Morgunblaðið - 10.01.1986, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR10. JANÚAR1986
14
Minning:
Hrafn Marinósson
aðstoðarvarðstjóri
Fæddur 2. október 1938
Dáinn 3. janúar 1986
Vænn vinnumaður hefir verið
kallaður af velli heim um miðian
dag.
Maðurinn er kvaddur til lífsins
og göngu með samferðafólki. Þessi
vegferð er okkur sífellt umhugsun-
arefni, gangan er svo mislöng. Því
er brottfarartíminn þannig að oftast
er jarðvistin of skömm eða fólk bíð-
ur ellimótt og sjúkt eftir hvíldinni.
Dauðinn er kenjóttur og lætur
einatt bíða eftir sér sé hans vænst.
Manneskjan ályktar en annar
ræður og því bjargast hver og einn
aðeins að nái taki á klæðafaldi
Drottins og sættist við móður nátt-
úru og lögmál hennar.
Hrafn var kallaður um miðjan
dag. Glaðbeitti og ákveðni félaginn
úr starfí og baráttu fyrir stétt sína
er horfínn úr hópnum. Hvort lífs-
gangan er löng eða skömm stendur
hitt hvemig við lifendur erum skild-
ir eftir. Hér á við birtan yfír minn-
ingu góðs drengs er bar ljósið með
návist sinni og gladdi umhverfíð.
Han lifír í hugum okkar og ljúfleik-
inn dregur broddinn úr treganum.
Góðar minningar eru ástvinum
uppspretta þroska. Þær breytast í
tímanum og taka á sig nýjar myndir
eftir hvað við ber hverju sinni. Slík-
ar minningar varðveitir hver og einn
með sjálfum sér. Það skýra orðin:
„Ég lifí og þér munuð lifa.“
Hrafn Marinósson var fæddur í
Vallanesi á Héraði 2. október 1938.
Móðir hans, Arndís Ásgeirsdóttir,
dvaldi þá hjá systur sinni Hrefnu
en nafn hennar fékk drengurinn.
Þau presthjónin Hrefna og séra
Marinó báðu um að fá drenginn til
uppeldis en þau vom barnlaus eftir
rúmlega þriggja ára hjúskap. Kom
til ættleiðingar en aðstæður breytt-
ust skjótt. Frú Hrefna lézt 22.
apríl 1939 eftir dvöl á sjúkrahúsi
syðra. Fárra mánaða fór Hrafn í
fóstur til móðurforeldra sinna á
Blönduósi, Hólmfríðar Zóphanías-
dóttur og Ásgeirs Þorvaldssonar.
Um 13 ára aldur flutti hann til
móður sinnar og manns hennar,
Halldórs Erlendssonar kennara.
Aðskilnaður við móður var því aldr-
ei, heldur sterkari tenging við fj'öl-
skyldu hennar. Systkinahópurinn
syðra var samheldinn og fjölskyldan
öll. I samtali við frú Arndísi sagði
hún ekki hafa farið hörð orð á milli
þeirra tveggja. Em það miklar
minningar en sjálfsagt fátíðar.
Hrafn nam ungur rafvirkjun og
starfaði síðan í félagi við meistara
sinn, Þóri Jónsson.
Árið 1959 kvæntist Hrafn Sigríði
Einarsdóttur, bömin urðu þtjú:
Aðalbjörg, nú við nám í Bandaríkj-
unum. Heim komin til að fylgja
föður sínum og dvelja með fólki sínu
þessa daga. Kristinn, nemandi í
Háskóla Islands, og Amdís yngst.
Soninn Áma átti Hrafn áður. Á
heimili þeirra Hrafns og Sigríðar
kom ég stöku sinnum en sporaslóðir
skámst á vettvangi tengdum starf-
inu. Þar var gott að koma. Aðskiln-
aður þeirra hjóna varð fyrir hálfu
öðm ári.
