Morgunblaðið - 17.11.1985, Side 17

Morgunblaðið - 17.11.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1985 B 17 Hinir pólitísku vindar viröast blása byrlega fyrir Kasparov. I skák- einvíc/inu varö hann „hvíti riddarinnu í augum fólksins SJÁ: Á TINDINUM S-AFRIKAI Konan sem tók af skarið Það þykja ekki tíðindi í Suð- ur-Afríku, að svertingjar séu handteknir og fangelsaðir vegna brota á vegabréfalögunum en í síðasta mánuði gerðist það í fyrsta í"“sinn, að hvít kona, húsmóðir í Jó- hannesarborg, var fangelsuð vegna brota á þessum ómannúðlegu lög- um, sem banna svertingjum vist í borgunum hafi þeir ekkert vega- bréfið. Marion Crawford, virðuleg tann- læknisfrú, neitaði að borga um 2.700 ísl kr. sekt fyrir að hafa ekki skráð svarta þjónustustúlku og var j (því dæmd til tíu daga fangelsis- , vistar. Þó að dómstólarnir, sem fjalla um brot á vegabréfalögunum, kveði upp dóma á fjögurra mín- útna fresti til jafnaðar, þá voru þeir hættir að vekja athygli — þar til málið gegn Marion Crawford var tekið fyrir. Crawford, sem er fimmtug og á tvær stúlkur á ungl- ingsaldri, hefur alla tíð verið andvíg aðskilnaðarstefnunni. Lengstum hefur hún lítið haft sig í frammi en þegar hún réð Pauline Makanye til sín sem vinnukonu ákvað hún að láta það ógert að skrásetja hana. „Vegabréfslögin eru uppspretta alls kyns ranglætis og óhamingju og mér finnst það siðferðilega rangt af mér að fara eftir þeim“, sagði Crawford. Þegar Crawford var stefnt fyrir rétt fyrir að hafa „ráðið svertingja I vinnu á ólöglegan hátt“ ákvað T hún að taka því ekki með þegjandi þögninni. í réttarsalnum lýsti hún því yfir , að vegabréfalögin væru andstyggileg og að hún neitaði að taka þátt í því óréttlæti, sem fylgdi þeim. Sagði hún, að kominn væri tími til, að venjulegt, heiðarlegt fólk risi upp og segði það umbúða- laust, að komið væri meira en nóg af aðskilnaðarstefnunni. Þegar dómarinn hafði kveðið upp dóminn, 2.700 kr. sekt eða fangelsi í tíu daga, gekk Crawford til mannsins síns, sem'var í réttar- Vegabréfid. „andstyggilegt og rang- látt“ í augum Marion Crawford. A þessari fréttamynd frá AP sýnir innfæddur Suður-Afríkumaður ein- takið sitt. salnum, og sagði: „Ég fer í fang- elsi, ég mun ekki borga þessu óréttláta kerfi einn einasta eyri.“ Síðan var farið með hana i fangels- ið. Giftingarhringurinn og úrið voru tekin af henni og fingraförin hennar skráð. Makanye, vinnukonan hennar, varð sem þrumulostin þegar hún heyrði hvað „frúin“ hennar hafði gert. Fyrstu viðbrögðin, ósjálfráð viðbrögð þeirra, sem hafa búið lengi við kúgun, voru að reyna að komast hjá átökum við yfirvöldin og þess vegna bauðst hún til að borga sjálf sektina en Crawford neitaði. „í þjóðfélagi okkar hefur svört kona ekki efni á að vera veglynd", sagði Crawford. Dómurinn yfir henni var styttur og hún var ekki nema fimm daga í fangelsinu. En þegar hún kom- heim var húsið fullt af blómum og hamingjuóskaskeytum, hún var orðin fræg kona í Suður-Afríku. „Mig óraði ekki fyrir að viðbrögðin yrðu svona mikil og góð, ég hlýt að hafa hitt á einhverja