Morgunblaðið - 17.11.1985, Qupperneq 56
56
MORGÚNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985
Minning:
Guðfinna S. Breið-
fjörð (Minna)
Fædd 12. ágúst 1921
Dáin 10. nóvember 1985
Nú er vinkona mín, hún Minna,
loksins búin að fá hvíldina.
• Ég þekkti Minnu frá því að ég
var barn að aldri. Minna var ein-
hver sú fallegasta stúlka og glæsi-
legasta kona, sem landið hefur átt.
Og ég var alltaf hreykin af því,
þegar sagt var, að Minna væri frá
Hafnarfirði. Við unga fólkið í
Hafnarfirði stofnuðum skemmti-
klúbb og höfðum alltaf böll á
gamlárskvöld, og enn þann dag í
dag sé ég Minnu fyrir mér eins og
fallega álfamey — í hvítum kjól;
pilsið var alltaf í hvítum blúndu-
pífum; miðlungsháa og fagurlim-
aða; með þetta þykka mikla ljósa
hár niður fyrir herðar; fallegu bláu
augun og fallega brosið.
En Minna fann hins vegar aldrei
sjálf, hve falleg hún var. Hún var
hlédræg, næstum feimin. Minna
var forkur til vinnu, setti upp hár-
greiðslustofu, eina þá fyrstu í
Reykjavík, og hún var einhver sú
færasta í sínu fagi í Reykjavík.
Jlún vann iðulega myrkranna á
^TilIi.
Eitt átti Minna í ríkum mæli —
það var húmor. Minna hafði átt
erfiða ævi og háði harða baráttu
gegnum árin, en hún var bardaga-
kona og lét ekkert buga sig né
aftra. Hún var stolt kona — og
aldrei heyrðist hún kvarta. Hún
sá alltaf björtu hliðarnar á lífinu.
Eitt sem Minna átti ekki til var
að öfunda aðra. Hún samgladdist
öllum, sem vel gekk hjá — og
aldrei heyrði maður hana tala illa
um nokkurn mann. Þegar við vor-
um einar saman, sagði hún alltaf:
„Ásta, við stöndum okkur, og við
eigum eftir að gera svo margt í
lífinu." Og svo hló hún dátt.
Saumaklúbbur okkar vinkvenn-
anna er alveg sérstæður, unnið
mikið og hlegið dátt. Til að mynda
enduðum við alltaf klúbbkvöldið
með því að yrkja vísu. Einu sinni
skrifuðum við framhaldssögu; ein
byrjaði og önnur tók við — og svo
framvegis. Alltaf var föndrað fyrir
jól og páska. Við í saumaklúbbnum
komum saman til að gleðjast og
Kransa- og
1 kistuskrey tingar
Raykjavíhurv«g* 00, sími S3S40. ')r ÁHtwámmt*. >inWJ3l7t.
fnófinm
Suðwtendsbraut 10
106 Reykjavfk. Sími 31099
Opiðöti kvðkJ
tH id. 22,-einnig um heigar.
Skreytíngar við öii tiiefni.
Gjafavörur.
/Ar
hlæja. Okkur fannst við alltaf vera
sextán ára og skemmtum okkur
konunglega. Við vorum tíu í þess-
um klúbb: Minna, Ásta, Ása, Ásta
Bald, Dísa, Steinunn, Maddý,
Ruth, Bagga og Todda.
Nú er skarð fyrir skildi, þar sem
Minna er fallin frá.
Ég veit að Minna er við hliðina
á mér, þegar ég skrifa þessar fá-
tæklegu línur til að þakka guði
fyrir að hafa fengið að þekkja
hana öll þessi ár. Þau hafa verið
mér mikils virði. Ég bið guð að
vernda ættingja hennar, og ég veit,
að við hittumst hinum megin.
Ásta Baldvinsdóttir
Elskuleg vinkona mín er látin,
64 ára að aldri. Hún verður jarð-
sett á morgun, mánudaginn 18.
nóvember, kl. 1.30 frá Krists-
kirkju.
Þó kynni okkar væru ekki löng
urðu þau samt svo góð að mér
fannst að við hefðum þekkst lengi.
