Morgunblaðið - 17.11.1985, Page 27

Morgunblaðið - 17.11.1985, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1986 B 27 „Við lifðum og hrærðumst í þessu,“ sagði Helena Eyjólfsdóttir Helena og Finnur 25 árum síðar og afa og ömmu titlinum ríkari. „„Buldi við brestur, og brotn- aöi þekjan,“ er gömul íslensk þula sem við settum í eigin útsetningu og náði miklum vinsældum á þessum tíma,“ sagði Helena Eyjólfsdóttir, innt eftir hvaða lög hefðu átt mest upp á pallborðið hjá gestum í Silfurtunglinu fyrir 25 árum. Helena og Finnur Eydal voru á tíðum á síðum Morgun- blaðsins árið 1960, þau trúlofuðu sig og voru að byrja með hljóm- sveit í Reykjavík. Þegar blaðamaður sló á þráð- inn norður á Akureyri þar sem þau hjón búa og bað Helenu að líta um öxl sagði hún: „Þetta var einmitt fyrsti vet- urinn sem Finnur var með hljómsveit í Reykjavík. Á sumr- in höfðum við verið með hljóm- sveitina „Atlantic kvintett" á Akureyri í Alþýðuhúsinu, en breyttum nafninu er suður kom í Hljómsveit Finns Eydal. Þenn- an vetur trúlofuðum við okkur líka og lékum til að byrja með í Silfurtunglinu. Við stöldruðum fremur stutt við þar og byrjuðum að spila í Storkklúbbnum, sem seinna var kallað Glaumbær. Þar lékum við ásamt Lúdó-sextettinum og oft voru skemmtikraftar einnig fengnir að erlendis frá.“ — Þetta hefur verið skemmtilegur tími? „Já, vissulega var þetta gam- an. Við lifðum og hrærðumst í þessu, þetta var lifibrauðið okkar. Að þessum vetri loknum fórum við aftur norður og lékum í síðasta skipti í Alþýðuhúsinu, því svo komum við suður og gengum í lið með hljómsveit Svavars Gests. — Þegar myndin birtist af ykkur Finni í Morgunblaðinu fyrir 25 árum, sagðirðu að gift- ingin væri jafnvel á næstu grös- um? „Já, við giftum okkur sumarið eftir þetta og mikið ósköp hefur tíminn nú verið fljótur að líða, en í dag erum við Finnur orðin afi og amma. — Þúertennaðsyngja? „Við höfum alltaf verið viðloð- andi þetta síðan þarna fyrir 25 árum og verið með hljómsveit. Núna erum við einmitt að fara af stað eftir nokkurra mánaða hlé. Það er kannski ótrúlegt, en það er afskaplega erfitt að slíta sig frá þessu og hætta. Þó eru nú breyttir tímar hjá okkur, því í dag erum við aðallega að þessu ánægjunnar vegna. Það má segja að þetta sé tómstunda- gaman því við öll sem erum í hljómsveitinni stundum fulla vinnu annarsstaðar. Við erum sem sagt ekki á þeim buxunum' að hætta á næstunni." — Hvar hafið þið spilað und- anfarið? „Hér og þar og allsstaðar. Við höfum verið í Sjallanum, á KEA, á Egilsstöðum, ... og svo á Sögu á sumrin undanfarið og það hefur verið ofsalega gaman að hitta þar gömlu aðdáendurna." Bladburðarfólk óskast! Austurbær Vesturbær Laugavegur 34—80 Gnitanes, Skerjafiröi Bergstaöastræti Hverfisgata65—115 Barónsstígur4—33

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.