óska- stund", sagði Marion Crawford. „Fordæmi Crawfords er ákaf- lega mikilvægt", sagði Sheena Duncan, formaður í samtökum, sem fylgjast með framkvæmd vegabréfalaganna. „Hún hefur vakið athygii á ranglæti kerfisins og ýtt af stað nýrri umfjöllun um vegabréfalögin." — ALLISTER SPARKS OG JO-ANN BEKKER. óframkvæmanleg. Margar pólskar verksmiðjur eru háðar fram- leiðsluáætlun þar sem þyngra er á metunum að ná settu marki en að láta hreinsiútbúnað á skorsteina. Útblástur bifreiða eykur enn á vandann. Pólskir bílar eyða að meðaltali um það bil tvöfalt meira bensíni á hvern ekinn kílómetra en aðrar bílategundir heims og þó er nær sífelldur bensínskortur í Póllandi. í útblæstri bifreiða eru sem kunnugt er ýmis hættuleg úrgangsefni og að mati vísinda- akademíunnar hefur það þegar haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar landsmanna. Þá veldur vatnsmengun því að drykkjarvatn er orðið af skornum skammti í Póllandi. Pólskum ám er skipt í fjóra flokka eftir því hvernig nýta má úr þeim vatnið. Vatn úr ám í fyrsta flokki er talið hæft til neyzlu fyrir fólk, en vatn úr ám í fjórða flokki er svo mengað að það er jafnvel talið óhæft til notkunar í iðnaði sem og land- búnaði. Árið 1967 voru 22,4% áa í landinu í fyrsta flokki, en aðeins 10 árum síðar voru þær 9%. Árið 1977 voru ár í fjórða flokki 32% af ám landsins, en árið 1980 voru þær orðnar 48%. Nú er talið að einungis 1% af ám landsins sé í fyrsta flokki, þ.e. hafi neyzluhæft drykkjarvatn. Pólsk stjórnvöld hafa gert sér ljósa grein fyrir þeim umhverfis- spjöllum sem orðið hafa. Gerðar voru áætlanir um að verja rúmlega 1% þjóðartekna árlega til um- hverfismála á tímabilinu 1975— 1980 en um 1980 hafði aðeins 0,4% verið látin renna til þessara hluta. Árið 1983 var sérstök nefnd sett á laggirnar til að komast að því hvað torveldaði svo mjög baráttuna gegn mengun. En eins og sakir standa virðist sem efnahagsmálin í Póllandi þurfi enn sem fyrr að hafa algeran forgang fram yfir umhverfismálin. - JUDY DEMPSEY. TINDURINNl Hann lét ekki kerfið kveða sig í kútinn utan Mannfjöldinn fyrir Tchaikovsky-höllina í Moskvu, þar sem heimsmeistara- einvígið í skák fór fram, allt til- standið hjá fjölmiðlunum og aug- ljós óvild milli keppendanna, Karpovs og Kasparovs, hafa verið eins og vítamínsprauta fyrir skák- ina í Sovétríkjunum og sent hana aftur í hásætið, sem hún þó í raun er búin að missa. Skákin er enn gífurlega vinsæl íþrótt í Sovétríkjunum. í skák- félögunum eru um fjórar milljónir manna og Sovétmenn hafa átt meira en helminginn af öllum stór- meisturum og alþjóðlegum meist- urum. Nú á dögum er skákin þó aðeins ein íþrótt af mörgum og ekki lengur óumdeilanlegur merk- isberi sovéskrar menningar eins og var fyrir 20 árum. Eftir byltinguna var strax farið að leggja sérstaka rækt við skák- ina, sem átti að kenna verkamönn- um vitsmunalega ögun og sýna umheiminum hvers sovésk skipu- lagshyggja væri megnug. Það var líka skipulagningin sem átti mest- an þátt í sigurgöngu skákarinnar. Regluleg skákmót, skákskólar og öflugur