Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.11.1985, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö. Erlend skuldasöfnun og innlendur fjármagnsmarkaður Byggjum upp fiskist ana, minnkum aflas Ræða Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍU, á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna Talsmenn ríkisstjórnarinn- ar hafa misserum saman rekið harðan áróður gegn er- lendri skuldasöfnun og lagt ríka áherzlu á nauðsyn þess að draga úr lántökum erlendis og stöðva skuldaaukningu þar. Vel má vera, að fólk geri sér ekki nægilega grein fyrir því, hve hér er mikið í húfi. Vel- gengni okkar um langt skeið veldur því, að almenningur á bágt með að skilja svona tal. Sannleikurinn er hins vegar sá, að framtíðarvelferð þjóðar- innar er í húfi. Það hefur verið rúmt um fé á erlendum fjár- magnsmörkuðum um langt skeið en reynslan sýnir að þar getur harðnað á dalnum eins og annars staðar. Um leið og það gerist getur orðið erfitt fyrir okkur íslendinga að fá sífellt ný lán til þess að greiða afborganir og vexti af eldri lánum. Þá fyrst mundum við standa frammi fyrir alvarleg- um vanda, ef til þess kæmi að við yrðum að greiða allar skuldbindingar okkar í reiðufé af eigin aflafé. Af þessum sökum skiptir miklu máli, að byggja upp fjár- magnsmarkað hér, sem smátt og smátt verði svo sterkur, að bæði opinberir aðilar og einka- fyrirtæki geti leitað á hann um fjármögnun margvíslegra framkvæmda. Útboð ríkissjóðs á spariskírteinum síðustu tvo áratugi hafa að sjálfsögðu átt ríkan þátt í að leggja grundvöll að þessum markaði. Nú er svo komið, að einkafyrirtæki, sem þurfa að afla fjár til fram- kvæmda, bjóða út skuldabréf með sama hætti og ríkið hefur lengi gert. Þeim mun meira fjármagn, sem fæst á hinum innlenda lánamarkaði, þeim mun minna fé þurfum við að taka að láni erlendis. Eftir sem áður verður alltaf togstreita milli opinberra aðila og at- vinnulífsins um aðgang að þessu fjármagni. Þetta fjármagn skilar sér ekki nema kjörin, sem í boði eru, verði viðunandi. Vegna mikils fjárskorts í okkar landi hafa ávöxtunarkjörin verið býsna há. Einhver verður að borga þessa vexti og að lokum er það almenningur í landinu, sem það gerir með einum eða öðrum hætti. Háir vextir á sparifé hafa valdið miklum erfiðleikum í atvinnulífi og hjá einstaklingum. Afleiðingin hefur orðið sú, að fyrirtæki halda að sér höndum um fram- kvæmdir og húsbyggjendur lenda í stórfelldum vandræð- um. Svo virðist, sem hljótt hafi verið um þessi vandamál húsbyggjenda undanfarna mánuði, en þau eru að koma fram á sjónarsviðið á ný. Spurningin, sem menn standa frammi fyrir, er sú, hvernig hægt er að halda uppi þeim ávöxtunarkjörum, sem nauðsynlegt er til þess að fólk hafi áhuga á að spara og hins vegar að veita fyrirtækjum og húsbyggjendum aðgang að iánsfé, sem þessir aðilar hafa einhverja möguleika á að end- urgreiða með verðtryggingu og vöxtum. Hér áður fyrr, áður en verðtrygging kom til sög- unnar, voru bankar og spari- sjóðir gagnrýndir fyrir það að veita einungis stutt lán til framkvæmda. Þá var því borið við af hálfu þessara aðila, að þeir gætu ekki lánað til lengri tíma vegna verðbólgunnar, sem brenndi útlánsféð upp. Nú á þessi röksemd ekki lengur við, einfaldlega vegna þess, að verðtryggingin tryggir verð- gildi þess fjár, sem útlána- stofnanir lána út. Á hinn bóg- inn er lánstíminn enn svo stuttur, að greiðslubyrðin verður óbærileg bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. í ræðu, sem Þorsteinn Páls- son, fjármálaráðherra, flutti á þingi ungra Sjálfstæðismanna í haust, benti hann á að pen- ingamarkaðurinn á íslandi væri vanþróaður og margvís- legar umbætur þyrftu þar að koma til sögunnar. Eitt af því hlýtur að vera að lengja veru- lega lánstíma verðtryggðra lána, þannig að greiðslubyrðin verði viðunandi. Þá hefur hvort tveggja gerzt, að sparifé landsmanna er verðtryggt, en þeir, sem greiða verðtryggingu og vexti, fá möguleika á að gera það með skynsamlegum hætti. Uppbygging hins inn- lenda fjármagnsmarkaðar, sem spariskírteini ríkissjóðs hafa átt svo mikinn þátt í að skapa, verður að taka tillit til hagsmuna beggja aðila, eig- enda sparifjárins og lántak- enda. Sú yfirlýsing fjármála- ráðherra í Morgunblaðinu í gær, að vel geti komið til greina að afnema verðtrygg- ingu á skammtímaskuldbind- ingum, er mikilvægur þáttur í að skapa þarna jafnvægi, þótt sjálfsagt eigi menn eftir að deila um það, hvað felist í skammtímalánum. Vafalaust mundi ákvörðun um endur- bætur af þessu tagi á peninga- markaðnum og starfsemi hans geta orðið veigamikill þáttur í gerð næstu kjarasamninga. Þess vegna sýnist full ástæða til þess fyrir ríkisstjórnina að hraða aðgerðum sínum á þeim vettvangi. Góöir fundarmenn. Á þessu ári hafa ytri aðstæður yfirleitt verið sjávarútveginum hagstæðar, bæði hvað varðar afla- brögð og markaðsverð. Hitastig í sjónum við ísland hefur hækkað verulega og lífríkið hefur haft tækifæri til þess að þroskast og dafna. Þetta eykur okkur bjartsýni um, að helstu nytjafiskstofnar við landið muni halda áfram að stækka og það muni auðvelda okkur uppbyggingu þeirra, at- vinnugreininni og þjóðinni til hagsældar. Gert er ráð fyrir að sjávarvörur muni verða fluttar úr landi á þessu ári fyrir 22,2 milljarða króna á móti 16,5 milljörðum í fyrra. Er þetta 71% af heildarútflutningi landsmanna og aukning um 34,5% milli ára. Um er að ræða 3,5% aukningu á magni, 3,5% hækkun á söluverði og 25,5% vegna breyt- inga á gengi. Markaðsverð hefur farið lítil- lega hækkandi á frystum fiski og einnig á saltfiski. Hinsvegar hefur verð á mjöli og lýsi verið lágt til skamms tíma en hefur farið hækk- andi undanfarnar vikur. Miklar skreiðarbirgðir liggja enn óseldar í landinu og valda miklum erfið- leikum vegna vaxta og geymslu- kostnaðar. Sala á ferskum fiski Útflutningur á ferskum fiski hefur aukist mjög mikið og er nú orðinn verule'gur hluti útflutnings- ins. Aukningin hefur aðallega orðið á útflutningi á ferskum fiski i gámum. Fyrstu 10 mánuði þessa árs voru fluttar út um 50 þúsund lestir af ferskum fiski til Englands og Þýskalands í fiskiskipum og gámum að verðmæti 1,8 milljarðar króna, þar af voru fluttar út 27 þús. lestir í fiskiskipum og 23 þús- und lestir í gámum á móti 34 þús- und lestum í fiskiskipum og 13 þúsund lestum i gámum allt árið í fyrra. Verðhækkun hefur orðið á ferskum fiski umfram breytingu á gengi, sem nemur 14% í gámum en 16% úr fiskiskipum. Ástæður fyrir þessum aukna útflutningi eru aðallega fyrr- greindar verðhækkanir, skortur á vinnuafli til að vinna aflann hér á landi og stuttur greiðslufrestur á aflaandvirði, en yfirleitt hafa greiðslur borist innan 10 daga frá sölu og oft í sömu viku og sala fer fram. Ýmislegt bendir til að aðstæður hafi verið nokkuð sérstakar á þessu ári, hvað varðar verð á fersk- um fiski í Englandi. Má þar nefna óhagstætt veðurfar