Minna kom inn í líf mitt síðast-
liðið sumar vegna þess að ég hóf
að vélrita fyrir hana æviminning-
ar hennar. Hún kom oft til mín á
meðan ég var að byrja á þessu
verki. Við þurftum að lesa saman
það sem hún var búin að skrifa
og samstarfið var svo gott að ég
gat haldið áfram að vinna við
upphaf bókarinnar, þó hún færi
til dóttur sinnar norður í Eyjafirði.
En er Minna kom til baka þurfti
hún á hjálp að halda, en hún var
með sjúkdóm sem þurfti meðferð-
ar við og sem svo dró hana til
dauða sl. sunnudagskvöld. En
Minnu fannst þessi sjúkdómur,
sem hún hafði ekki neitt á við sjúk-
dóminn sem hún hafði í mörg ár
og sem gerði það að verkum að hún
varð að vera meira og minni inni-
lokuð á stofnunum. En síðastliðin
10 ár hafði Minna verið frísk. Hún
notaði þessi ár vel og lifði þannig
að hún vildi öllum gott gera. Hún
var trúuð kona og svo átti hún 3
elskuiegar dætur sem hún mat
mikils og fjölskyldur þeirra.
En bókin hennar Minnu á eftir
að sjá dagsins ljós, þó að hún sjálf
hafi ekki getað lokið við hana, enn
er margt óunnið úr pappírunum
hennar. Bókin mun hafa mikinn
boðskap til alls hugsandi fólks og
það er margt sem Minna hefur að
segja þeim sem ekki skilja að fólk
sem veikist andlega á líka sínar
tilfinningar og sinn tilverurétt.
Blessuð sé minning hennar.
Dætrum hennar Helgu, Kristínu
og Gyðu, fjölskyldum þeirra og
systur hennar sem kom frá Amer-
íku sendi ég mínar samúðarkveðj-
ur og bið Guð að styrkja þau öll.
Aldís Ragnarsdóttir
Meðal óvenjulegri manna, sem
orðið hafa á lífsleið minni, verður
á morgun til moldar borin í Krists-
kirkju, en það er Guðfinna Sigurð-
ardóttir Breiðfjörð, sem jafnan
gekk undir nafninu Minna Breið-
fjörð.
Hún var fædd í Reykjavík, en
ólst upp í Firðinum, en þangað lá
leið mín löngum hér áður fyrr. Var
hún ein þeirra, sem slæddist í
kunningjahópinn þar. Urðum við
fljótlega góðir vinir, sem jókst með
árunum, enda þótt oft liði langur
tími án þess að við hittumst eða
spjölluðum saman. Mér þótti alltaf
gott að heyra í henni og þó hún
þyrfti að leita úrræða eða væri í
einhverju basli, sem hún vonaði
að mér mætti takast að hjálpa
henni að leysa, þá var hún alltaf
svo hýr og gíöð og lét ekki bugast.
Strax í upphafi duldist mér ekki,
að skaparinn hefði verið örlátur
og í góðu skapi, er hann hellti úr
náðarfötu sinni yfir hana, því
Minna var gædd góðum hæfileik-
um. Um tíma helgaði hún leiklist-
inni krafta sína og tóks vel á leik-
sviðinu. Listrænir hæfileikar
hennar nutu sín m .a. í hár-
greiðslustörfum, en hún var meist-
ari í þeirri grein.
Líf hennar var ekki dans á rós-
um, hún átti um langt skeið við
vanheilsu að stríða og var á geð-
veikrahæli. í Morgunblaðinu 7.
desember 1980 birtist hreinskilið
og hispurslaust viðtal Árna John-
sens við hana og er það viðtal þess
virði að lesast oftar en einu sinni.
Þar sagði hún frá vonleysi sínu og
baráttu til þess að „brjótast í
gegnum margar lokaðar dyr út í
lífið."
Hve kerfið í þessum „vernduðu
stofnunum" væri erfitt og mikið
átak að hætta lyfjatöku sem þar
væri stundum yfirþyrmandi. Einn
skemmtilegasti og athyglisverð-
asti kafli viðtalsins, var um það
er þessi mikla dama fór í salt-
fiskvinnu í BÚR og sýndi vel hve
laus hún var við allan tepruskap
og fánýta hugsun. Hún taldi að
þessi vinna innan um gott fólk,
hefði gefið henni aukið þrek.