stuðningur fjölmiðla lögð- ust á eitt um að búa í haginn fyrir sovésku snillingana. Vinsældir skákarinnar í Sovét- ríkjunum hafa ekki minnkað. Það er miklu heldur að þær séu hættar að aukast. Aðrar íþróttagreinar og áhugamál eru farin að keppa við hana um athyglina. Ef eitthvað getur hins vegar orðið til að vega skákina upp í hásætið að nýju, þá er það nýbakaður heimsmeistari, Garri Kasparov, sem vakið hefur á sér athygli með mjög sérstæðum hætti. Hann er ungur og laglegur, dökkur á brún og brá og hefur meira að segj a, eins og komið hefur fram í fréttum, ekkert farið leynt með það að hann standi í ástar- sambandi við hina fallegu leikkonu Marinu Neyolva. Skákstíll hans er þó jafnvel enn litríkari en einkalíf- ið. í samanburði við Kasparov er Karpov bara leiðindagaur. Þjónk- un hans við kerfið og leyndin, sem hvílir yfir einkalífi hans eru í stíl við þá líflausu og tilgerðarlegu skák sem hann teflir. Þessi ímynd blóðlausa skriffinnans, sem gerir og segir allt sem flokkurinn óskar, er ekki vinsæl í Sovétríkjunum, en vegna þess að hann var heims- meistari, og vegna þess að hann bar sigurorð af flóttamanninum Viktor Korchnoi, fékk hann að fara sínu fram í sovéskum skákmálum. Einkavinir hans skipa æðstu embættin í skáksambandinu og í alþjóðasambandinu er tekið mark á því, sem Karpov segir, eins og berlega kom í ljós í febrúar síðast- liðnum þegar farið var frjálslega með reglur FIDE til að bjarga honum frá ósigri og liklega taugaáfalli. Það er ekki aðeins að Karpov og Kasparov séu ólíkir sem ein- staklingar, heldur eru þeir einnig pólitískir „andstæðingar" ef svo má að orði komast. Karpov varð heimsmeistari á valdadögum Brezhnevs og var þá hampað af ieiðtoganum sem fyrirmynd allra sovéskra æskumanna. Svo vill raunar til að fyrir skömmu var mynd af þeim Karpov og Brezhnev í faðmlögum fjarlægð úr höfuð- stöðvum sovéska skáksambands- ins. Hinir pólitísku vindar virðast nú blása byrlega fyrir Kasparov. Geidar Aliev sem sæti á í stjórn- málaráðinu og var áður valdamað- ur í heimaríki Kasparovs, Azer- baijan, er vinur hans og stuðnings- maður. Þegar Kasparov var kallað- ur fyrir aganefnd vegna þess hve opinskár hann var við vestræna fréttamenn um einvígið í vetur sem leið, fór Aliev með honum og fylgdist með því að allt færi eftir settum reglum hjá aganefndinni, sem skipuð var stuðningsmönnum Karpovs. Sovéskur almenningur virðist Kasparov: Ungur og laglegur. vera á bandi Kasparovs sem svo lengi hefur átt undir högg að sækja en þó neitað að láta kerfið kveða sig í kútinn. Hann er hvíti riddar- inn — góði riddarinn — í augum fólksins og þykir líka dæmigerður fyrir þær breytingar sem skotið hafa upp kollinum eftir að Gor- bachev komst til valda. — MARTIN WALKER UMHVERFISMALI Lóðirnar reyndust lífshættulegar Tveir menn sitja við drykkju á krá einni í bænum Bielefeld í Vestur-Þýzkalandi. Kráareigand- inn vindur sér að öðrum þeirra og spyr: „Áttu heima í Brake.“ Hinn svarar játandi og vill vita, hvernig á spurningunni standi: „Mér datt þetta bara í hug,“ svarar hinn. „Þú hefur svo eitrað augnaráð.