Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 FYRSTA snjó vetrarins bar fyrir augu Gáruhöfundar á fimmtu- dagsmorgun - ofan á bílum i bílalestinni á Elliðavogsbraut- inni. Ekki sérlega rómantískur staður. En fróðlegt rannsóknar- efni. Sumir bílarnir, sem streymdu í bæinn, voru alveg tandurhreinir en aðrir skörtuðu hvítum snjó á toppinum. Þar fóru bílarnir úr Breiðholtinu. Skera sig úr. Svona getur gæðum lífsins verið misskipt í henni Reykjavík. Og hitastiginu. Raunar vakir enn í minningunni hve kaldar tærnar gátu orðið í járnístöðunum þegar riðið var í nepju upp Vatnsenda- hæðina á fögrum vetrarmorgn- um , vaðstígvélaður úr slabbinu niðri við hesthús Fáks. Snjórinn er semsagt kominn - og nú alla leið niður í miðbæ. Eftirvænting- in sú liðin hjá. Áður en bíllinn renndi þar í stæði nefndan morgun haföi hugurinn raunar hoppað yfir í nýlesna grein á ensku sem hófst á biðinni eftir vetrarsnjónum. Og þar sem þetta reynist Gáru- dagur þegar sest er að tölvunni á vinnustað má allt eins vel halda áfram þeim hugleiðingum. Greinin er býsna forvitnileg. Enda þar beitt glöggu gestsauga á líf og tilveru íslensks samfé- lags. Gesturinn, Englendingur- inn Bernard Scudder, er raunar búinn að vera með okkur drjúgan tíma. Lærði íslensku í HÍ og er nú aðstoðarritstjóri fréttablaðs- ins „News from Ieeland". Þar skrifar hann einmitt þessa skemmtilegu lýsingu á því hvaða hughrif bardúsið á okkur hér á þessari eyju vekur með honum. Kallar greinina „Myndband á hverju heimili, togari í hverjum firði.“ Kemur þetta ykkur ekki dulítið kunnuglega fyrir sjónir, gott fólk? Hann skrifar: „Sem tilbrigði við aldagömul stef - biðina eftir að sjá fyrstu mjöll vetrarins I Esjunni, eftir óheilla hlunkinu frá árlegri kveðju skattheimtunnar á dyra- mottunni og eftir dirrindíi fyrstu heiðlóunnar á vorin - eru fslend- ingar nú að þróa nýja aðferð við að skipuleggja allt of hraðfleyga eyðslu á alltof naumum tíma: æði sem koma og f ara. Þetta faraldrafyrirbrigði ristir dýpra en svo að það geti bara verið ein hliðin á kynslóðabilinu sem fyllti fyrir skömmu mið- bæinn af stýfðum, unggæðisleg- um, grænhærðum hausum, eða horfði upp á strætisvagnaskýlin kikna undir veggjakrotinu sem hver unglingur er framhjá gekk taldi skyldu sína að demba á þau. Kannski á marglofað langlífi íslendinga hlut að því að foreldr- ar liggja ekki síður flatir fyrir faröldrunum en afkvæmi þeirra. Neysluflóðsskeflan . sýnir lítil merki um að vera að fjara út, þótt verðbólgualdan hafi fyrir löngu skolað kaupmættinum fyrir borð. Þjónustuframboð og úthald neytandans togast á um athygli almennings er eyðir um efni fram. Engin virðuleg gata getur verið án sólbaðstofu,- nokkrum húslengdum frá myndabanda- leigunni sem komið hefur verið upp í kvöldsjoppunni. Mannfólk með gerfibrúnku gleypir í sig hamborgara eða djúpsteikta kjúklingabita, ræðir verðlagið, nýjustu græjukaupin og þörfina á að komast í einhvern af þessum fjölmörgu tölvuskólum er sprott- ið hafa upp á undanförnum tveimur árum. Þeir sem ekki eru þegar alveg bókaðir í líkams- ræktar- og vaxtaræktartimum ákveða að reyna. Neyslumynstrið á íslandi á líklega dýpri rætur í jafnréttis- kennd en í snobbi eða framapoti. í samfélagi með svo að segja eitt tungutak og óverulegan en þó vaxandi mun á efnuðum og fólki með lægri tekjur, hefur samt verið almenn tilhneiging meðal þjóðfélagsþegnanna til að gera allt í einum hóp. Gildir einu manna. Miðað- við- mannfjölda- tölur eru iðulega tíundaðar til að sýna stolt- miklu sjaldnar blygðun- þjóðarinnar í heild fremur en einstaklinganna sem hana mynda. Samstaða er um bókaútgáfu, fjölda myndbanda eða bílaeign, langlífi eða skort á bílabeltanotkun. Þjóðin stendur saman sem einn maður um að vera fremst í heimi eða að minnsta kosti nálægt því sam- kvæmt alls konar reiknings- tölum. Vitanlega getur fjöldinn einn sligað framfarir þegar hlaupið er á eftir því sem efst er á baugi. Áður en nútímatækni kom til hjalpar var almennt talað um loðnulyktina frá bræðslunum sem “peningalykt" og hún varð allra eign um leið og hún barst þeim gegn um loftið. Kannski eru menn nú fullfljót- hvort þar er um að ræða mynd- bandatæki á hverju heimili eða glæsilegasta togara í hverjum flóa og firði