Minna var gift Magnúsi Thor-
berg um árabil og eignuðust þau
þrjár dætur: Þorbjörgu Gyðu,
Kristínu og Helgu.
Það var í 60 'ara afmælisveislu
Steingríms Stefáns Thomasar
Sigurðssonar rithöfundar og list-
málara sl. vor að við sáumst síðast.
Hún hyllti afmæisbarnið með
hressilegri ræðu. Það duldist eng-
um að hún hafði sigrast á erfiðleik-
unum og að lífið blasti við henni
á ný, ekki datt mér í hug að hún
ætti svona stutt eftir ólifað.
Það er erfitt að vera maður, en
það var Minna. Hún var æðrulaus,
hugrökk, einlæg og laus við öfund
og illmælgi, drengur góður. Hún
mat manngildið ofar öllu og hélt
með reisn yfir landamæri lífs og
dauða.
Gunnlaugur Þórðarson
Elskuleg vinkona, Guðfinna
Breiðfjörð, er látin. Við Minna,
eins og hún var alltaf kölluð, erum
báðar aldar upp í Hafnarfirði.
Þegar ég byrjaði í skóla og kynnt-
ist yngri systur hennar Gyðu, man
ég vel eftir þessari glæsilegu
stúlku sem var 2—3 árum eldri en
við og var fyrirmynd okkar í einu
og öllu: Falíeg, greind og glaðleg.
Systurnar misstu móður sína
ungar og voru aldar upp hjá ömmu
sinni, Þorbjörgu Breiðfjörð og
Guðmundi Knútssyni við mikið
dálæti.
Minna hafði gaman af leiklist
og lék oft í skólaleikritum og
seinna með Leikfélagi Hafnar-
fjarðar og þótti hafa mikla hæfi-
leika. Seinna fékk hún svo hlutverk
hjá Leikfélagi Reykjavíkur og stóð
sig vel og þótti lofa góðu. Minna
var gift Magnúsi Thorberg og voru
þau búsett í Vestmannaeyjum svo
það varð ekki framhald á leikstarfi
hennar hér í Reykjavík. í Vest-
mannaeyjum hafði hún tekið þátt
í leikstarfsemi, lék og setti upp
leiksýningar.
Þau eignuðust þrjár dætur.
Fjölskyldan fluttist síðan til
Reykjavíkur. Minna, sem var hár-
greiðslumeistari, setti hár-
greiðslustofuna Pirola á stofn og
hafði margar stúlkur í vinnu.
Hún og Magnús slitu samvistum
en dæturnar voru þá á skólaldri.
Tóku nú við erfiðleikatímar. Hún
missti heilsu sína og átti við erfið-
an sjúkdóm að stríða í mörg ár.
Með ótrúlegum dugnaði og kjarki
náði hún sér aftur. Um svipað leyti
fór hún að taka þátt í saumaklúbbi
með nokkrum hafnfirskum vin-
konum sem stofnað höfðu þann
klúbb fyrir mörgum árum. Minna
var sterkur persónuleiki, fínleg,
orðvör, með ríka kímnigáfu og
kona smekkleg. Þessir góðu eigin-
leikar hjálpuðu henni oft. Við átt-
um margar ánægjulegar stundir
með Minnu í saumaklubbnum. Á
síðasta ári bauð hún klúbbnum til
sín í Hveragerði, en þar hafði hún
aðstöðu vegna vinnu sinnar.
Tvo til þrjá daga í viku greiddi
hún konum á dvalarheimili aldr-
aðra þar og var þar mörgum til
ánægju og aðstoðaði með ýmsu
móti. Hún gat ætíð miðlað öðrum
af bjartsýni sinni og kjarki. Er
mér kunnugt um að fólk sem átti
í erfiðleikum sóttist eftir návist
hennar. Heimsókn okkar til Minnu
í Hveragerði verður okkur minnis-
stæð fyrir einstaklega hlýjar og
veglegar móttökur hennar og kom
enn einu sinni í ljós smekkvísi
hennar og alúð. Við söknum Minnu
mikið. Það var gott að vera í návist
hennar. Hafi hún þökk sauma-
klúbbsins fyrir samveruna.