í Norðursjó og lítinn afla þarlendra skipa. Það er því óráðlegt að gera ráð fyrir að sama þróun til aukningar á sölu á ferskum fiski muni eiga sér stað á næsta ári. Svo virðist sem nokkurrar tor- tryggöi gæti, hvað varðar sölu á ferskum fiski og oft koma fram sjónarmið um að takmarka eigi þessi viðskipti. Þetta er hinn mesti misskilningur. Nauðsynlegt er að nýta þessa markaði eins og aðra og það á að vera í ákvörðunarvaldi hvers og eins, hvað hann gerir við fiskinn með hliðsjón af arðsemi. Ferskfiskmarkaður gerir miklar kröfur til fiskgæða og okkur ber að haga sölu og framboði í sam- ræmi við það, en einstaka aðilar virðast halda að hér geti verið um einhvern afgangsmarkað að ræða, sem hægt sé að bjóða hvað sem er, en því fer fjarri ef við viljum viðhalda þeim góða orðstir sem við höfum getið okkur á þessum mark- aði. Stjórnun veiðanna Fiskveiðunum hefur nú í tvö ár verið stjórnað með takmörkunum á afla hvers skips, eða með tak- mörkun á sókn hvers skips. Þetta er andstætt við það sem áður var, þegar leitast var við að takmarka heildarafla án takmörkunar á einstök skip. Ekki leikur á því minnsti vafi að takmörkunar er þörf þegar litið er til stofnstærðar okkar aðal- nytjafisks, þorsksins, og sóknar- möguleika fiskiskipaflotans. Það á að vera óumdeilanlegt markmið að byggja stofninn upp svo veiði verði árviss og aflasveiflur minnki. Það verður ekki gert nema viður- kennt sé, að hægt sé að geyma fisk í sjónum og ekki sé nauðsynlegt að veiða hvern þann fisk, sem unnt er að draga úr sjó. Ef marka má reynslu undan- farinna ára eru aðstæður í hafinu breytilegar frá einu tímabili til annars, hvað varðar hitastig og vaxtarmöguleika fisks. Ekki á heldur að orka tvímælis að sókn okkar mikilvirka fiskiskipaflota skiptir verulegu máli um vöxt og viðgang fiskistofnanna. Um þessi meginatriði hafa flest- ir verið sammála, þótt deilt hafi verið um leiðir til að ná settu markmiði. I þessu efni hirði ég ekki um að eyða orðum að þeim, sem hefja sig til skýjanna og gagnrýna þá sem vilja fara að með gát, vegna þess að þeir vita að þeir verða aldrei sóttir til ábyrgð- ar. { meginatriðum hafa komið fram tvær hugmyndir um á hvern hátt skuli staðið að því að tak- marka sóknina til þess að ná fyrr- greindu markmiði. Það er með takmörkun á afla og eða sókn hvers skips og með tímabundnu aflamarki t.d. fyrir hverja 4 mán- uði, en það er það sem kallað hefur verið tegundamark. Hverjir eru svo helstu kostir og gallar þessara aðferða? Víkjum þá fyrst að þeirri stjórn- unarleið sem notuð hefur verið sl. tvö ár. Með aflamarki á skip eða sókn- armarki með aflahámarki vinnast eftirtalin atriði: 1. Eigandi skips getur ákveðið með hliðsjón af aflabrögðum og atvinnuástandi hvernig aflinn er borinn að landi. 2. Hann þarf ekki að óttast sam- keppni um að ná sínum afla og ætti ekki að þurfa að kosta eins miklu til veiðanna eins og ella. 3. Hann á að hafa hvata til að gera sem mest verðmæti úr þeim afla sem honum er út- hlutað. 4. Framsalsheimild innan sömu útgerðar eða til annarra gefur möguleika til sparnaðar, og að þeir fiski sem kosta minna til. 5. Markmiði um takmörkun á heildarveiði á að vera auðveld- ara að ná, þótt í aðferðinni felist ákveðinn sveigjanleiki um heildarafla, sérstaklega vegna vals um sóknarkvóta. Þessi sveigjanleiki mótast þó af möguleikum til að afla og fer því eftir ástandi fiskistofna og virkar því í báðar áttir. Helstu annmarkar eru: 1. Takmörkun á frelsi til að afla eins og áhöfn og skip hafa burði til. 2. Ákveðin hætta á að allur afli sé ekki borinn að landi. 