir al varlega slasaðir eftir slysið. Noregur: Þessi mynd er tekin er verið var að skipa á land hlutum úr flaki Air- India-þoturnar, sem hrapaði í sjóinn úti fyrir strönd írlands 23. júní sl. Air-India-flugslysið við írland: Reynt að ná upp trjónu þotunnar ef nauðsyn krefur Cork, trlandi, 6. nó*ember. AP. Ef rannsóknarmenn geta ekki ráðið neitt um orsakir Air-India- flugslyssins, sem varð við írland 23. júní sL, af þeim hlutum flugvél- arflaksins, sem náðust upp af hafs- botni, munu björgunarmenn reyna að koma höndum yfír trjónu þot- unnar á næsta ári, að þvi er Tom Hinton, yfirmaður rannsóknar- nefndarinnar, sagði í gær. Hinton sagði, að búa þyrfti til sérstakan lyftibúnað, ef nauð- synlegt reyndist að ráðast í þessa aðgerð. Formlegar yfirheyrslur vegna slyssins hefjast í Nýju Delhi 18. þ.m. Útgerðarmenn vilja stuðning frá ríki Osió, 6. nórember, frá J»n Erik Leare, fréttoriUrm MargamblaiaUa. FÉLAG norskra útgerðarmanna hefur lýst yfir þvf að endurnýja þurfi norska fiskiskipaflotann og ríkis- valdið verði að styðja fjárhagslega við bakið á útgerðarmönnum og greiða þeim götu að lánastofnunum. Félag útgerðarmanna hefur lagt fram tillögur um hvernig haga megi end- urnýjun flotans og gera upp gamla fiskibáta fyrir útvegs- og fjármála- nefnd norska stórþingsins og sjávar- útvegsráðherra. Formaður Félags útgerðar- manna, Einar Hepsö, útskýrði til- lögur félagsins á blaðamannafundi í gær, þriðjudag. Benti Hepsð m.a. á að erlendir útgerðarmenn, sem láta smíða fyrir sig skip í Noregi, fái lán og styrki frá noreka ríkinu. Lán þessi og styrkir samsvari þeirri upphæð, sem útgerðarmenn fari nú fram á. „Helstu keppinautar okkar í sjávarútvegi hafa gert samninga upp á einn milljarð norekra króna (um 5,3 milljarða islenskra króna) við norskar skipasmíðastöðvar undanfarin ár. Fyrir þessa samn- inga vilja erlendir útgerðarmenn fá greiddan styrk, sem nemur 215 milljónum norskra króna (um 1,1 milljarð islenskra króna). Norska ríkið styrkir í raun og veru erlenda aðilja, sem keppa við norska fiski- flotann og róa á sömu mið og hann,“ sagði Hepsö. Hepsö greindi einnig frá því að útgerðinni hefði vaxið fískur um hrygg eftir mörg mögur ár. Tillög- ur Félags útgerðarmanna miði að því að hlúa að þessum vaxtar- broddi í norskum sjávarútvegi. Gengi gjaldmiðla London, 6. nérember. AP. Bandaríkjadollar iækkaði aðeins gagnvart helztu gjaldmiðlum heims í dag. Ekki var talið, að seðlabank- ar í Vestur-Evrópu hefðu átt þátt í þvf að halda gengi hans niðri. Gert er ráð fyrir, að japanska jenið kunni að hækka enn á næstunni gagnvart dollarnum. Síðdegis í dag kostaði sterl- ingspundið 1,4362 dollara (1,4350), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 2,6030 vestur-þýzk mörk (2,6100), 2,1425 svissneskir frankar (2,1445), 7,9275 franskir frankar (7,9350), 2,9345 hollenzk gyllini (2,9370), 1.757,50 italskar lírur (1.762,10), 1.3775 kanadískir dollarar (1,37255) og 205,95 jen eða 1,82 jenum minna en 1 gær. Ný stjórn tekur við í Portúgal Lissabon, 6. nóvember. AP. ANIBAL Cavaco Silva sór í dag embættiseið sem forsætisráðherra minnihlutastjórnar sósíaldemókrata. Við embættistökuna hét hann því, að stjórnin léti hendur standa fram úr ermum og skoraði á stjórnarand- stöðuna að styðja þau mál, sem til heilla horfðu fyrir þjóðina. „Frá þeirri stundu, sem við tök- um við embætti, verður hollusta okkar ekki bundin flokknum held- ur Portúgal," sagði Silva, sem er 46 ára að aldri og var fiármálaráð- herra í síðustu stjórn. I kosningun- um 6. október sl. vann Sósíaldemó- krataflokkurinn mikinn sigur og er nú stærstur flokka á þingi. Fékk hann 29,87% atkvæða og 88 menn kjörna en 126 þarf til að hafa meirihluta á þingi, sem er skipað 250 mönnum. Efnahagsmálin verða stjórninni þung í skauti en það kom fram í máli Silva við embættistökuna, að 470.000 Portúgalar eða 10,8% vinnufærra manna hefðu enga atvinnu og taldi hann einnig, að 150.000 verkamenn hefðu ekki fengið laun sín greidd í allt að tvö ár. Einkafjárfesting í landinu hefur minnkað um 25% á tveimur árum. Craxi hlaut trausts- yfirlýsingu Róra, 6. nóvember. AP. FULLTRÚADEILD ítalska þingsins samþykkti í dag traustsyfírlýsingu á hina nýju fimm flokka ríkisstjórn Bettinos Craxi forsætisráðherra. Urðu umræður mjög heitar og þá einkum vegna þess, að Craxi tók upp hanzkann fyrir PLO, Frelsisfylkingu Palestínumanna, og sagði, að hún hefði rétt á að grípa til vopna. Traustsyfirlýsingin var sam- þykkt með 347 atkvæðum gegn 238 en einn þingmaður sat hjá. í umræðum fyrir atkvæða- greiðsluna sagði Craxi, að vopnuð barátta myndi ekki leysa vanda- mál PLO og hún gæti bitnað á saklausum fórnarlömbum. „En ég efa ekki réttmæti slíkrar baráttu, sem er allt annað. Að vefengja málstað þeirrar hreyfingar, sem vill frelsa sitt eigið land undan erlendu hernámi og grípur til vopna í þeim tilgangi, þýðir hið sama og að snúast gegn lögmálum sögunnar," sagði Craxi. Ítalíæ Pakkasprengja til franskrar sendinefndar Róm, 5. nóvember. AP. í DAG gerðu sprengjusérfræðingar lögreglunnar óvirka pakkasprengju, sem send var til íranskrar sendi- nefndar í Róm. Að sögn yfirvalda hafði verið komið með pakkann á skrifstofu írönsku sendinefndarinnar hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, en hann var merktur sendiráði írans í Róm. Grunur vaknaði hjá einum nefndarmanna, er hann sá tölvu efst í pakkanum, og var lögregla þá kölluð til. Gerðu tæknimennirnir sprengj- una óvirka með þvi að rjúfa tengi- víra milli sprengihleðslunnar og tölvunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.