Morgunblaðið - 17.11.1985, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985
Velferð og varnir
Stöndum vörö um stefnuna
í öryggismálum okkar
„Vegagerð“
Þaö fyrsta, sem ég kýs að staldra við, vegna þess að það skiptir
mestu í mínum huga, er persónuleg velferð hverrar manneskju. Forsend-
ur slíkrar velferöar búa að drjúgum hluta í hverjum og einum, hvort
sem okkur tekst nú betur eða verr að vinna úr þeim efniviði. En þær
eru jafnframt í umhverfí okkar, ekki sízt því samfélagslega umhverfí,
sem við búum okkur sjálf.
„Stjórnraál hverrar þjóðar felast meðal annars í eins konar „vega-
gerð“ — vegagerð að raarkmiðum. Markmiðum, sem eiga að hjálpa
okkur til velferðar, bæði andlegrar og efnalegrar. Því betri sem þessir
„vegir“ eru — þeim mun betur miðar okkar áleiðis á vegferðinni.
Kjarnorkuvopnalaus svœði
Efst til hægri á þessu korti er Kolaskagi sýndur, stærsta víghreiður heims,
svo að segja í túnfæti Norðurlanda. Sovétríkin hafa komið sér upp kjarn-
flaugabelti meðfram landamærum Finnlands, um Eystrasaltsríkin, næstu
nágranna Norðurlanda, og suður með járntjaldinu, austanmegin. Svo tala
menn um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd, þar sem engin kjarnavopn eru
fyrir, en færri orð um höfð um helvopnakerfíð við austurjaðar þeirra, Sovét-
megin!
ÞINGBREF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Vegagerð af því tagi, sem hér
er ýjað að, er margþætt. Hún
varðar til dæmis vegferð okkar
til menntunar og þekkingar, sem
eru farsælust vopn í lífsbaráttu
hverrar manneskju. Hún spann-
ar rétt okkar til að móta eigin
persónulegan lífsstíl, hvert og
eitt; rétt okkar til sjálfstæðrar
skoðanamyndunar og tjáningar;
frelsi til félagsstarfs og stefnu-
mótandi samtaka, listsköpunar
og menningarþátttöku. Hún
varðár rétt okkar til að hleypa
heimdraganum, ferðast um eigið
land og önnur. Hún tengist rétti
okkar til frumkvæðis og fram-
taks í þjóðarbúskapnum, at-
vinnu, afkomu og eignar. Hún
varðar rétt hverrar fjölskyldu
og hvers einstaklings til heimil-
is, sem vera á kastali fólks, vé
og griðastaður — og jafnframt
hornsteinn samfélagsins.
í stuttu máli á þessi vegagerð
— eða þjóðfélagslega umgerð —
að skjalda menningarlegt og
efnalegt sjálfstæði okkar sem
einstaklinga, það sem við í dag-
legu tali köllum þegn- eða mann-
réttindi.
Þjóðfélagsgerð
Þjóðir heims hafa þróað með
sér mismunandi þjóðfélagsgerð-
ir., Máske eru engin tvö þjóð-
félög algjörlega eins. í stórum
dráttum setja þó tvær þjóðfé-
lagsgerðir svip sinn á heims-
myndina.
* í fyrsta lagi vestræn þjóð-
félagsgerð, sem ræður ríkjum
í V-Evrópu og N-Ameríku, þó
hennar gæti, sem betur fer,
víðar.
Þessi þjóðfélagsgerð er ekki
fullkomin, fremur en önnur
mannanna verk, og hefir ýmsa
annmarka. Hún hefur þó þann
höfuðkost að geta þróast frá
annmörkum sínum — til meiri
fullkomunar — á friðsaman
hátt, fyrir meirihlutaáhrif fólks
í frjálsum, almennum og leyni-
legum kosningum.
Sú vegagerð til velferðar, sem
ég drap á hér að framan, er
höfuðeinkenni hinnar vestrænu
þjóðfélagsgerðar, sem byggir á
hornsteinum lýðræðis, þingræð-
is og mannréttinda.
* í annan stað er þjóðfélagsgerð
sósíalismans, sem þróast hef-
ur í Sovétríkjunum allar götur
frá 1918, í ríkjum A-Evrópu
frá lyktum síðari heimsstyrj-
aldar — og í mörgum ríkjum
Afríku og Asíu í skemmri
tíma, að ógleymdri Kúbu í
Vesturálfu.
Hér er hvorki staður né stund
til að fara út í nákvæman
fræðilegan samanburð á þess-
um tveimur þjóðfélagsgerð-
um. Ég vil þó í stuttu máli
draga fram tvær meginstað-
reyndir:
* 1) Lífskjör þjóða eru mæld á
margs konar mælikvarða.
Einn þeirra, og máske sá
marktækasti, er þjóðarfram-
leiðsla í verðmætum á hvern
vinnandi þegn. Samkeppnis-
þjóðfélög Vesturlanda hafa
farið langt fram úr ríkjum
sósíalismans á þessum vett-
vangi. Efnaleg velferð á Vest-
urlöndum hefur verulegt for-
skot umfram hagkerfi marxis-
mans. Prófessor Michael S.
