Morgunblaðið - 17.11.1985, Page 61

Morgunblaðið - 17.11.1985, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 Á floti í Dauðahafinu. Við stýrið í dráttarvélinni... miklu skemmtilegra en í verk- smiðjunum. — Það var annars sláandi, að erlenda vinnuaflið, hinir svoköll- uðu sjálfboðaliðar (volunteers), þó það sé varla réttnefni, unnu öll helstu skítverk og færibandastörf- in á „kibbutzinum", heimamenn- irnir voru allir í huggulegri störf- um, enda veitir ekki af að end- urnýja erlenda starfsliðið eftir 3 mánuði. Ég hugsa að ef ísraelar gætu ekki reitt sig á þetta erlenda vinnuafl, þá væru kibbutzar ekki það sem þeir eru. Þetta er sem sé eins þarna og hér heima og alls staðar, það fæst ekki fólk til að vinna verstu störfin og þau lægst launuðu og því verður að flytja inn ungt erlent fólk í ævintýraleit. Ég hef unnið í fiski og veit hvað ég er að tala um, hér heima koma mikið ungar stúlkur frá Ástralíu og víðar til að vinna lægst launuðu störfin, þau sem íslendingar fást ekki tilað vinna. Hvað gerðu heimamenn þá? „Þeir voru í öllum verkstjóra- störfum, flokksforingjar og á skrifstofunum. Auk þess vinna þarna margir landbúnaðarfræð- ingar og er mikið kapp lagt á að rækta nýjar tegundir af ávöxtum og grænmeti. Til dæmis var verið að gera ræktunartilraunirnar þarna á ávexti sem er blanda af greipaldin og appelsínu." Hvað með trúariðkun? Og voru þeir að halda trú sinni á iofti eða að reyna að snúa ykkur? „Þarna var unnið sex daga vik- unnar, alla daga nema laugardaga, en þeir eru helgir dagar. Að öðru leyti urðum við ekki varar við neina sérstaka trúariðkun, þeir ræddu ekki um trú sína við okkur og því síður reyndu þeir að snúa okkur til sinnar trúar.“ Að lokum, gætir þú hugsað þér að fara aftur til fsrael, fara aftur á „kibbutz"? „Svarið við þessari spurningu er bæði já og nei. Já, ég gæti hugsað mér að fara aftur til Israel, enda er landið ægifagurt og dvöl mín þar var stórkostleg lífsreynsla. Ég var sérstaklega undrandi hvað það er strjálbýlt þrátt fyrir mikinn fólksfjölda í litlu landi. Þarna eru endalausar eyðimerkur að því er virðist. Nei, ég gæti aldrei hugsað mér að fara aftur á „kibbutz”. Það var gaman að hafa gert það einu sinni, en vinnan og kaupið eru þess eðlis, að það er ekki eftirsókn- arvert að gera slíkt aftur. Það væri gaman að fara aftur til fsra- el, því það er í raun ekki svo ýkja dýrt að ferðast þangað. Það er heldur ekki ofsalega dýrt að lifa þar og vil ég nefna dæmi um það. Ég var í þrjá mánuði í ísrael, en dvaldi svo i Kaupmannahöfn í viku áður en ég kom aftur heim. Áður en ég fór til fsrael, skipti ég pen- ingunum mínum í tvennt, hafði helminginn með mér austur að Miðjarðarhafi, en skildi hinn helminginn eftir í Danmörku. Ég var jafn fljót að eyða peningunum. Að vísu verslaði ég í Kaupmanna- höfn, en ekki mikið og á móti bjó ég þar algerlega frítt. í ísrael ferðaðist ég mikið um landið þegar færi gafst og brá mér meira að segja yfir til Grikklands um hríð, fékk leyfi frá búinu. Þrátt fyrir hina miklu verðbólgu sem er í f srael, þá er þetta þó staðreynd." NOACK ■ :7. WVf FYRIR ALLA BILA OG TÆKI Sænsku bílaframleiðendurnir VOLVO, SAAB og SCANIA nota NOACK rafgeyma vegna kosta þeirra. Síðumúla 7-9. Sími 82722. þaö er deginum Ijósara Láttu Ijós þitt skína GENERAL ELECTRIC COMPANY í BRETLANDI, einn stærsti framleiöandi Ijósa og Ijósabúnaðar í heiminum, hefur lýst leiöina allt frá því að rafljósiö var fundið upp. Framleiðsla GEC veitir birtu yfir líf fólks um vföa veröld. Þar á meöal eru EXTRALITE HEIMILISPERURNAR MEÐ TVÍVÖFÐUM GLÓÐARÞRÆÐI, SEM GEFUR MEIRI BIRTU. AUK ÞESS STERKAR OG END- INGARGÓÐAR EXTRALITE HEIMILISPERURNAR FRÁ GEC eru til í öllum stærðum. 25W I bleikum pökkum, 40W í fjólubláum, 60W í grænum, 75W (rauðum og 100W (bláum pökkum. EXTRALITE PERURNAR FRÁ GEC eru sérhannaðar til heimilisnota. SEGULL HF. Eyjaslóð 7, Reykjavík HMPVR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.