Morgunblaðið - 17.11.1985, Side 13

Morgunblaðið - 17.11.1985, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 B 13 Nyerere með norrœnum fulltrúum í fyrra Nyerere tekur við starfi forseta (1962) hafa haft sérstakt dálæti á Nyer- ere vegna tilrauna hans til að bæta kjör og efla menningu smá- bænda, þrátt fyrir þá kreppu sem sósíalismi hans er kominn í. Nor- rænir jafnaðarmenn hafa einkum haft hann í hávegum og hann hefur verið kallaður „pabbadreng- ur Norðurlanda." Mikil velvild, sem hann hefur notið, hefur tryggt Tanzaníu ómetanlega aðstoð frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Hol- landi, Kanada, Vestur-Þýzkalandi og Bretlandi. „Við kunnum vel að meta það sem þeir eru að reyna að gera, þótt það sé rétt að tala megi um stjórn- málakerfi í kreppu," sagði sænskur stjórnarerindreki nýlega. Lána- drottnar Tanzaníumanna eru án- ægðir með þá dýru félagslegu þjón- ustu, sem þeir reyna að halda uppi, og því er ekki líklegt að stefnunni verði breytt í bráð, þrátt fyrir alla erfiðleika. i „ÞORPSSÓSÍALISMI“ Þeir sem hafa hrifizt af stefnu Nyereres hafa talið hann bjarg- vætt, sem hafi fundið lausn á vandamálum Afríku með „þorps- sósíalisma" sínum. Aðrir telja að þorpssósialisminn hafi verið mestu mistök hans. f upphafi sá Nyerere fyrir sér hamingjusama smábændur, sem lifðu í sátt og samlyndi í „ujamaa“-þorpum. Þau áttu að verða nokkurs konar ríkissam- vinnufélög (hann vildi ekki tala um „samyrkjubú"). Vinnuflokkar þorpsbúa áttu að vinna á sam- eignarökrum og taka nútímatækni í sína þjónustu. Dráttarvélar og tilbúinn áburður áttu að auðvelda störfin. Þorpin áttu að selja afurð- ir sínar og kaupa það sem þurfti á samvinnugrundvelli. Nyerere hóf tilraunir sínar upp úr 1960. Um tíu árum síðar taldi hann sig hafa predikað nóg og skipaði smábændunum að flytjast frá jörðum sínum, þar sem forfeð- ur þeirra höfðu búið mann fram af manni, og setjast að í þorpunum. Sumir létu sannfærast af ræðu- snilld Nyereres og fluttust af fús- um vilja, en aðra varð að neyða til þess. Skipulagi var ábótavant: fólki var t.d. safnað saman í þorpum, þar sem engu vatnsveitukerfi hafði verið komið fyrir. Sameignar- búskapur gekk ekki vel nema á stöku stað. Seinna viðurkenndi Nyerere að “ujamaa“ hefði ekki einu sinni náð að festa rótum í þorpinu, þar sem hann fæddist. Hann neyddist til að draga í land og fara hægar í sakirnar, en þá var það orðið um seinan. Tími, sem hefði verið hægt að nota til að tryggja hægar og jafnar framfarir, fór í tilrauna- starfsemi, sem gaf slæma raun. Tíu ár fóru í súginn. Þróunin hefur orðið sú að smá- bændurnir hafa laumazt burtu úr þorpunum og hafið aftur ræktun á fyrri jörðum sínum, eða safnazt saman umhverfis bæina, þótt stjórnvöld hafi reynt að flytja þá í burtu. Margir útlendingar hafa dáðst að Nyerere fyrir að hafa alltaf verið sjálfum sér samkvæmur og trúr hugsjónum sínum og háleitum markmiðum, þótt stefna hans hafi beðið skipbrot. Margir þessara útlendinga hafa heimsótt „fyrirmyndaþorp" Nyer- eres. Sumir hafa orðið fyrir von- brigðum, en aðrir, sem eru stað- fastari í trúnni, vilja bíða í 20—25 ár, en að þeim tíma liðnum telur Nyerere að „þorpssósíalisminn" muni hafa sannað ágæti sitt að lokum. Á meðan strita um sex milljónir Tanzaníumanna í þess- um þorpum, sem sum hver hafa þanizt svo út að ekki er hægt að veita meirihlutanum þá félagslegu þjónustu, sem heitið hefur verið oggumað eraf. Einu mistökin, sem Nyerere viðurkennir, eru þau að kenning- um hans hafi verið beitt á rangan hátt. Hann vill ekki kenna kenn- ingum sínum um hið versnandi efnahagsástand, heldur verðfalli á útflutningsafurðum Tanzaníu- manna. Hann bendir einnig á upplausn Efnahagsbandalags Austur-Afríku og kostnaðarsama styrjöld við Uganda 1979. Nyerere hefur sagt- að hann muni ekki endurgreiða skuldir landsins, ef neyða verði þjóðina til að svelta, og barizt hatrammlega gegn skilyrðum IMF. INNRÁSIR Ef til vill náði Nyerere hátindi ferils sins þegar hann varð forseti Einingarsamtaka Afríku (OAU) í fyrra og stýrði árlegum leiðtoga- fundi, þar sem athyglin beindist að efnahagsvanda álfunnar. En Nyerere er ekki hátt skrifaður alls staðar í Afríku: Nígeríumenn hafa t.d. ekki gleymt því að hann studdi Biaframenn í borgarastríðinu í Nígeríu. Nyerere hefur