sem grunlaus fiskur álpast inn í. íslendingar virðast viður- kenna samstöðuvilja sinn þegar þeir fúslega lýsa sjálfum sér sem þjóð þessa eða hins: fiskimanna, einstaklingshyggjufólks, kóka- kóla eða kaffisötrara, lestrar- hesta, rithöfunda eða skák- ir á sér að renna á lyktina, svo að hver sá sem hittir á eitthvað sem gefur fljótfenginn arð má allt eins búast við þvi að það taki jafn fljótan endi þar sem eftiraparar skjóta hvarvetna upp kollinum í kring um hann. Of margir kokkar skemma fjár- málagrautinn. Rétt I kjölfar kvöldsjoppanna og myndbanda- leiganna eru fyrstu heilsurækt- arstofurnar nú komnar á sölu- lista og eigendurnir farnir að búa sig undir að taka þátt í næsta og enn nýrra æði. En þetta dulítið duttlungafulla viðhorf mannlegrar náttúru á sér alvarlegri hliðar. íslendingar fögnuðu útfærslu fiskveiðilög- sögunnar í 200 mílur með því að endurnýja flota sinn með fínustu - og dýrustu- skuttogurunum sem hægt var að fá. Árangurinn hefur verið offjárfesting í slíkum mæli að nú eru þeir að kikna og seldir hver af öðrum. Á sama hátt hefur blind oftfú á tæknina án tillits til notagildis leitt til stórfelldrar offjárfestingar í orkumálum, sem ber ábyrgð á helmingnum af erlendum skuld- um þjóðarinnar. Því verður þó ekki neitað að íslendingar eru eldhugar og at- orkusamt fólk. Jafnvel má líta á landnámið sjálft sem æði, þessa hópflutninga fólks frá Noregi, sem aðeins gungur einar höfn- uðu. Það er svo enn ein kald- hæðni örlaganna að afkomendur þeirra sem sátu eftir í Noregi eru nú að dæla olíu upp af hafsbotni við ströndina í ómældu magni. Slík vélabrögð koma þeim sem lesið hafa Islendingasögurnar ekki ókunnuglega fyrir sjónir. En Islendingar hafa farið sínar eigin leiðir nægilega lengi til að geta tekið því með bros á vör - í einum hóp vitanlega." Svo verðum við bara að taka við þessum sannferðuga pistli Bernhards Scudders með bros á vör og vitanlega í einum hóp. Og við bíðum spennt eftir hvað verð- ur næsta æðið sem rekur á okkar fjörur, á eftir snjósleðunum, íbúðavögnunum, garðaglerhús- unum, heitu pottunum og ég veit ekki hvað. Maður bíður spenntur. Verðum bara að hugga okkur við að maður getur ekki breytt fortíðinni, heldur bara eyðilagt nútíðina með því að hafa áhyggj- ur af framtíðinni, ekki satt? Úrval getur bætt víð 20 skíðaáíiugamönnum í klapplíðíð á HM í handknattleík. BASEL ZURICH GENF BERN ARRAU JUNGFRAU Við hjá Úrvali höfum vart haft undan við að bóka pantanir í þessa einstöku skíða- og handboltaferð til Sviss. Nú eru öll sætin uppseld, en vegna mikillar eftirspurnar höfum við útvegað 20 sæti til viðbótar. 24. febrúar fljúgum við til Zúrich og höldum sem leið liggur á skíðahótelin Crystal í Interlaken og Bernerhof í Grindelwald sem eru á hinu frábæra skíðasvæði Jungfrau. Þar ert þú á besta stað til að skíða af lyst og flakka svo á milli íþróttahalla ásamt Jóhanni Inga fararstjóra og styðja við bakið á strákunum í landsliðinu á heimsmeistara- mótinu. Jóhann Ingi er þaulvanur fararstjóri og verður hér svo sannarlega á heimavelli; hann gjörþekkir svæðið og handbolti er jú hans sérgrein. Jungfrau skíðasvæðið: Interlaken og Grindelwald eru meðal bestu skíðasvæða í Sviss. Þar finnur þú ótal brekkur, brautir og lyftur við hæfi, og veitingastaði sem l'V //* m s . % * þér á eftir að líka reglulega vel við. Áætluð leikjatafla: ísland - Suður-Kórea 25. febrúar í Genf ísland - Tékkóslóvakía 26. febrúar í Bern ísland - Rúmenía 28. febrúar í Bern Milliriðlar verða leiknir 2.-6. mars í Bern, Basel, Zúrich, Luzerne og Arrau. Úrslit um 3.-4. sæti verða í Basel 7. mars. Úrslitaleikurinn verður í Zúrich 8. mars. Innifalið: Flug og gisting með morgunverði, örugg farar- stjórn Jóhanns Inga, ferðir að og frá flugvelli og ómæld ánægja frá 24. feb. - 10. mars. Verð pr. mann er frá krónum 33.400.- ^ið hjá Úrvali getum útvegað þér bílaleigubíl, 'iálft fæði og miða á leikinn, sé þess óskað. Kynntu þér málið í snarhasti, því ómögulegt verður að bæta við fleiri sætum. Þeir sem þegar hafa pantað eru beðnir að staðfesta strax. FERMSKRIFSIOaN ÚRVAL ...........-..............-..... Ferðaskrifstofan Úrval við Austurvöll, sími (91)-26900. Gorr fólk sk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.