Herdís Þorvaldsdóttir
Elskuleg bróðurdóttir mín,
Minna, lést í Landspítalanum að
kvöldi 10. nóvember sl. eftir stutta
legu. Þar með brást von okkar um
bata henni til handa. Með Minnu
hef ég fylgst, allt frá því hún
fæddist í húsinu Vesturgötu 46
Reykjavík. Þar bjuggu þá foreldr-
ar hennar Guðfinna Ólafsdóttir,
ólafs Bjarnasonar í Gestshúsum á
Álftanesi og fyrri konu hans
Guðfinnu. Faðir hennar var Sig-
urður Breiðfjörð stýrimaður, son-
ur Þorbjargar Guðmundsdóttur
frá Marteinstungu og Jóns Gests
Breiðfjörð kennara og hreppstjóra
á Brunnastöðum á Vatnsleysu-
strönd.
Nokkru seinna fluttu þau hjón
með Guðfinnu litlu vestar í Vestur-
bæinn, síðan í Hafnarfjörð á
meðan þau byggðu sér hús úti á
Álftanesi, rétt hjá Gestshúsum
æskuheimili Guðfinnu eldri. Hét
það hús Gerðakot og heitir víst
enn. Er mér minnisstætt er ég,
systir mín og vinkona okkar fórum
á milli jóla og nýárs 1923 á jóla-
trésskemmtun út á Nes hve mág-
kona okkar tók okkur vel. Kom
með okkur á skemmtunina, söng
þar og spilaði, og lék við hvern
sinn fingur. Þá komin langt á leið
að þriðja barninu, en 2. október
1922 hafði hún eignast dótturina
Þorbjörgu Gyðu. Rúmum 'h. mán-
uði síðar eignaðist hún svo þriðju
dótturina, Guðrúnu Petronellu,
fallegt barn og efnilegt. Nokkru
síðar veiktist Guðfinna, móðirin,
og var flutt á Landakotsspítala,
þar sem hún lést þann 10. febrúar.
Guðfinna var búin að biðja
mömmu mína að taka Gyðu að sér
ef eitthvað kæmi fyrir sig. Minna
varð eftir í Gestshúsum, afa sínum
til huggunar, hann var þá ekkju-
maður.
Mamma tók Gyðu að sér og
skildu þær ekki fyrr en Gyða gift-
ist. Einnig tók hún nýfæddu telp-
una. Síðar kom Sigurður einnig
heim til okkar, sannaðist þá eins
og oft að þar sem er hjartarúm
er húsrúm.
Litla telpan virtist dafna vel, en
eftir þrjá mánuði varð hún lasin
og var dáin áður en dagurinn var
áenda runninn.
Um þetta leyti var Minna oftast
hjá afa sínum og Oddnýju móður-
systur. Hjá okkur var hún þegar
pabbi hennar var í landi, enda
mikið uppáhald.
Árið 1930 kvæntist Sigurður
aftur, Margréti Guðmundsdóttur,
prentara í Reykjavík. Eignaðist
með henni tvö börn, Kristjönu, sem
er gift kona í Ameríku, og Sigurð,
prentara í Reykjavík. Þá átti
Margrét dóttur fyrir, Sigríði, sem
Sigurður reyndist sem besti faðir.
Enda endurgait hún honum það.
Ætlunin var að Minna flytti
heim til föður síns, en þar sem
systir hennar bjó heima hjá
mömmu okkar sótti hún þangað
og varð heimilisföst fram að gift-
ingu.
Eftir að ég flutti út á land var
Minna barnfóstra hjá mér á sumr-
in, þar til hún fór að læra hár-
greiðslu, að loknu gagnfræðaprófi.
Hún passaði tvo elstu syni mína
og var dásamlegt að fá hana vestur
á hverju vori, því hún var bráð-
skemmtileg.
Vorið 1936 fermdust þær systur,
Minna og Gyða, í Þjóðkirkjunni í
Hafnarfirði. Ég fór að sjálfsögðu
suður með syni mína. Veislan var
haldin á Hótel Birninum hjá
Guðrúnu frænku mömmu.
