Morgunblaðið - 17.11.1985, Síða 30

Morgunblaðið - 17.11.1985, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 Tökum málstað sovézkra gyðinga E F T I R A V I TJA L SHCHARANSKY Um 400.000 gyðingum, þeirra á meðal eiginmanni minum, Anatoly, er haldið í gíslingu í Sovétríkjunum. Fær nokkur þessara þúsunda nokkurntíma að anda að sér fersku lofti frelsisins í fornu heimalandi sínu, ísrael? Það gæti verið gagnlegt ef almenningur og opinberir aðilar í Bandaríkjunum legðu þessa viðkvæmu spurningu fyrir utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Eduard A. Shevardnadze, þegar hann kemur í heimsókn til Banda ríkjanna — því svarið við henni er algjörlega undir siðlausri ríkisstjórn hans komið. Harðstjórnir hafa þekkzt í öll- síður undirruðu yfirvöld í Moskvu um afbrigðum hér á jörðu, en fyrir tíu árum lokaniðurstöður fram til okkar daga er vart vitað Helsinki-ráðstefnunnar. Þau við- um nokkra ríkisstjórn, jafnvel mestu kúgunarstjórnir, sem hefur ekki boðið upp á annan pólitískan valkost, rétt til að flytjast úr landi. Jafnvel Þýzkaland nazism- ans á árunum fyrir síðari heims- styrjöldina neyddist til að heimila brottflutning úr landi — svo ekki sé minnzt á Rússland á keisara- tímunum eða Suður-Afríku með sína apartheid eða aðskilnaðar- stefnu. í löndum þar sem ákveðn- ar stéttir borgaranna hafa verið sviptar atkvæðisrétti, eða ritfrelsi eða trúarfrelsi, hafa þær þó rétt til að flytjast úr landi. En svo er ekki í Sovétríkjunum. Engu að urkenndu þar með, meðal annars, að „hver og einn hefur rétt til að yfirgefa hvaða land sem er, þar með talið hans eigið, og snúa til baka þangað". Það er í samræmi við þessi ákvæði og við ríkjandi reglugerðir í Sovétríkjunum að 400.000 gyðingar hafa óskað eftir að fá að flytjast úr landi með því að óska eftir boðum um að fá að setjast að í ísrael. Þrátt fyrir þetta fengu aðeins 896 leyfi til að flytjast úr landi á síðasta ári (og aðeins 702 fyrstu átta mánuði yfirstandandi árs), og leiðtogar sovézkra gyðinga veslast upp í fangelsum og vinnubúðum. Avital Shcaransky Auk þess sem við sökum yfir- völdin um siðleysi, getum við því einnig sakað þau um brot á al- þjóða sáttmála. Með því að lítils- virða þennan sáttmála hæðast yfirvöld í Kreml að því siðferðis- gildi sem siðmenningin sjálf grundvallast á. Gefur þetta ekki ástæðu til að tortryggja stórlega tilraunir sovézkra yfirvalda á alþjóðavettvangi til að taka á sig mynd ljúflegrar sanngirni og hóf- semi? Ætti þetta ekki að draga í efa rétt Sovétríkjanna til að telj- ast meðal friðsamra þjóða sem virða lög og taka tillit til siðvenja annarralanda? Anatoly Shcharansky var neit- að um vegabréfsáritun árið 1973, en eins og svo margir aðrir batt hann vonir sínar við Helsinki- sáttmálann. Um miðjan áttunda áratuginn var hann vel þekktur félagi í samtökum sem tóku sér það verkefni að fylgjast með því hvernig sovézk yfirvöld fylgdu ákvæðum sáttmálans. Það var vegna þessara algjörlega lögmætu aðgerða — og ekki upploginna ásakana um njósnir sem hann var ákærður fyrir — að hann var handtekinn og fangelsaður fyrir rúmum átta árum. Örlög hans síðan þá eru ógn- vekjandi lýsing á áhrifum ákvæða Helsinki-sáttmálans. Árið 1977 var hann dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar og tíu ára þrælk- unarvinnu. Eftir að hann var fluttur í vinnubúðir var hann settur í einangrunarklefa í 90 daga fyrir að hafa kveikt í Han- ukkah-kertum á ljósahátíð gyð- inga og les upp úr Davíðssálmum. Meðan hann var í einangrun var honum haldið á lífi með því að næra hann á vatni og brauði, og brauðið fékk hann aðeins annan hvern dag. í nóvember 1984 var hann einnig settur í einangrun í fangelsi vinnubúðanna. Heilsu eiginmanns míns hefur hrakað hættulega mikið. Hann þjáist af sárum verkjum í brjósti og augum. Það líða mánuðir án þess að frá honum heyrist, og á meðan er engum heimiiað að heimsækja hann. Fyrir hann, eins og fyrir Iosif Begun, Dan Shapiro, Yuli Edelshtein, Alexander Ko- limiansky og óteljandi fleiri sovézka gyðinga, hefur Helsinki- sáttmálinn borið þennan árangur. Nú ríkir mikil bjartsýni á Vest- uriöndum. Viðræður risveldanna Anatoly Sharansky Avital með mynd af manni sínum eru í fullum gangi, leiðtogafundur ér framundan, og lýðræðisrlkin, sem þrá frið, hneigja sig í auð- mýkt í áttina að brosi Mikbails S. Gorbachev. Sovézki leiðtoginn, staðráðinn í að stöðva frfjlai- kvæmd geimvamaráætluöar Bandaríkjanna og komast yfír háþróaða tækni Vesturveldanna, reynir til hins ítrasta að finna málamiðlun og koma á jafnvægi. Er til of mikils ætlazt á þessum eftirvæntingartímum, ef borin er fram ein fortakslaus krafa á hendur þeirra sem kerfisbundið hafa troðið á réttindum og lífi óteljandi landsmanna sinna sem biðja ekki um annað en frelsi? Er til of mikils ætlast ef farið er fram á það áður en við leitum eftir og treystum undirskrift þeirra undir frekari sáttmála í framtíðinni að þess verði krafizt af sovézkum yfirvöldum að þau vírði ákvæði Helsinki-sáttmálans ákvæðum sem eru svo mjög einföld í framkvæmd? Endanlega er það ríkisstjórn Shevardnadzes sem einn getur Svarað spurningunni. En það eru Vesturlönd, einkum Bandaríkin, sem verða að bera spurninguna fram. Eiginmaður minn og gyð- ingarnir í Sovétríkjunum bíða frétta. (Avital Shcharansky, sem fluttist frá Sovétríkjunum árið 1974, býr nú í ísrael.) (Heimild: The New York Times.) Flutt í Brcautarholt 3 (MJÖLNISHOLT 14) Sýning á nýjum INVFTA innréttingum sunnudaginn 17. nóv. kl. 13-17 ELDASKÁLINN Nóatún 8RAUTARHOLTI 3 • NYTT SIMANUMER: 621420

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.