Morgunblaðið - 07.11.1985, Page 30
30
MORQUNffLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985
Fagnadarfundir
AP/Sfmamynd
Reagan Bandaríkjaforseti og Ines Guadalupe Duarte Duran, dóttir J.N.
Duarte forseta, fallast í faðma við komu hennar til Hvíta hússins á
fimmtudag. Mannræningjar létu hana lausa í síðustu viku eftir að
hafa haldið henni í 44 daga.
Persaflóastríðið:
Eldflaug skotið
á grískt olíuskip
ÍRASKAR herþotur skutu í dag
eldflaug á _ grískt risaolíuskip á
Persaflóa. Áhöfnin yfirgaf skipið,
eftir að það kviknaði í því. Skipstjór-
inn varð þó eftir og neitaði að fara
frá borði. Fjórir björgurnarbátar
voru sendir á vettvang frá Bahrain
og Dubai, er neyðarkall barst frá
skipinu. Strandgæzlubátar frá íran
komu einnig til hjálpar og var áhöfn
skipsins flutt yfir í þá.
Olíuskipið, sem siglir undir
grískum fána, ber heitið Canaria
og er um 300.000 tonn. Lenti íraska
eldflaugin í vélarrúmi skipsins og
kveikti í þvi. Var skipið um 100
km fyrir sunnan hafnarborgina
Busher í íran og aðeins 15 km frá
strönd landsins, er árásin var gerð.
írakar hafa aldrei gert loftárás
jafn sunnarlega á Persaflóa áður
og bendir það til þess, að þeir hafi
notað langdrægar herþotur af
Mirage-gerð til árásarinnar.
I dag lauk fjögurra daga ráð-
stefnu Saudi-Arabíu og bandalags-
ríkja hennar við Persaflóa. Var þar
samþykkt yfirlýsing, þar sem skor-
að var á Iran að virða frjálsar
siglingar um Persaflóa. Þar var
þó jafnframt látin í ljós nokkur
gagnrýni í garð Iraks, sem Saudi-
Arabía hefur þó stutt leynt og ljóst
í stríðinu við írani. Er talið, að
Irak hafi fengið 36 milljarða doll-
ara í aðstoð frá Saudi-Arabíu og
fleiri ríkjum á Arabíuskaga, síðan
styrjöld íraka og írana hófst í
september 1980.
Bandaríkjaher:
Samið við franskt
fyrirtæki um gerð
fjarskiptabúnaðar
Wsshington, 6. nóvember. AP.
TILBOÐUM franskra og banda-
rískra fyrirtækja hefur verið tekið
um gerð fjarskiptabúnaðar fyrir
Bandaríkjaher. Fjarskiptabúnaður-
inn mun kosta marga milljarða doll-
samn-
Carrington lávarður, aðalframkvæmdastjóri NATO:
Deilur Grikkja og Tyrkja
valda margs konar erfiðleikum
Ankmrm, Tyrklmndi, 6. nórember. AP. 4.
CARRINGTON lávarður, aðalfram-
kvæmdastjórí NATO, sagði í gær,
að deilur Tyrklands og Grikklands
yllu bandalaginu margvíslegum
erfiðleikum, m.a. í varnarmáhim.
Á blaðamannafundi, sem fram-
kvæmdastjórinn hélt í Ankara,
kvaðst hann ekki mundu taka
afstöðu í deilum þessum og taldi
ekki tímabært né vænlegt til ár-
angurs nú, að þriðji aðili blandaði
sér í málið.
Grikkir hafa neitað að taka þátt
í heræfingum NATO á Eyjahafi
síðastliðin þrjú ár, af því að gríska
eyjan Lemnos hefur verið útilokuð
frá þeim. Tyrkir halda fram, að
samkvæmt alþjóðasamningum
eigi Lemnos að vera vopnlaust
svæði og geti því ekki verið hluti
af æfingasvæðinu.
„Jafnvel þótt Lemnos sé lítil
eyja, tel ég deilurnar alvarlegar,"
sagði Carrington á fréttamanna-
fundinum.