3. Að vera bundinn úthlutun, sem bundin er eldri reynslu. Segja má að kostir tegunda- marks felist i þeim atriðum sem taldir eru til ókosta aflamarksleið- arinnar, en ókostir eru þeir, að ekki er gert ráð fyrir sóknartak- mörkunum með öðrum hætti en þeim, að stöðva veiðar allstaðar á landinu þegar tilteknum afla er náð. Samkeppni um veiðar á afla, sem er minni en sóknargetan leyfir að veiða, hlýtur að leiða til aukins kostnaðar. Ég hef ekki farið leynt með þá skoðun mína, að ég tel að aflamark á skip með heimild til vals á sókn- armarki sé vænlegri leið til stjórn- unar veiðanna en tímabundin afla- mörk. Mér finnst að of mikið hafi verið talað um, að stjórnun veið- anna byggist á aflamarki á skip, en þess ekki getið að eigendur 185 skipa af 665 skipum hafa valið sóknarmark á þessu ári, sem að- eins er bundið hámarksafla á þorski. Mjög mikilvægt er, að afla- marksleiðin gefi mönnum tæki- færi til þess að ávinna sér nýja reynslu í stað reynslu áranna 1981—1983, þótt í upphafi hafi það verið talin sanngjörn viðmiðun því hún raskaði minnst högum hvers ogeins. Hvaða leið sem valin verður þá er nauðsy nlegt að marka hana með lögum er gildi til lengri tíma en eins árs. í þessum efnum munum við ekki öðlast neina nýja vitneskju, sem skiptir máli og breytt getur þeim grundvelli er við byggjum á í dag. Til þess að menn geti áunnið sér nýja aflareynslu, þarf að vera unnt að segja mönn- um nú hver áhrif val á sóknar- marki hefur á framtíðina. Ég er þess fullviss að umræða um þetta mikilvæga mál muni verða mál- efnaleg á þessum fundi og sameig- inlega viljum við hlita niðurstöðu - meirihluta fundarmanna eins og ávallt áður. Ánægjulegt er, að horfur eru nú betri með aflabrögð á næsta ári og heildaraflamark á þorski ætti að vera umtalsvert hærra en á þessu ári, þótt ekki liggi fyrir hvert það verður. Afkoma flotans Afkoma fiskveiðanna hefur ve- rið nokkru betri á þessu ári en undanfarin ár og sérstaklega eftir siðustu fiskverðsákvörðun, þá var talið að bátarnir hefðu um 10% af tekjum til þess að standa undir fjármagnskostnaði, og togararnir um 16%. Samtals var talið að veiðarnar hefðu um 1300 milljónir króna til þess að standa undir fjár- magnskostnaði, en hann er talinn um 1700 m.kr. á ári. í þessu dæmi er reiknað með ávöxtun sem byggir á vátryggingarverði fiskiskipanna. Afkoman er því tiltölulega góð hjá þeim sem eiga skuldlítil skip en erfið hjá þeim sem skulda mikið. Þessi afkomumynd er betri en áætluð afkoma fyrir allt árið. Afkoma loðnuveiðanna hefur batnað mikið vegna aukinna verk- efna. Með þeirri aukningu sem nú hefur verið ákveðin á loðnukvóta má ætla að afkoma loðnuveiðanna verði góð á þessu ári. Því má hins- vegar ekki gleyma að rekstur þessa flota er áhættusamur vegna mis- góðra Ioðnuárganga og mikilla verðsveiflna á loðnuafurðum. Sérstök ástæða er til að gleðjast yfir góðri afkomu útgerðar og áhafna þeirra skipa sem frysta aflann um borð. Framleiðsluverð- mæti þeirra eru undraverð og er unnt að nefna dæmi um að fram- leiðsluverðmæti á bak við hvern áhafnarmann eru 7—8 milljónir króna, þegar framleiðsluverðmæti á bak við hvern sjómann á hefð- bundnum togara og verkamann eða verkakonu í frystihúsi eru til samans að meðaltali um 2—2,5 milljónir króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.