Morgunblaðið - 07.11.1985, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 7. NÓVEMBER1985
og svo ungur að árum. Guðni tók
þetta áfall nærri sér, eins og allir
aðstandendur, en þessa miklu byrði
bar hann með karlmennsku og
einstakri hugprýði. Tæpum tveimur
árum seinna missti Guðni eigin-
konu sína, Jóhönnu, og þá varð
honum samveran við tengdadóttur-
ina og barnabörnin mikill gleði-
gjafi, er veitti honum ómældan
styrk.
Guðni Jóhannsson var að eðlis-
fari glaðlyndur maður og hlýr í
viðmóti. Þeir eiginleikar hans gerðu
honum létt um vik um að umgang-
ast menn á stundum, undir harla
ólíkum og oft erfiðum aðstæðum.
Fundum okkar Guðna bar fyrst
saman innan veggja Fiskveiðasjóðs
íslands fyrir mörgum áratugum og
áttum þar allnáið samstarf. Þess
vegna mun ég minnast hans fyrst
og fremst með þann vettvang í
huga. Strax 1 byrjun var það starf
Guðna í þágu Fiskveiðasjóðs að
hafa umsjón og eftirlit með fiski-
bátum, er sjóðurinn varð að hafa
afskipti af. Þegar þessi afskipti
urðu æ viðameiri, þá var Guðni
ráðinn eftirlitsmaður sjóðsins, 1.
janúar 1%7. Starfi sínu fyrir Fisk-
veiðasjóð sinnti Guðni af stakri
samviskusemi, glöggskyggni og út-
sjónarsemi. Með fágætri lagni tókst
honum að greiða úr margs konar
vandamálum á þann veg, að ekki
varð betur á kosið. Þetta átti bæði
við það, sem snerti hag sjóðsins,
og skuldunauta hans. Það gefur
augaleið, að samvinna við slíkan
ágætismann varð okkur, sem með
honum unnum að þessum verkefn-
um, mikils verð í fyllsta máta.
A þeim árum, sem Guðni starfaði
fyrir Fiskveiðasjóð, var Elías
Halldórsson forstjóri sjóðsins.
Samstarf þeirra tveggja varð af
eðlilegum ástæðum mjög svo náið
og báðum hugstætt. Það má full-
yrða, að samstarf þeirra var i alla
staði árangursríkt og heilladrjúgt.
Auk þess tókst á milli Guðna og
Elíasar varanleg vinátta, sem
aldrei bar skugga á.
öllum starfsmönnum Fiskveiða-
sjóðs, sem kynntust Guðna og störf-
um hans, varð sérstaklega hlýtt til
hans. Ef syrti í álinn af einhverjum
ytri ástæðum, kom það alltaf að
góðum notum þegar Guðni birtist
allt í einu, röggsamur og með
gamanmál á vörum. Þá léttist brún-
in á okkur öllum. Við söknuðum
hans, er hann varð að láta af störf-
um, sökum heilsubrests, árið 1974.
Guðni var sagður góður og glögg-
ur skipstjóri, Oft var hann fenginn
til þess að sigla heim fiskiskipum,
sem voru smíðuð erlendis. Hann
reyndist farsæll og fórst stjórnin
vel. Einn af þeim útgerðarmönnum,
sem réðu Guðna til að sækja fiski-
bát til Svlþjóðar, var óskar Valdi-
marsson á Höfn í Hornafirði, sem
nú er hafnarstjóri þar. Guðni
minntist oft á óskar og Maren konu
hans. Það fór ekki á milli mála, að
þar átti hann einlæga og góða vini.
Sú vinátta var honum mikill styrk-
ur.
Ég, sem þessar línur skrifa, átti
því láni að fagna að kynnast Guðna
náið sem manni og skipstjóra. Það
var síðla árs 1961, að Guðni var
ráðinn til þess að sigla heim fiski-
skipi, sem var í smíðum í Djupvik
á Tjörn í Svíþjóð, en eigendur þess
voru bræðurnir Víglundur og
Tryggvi Jónssynir í Olafsvík. Þá
atvikaðist það svo, að ég var ráðinn
einn af hásetunum, þótt ég kynni
lítt til verka. Þessar ástæður lágu
til þess, að við Guðni áttum langa
og ánægjulega samveru á þessu
ferðalagi. Svo sem stundum vildi
við bregða dróst afhending skipsins
úr hömlu. Það var loks lagt af stað
daginn fyrir Þorláksmessu og við
komum heim á milli jóla og nýárs.
Það kom berlega í ljós, sér í lagi
þegar siglt var gegnum skerjagarð-
inn utan við Haugasund í Noregi,
að Guðni var öruggur og úrræða-
góður skipstjóri. Eftir þetta ferða-
lag hafði skapast sú samhygð á
milli okkar Guðna, sem aldrei föln-
aði. Oft og mörgum sinnum rifjuð-
um við upp ýmis atvik úr þessu
ferðalagi okkar og höfðum gaman
af.