Um haustið þetta sama ár vor-
um við Minna tvær einar með litlu
strákana vestur á ísafirði. Einn
morgun hringdi maðurinn minn
sem staddur var í Reykjavík og
sagði okkur þau válegu tíðindi að
slys hefði orðið á togaranum
Tryggva Gamla og pabbi Minnu
og bróðir minn hefði drukknað.
Þvílíkt áfall. Mér þótti óumræðan-
lega vænt um þennan fallega en
umfram allt góða bróður. Hann
hafði misst föður sinn fimm eða
sex ára gamall suður á Vatnsleysu-
strönd, fluttist þá með mömmu til
Hafnarfjarðar þar sem hún vann
fyrir þeim að uppskipun og öðrum
störfum sem hægt var að fá.
Nokkrum árum seinna giftist
hún Ingvari föður mínum, hann
drukknaði frá okkur þrem alsystk-
inum, er ég var fjögurra ára, systir
mín tveggja og yngri bróðirinn
ófæddur. Varð þá Siggi eins og við
kölluðum hann í Flensborgarskól-
anum að hætta námi. Tók vinur
mömmu hann á togara ungan
drenginn til að vinna fyrir heimil-
inu.
Það var hnípin fjölskylda sem
fór suður með Esju þenna sama
dag og við fréttum látið. Heim til
mömmu sem alltaf stóð og bifaðist
ekki, þrátt fyrir sorgir og mótlæti.
Með Sigurði missti hún sitt þriðja
barn, yngri soninn 1934 og dóttur
1926. Svo skammt var stórra högga
ámilli.
Eftir gagnfræðapróf frá Flens-
borg hóf Minna hárgreiðslunám
hjá „Marsí" við Skólavörðustíg.
Var hún þar í mörg ár, en bjó
heima í Hafnarfirði hjá mömmu
og lék með leikfélagi Hafnarfjarð-
ar, því Minnu var margt til lista
lagt. Enga hef ég þekkt skemmti-
legri. Hún sagði vel frá, söng og
lék af innlifun.
Eftir að Sigurður faðir þeirra
systra lést, tók mamma yngstu
systurina Kristjönu, sem hann átti
með síðari konu sinni Margréti.
Var hún hjá mömmu þar til
mamma lést í júlí 1954 og reyndist
henni afburðavel. Eftir að Minna
hafði lokið hárgreiðslunámi giftist
hún Magnúsi Thorberg. Fékk hann
stöðu í Vestmannaeyjum og fluttu
þau þangað. Þar hafði hún hár-
greiðslustofu og lék með leikfélag-
inu á staðnum. Eignuðust þau
þrjár efnilegar dætur, Þorbjörgu
Gyðu, Kristínu og Helgu. Þær hafa
allar stofnað heimili og eiga alls
sex börn sem sárt sakna nú ömmu
sinnar.
Það var gaman að heimsækja
þau Minnu og Magnús til Eyja og
fannst mér þeim líða vel þar.
En svo seig á ógæfuhliðina,
maðurinn missti atvinnuna og var
þá flutt til Reykjavíkur, upp frá
því skildu leiðir.
Telpurnar fylgdu mömmu sinni,
sem fór á þessum árum til Amer-
íku að endurmennta sig. Um tíma
ætlaði hún að setjast þar að, en
kom aftur. Það hvað ekki betra að
vera einstæð móðir í Ameríku en
hér heima.
Hárgreiðslustofur setti Minna á
stofn, bæði á Grettisgötu og Hverf-
isgötu. Voru þær báðar mjög vel
sóttar. Hárgreiðslustofan „Raffó"
á Hverfisgötu var mjög stór, þar
hafði hún fjölda manns í vinnu og
lærlinga. En þá varð álagið á
Minnu of mikið og hún missti
heilsuna. Fyrst var hún á sjúkra-
húsi í Reykjavík. Síðan lá leið
hennar að Ási i Hveragerði. Þar
fannst mér hún endurheimta
heilsuna.
Hún vann við hárgreiðslustörf í
Hveragerði, einnig eftir að hún
flutti til Reykjavíkur, svo og í
Hátúni 10.
Þá voru allar dætur hennar bún-
ar að stofna eigin heimili.
Hún var fri og frjáls. Heimsótti
systur sína í Ameríku og naut þess
aðverahjáhenni.
Það sorgiegasta finnst mér að
hún skyldi ekki fá að njóta lífsins