Voslensky, sem um áratuga-
skeið var háttsettur fræði-
maður í Sovétríkjunum, segir
heildarframleiðni sovétmanna
aðeins 40% af framleiðni í
Bandaríkjunum. Lífskjör
óbreytts sovétborgara séu
undir fátæktarmörkum í
Bandaríkjunum. Skortur á
nauðsynjum einkenni framboð
á almennum mörkuðum.
* 2) Vinningur Vesturlanda er
þó verulega meiri þegar kemur
að almennum mannréttindum,
hvers konar. Samanburður á
frelsi til skoðana, tjáningar,
félags- eða flokkastarfs, ferða-
laga, framtaks í atvinnulífi,
eiginfjármyndunar, listsköp-
unar — og þannig mætti lengi
telja — er Vesturlöndum af-
gerandi í vil. Hér er mismun-
urinn raunar himinhrópandi
— minnir helzt á stjarnfræði-
legar vegalengdir.
Ég hefi eytt allnokkrum orð-
um að þeim tveimur þjóðfélags-
gerðum, sem heimurinn flokkast
í grófum dráttum í, vegna þess,
að þær eru verulegur hluti þess
bakgrunns, sem varnarsamstarf
Vesturlanda á rætur í og hefur
vaxið úr.
Sjálfstæði og
varnaröryggi
Ég vík nú máli mínu að þessu
varnarsamstarfi, skoðað frá ís-
lenzkum sjónarhóli fyrst og
fremst.
íslendingar tóku stjórn utan-
ríkismála í eigin hendur fyrir
fjörtíu og fimm árum, eftir
hernám Danmerkur, en fram að
þeim tíma fóru Danir með utan-
ríkismál okkar. Það kom í hlut
Ólafs Thórs og Bjarna Bene-
diktssonar, fyrrum formanna
sjálfstæðisflokksins, að móta og
fylgja fram sjálfstæðri íslenzkri
utanríkisstefnu. Sá trausti
grunnur, sem þeir þegar í upp-
hafi byggðu utanríkisstefnu
okkar á, hefur í aðalatriðum
staðið tímans tönn til líðandi
stundar. Það eitt sýnir framsýni
þeirra og vönduð vinnubrögð,
sem við fáum seint fullþakkað.
Þeir lögðu höfuðáherzlu á
tvennt:
* í fyrsta lagi stjórnarfarslegt
og efnahagslegt fullveldi þjóð-
arinnar gagnvart umheimin-
um.
* í annan stað að tryggja sjálf-
stæði og varnaröryggi lands-
ins í viðsjálum heimi með
varnarsamstarfi við þær þjóð-
ir, sem skyldstar eru okkur
að þjóðfélagsgerð, menningar-
arfleifð og lífsviðhorfum.
* Megintilgangur þessa varnar-
samstarfs Vesturlanda var og
er að tryggja frið með frelsi —
þjóða og einstaklinga — í
okkar heimshluta. Sá tilgang-
ur hefur farsællega náðst til
dagsins í dag.
Það er frumskylda hverrar
sálfstæðrar þjóðar að tryggja
fullveldi sitt og varnaröryggi.
Reynslan hefur fært okkur heim
sanninn um að það verður ekki
gert með hlutleysi. Þrátt fyrir
yfirlýst hlutleysi vóru þrjú
Norðurlanda hernumin í heims-
styrjöldinni síðari, Danmörk,
ísland og Noregur.
Stríð og friður
Þessi þrjú norrænu ríki vóru
— reynslunni ríkari — meðal
stofnenda Atlantshafsbanda-
lagsins. Frá stofnun þess hefur
friður ríkt í þeim heimshluta,
sem það tekur til. Það verður
því miður ekki sagt um plánetu
okkar að öðru leyti.
í tímariti Rauða kross íslands,
6. hefti 1984, þar sem segir frá
þingi hreyfingarinnar undir
kjörorðinu „Með mannúð til frið-
ar“ segir orðrétt:
„í hugum margra Evrópubúa
hafa í stórum dráttum ríkt frið-
artímar frá lokum síðari heims-
styrjaldar. En það var rifjað upp
á þinginu að frá 1945 er áætlað
að um 50 milljónir manna hafi
látið lífið í um 150 vopnuðum
átökum ýmist milli ríkja eða
innan þeirra og nú eru vopnin
látin tala á a.m.k. 30 átakasvæð-
um“.
Ef hér er rétt með farið, sem
ekki er ástæða til að draga í efa,
má ljóst vera, að það er ekki að
ástæðulausu sem smáþjóð, eins
og við íslendingar, telur nauð-
synlegt að tryggja varnaröryggi
sitt í viðsjálum heimi.