Nú þegar Guðni Jóhannsson hef-
ur kvatt og lagt á djúpið, sem skilur
i milli lffs og dauða, er þess að
vænta, að hann hafi nú þegar séð
bjarma fyrir ströndinni, sem rís
handan hins hljóða hafs.
Blessuð sé minning hans.
Guðjón Halldórsson
Minning:
Guðbjörg S. Hjörleifs•
dóttir hjúkrunarkona
Fædd 11. desember 1899
Dáin 28. október 1985
Þegar ég heimsótti Guðbjörgu
frænku mina að kvöldi 24. okt. sl.,
hvarflaði það ekki að mér að það
væri okkar síðasti fundur í þessu
jarðlífi. Svo hress var hún að sjá
að ég hafði á orði við hana að
sjaldan hefði ég séð hana jafn
frísklega og glaða síðustu árin.
Mér brá því óneitanlega í brún er
hringt var til mín árla morguns
mánudaginn 28. október frá Elli-
heimilinu Grund, en þar dvaldist
Guðbjörg síðasta æviár sitt, og
mér tjáð að hún hefði þá um
morguninn fengið hægt andlát.
Guðbjörg fæddist að Skarðshlið
undir Eyjafjöllum 11. desember
1899, dóttir hjónanna Hjörleifs
Jónssonar og Sigríðar Guðnadótt-
ur konu hans er þar bjuggu. ólst
hún upp í hópi systkina sinna og
foreldra en um tvítugt fór hóf hún
nám i hjúkrun við Landspítalann
í Reykjavík. Vera kann að það
hafi ýtt undir með henni að gerast
hjúkrunarkona að eldri bróðir
hennar, Guðni, hafði þá hafið
læknanám við Háskóla íslands.
Að hjúkrunarnámi loknu vann hún
nokkur ár sem hjúkrunarkona við
Landspítalann og Hvítabandið i
Reykjavik, en fór síðan utan til
framhaldsnáms í Danmörku og
Englandi. Að loknu framhalds-
námi starfaði Guðbjörg síðan sem
hjúkrunarkona við Landspítalann
í Reykjavík og síðar Kleppsspítal-
ann þar sem starfsvettvangur
hennar var hvað lengstur. Hygg ég
að umhyggja hennar fyrir þeim
sem bágast áttu á lífsleiðinni hafi
átt ríkan þátt f að hún valdi geð-
hjúkrun sem aðalgrein. Komu þar
glögglega f ljós mannkostir hennar
og hlýja i garð hinna minnimáttar.
Siðustu 3—4 æviár sín starfaði svo
Guðbjörg við heimahjúkrun hér í
Reykjavík og ávann hún sér mikið
traust í því starfi.
Guðbjörg var mjög geðgóð kona
og hlý í viðmóti. Man ég aldrei
eftir þvf að hún hafi skipt skapi
svo eftir væri tekið. Sérstaklega
var henni hlýtt til mágkvenna
sinna þriggja, Margrétar.Astu og
Guðrúnar i Skarðshlið, enda var
ætíð gagnkvæm vinátta milli
þeirra. Ekki má heldur gleyma
hlýju hennar í garð frændsystkina
sinna sem hún bar ávallt mikla
umhyggju fyrir. Guðbjörgu varð
ekki barna auðið enda giftist hún
aldrei. Hún kaus hins vegar að
sýna móðurást sína í verki í gegn-
um allt starf sitt á lífsleiðinni. Ég
kveð Guðbjörgu frænku mína með
söknuði.
DG
Að morgni mánudagsins 28.
október sl. lést að Elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund fóstursystir
mín, Guðbjörg Sigríður Hjörleifs-
dóttir, hjúkrunarkona, Skaftahlið
6 hér í borg, og langar mig nú með
fátæklegum orðum að minnast
hennar.
Guðbjörg var fædd að Skarðs-
hlfð í Austur-Eyjafjallahreppi 11.
desember 1899, dóttir hjónanna
Sigrfðar Guðnadóttur, Magnús-
sonar, prests í Eyvindarhólum,
Torfasonar prests á Breiðabólstað,
Jónssonar prests í Hruna Finns-
sonar biskups i Skálholti. Móðir
Sigríðar var Guðrún Vigfúsdóttir
Thorarensen, sýslumanns, Sig-
urðssonar Thorarensen prests í
Hraungerði, Gislasonar prófasts í
Odda, Þórarinssonar, sýslumanns
á Grund i Eyjafirði, og Hjörleifs
Jónssonar, bónda og trésmíða-
meistara i Skarðshlíð, Jónssonar
hreppstjóra i Eystri-Skógum,
Hjörleifssonar, hreppstjóra í
Eystri-Skógum, Jónssonar hrepp-
stjóra í Drangshlið, Björnssonar,
ríka í Ytri-Skógum. Móðir Hjör-
leifs var Guðrún Magnúsdóttir
bónda á Kanastöðum í Landeyjum,
Magnússonar bónda á Núpakoti,
Einarssonar bónda á Leirum.
Mér þykir rétt að fyrrgreind
ættartala komi fram, þar sem
Guðbjörg heitin var mjög ættfróð
og ættrækin svo af bar, og hugsaði
afar vel um ættingja sina og
reyndist okkur bræðrabörnum
sínum eins og besta móðir, og ekki
aðeins okkur heldur og börnum
okkar og barnabörnum.
