Morgunblaðið - 17.11.1985, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 17.11.1985, Qupperneq 44
*44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 SKAPTI í SLIPPNUM — kafli úr uppvaxtar- og athafnasögu Skapta Áskelssonar, skipasmiös á Akureyri Fyrir helgina kom á markaðinn frá bókaforlaginu Skjaldborg hf. á Akureyri, bókin Skapti í Slippnum, uppvaxtar- og athafnasaga Skapta Áskelssonar skipasmiðs, skráö af Braga Sigurjónssyni, eftir viðtölum við Skapta og upplýsingum hans. Morgunblaðið hefur fengið leyfí höfundar og útgefanda til að birta kafla úr bókinni. Eftirfarandi kafli ber nafnið „Eftir á að hyggja“. „Skapti ( Slippnum". Myndin var tekin á athafnasvæði Slippstöðvarinnar hf. i sumar. Hluti dráttarbrautarinnar og smfðaskálarnir í baksýn. Skapti stendur á gömlu drattarbrautinni. Að baki honum sést í stefnið á Jörundi, eina togaranum sem tekinn var upp í þann slipp. Myndin er tekin árið 1953. Þegar Skapti lítur um öxl til Slippstöðvarára sinna úr nokkr- um tímafjarska, stendur honum ljóst fyrir sjónum, að alltaf voru viss teikn á lofti, sem bentu til þess, að hann fengi ekki setið forstjórastólinn þar til friðsæll- ar fullnustu. Meðan hann var í ákefð að vinna að uppbyggingu stöðvarinnar, stóð í miðjum eld- inum, eins og sagt er, veitti hann þessum teiknum ekki svo mjög athygli eða hugleiddi til hvaða áttar þau vísuðu. Hann vék þeim af vegi sér meðan hann mátti sem hindrunum því að Slippstöð- in efldist og dafnaði. Fyrsta teiknið var, hve harð- sótt Skapta og félögum hans reyndist að fá í upphafi leigða dráttarbrautaraðstöðuna á Odd- eyri, grunnaðstöðuna til að byggja Slippstöðina upp. Annað teiknið var, hve leigu- tíminn var lengi til fárra ára í senn, þannig að langtímaáætlun um uppbyggingu var aldrei hægt að gera, heldur urðu þeir félagar nánast alltaf að gera snögg áhlaup fram, þegar óvænt færi gáfust. Þriðja teiknið var, að í hafnar- nefnd Akureyrar voru öðru hvoru að skjóta upp kolli hug- myndir um nýstofnun fyrirtækis margra aðila, sem yfirtæki rekstur dráttarbrauta Akur- eyrar. Kemur þetta fram í fund- argerðum hafnarnefndar, sem raktar hafa verið framar í bók þessari, og sýnir, að ýmsir ráða- menn Akureyrarbæjar hafa ekki hugsað sér, að forráðamenn Slippstöðvarinnar ættu þennan garð vísan til frambúðar. Fjórða teiknið var, hve seint og stundum ekki Slippstöðinni gekk að fá uppbyggingarleyfi fyrir nauðsynlegum húsum yfir starfsemi sína á eða við dráttar- brautalóðina. Neyddi þetta Slippstöðina í þá aðstöðu að láta deigan síga og hafast smátt eitt að eða ekki til vaxtar og við- gangs, ella ryðjast fram af nokk- urri óf'yrirleitni og eiga þá óvild ráðamanna í bænum yfir höfði sér. Var síðari kosturinn valinn af nauðsyn en ekki yfirgangi. Skapti staðhæfir, að hefði hann ekki verið næsta ókvalráður í þessum efnum, hefðu hús Slipp- stöðvarinnar aldrei risið. Viss- um afturhaldsöflum í bænum fannst stefnt allt of hátt. Hin stóra verkstöð, sem Skapti og stórhuga félagar hans og starfs- menn sáu fyrir sér í anda, var ekki enn hugsýn margra. Raunar voru önnur teikn Skapta miklu skapfelldari en tregðuteiknin og á þau mun hann meir hafa horft. Prýðisvel gekk að safna á hendur Slipp- stöðinni úrvalsmannafla, bæði hvað tæknimenn og iðnaðar- menn snerti, svo sem rakið hefir verið að nokkru hér að framan. Það var höfuðstóll, sem ekki var metinn til fjár, þekking