Tyrkir og Grikkir hafa einnig
átt í langvinnum deilum vegna
yfirráðaréttar í lofti yfir Eyjahafi,
nýtingar auðæfa hafsbotnsins og
Kýpurmálsins, auk þess sem ríkin
hafa lengi þráttað um hernaðar-
lega stöðu grísku eyjanna við
strönd Tyrklands.
Carrington kom til Tyrklands á
mánudag ( fjögurra daga opinbera
heimsókn. Hann mun skoða her-
stöðvar í austurhluta landsins og
koma til þorpsins Sarp, sem er á
landamærum Tyrklands og Sovét-
rikjanna.
Sovéskur drengur
í hjartaaðgerð
London, 5. nóvember. AP.
NÍU mánaða gamall sovéskur dreng-
ur, Yuri Sobol, kom í dag til London
til hjartaaðgeróar. Drengurinn kom
meó flugi til Heathrow-flugvallar
ásamt móóur sinni, Tatyiönu, og var
þegar í stað fluttur í Ormond Street-
barnaspítalann til rannsóknar.
Móðir hans sagði fréttamönn-
um, með aðstoð túlks, að hún væri
himinlifandi yfir að vera komin
til Englands og vonaði að drengur-
inn fengi lækningu.
Yuri, sem er frá Moskvu, þjáist
af hjartasjúkdómi, og læknar
segja, að hann eigi enga lífsvon,
nema hann gangist undir þessa
aðgerð, en þess var ekki kostur í
Sovétríkjunum.
Margra vikna samningaviðræð-
ur heilbrigðisyfirvalda í Moskvu
og London þurfti til að gera það
mögulegt, að drengurinn fengi inni
á Ormond Street, og náðist það
fram á grundvelli gagnkvæms
samkomulags Bretlands og Sovét-
ríkjanna á sviði læknisfræði.
Bandaríkin:
Ný laserrannsóknarstöð
Nýju Mexíkó, Bandaríkjunum, 5. nóvember. AP.
YFIRVÖLD hermála hafa greint frá
því, að tekin hafl verið í notkun á
Hvítu söndum í Nýju Mexíkó ný
rannsókna- og tilraunastöð fyrir las-
er-tækni. Tengist hún geimvarna-
rannsóknum Bandaríkjanna í sam-
bandi við „stjörnustríðsáæthinina"
svonefndu.
Lee Delorme, upplýsingafulltrúi
framkvæmdanefndar geimvarna-
áætlunarinnar, kvað fyrstu til-
raunirnar á Hvítu söndum „lofa
góðu“.
Að sögn Delormes er hlutverk
tilraunanna að ganga úr skugga
um, hvort sá hluti geimvarnaáætl-
unarinnar, sem að laser-tækninni
snýr, sé framkvæmanlegur tækni-
lega og fjárhagslega og hvort þessi
tækni muni geta veitt þá vernd,
sem að er stefnt.
Bonner
í hjarta-
aðgerð til
Boston
Hamborg, 4. nóvember. AP.
YELENA Bonner, eiginkona
sovézka andófsmannsins Andrei
Sakharovs sagði í dag, að hún
myndi fara til Boston í Bandarikj-
unum og gangast þar undir
hjartauppskurð, eftir að hún hefði
farið til Ítalíu til augnaðgerðar
þar.
Það var vestur-þýzka blaðið
Bild, sem skyrði frá þessu í
dag. Hafði Bild frétt sína eftir
dóttur og tengdasyni Yelenu,
þeim Tatiönu og Efrem Yan-
kelewich, sem sögðu, að Yelena
hefði hringt í þau frá Sovétríkj-
unum.
Andrei Sakharov talaði einn-
ig við þau Tatiönu og Efrem.
Sagðist hann hafa hætt hung-
urverkfalli, eftir að hann hafði
létzt um 20 kg. Kvaðst hann
hafa hætt hungurverkfallinu,
eftir að konu hans, Yelenu,
hafði verið tilkynnt, að hún
fengi vegabréfsáritun til þess
að fara frá Sovétríkjunum.