Fimm ár em liðin frá því Hrafn
kenndi sjúkleika en upprof urðu á
veikindum hans. Þessi heilsubrestur
var okkur félögum hans að mestu
gleymdur því hinn glaði og jákvæði
maður vék ekki tali í þá átt. Þrátt
fyrir léttleikann var Hrafn búinn
stóm skapi, er það styrkur í raun
þegar fylgir réttsýni. Hlátur hans
var tveggja tóna. Sjálf gleðin og
hinn er víkur eigin erfiðleikum frá
í tali við aðra. Hrafn var ríflega
meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og
þéttur, manna bezt á sig kominn
og hinn liprasti í öllum hreyfíngum.
Í starfí lögreglumannsins bjó hann
yfír kosti sem tekur fram góðum
líkamsburðum en ávallt gott ef fara
saman. Heilbrigð sálin í hraustum
líkama skilaði Hrafni með flekk-
laust sverð og heilan skjöld.
Hrafn réðst í lögreglulið Reykja-
víkur 1968. Varð aðstoðarvarðstjóri
1983 en settur varðstjóri frá liðnu
ári. Frá ámnum er Hrafn starfaði
við iðn sína var hann kunnugur
samningamálum og stéttvísi. Störf
hans að félagsmálum lögreglu-
manna náðu nær allan starfstíma
hans. Námsfélagarnir á Lögreglu-
skólanum fólu honum og tveim
öðmm að vinna að sérstöku kjara-
máli nýliða. Þarna hafði neitun
komið á neitun ofan en fullnaðar-
sigur vannst. Stjómarmaður í Lög-
reglufélagi Reykjavíkur var hann
til margra ára og kom þar gleggst
fram festan og hve fljótur hann var
að meta hlutina í ljósi aðalatriða
en forðast útúrdúra vegna ívafs
þess er minna máli skiptir.
Á þingi Landssambands lög-
reglumanna í ársbyijun 1982 var
leitað til Hrafns að hann tæki við
formennsku og yrði þar með oddviti
stéttar sinnar allrar. Þessu tók hann
með hlátrinum, þegar mikið bjó
undir og við hinir minntir á alla
hafa fengið að styrkja hana í erfið-
um veikindum.
Guð blessi minningu þessarar
öðlingskonu.
Guðrún Jónsdóttir
Ólöf Jónsdóttir frá Kirkjubæ í
Skutulsfírði andaðist í sjúkrahúsi
ísafjarðar 4. þessa mánaðar, tæp-
lega 82 ára að aldri. Útför hennar
fer fram frá ísafjarðarkirkju í dag.
Ólöf Jónsdóttir var fædd að
Kirkjubæ í Skutulsfírði 8. maí 1904.
Foreldrar hennar vom hjónin Jón
Bjamason, trésmiður, bóndi á
Kirkjubæ og síðar heimilisfastur á
Isafirði í marga áratugi, en hann
var fæddur 2. júní 1872, og kona
hans, Guðbjörg Jónsdóttir frá Ytri-
Hjarðardal í Onundarfírði, en hún
var fædd 2. desember 1864. Þau
hjón eignuðust átta dætur og var
Olöf fímmta dóttir þeirra hjóna.
Nú em aðeins eftirlifandi tvær
systur hennar; önnur er Guðbjörg,
gift Þorvaldi Guðjónssyni, búsett í
forsöguna. Nafn hans var lausnar-
orðið þegar sameina þurfti krafta
stéttar sem greinir á um hin minni
mál en þarf að koma fram gagnvart
viðsemjendum heil og óskipt.
Hrafn neitaði endurkjöri og dró
sig eins og hægt var út úr félags-
málastörfum, líkamsmeinið hafði
minnt á sig. Síðustu mánuði störf-
uðum við Hrafn hvor á sinni vakt
í Árbæjarstöð. Ein vaktin leysir
aðra af verði. Oft vakti hann mig
af nætursvefni með orðunum: „Nú
er mál að vakna, ljúfurinn minn.“
Fólki hans öllu bið ég þess að
blessuð verði því minningin.
Orð hans sjálfs verða hér kveðju-
orðin. Ég kveð mikinn ljúfling.
Björn Sigurðsson
Nú er fallinn sá maður sem var
félagi minn, á brottu sá drengur
sem ekki verður bættur.