Sá árangur, sem við höfum í
hendi, það er friður með frelsi í
V-Evrópu frá stofnun Atlants-
hafsbandalagsins, á sama tíma
sem 150 staðbundin stríð hafa
tekið tugi milljóna mannslífa
annars staðar í veröldinni, vekur
upp stóra spurningu í hugum
okkar:
Spurningin er þessi:
Ef lýðræðisþjóðir heims hefðu
búið að jafn sterku varnarbanda-
lagi á áratugnum 1930—1940, og
nú er til staðar, hefði þá mátt koma
í veg fyrir heimsstyrjöldina síðari,
með öllum hennar hörmungum og
hryggð?
Þetta er stór spurning. Og
þegar stórt er spurt verður oft
lítið um svör. En spurningin er
engu að síður þess virði að velta
henni fyrir sér.
Ógnin í túnfæti
Norðurlanda
Tvennt er það enn, sem ég tel
ástæðu til að árétta og íhuga:
* Hið fyrra er sú ógn sem lýð- 1
frjálsum þjóðum stafar af [
Sovétríkjunum og fylgiríkjum
þeirra innan Varsjárbanda-
lagsins. Það er rétt að tala um
það mál umbúðalaust.
Allar götur síðan Sovétríkin
réðust inn í Finnland, seint á
fjórða áratugnum (en það er
atburður sem ekki má falla í
gleymsku), hafa Norðurlönd haft
ástæðu til að vera á varðbergi
gagnvart þessu herveldi.
Næstu nágrannaríki Finn-
lands, Svíþjóðar og Danmerkur,
það er að segja þrjú lítil og
fyrrum sjálfstæð lönd við
Eystrasalt, Eistland, Lettland
og Litháen, lentu og undir
hrammi rússneska bjarnarins og
glötuðu sjálfstæði þjóða og
þegna.
Saga þeirra er víti til varnaðar.
Á Kolaskaga, sem var að hluta
til finnskt land fyrir innrás
Sovétríkjanna í Finnland — svo
að segja í túnfæti Norðurlanda
— er stærsta víghreiður heims.
Þaðan, meðfram landamærum
Finnlands, um Eystrasaltsríkin
þrjú og suður með járntjaldinu
austan megin hafa Sovétríkin
komið upp kjarnflaugabelti, sem
fyrst og fremst er beint gegn
vestur og norður Evrópu.
Það kemur því spánskt fyrir
sjónir að krefjast kjarnorku-
vopnalausra Norðurlanda, þar
sem engin kjarnavopn eru fyrir,
en þegja þunnu hljóði um þau
sovézku helvopn á Kolaskaga og
við Eystrasalt, sem fyrst og
fremst ógna Norðurlöndum og
vinaríkjum þeirra í V-Evrópu.
Frá þessu svæði, Kolaskaga
og norðurströndum Sovétríkj-
anna leggja upp flugvélar, kaf-
bátar og herskip, sem eru dag-
legir gestir á og yfir Norður-
Atlantshafi, því hafsvæði sem
„tengir" saman, ef svo má að
orði komast, ísland, England og
Noreg.
Jafnvel í Svíþjóð hinni hlut-
lausu fara nú, á friðartímum,
fréttir af sovézkum kafbátum
svo að segja upp í landsteinum.
Þegar hlutleysi Svía er ekki
betur virt á friðartímum, en
raun ber vitni um, hvern veg
verður það þá virt á átakatím-
um? Talandi um hlutleysi Sví-
þjóðar verðum við og vel að
muna að það er byggt á sterkum
heimavörnum, sem hér vóru ekki
til staðar.
Hnattstaða íslands á hernað-
arlega mikilvægu svæði milli
hins gamla og nýja heims, skap-
ar landi okkar hættur, sem rangt
er að loka augum fyrir. Reynsla
okkar og fleiri ríkja í síðari
heimsstyrjöldinni staðfestir, að
hlutleysi býður hættunni heim,
ekki sízt óvarið hlutleysi.
Reynslan síðast liðin fjörtíu ár
segir hinsvegar, að gagnkvæmar
varnarskuldbindingar Vestur-
landa halda hættunni í hæfilegri
fjarlægð.
*
Island og Atlants-
hafsbandalagið
* Síðara atriðið sem ég vildi
árétta, er, að við íslendingar
vórum undir svipaða sök seldir
og fleiri smáþjóðir, að geta
ekki tryggt varnaröryggi okk-
ar einir og sjálfir. Við höfum
jafnframt skyldum að gegna
við hinn lýðfrjáls heim, sem
við eigum samleið með að
þjóðfélagsgerð, menningu og
lífsviðhorfum. Þetta tvennt
leiddi okkur inn í Atlantshafs-
bandalagið og stuðlaði að
varnarsamningi okkar við
Bandaríkin. Mikill meirihluti
þjóðarinnar styður heilshugar
þennan öryggisþátt í utan-
ríkisstefnu okkar. Þó eru varg-
ar í véum, sem við megum
ekki vanmeta.
í raun er óþarft að færa frek-
ari rök en þegar er gert fyrir
aðild íslands að Nató. Ég get þó
ekki stillt mig um að vitna til
þess íslenzks stjórnmálamanns,
sem 'hæst rís í mínum huga,
þegar ég horfi um öxl: Bjarna
heitins Benediktssonar. I bók