Carrington lávarður.
ara. Aðalfyrirtækin sem að
ingnum standa eru franska fyrirtæk-
ið Thomson ásamt GTE-fyrirtækinu
í Bandaríkjunum, en tilboð þessara
fyrirtæka voru tekin framyflr tilboð
Plesseyfyrirtækisins í Bretlandi, að
sögn James R. Ambrose aðstoðarrít-
ara hjá bandaríska hernum.
Varnarmálaráðuneytið í Frakk-
landi sagði að þessi ákvörðun stað-
festi gæði franskrar rafeinda- og
hergagnaframleiðslu en haft var
eftir varnarmálasérfræðingi í
London að það væru sár vonbrigði
fyrir Breta að missa af samningn-
um.
Samningurinn, sem hljóðar upp
á rúmlega 4,3 milljarða dollara
greiðslur til Thomson og GTE,
mun vera einhver stærsti samn-
ingur sem Pentagon hefur gert við
erlend fyrirtæki. Thomas Mat-
tausch, talsmaður GTE, sagði að
um 75 prósent framleiðslunnar
myndu fara fram í Bandaríkjunum
og væru stjórnendur fyrirtækisins
mjög ánægðir með ákvörðun hers-
ins.
Talsmaður breska varnarmála-
ráðuneytisins sagði að þar ríkti
auðvitað óánægja útaf því að
Plessey-fyrirtækið hefði ekki feng-
ið samninginn. „Við höfum misst
af þessum samningi, þó við gerðum
hvað við gátum til að ná honum.
Við vinnum stöðugt að framförum
í breskum iðnaði, og við munum
reyna allt til að komast inn á
bandarískan markað næst þegar
tækifæri býðst,“ sagði hann.
Gull á N-írlandi
^ Belfast, 5. nóvember. AP.
Á NORÐUR-írlandi hefur fundizt
stærsti gullforði, sem finnst á einum
stað, í allri Evrópu. Við fyrstu sýn
virðist sem vinnsla gullsins muni
verða ábatasöm.
Að sögn talsmanns norður-írska
námafélagsins Ulster Base Metals,
fundust æðar auðugar að gulli við
tilraunaboranir i Sperrin-fjöllum
(Tyrone-sýslu.
Lengi hefur verið vitað að gull
væri að finna í Sperrin-fjöllum og
fólki tekizt að skola gull á pönnu
í ám og lækjum þar. Hins vegar
er það ekki fyrr en nú nýverið að
rannsakað er vísindalega hvort
það svari kostnaði að vinna gull I
fjöllunum.
í fyrstu voru nýjustu rafeinda-
tæki notuð til að finna líklega leit-
arstaði með þeim árangri, að þegar
boraðar voru 28 tilraunaholur
fannst gull í þeim öllum.
Að sögn talsmanns námafélags-
ins þarf að finnast að meðaltali
einn tíundi úr únsu, eða 2,83
grömm, af gulli í hverri smálest
af grjóti til þess að vinnsla svari
kostnaði. Tilraunaboranirnar
benda til að fimm sinnum meira
gull sé að finna í berginu, þ.e. um
15 grömm í hverju grjóttonni.
Nýr ritstjóri Times
London, 6. nóvember. AP.
CHARLES Wilson hefur veríð út-
nefndur ritstjórí hins virta dagblaðs
Times í London. Wilson er flmmtug-
ur Skoti og hóf starfsferíl sinn sem
vikadrengur á rítstjórn vikuríts í
London 16 ára gamaH. Wilson lekur
við rítstjórn Times af Charles Dou-
glas-Home, sem lést hinn 29. október
sl. 48 ára að aldri. Wilson hefur verið
aðstoðarritstjóri við Times síðastliðið
ár. Hann verður 13. ritstjóri blaðsins
sem bélt uppá 200 ára afmæli sitt
fyrr á þessu ári.