Þó er það ekki harmurinn sem
fyllir btjóst mitt á þessum degi
heldur gleðin yfir þeim minningum
sem ekki munu fymast. Aldrei hef
ég betur fundið sannindi þess að
þótt deyi fé og frændur þá deyr
orðstír aldregi.
Þá býr mér samt ekki í huga sá
orðstír sem er „ritaður á blað“
heldur sá sem er „ristur inn í fáein
hjörtu“.
Vissulega á Krummi þann orðstír
sem á blað er festur, t.a.m. stýrði
ann Landssambandi lögreglumanna
um tveggja ára skeið að þrábeiðni
margra manna, en minningu hans
geymi ég ekki vegna þess því frami
segir fátt um manngildi.
Ég minnist hans sem þess manns
er kunni ráð á flestum vanda hvort
sem var í erfiðum útköllum eða í
baktjaldamakki félagsmála. Ég
minnist hans sem þess manns er
ekki gerði sér mannamun en gekk
á fund ráðherrans með sama fasi
oghann sýndi smælingjanum.
Morgunsól vermdi okkur báða á
bökkum Þórisvatns og í hlíðum
Húsafells. Ölið var gjarnan drukkið
úr sömu krús, stundum óþarflega
mikið. Gleði og griðastað áttum við
hvor á annars heimili þó báðir nýttu
of sjaldan. Kona mín og börn sakna
þess vinar sem átti bæði hlýja hönd
og léttan hlátur.
Enginn maður er alger, Hrafn
Marinósson ekki frekar en aðrir,
honum var meira gefið en flestum,
þó gekk honum ýmislegt úrskeiðis
og líf hans var stormasamt, en úr
styrk sínum og veikleika reis sá
maður sem fáir munu gleyma.
Maður af þeirri gerð að þegar hann
kvaddi sér hljóðs þá hlustuðum við
hin og festum okkur í minni það
sem hann sagði.
Á þessum síðustu dimmu dögum
hef ég notið þeirrar gleði að mega
heimsækja börnin hans og fyrrver-
andi eiginkonu, ég segi gleði vegna
þess að það fólk er hamingjusamt
sem á stund hinnar dýpstu sorgar
á þann innbyrðis skilning og kær-
leika hvert til annars að gesturinn
fínnur eina sameiginlega sál fylla
hús þess.
Einar Bjarnason
I hringiðu hversdagsleikans finn-
um við sjaldnast til nálægðar dauð-
ans þó svo að hver stund sem líður
færi okkur nær lokadeginum. Eng-
inn kemst hjá því að sjá á eftir
samferðarmanni sínum yfir landa-
mæri lífs og dauða. Eðlilega fylgir
slíkri kveðjustund söknuður og eft-
irsjá þar sem dauðinn getur aldrei
talist hversdagslegur atburður þrátt
fyrir þá staðreynd að hann verður
aldrei umflúinn. Við getum sætt
okkur við hann þegar aldraðir og
sjúkir fá hvíld — en við stöndum
alltaf jafn ráðþrota og magnvana
þegar maðurinn sem kenndur hefur
verið við ljáinn þjófstartar og ber
niður hjá mönnum sem enn eiga
hálfu dagsverki ólokið.
Þannig var undirritaðri innan-
bijósts þegar fréttin um ótímabær-
an dauða Hrafns Marinóssonar
barst á fyrstu dögum nýbyijaðs árs.
Kynni okkar Krumma - eins og
hann var jafnan kallaður - hófust
þegar ég gekk til liðs við lögregluna
í Reykjavík haustið 1976. I mínum
huga var hann samnefnari fyrir
„hinn dæmigerða reynda lögreglu-
mann“ sem sá aumur á hráblautum
nýliðanum og reyndist honum betri
Ólöf Jónsdóttir
*
Isafirði —
Sunnudaginn 5. janúar sl. lést
amma mín, Ólöf Jónsdóttir, á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Isafirði eftir
erfíða sjúkralegu. Fyrst suður í
Reykjavík og síðan vestur á ísafírði.