verið fljótur að fordæma afskipti Evrópuþjóða í Afríku, t.d. íhlutun Frakka í Zaire, en sjálfur hefur hann ekki hikað við að senda Tanzaníuhermenn út af örkinni til að styðja við bakið á vinveittum ríkisstjórnum. Á valdatíma hans hafa Tanza- níumenn tvívegis sent hernámslið til Uganda síðan Idi Amin ein- ræðisherra var steypt af stóli. Þar að auki hafa tanzanískir hermenn verið sendir til Seychelleseyja og Comoroseyja og til Mósambík, þar sem þeir studdu hreyfinguna Fre- limo fyrst eftir að landið hlaut sjálfstæði. Leiðbeinendur voru einnig sendir til Zimbabwe að aðstoða við að koma nýjum her á laggirnar. Nyerere hefur sætt gagnrýni síðan hann varð formaður sam- taka þeirra ríkja, sem standa í „fremstu víglínu“ baráttunnar gegn Suður-Afríku og krefjast sjálfstæðis Namibíu og afnáms kynþáttaaðskilnaðar í Suður- Afríku (SADCC). Fulltrúar í vest- rænni samstarfsnefnd, sem hefur reynt að ná sama árangri með óbeinni aðferðum, hafa borið litla virðingu fyrir honum. Nyerere hefur getað tekið herskárri afstöðu en leiðtogar hinna SADCC-ríkj- anna, þar sem hann hefur minna þurft að óttast hefndir Suður- Afríkumanna en þeir. NANSENSVERÐLAUN Nyerere hlaut Nansens-verð- launin fyrir starf í þágu flótta- manna. En andstæðingar hans halda því fram að hann sé ein- ræðisherra, sem auk þess að hafa ráðizt inn í grannríki hafi þúsund- ir manna í haldi án dóms og laga. Hann hefur verið gagnrýndur að beita óspart gæzluvarðhaldsheim- ildum til að þagga niður í andstæð- ingum. Hann sætti harðri gagnrýni þegar hann samþykkti beiðni Kenyamanna 1983 um að fram- selja samsærismenn, sem voru dregnir fyrir herdómstól og dæmd- ir til dauða, í skiptum fyrir and- stæðinga Tanzaníustjórnar, sem nú bíða dóms og eiga dauðadóma yfir höfði sér. Þetta samkomulag leiddi til þess að landamæri Tanza- níu og Kenya, sem höfðu verið lokuð síðan 1977, voru opnuð á ný. Ekki er óalgengt að þingmenn bíði ósigur í kosningum í Tanzaniu, en stjórnarflokkurinn er allsráð- andi og frambjóðendur hans eru gæðingar Nyereres. Hann hefur getað notað TANU til að fá lands- menn til að hlíta settum reglum í einu og öllu, en hins vegar hefur honum reynzt erfitt að stjórna íbúum eyjanna Zanzibar og Pemba. Hann sameinaði eyjarnar Tanzaníu 1964 til að geta betur haft taumhald á íbúunum, en spurði þá ekki áður hvort þeir vildu glata þeirri sjálfstjórn, sem þeir höfðu notið. Eyjarnar hafa valdið stöðugum erfiðleikum og aftur sauð upp úr í fyrra, þegar settar voru fram háværar kröfur um aukna sjálfstjórn og jafnvel hótað aðskilnaði. Ennþá einu sinni greip Nyerere til hersins og kom aftur á ótryggum friði. Nyerere hefur oft losnað úr slæmri klípu vegna persónuþokka og hygginda og þannig getað hald- ið völdunum. Það hefur líka hjálp- að honum að í landinu eru ekki stórir ættflokkar, sem hafa haft burði til að storka ríkisstjórn hans. í landinu er heldur engin samstæð og skipulögð stjórnarandstaða, sem nær inn í herinn, og það hefur dregið úr líkum á stjórnarbyltingu. UPPREISNIR ólgu hefur þó stundum gætt í hernum. í ársbyrjun 1983 hermdu fréttir að tilraun hefði verið gerð til að steypa Nyerere af stóli vegna óánægju með efnahagserfið- leikana og matvælaskortinn. Hundruð borgara og hermanna voru handteknir. Líklega varð Nyerere þó fyrir mesta áfallinu á ferli sínum skömmu eftir að Tanzanía hlaut sjálfstæði. Her hans gerði upp- reisn og neyddi hann til að fara huldu höfði í nokkrar vikur þar til brezkir víkingahermenn, sem voru sendir á vettvang frá Aden að beiðni hans, neyddu uppreisnar- mennina til að gefast upp. Sennilega hefur Nyerere aldrei orðið að þola aðra eins auðmýk- ingu og þá að verða að biðja fyrr- verandi nýlenduherra að bjarga sér úr klóm eigin hermanna. En væri hann spurður nú teldi hann það e.t.v. meiri auðmýkingu að verða að lokum að gefast upp fyrir vilja Alþjóðabankans og IMF og ganga að skilyrðum þessara stofn- ana, t.d. með því koma aftur á nokkrum einkarekstri og leyfa sjálfseignarjarðir og opnun lítilla verzlana, svo að lífsnauðsynjar komist aftur til þjakaðra lands- manna. Kannski mundi það bæta efnahagsástandið ' nokkuð, en á þeim vanda finnst engin auðveld lausn, nema ef vera kynni að olía fyndist í Tanzaníu. GH tók saman.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.