“ íbúarnir í Brake, sem er útborg Bielefeld, hafa fengið nóg af slíkri hótfyndni, en viðurkenna þó að borgaryfirvöld eigi skilið að þeir sendi þeim eitrað augnaráð. Skýringin felst i eða öllu heldur undir landssvæðingu sem borgar- ráð úthlutaði undir nýbyggingar árið 1977, enda þótt því væri full- kunnugt um að þarna hefðu verið sorphaugar. Þegar reist höfðu verið um 30 hús kom á daginn að landið sem þau stóðu á var baneitrað. Þar var að finna málma svo sem kadmíum og blý, klórblönduð kolvatnsefni, sem valda krabbameini, og loks efni sem er náskyit hinni banvænu efnasamsetningu dioxíni. Eldfimt metangas seytlar upp úr jarðveginum og sterkar blöndur af súlfötum og ammóníaki hafa valdið skemmdum á steyptum og járnbentum húsgrunnum. Það var ekki fyrr en síðla árs 1983 að í ljós kom hvað var á seiði. Bæjaryfirvöld í Bielefeld reyndu þá að firra sig allri ábyrgð og sögðu að þeim bæri engin skylda til að „rannsaka sögu“ bygginga- lóða. Og rannsóknir á svæðinu hefðu raunar leitt í ljós að jarðveg- urinn væri „eðlilegur" eða að minnsta kosti ekki hættulegur". Bæjarblöðin vildu komast til botns í málinu og niðurstöður þeirra sýndu að borgaryfirvðld höfðu ekki eins hreinan skjöld og þau vildu vera láta. Þarna hafði sorp og úrgangsefni verið losuð í meira en 10 ár, þar á meðal úr- gangur frá málmiðjuveri og þar lá einmitt hundurinn grafinn. Eftir mikið þóf afturkallaði borgarráð byggingarleyfi á þessu svæði, en það var ekki fyrr en bæjarstjórn- arkosningar voru í nánd á síðasta ári að yfirvöld viðurkenndu að þeim hefðu orðið á „óafsakanleg mistök“, sem bætt yrði úr hið bráð- asta. En fjölskyldurnar 30 sem höfðu byggt sér ný hús á þessum slóðum urðu að bíða þess fram í febrúar á þessu ári að bæjarráð lét loks til skarar skríða og bauðst til þess að kaupa húsin og sjá fóikinu fyrir öðru húsnæði í Brake. Samanlagð- ur kostnaður var áætlaður rúm- lega 200 milljónir. Nú þrátta menn um hvað eigi að gera við landið. Bæjarráð mun taka ákvörðun seint' þessum mán- uði og búizt er við að það muni samþykkja framkvæmd sem kost- ar 120 milljónir. Steyptum veggj- um verður komið fyrir neðanjarð- ar umhverfis hættusvæðið og það heilulagt. íbúar nærliggjandi hverfa eiga ekki rétt á neinum skaðabótum, en þeir eru uggandi um að ráðstaf- anir þessar reynist ekki fullnægj- andi og að eitrið geti seytlað undir veggina og undir lóðir þeirra. fbúi í grenndinni segir að hús hans hafi verið 12 milljóna króna virði fyrir tveimur árum, en núna aðeins tveggja milljóna og þó sé allsendis óvíst hvort nokkur vilji kaupa það. Umhverfismálastofnunin í Vest- ur-Berlín segir að vandamálin í Brake séu þau verstu sinnar teg- undar hingað til, en fráleitt sé að öll kurl séu komin til grafar. Stofnunin telur nefnilega að í Vestur-Þýzkalandi séu um það bil 50.000 gamlir og gleymdir sorp- haugar og fáir viti með vissu hvaða eiturefni þeir hafi að geyma. Og hún fullyrðir að ofan á mörgum þeirra hafi þegar verið reist heil hverfi. — TONY CATTERALL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.