Ólöf fæddist á Kirkjubæ við
Skutulsfjörð 8. maí 1904. Þar ólst
hún upp og var Kirkjubær henni
afar kær. Ólöf var ein af átta systr-
um og var hún fímmta í röðinni.
1930 giftist hún eftirlifandi
manni sínum, Charlesi Bjarnasyni,
og bjuggu þau alla tíð á ísafírði.
Þau eignuðust tvö böm, Geirþrúði,
sem er gift Jóni B. Guðjónssyni,
og Guðbjöm, kvæntan Sigrúnu Jó-
hannesdóttur.
Er ég minnist ömmu minnar er
mér þakklæti efst í huga. Hún var
okkur systkinunum einstaklega kær
amma. Alla okkar skólagöngu hlup-
um við systkinin til ömmu í kaffi-
tímum og þar beið okkar dekkað
borð og kakó sem hvergi bragðaðist
betur.
Hún var mikil hannyrðakona og
aldei lét hún verk úr hendi falla,
hvort sem var í pijóni eða sauma-
skap. Og allt var unnið af jafn
mikilli natni og vandvirkni. Það em
ófáir vettlingamir sem hafa yljað
okkur barnabömunum í gegnum
árin.
Þó amma hafí orðið 81 árs gömul
bar hún aldurinn sérlega vel. Hún
var glæsileg kona, lífsglöð og létt
í lund. Hún hafði gaman af að vera
innan um fólk og hafði sterka löng-
un til að ferðast en hlutimir æxluð-
ust þannig að fá tækifæri gáfust
til slíkra iðkana. Hún var bjartsýn
og trúði á lífið og gladdist með
okkur sem yngri vomm þegar við
fengum tækifæri og kannski upp-
lifði hún sína drauma í gengum
okkur.
Minmng
Alla tíð hugsaði hún fyrst og
fremst um aðra en sjálf var hún
númer tvö. Kom það best í ljós nú
fyrir jólin, þegar hún fárveik var
að biðja mig að kaupa jólagjafír
fyrir alla í fjölskyldunni. Og hún
hafði líkað hugsað fyrir hvað hver
átti að fá.
í nóvember sl. kom hún suður
til Reykjavíkur og lagðist inn á
Landspítalann. Þar fór hún í erfíða
lyfjameðferð. Það var sárt að horfa
á þessa fallegu og lífsglöðu konu
smám saman fjara út. Brosið dó,
hún var orðin þreytt. En þrátt fyrir
það var hún þakklát öllum þeim sem
hjúkmðu henni þennan tíma og
fannst allir svo vinsamlegir og góð-
ir. En eins og máltækið segir: „Öll
él birtir upp um síðir." Þegar hún
fékk að vita að hún fengi að fara
heim fyrir jólin var eins og kviknaði
lífsneisti. Hún ljómaði af ánægju
og bros, sem við höfðum ekki séð
í langan tíma, vaknaði á ný. Ég var
svo lánsöm að fá að vera samferða
henni heim þann 21. desember sl.
Þrátt fyrir slæmt veður var hún
staðráðin í því að við kæmust alla
leið sem við og gerðum. Þetta var
eina flugvélin sem lenti á Isafírði
þennan dag en aðrar flugvélar
snem aftur til Reykjavíkur.
Hún lagðist inn á spítalann heima
á ísafirði og þar dvaldi hún um
jólin í faðmi fjölskyldunnar. Það var
erfítt að kveðja hana að loku jóla-
leyfí og það fannst litlu barnabörn-
unum hennar, sem dvöldu heima
um jólin, einnig.
Hún var einstök kona og ég held
að allir sem kynntust henni hafí
borið virðingu fyrir henni. Við
systkinin kveðjum ömmu með sökn-
uði en jafnframt gleði yfír því að
Keflavík, og Petrína, ekkja Sigurð-
ar Steindórssonar, bílstöðvareig-
anda, búsett í Reykjavík.
