Morgunblaðið - 07.11.1985, Page 36

Morgunblaðið - 07.11.1985, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER1985 Alþýðuflokkur: Frestun nauð- ungaruppboða íbúðarhúsnæðis Sighvatur Björgvinsson og fimm adrir þingmenn Alþýðuflokks hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um frestun nauðungaruppboða, neyðaraðstoð og ráðgjöf við húsbyggjendur. Tillögugreinar eru tvær og hljóða svo: -* 1. „Alþingi ályktar að fela fé- lagsmálaráðherra að sjá svo um að nú þegar verði sett á stofn sérstök deild við Hús- næðisstofnun ríkisins til þess að veita húsbyggjendum og íbúðarkaupendum ráðgjöf, svo sem með því að áætla fyrir þá greiðslubyrði og greiðslugetu, kanna lögmæti greiðslukrafna, t.d. útreikn- inga á dráttarvöxtum og innheimtukostnaði, aðstoða við endurskipulagningu lána og gefa ráð og ábendingar um aðstoð sérfróðra manna, svo sem lögfræðinga eða endur- skoðenda, ef ástæða er til. 2. Vegna þess neyðarástands, sem nú ríkir hjá íbúðarbyggj- endum og húsakaupendum og m.a. kemur fram í ört fjölg- andi kröfum um nauðungar- uppboð á íbúðarhúsnæði, ályktar Alþingi að ráðgjafar- deild Húsnæðisstofnunar rík- isins, sbr. I. tölulið, verði tafarlaust falin eftirtalin verkefni: a. Að fylgjast með kröfum og auglýsingum um nauðungar- uppboð á íbúðarhúsnæði og — sé talið líklegt að hjá uppboði verði ekki komist — að taka þá frumkvæði og bjóða íbúðareigandanum ráð- gjöf. b. Sé slíkt boð þegið, eða óski íbúðareigandi sjálfur aðstoð- ar ráðgjafardeildarinnar við slíkar aðstæður, skal hún m.a. hafa meðalgöngu um að fullnægt sé ákvæðum laga nr. 6 frá 5. maí 1978 um aðstoð lögmanns eða löggilts endur- skoðanda við skuldara þannig að þegar til uppboðs kemur megi krefjast frestunar á uppboði og greiðslustöðvunar skv. ákvæðum II. kafla um- ræddra laga svo að óheimilt sé á meðan á frestinum stend- ur, m.a. að taka bú skuldar- ans til gjaldþrotaskipta, gera fógetagerð í eignum hans eða að selja eignir hans á nauð- ungaruppboði. c. Eftir uppboðsfrest fenginn með þessum eða öðrum hætti skal ráðgjafardeildin veita t aðstoð til þess að kanna skuldastöðu og greiðslugetu skuldara. Verði niðurstaða slíkrar könnunar sú að með viðráðanlegum lánabreyting- um og lánalengingu megi leysa erfiðleika skuldarans með hliðsjón af greiðslugetu hans skal ráðgjafardeildin veita aðstoð og ráðgjöf í því skyni og Byggingarsjóður ríkisins atbeina sinn til þess samkvæmt heimild í 6. tölulið laga nr. 60 frá 1. júlí 1984. Sú fyrirgreiðsla Byggingar- sjóðs ríkisins skal vera með eigi lakari lánskjörum en veitt hafa verið með vísan til þessa ákvæðis, þ.e. verð- tryggð lán til 16 ára með 1% ársvöxtum. Komi hins vegar í ljós að greiðslugeta skuldar- ans geri honum ekki fært að standa undir greiðslu lána vegna íbúðar hans þrátt fyrir lánalengingu skv. framan- sögðu, og honum því ráðlagt að selja íbúðina, skal ráðgjaf- ardeildin sjá til þess að hags- muna íbúðareigandans sé gætt við söluna. Hvort sem til sölu eða endurskipulagn- ingar á þessum lánum kemur skal ráðgjafarþjónustan veita aðstoð við skuldaupp- gjör, m.a. til þess að tryggja að óeðlilegar og óréttmætar kröfur um dráttarvexti og innheimtukostnað séu ekki greiddar." Þungir þankar Pétur Sigurðsson, 12. þingmaður Reykvíkinga, og Valdimar Indriðason, 3. þingmaður Vestlend- inga, í þungum þönkum rétt áður en þingfundur hefst. Stjórnarfrumvarp: Hlutafélag um jarð- bora ríkis og borgar Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra mælti í gær í efri deild Al- þingis fyrir stjórnarfrumvarpi um Jarðboranir hf. Frumvarpið heimilar ríkisstjóminni, verði það samþykkt, að stofna með Reykjavíkurborg hlutafélag er yfirtaki rekstur Jarð- borana ríkisins og Gufuborunar rík- isins og Reykjavíkurborgar, sam- kvæmt samningi milli borgarstjórans í Reykjavík og iðnaðarráðherra um sameiningu fyrirtækjanna, dagsett- um 8. maí 1985, og sameiginlegri bókun aðila, dagsettri 8. október 1985. Tilgangur hlutafélagsins er að eiga og reka jarðbora, svo og skyld starfsemi, samkvæmt nánari ákvæð- um í samþykktum þess. Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra rakti starfssögu Jarðborana rikisins, í stórum dráttum, allar götur frá stofnun þeirra 1945 sem og gildandi lagaákvæði um starf- semina. í júní 1984 hafi verið skip- uð nefnd til að gera úttekt á starf- semi þeirra stofnana, er frum- varpið tekur til, með það fyrir augum að sameina fyrirtækin, ef um það næðist samkomulag millí aðila. Það var samdóma álit allra nefndarmanna að rétt væri að sameina fyrirtækin og stofna hlutafélag um reksturinn. í samningi aðila um sameiningu hafa matsfjárhæðir verið færðar til verðlags í apríl 1985 og meðal annars samið um eftirfarandi atriði: ★ Hið nýja félag gefur út skulda- bréf til ríkisins að fjárhæð 41,2 m.kr. ★ Áhaldahús í Kópavogi, metið á 7.1 m.kr., og skammtímakröfur Jarðborana ríkisins, að fjárhæð 30 m.kr., verða undanskilin við sam- eininguna. ★ Reykjavíkurborg gefur út skuldabréf til félagsins að fjárhæð 14,6 m.kr. til sama tíma og með sömu kjörum og skuldabréf félags- ins til ríkisins. ★ Tæki og áhöld borgarfyrirtækj- anna eru metin á 65% af bókfærðu verðmæti 31. desember 1984. ★ Hlutafé félagsins verður 136 m.kr. Frumvarpið hefur verið borið undir Samband íslenzkra hita- veitna sem er meðmælt því. Sú umsögn fylgir frumvarpinu sem fylgiskjal. Það kom fram í máli ráðherra að í framhaldi af stofnun hlutafé- lagsins ætti þó ekkert að vera því til fyrirstöðu að fleiri hagsmuna- aðilum verði gefinn kostur á eign- araðild að fyrirtækinu. Ný þingmál: Réttlát húsnæðislánabyrði rafmagnsréttur hitaveitu Fjárlaga- umræða á þriðjudag? Fjárlagaumræða sem fyrir- huguó vai' á dag fimmtudag, hefujf verió- frestað. Fer hún /æntanlega íram á þriðjudag í mæata vilai. Frestiwi umræðti ateadur vsentanlegp. i sarabancfi 7Íö k’.ndtauncí Alþýðubanda- iags, sem fér í hönd. Stefán Benediktsson (BJ) lagði í gær fram frumvarp til laga um heimild til handa Hitaveitu Reykjavíkur til að framleiða og selja rafmagn. Sami þingmaður hefur lagt fram frumvarp um greiðsluskilmála húsnæðislána. Þá hefur Kristófer Már Kristinsson (BJ) og fleiri þingmenn lagt fram beiðni um skýrslu frá utanríkisráð- herra „um töf á brottfór sovézka utanríkisráðherrans frá Keflavíkur- flugvelli 30. október sl.“ R&imagnsréttindi hitaveiíu Meginefni frumvarps Stefáns Benediktssonar (BJ) er heimild til handa Hitaveitu Reykjavíkur til að framleiða og selja rafmagn. Nái frumvarpið samþykki þingsins hljóðar viðkomandi grein laga um Hitaveitu Reykjavíkur svo: „Borgarstjórn Reykjavíkur rekur hitaveitu er nefnist Hitaveita Reykja- víkur. Verkefni fyrirtækisins er að virkja jarðhita í þeim tilgangi að selja heitt vatn til upphitunar og framleiða og selja rafmagn“. Hitaveita Suðurnesja hefur þegar hliðstæð réttindi. ClralösilUskllniájlar husnæöísíána F'rutnvarp Stefáns Benedikts- sonar (BJ) um þetta efni er í tveim- urgreinum. Hin fyrri kveður á um að „til- gangur laga þessara er að tryggja réttláta greiðslubyrði af öllum lán- um einstaklinga sem tekin eru til öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin afnota". Síðari greinin hljóðar svo: „Greiðslur af lánum, sem lána- stofnanir veita eða hafa veitt ein- stakiingum vegna öflunar eigin íbúð- arhúsnæðis, skulu miðast við að heildargreiðslubyrði hjá lántakanda verði ekki meiri en svo að hanr geti framfleytt sér og sínum samtímis því aó endurgreiða lánir á 40 árum“. í greinargerð segir að frumvarpi þessu sé „ætlað að taka af allan vafa um þann sjálfsagða rétt fólks í þessu landi að eignast eigið íbúð- arhúsnæði án þess að fórna til þess rétti sínum til heilbrigðs lífs“. BrottFór sovézks utanríkisráðherra Kristófer Már Kristinsson (BJ) og átta aðrir þingmenn hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá utan- ríkisráðherra um töf á brottför sovezka utanríkisráðherrans frá Keflavíkurflugvelli 30. október sl. „Nauðsynlegt er,“ segir í grein- argerð, „að fram komi í skýrslunni vitnisburður þeirra er vottar urðu að atburði þessum svo að ljóst megi verða hvort sú truflun, sem töfunum olli, var af ásetningi eða ekki“. Þess er jafnframt óskað að umbeðin skýrsla verði tekin til umræðu í fundi í sameinuðu þingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.