Morgunblaðið - 17.11.1985, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985
53
Hagfræðingur VSÍ um vaxtahækkun:
Vaxtahækkun er afleiðing
skorts á innlendu lánsfé
„KOMI til vaxtahækkunar á næst-
unni þá er það afleiðing þess, að í
landinu er ekki nægjanlegt innlent
lánsfé - enn þarf að leita eftir því
til útlanda," sagði Vilhjálmur Egils-
son, hagfræðingur Vinnuveitenda-
sambands íslands, er Morgunblaðið
leitaði álits hans á yfirvofandi hækk-
un bankavaxta, sem greint hefur
verið frá í blaðinu á undanförnum
dögum.
„Við erum nú að súpa seyðið af
því, að sparifé landsmanna var
brennt upp í óðaverðbólgunni á
árum áður. Háir vextir í dag eru
bein afleiðing þess, hve lítið varð
úr okkar eigin sparifé," sagði hann.
Vilhjálmur sagði að val okkar
stæði nú milli „tveggja slæmra
Æskulýösfélag Fella-
og Hólakirkju:
Unglinga-
samkomur
Æskulýðsfélag Fella - og Hóla-
kirkju hefur hafið starfsemi sína
og heldur fundi í kirkjunni á
mánudagskvöldum kl. 20.30.
t fréttatilkynningu frá Fella -
og Hólakirkju segir að starfsemin
sé opin öllum unglingum í hverfinu
á aldrinum 13 - 16 ára. Á fundun-
um eru m.a. umræður um efni sem
snerta unglinga, unnin eru verk-
efni, leikrit æfð, kristin trú hug-
leidd og sungið.
Sveinbjörn Óskarsson,
fjármálastjóri Rarik:
„Reynum að
hlífa veitukerf-
kosta: að fá lánsfé og borga fyrir
það eða fá peningana einfaldlega
ekki. Besta leiðin til að lækka vexti
er að koma á stöðugleika í efna-
hagslífinu og minnka verðbólgu,
svo fólk öðlist trú á framtíðina og
að sparnaður skili sér,“ sagði hann.
„Þetta er ekki síst hagsmunamál
þeirra, sem greiða í lífeyrissjóði -
því eins og er standa sjóðirnir ekki
við skuldbindingar sínar og því
þarf að stokka það kerfi upp. Ef
slakað er á ávöxtunarkröfu sjóð-
anna getur það leitt til þess, að fólk
borgaði hærri skatta og hærri líf-
eyrissjóðaframlög. Skárri kostur
er að borga háa vexti frekar en
há framlög í lífeyrissjóðina og þar
á munar miklu, því að fyrir hvert
prósentustig, sem ávöxtunarkrafa
sjóðanna lækkar, þá hækkar ið-
gjaldaþörfin um 2,5-3,5%,“ sagði
Vilhjálmur Egilsson.
Hrein fjárfesting.
Hreinánægja.
Míele
annað er mála-
miðlun.
. [T1JÓHAHN ÓLAFSSON & C0.
^ 4) SuotUbom 104 KfTÍM«0> Simt 12044 W
Míele
þvottavélar
!•••
DRJFBÚNAÐUR
ER SÉRGREIN OKKAR
Eigum jafnan á lager allar algengustu stærðir og gerðir afdrif-ogflutningskeðjum
ásamt tilheyrandi tannhjólum, ástengi, niðurfærslugíra, tannhjólasamstæður og
hraðabreyta (variatora). Einnig kílreimar, reimskífur, og handstýrða hraðabreyta |
(variatora) fyrir kílreimadrif.
Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði.
RENOLD
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
inu eins og
kostur er“
„í fjárlagafruravarpinu eru fram-
lög til okkar vegna fjárfestinga 200
milljónir króna en verða að líkindum
skornar niður í 165 milljónir. Þó
ekki sé búið að ganga frá því ennþá
hvar verður skorið niður er Ijóst að
við reynum að hlífa veitukerfinu eins
og frekast er kostur,“ sagði Svein-
björn Óskarsson, fjármálastjóri
Rafmagnsveita Ríkisins í samtali við
Morgunblaðið er hann var spurður
álits á því er Þorsteinn Pálsson, fjár-
málaráðherra, sagði í fjárlagaræðu
sinni, að dregið verði úr framkvæmd-
um og endurnýjun búnaðar nokkurra
ríkisfyrirtækja - þar á meðal RARIK.
„Við höfum rætt þetta mál við
Pálma Jónsson, stjórnarformann
RARIK. Hann vil að stjórnin komi
saman áður en nokkuð verður
ákveðið og Kristján Jónsson fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins er
erlendis þannig að það liggur varla
endanlega ljóst fyrir fyrr en undir
mánaðarlok hvar skorið verður
niður," sagði Sveinbjörn.
„Þetta er ansi hátt hlutfall, 35
milljónir af 200 og það kann að
gera okkur erfitt fyrir. Við eigum
eftir að skoða það betur. Við höfum
ekki verið krafðir um ákveðin svör
hvernig og hvað eigi að skera nið-
ur. Ég reikna þó með að það sem
við skerum niður verði hlutir eins
og endurnýjun á bílum og þá má
búast við að húsnæðiskaupum
verði frestað. Búið er að segja
okkur upp því húsnæði sem við
erum í í dag og við ætluðum að
reyna að komast úr leiguhúsnæði
í okkar eigið til að skapa okkur
ákveðið öryggi. Þá er ljóst að eitt-
hvað verður að ganga á veitukerf-
ið,“ sagði Sveinbjörn Óskarsson,
fjármálastjóri RARIK.
Nýjar gardmur á 50 krónur!
Ef gardínurnar þínar þola vatn þá
þola þær líka Bio-tex - undraþvotta-
efni sem gerir gömlu gardínurnar
sem nýjar á 15 mínútum.
Þú setur ylvolgt vatn í bala eða
baðker og 1 dl af bláu Bio-tex í
hverja 10 1 af vatni. Þegar duftið
hefur blandast vatninu leggur þú
gardínurnar í. Eftir að hafa dregið
gardínurnar fram og til baka í
vatninu í u.þ.b. 10 mín. skolar þú
þær í hreinu vatni og hengir til
þerris. Árangurinn er augljós,
gardínurnar verða sem nýjar og
íbúðin fyllist ferskara lofti.
Blátt Bio-tex í allan handþvott og
grænt Bio-tex í þvottavélina
(forþvottinn).
Undraefni í allra hendur. Fæst í næstu verslun.
Halldór Jónsson hf. Dugguvogi 8-10, sími 686066
\ -