Guðbjörg heitin reyndi ávallt að
breiða sig út yfir okkur öll og
gætti þess vel að halda ættingjun-
um saman, með heimboðum á
heimili sitt meðan kraftar entust.
Guðbjörg ólst upp hjá foreldrum
sínum i Skarðshlíð, og var þar til
23ja ára aldurs, er hún hleypti
heimdraganum og flutti til
Reykjavíkur. Þar hóf hún hjúkr-
unarnám og stundaði hjúkrun upp
frá þvi meðan kraftar entust, fyrst
um matgra ára skeið á Landspital-
anum, síðan i mörg ár á Klepps-
spítala og síðustu árin stundaði
hún heimahjúkrun.
Guðbjörg heitin var greind kona
og námfús og leit á hjúkrunar-
starfið sem köllun og til að fræðast
meira sigldi hún bæði til Dan-
merkur og Bretlands til frekara
náms. Hún vann hjúkrunar- og
líknarstörf alla sína ævi, lengst
af hjá Reykjavíkurborg, og helgaði
þeim alla krafta sína. Hún hugsaði
mjög vel um sjúklinga sína og
eignaðist marga trygga og trausta
vini úr hópi sjúklinga sinna, sem
héldu vináttu við hana meðan líf
entist.
Guðbjörg heitin var mjög dag-
farsprúð kona og kurteis svo af
bar, hún vildi aldrei ganga á hlut
nokkurs manns og var mjög varkár
I orðum og athöfnum, og tók ávallt
svari smælingjanna ef með þurfti.
Gestrisni var Guðbjörgu heit-
inni í blóð borin og urðu allir að
þiggja veitingar er á heimili henn-
ar komu, og þótti henni verst að
geta ekki boðið þeim er heimsóttu
____________________________49
hana á Elli- og hjúkrunarheimilið
Grund upp á kaffisopa. Þetta var
henni eðlilegt, því í uppvextinum
var heimili foreldra hennar í þjóð-
braut og mjög fátítt að enginn
næturgestur væri í Skarðshlíð á
þeim árum er Guðbjörg var að
alast þar upp. Þar var landsíma- f
stöð frá fyrstu árum Landssíma '
íslands, póststöð, auk þess sem
faðir hennar var oddviti sveitar-
innar og í flestum nefndum er þar
fundust og því mjög gestkvæmt á
heimili hennar alla tið.
Guðbjörg ólst upp við öll venju-
leg sveitastörf þess tíma, ásamt
þremur bræðrum sinum og systur
er lést á 10. aldursári og saknaði
Guðbjörg hennar mjög alla tíð, og
hálfbróður átti Guðbjörg er ólst
upp á næsta bæ. Bræður hennar
voru Guðni, héraðslæknir í Vík í
Mýrdal, er lést árið 1936 aðeins
42ja ára að aldri, Jón, bóndi og
oddviti i Skarðshlíð, er lést 1973,
Ragnar, bankaritari í Landsbanka
íslands er lést 1948 aðeins 42ja ára
að aldri, og er nú Jónas bóndi á
Rauðafelli einn eftir á lífi þessara
systkina.
Guðbjörg heitin giftist aldrei,
og var það í rauninni synd, þvi að
betri móður er varla hægt að hugsa
sér, hjá henni hefðu börn fengið
ótakmarkaða ástúð og umhyggju,
en það kom okkur bræðrabörnum
hennar til góða, hún hugsaði um
okkur sem sin eigin börn og nutum
við ástríkis hennar alla tíð, og var
hún okkur sem góð móðir fram til
dauðastundar.
Með Guðbjörgu heitinni er nú
horfin af sjónarsviðinu gagnmerk
persóna, með alla eðliskosti góðrar
manneskju, sem vildi öllum vel og
liti heimurinn vafalaust öðruvísi
út i dag, ef allir væru sem hún
var, göfuglynd, trúföst, góðgjörn
og varkár til orða og athafna. Þá
væru engin stríð, skæruhernaður
né barátta milli manna og þjóða.
Nú að leiðarlokum kveð ég
Guðbjörgu hinstu kveðju og þakka
fyrir alla umhyggju hennar fyrir
mér og mlnum. Eg veit að hún er
nú komin til foreldra sinna og
systkina og annarra ástvina, sem
farin eru á undan til eilifðarlands-
ins og hún þráði svo mjög að hitta
og þar hefur vafalaust verið tekið
vel á móti henni, slík var breytni
hennar i þessu jarðlífi.
Guð blessi minningu Guðbjarg-
ar.
H. Jónsson
Útför Guðbjargar fer fram i dag
frá Fossvogskirkju kl. 13.30.
Þaöerkominnvetur
Kuldafatnaöur íúrvali
Loðfóðraðir samfest- Kapp-klæðnaður. Peysur, buxur og
ingar. Kuldaúlpur. skyrtur í miklu úrvali.
Still-long-ullarnærföt,
þessi bláu norsku til.
Utiveru- hlýirsokkar.