þessara manna, hæfni og síðar æfing. Enn er að geta hins ágæta vinnu- anda, sem var ríkjandi. Þegar stálskipasmíðarnar hófust, var það vitað, að mikið væri undir því komið, að góð samvinna tækist með plötusmið- um og tréskipasmiðum. Varð svo með ágætum þegar í upphafi bæði við smíði Sigurbjargar ÓF 1 og Eldborgar GK 13. Var verk- stjórn í höndum tréskipasmiða og tæknimanna í fyrstu alfarið, en smiðirnir kunnu af langri skipasmíðareynslu lag og mótun hvers hlutar. Seinna örlaði um skeið á nokkrum úfum í garð þessarar verkstjórnar, þótti stjórn fagfélags plötusmiða vinnusvið þeirra ekki alltaf full- komlega virt. Lítið varð þetta þó að ágreiningi innan Slipp- stöðvarinnar og fyrr en varði voru líka fyrir hendi ágætir verkstjórar úr þessari iðngrein, þegar auknar stálskipasmíðar veittu æfinguna. Áður er sagt frá ágreiningi við stjórn fagfélags plötusmiða varðandi kennslu í rafsuðu í Slippstöðinni, þegar smíði strandferðaskipanna hófst, sem og inntöku fleiri lærlinga í þeirri grein en stranglega var lögmætt. Þótti Skapta sá ágreiningur ekki góður, þó að hans gætti varla eða ekki innan verkraða í Slipp- stöðinni, en hér taldi hann, að hann yrði að beita þessu harð- ræði verkefnis og atvinnu vegna. Varðandi vélsmiði og renni- smiði varð verkstjórn í verkum þeirra aldrei neitt áhorfsmál. Þar voru strax og stálskipasmíð- arnar hófust þegar fyrir hendi í Slippstöðinni vanir verkstjórn- endur, enda raunar ekki inn á neitt nýtt svið gengið, eins og í plötusmíðinni, þó að sjálfsögðu yrði það umfangsmeira. Ekki neitar Skapti því, að það hafi komið í hug sinn og félaga sinna, þegar þeim fannst kortast skammtað um leigutíma á drátt- arbrautaaðstöðu af hálfu bæjar- ins eða tregðast tekið undir uppbyggingaróskir þeirra, að réttast væri að ganga frá því þreytandi togi, sjá hvort að- halds- og afturhaldsöfl sæju þá ekki að sér. Slíkt hafi þó aldrei verið nema stundarþreytuhugs- un hjá sér. Draumurinn um myndarlega skipasmíðastöð, stálskipasmíðastöð, varð að verða að veruleika. Honum blæddi í augum, hve mikil vinna fór í að klastra í gömul og léleg skip, sem sífellt var verið að kaupa til landsins, ódýr að vísu oft, en tæpast sjófær sum. Sumir útgerðarmenn íeyfðu sér jafnvel að kaupa erlendis skip, sem búið var að leggja til hliðar vegna aldurs. Þessi skip voru að vísu ódýr í kaupum, en nánast hættu- lega mörg. Skapta dreymdi um ný og traust skip, smíðuð af ís- lenskum höndum, til veiða og flutninga. Þó að smíði strandferðaskip- anna yrði þess valdandi, að Slippstöðin lenti í fjárhagsörð- ugleikum, hvarflaði ekki annað að Skapta, en að sú ákvörðun hafi verið rétt, þegar ákveðið var að byggja þau hérlendis. Smíði skipanna tókst með ágætum hvað sem aðfinnsluraddir sögðu. Þau voru traust, vel smíðuð og sambærileg að verði jafnvönduð- um skipum smíðuðum erlendis. Þeir sem klifuðu á því, að um sitthvað hafi seinna þurft að bæta, gleymdu því, að það var — og er — alger undantekning, að svo væri nýtt skip keypt erlendis frá, að ekki þyrfti að bæta um það á einhverrí hátt, stundum áður en það var tekið í notkun, stundum eftir stutta notkun, þegar reynsla kom til. Það hlýtur að vera mönnum umhugsunarefni, hver lífs- reynsla Skapta Áskelssonar varð AthafnasvæÖi Slippstöövarinnar um það leyti sem Skapti lét af störfum hjá fyrirtækinu, árió 1970.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.