Systur hennar sem látnar em
vom Margrét, sem var gift Guð-
mundi Þorláki Guðmundssyni, skip-
stjóra á Isafírði, og síðar um langt
árabil búsett í Reykjavík, María,
sem var þekkt kona á ísafirði og
var gift Baldvin Þórðarsyni, bæjar-
gjaldkera, Sigríður, ráðskona í
Reykjavík, Guðrún, sem gift var
Gísla Þorsteinssyni frá Borg, og
lengi var búsett á Flateyri, Herdís,
gift Bjama Sigurðssyni, póstfull-
trúa á Isafírði, og nú er búsettur í
Reykjavík.
Lífskjör alþýðufólks á fyrstu ára-
tugum þessarar aldar vom fyrst og
fremst þau að afla fjölskyldunni
lífsviðurværis í mat og klæðnaði;
þar var ekkert afgangs til að kosta
böm sín til mennta eða leita annarra
lystisemda í lífinu. Það var því
hlutverk þessarar konu að fara eins
fljótt og kraftar leyfðu út á vinnu-
markaðinn til að létta foreldrunum
stritið. Ólöf fór ung í vist og var
svo lánsöm að komast á góð heim-
ili. Þrátt fyrir að Ólöf naut ekki
mikillar skólagöngu fremur en
önnur ungmenni þeirra tíma hafði
hún mikla löngun til að afla sér
sjálfsmenntunar. Ólöf var mjög vel
gefín kona. Hún hafði mjög fallega
rithönd og hafði afar gaman af
Iestri giíðra bóka, var fróðleiksfús
og fram eftir öllum aldri hafði hún
frábært minni. Hún fylgdist afar
vel með öllu sem gerðist í kringum
hana í þjóðfélaginu. Hún var vel
af guði gerð. Ólöf var myndarleg
kona, bauð af sér góðan þokka,
mjög hlý í viðmóti og það sem
mest er uni vert, hún var góð
manneskja, hjartahlý og traust. Ég
heyrði hana aldrei leggja öðrum illt
til og hún reyndi alltaf að fínna það
besta í hveijum manni og reyndi
alltaf að ræða það sem var jákvætt
og sem stefndi fram á við í sam-
skiptum manna og í þjóðfélaginu
almennt.
Ólöf var afar áhugasöm um fé-
lagsstörf. Hún gerðist ung að árum
félagi í Kvenfélaginu Ósk á ísafirði
og var gerð heiðursfélagi þess fé-
lags fyrir nokkrum árum. Hún átti
sæti í skólanefnd Húsmæðraskól-
ans Óskar um hríð og bar mjög hag
skólans fyrir bijósti. Hún var virkur
meðlimur í Sjálfstæðiskvennafélagi
ísafjarðar og átti um langt árabil
sæti í stjórn þess. Hún hafði
ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og
fylgdi Sjálfstæðisflokknum að mál-
um frá blautu barnsbeini, en hún
kunni líka að meta skoðanir fólks
úr öðrum flokkum, að skilja það sem
aðrir vildu gera og setti ekki stein
í götu nokkurs manns. Þetta er
aðalsmerki göfugrar manneskju.
Ólöf Jónsdóttir var mjög trú-
hneigð kona. Hún sótti kirkju sína
vel og unni kristnum fræðum. Hún
var leitandi að hinu góða í lífinu
og ræktaði það sem gott var með
sér og vildi einnig að aðrir gerðu
svo.
Ólöf giftist 29. nóvember 1930
Charles Bjarnasyni, bifreiðastjóra
og síðar verkstjóra, og stóð heimili
þeirra ávallt á Isafirði, enda bjuggu
þau hjón við þann fjörð frá fæðingu
og til þess tíma að Olöf var öll.
Charles býr enn á ísafírði, farinn
að heilsu. Hann varð fyrir alvarlegu
áfalli allsnemma á æfínni, slysi sem
olli heilsuleysi og mæddi ekki síður
á Ólöfu að standa þá erfiðleika af
sér. Charles náði sér um hríð og
gegndi um skeið mikilvægu starfi
sem vegaverkstjóri á Isafírði og í
nærliggjandi héruðum, en síðar
sótti í gamla farið og heilsan bilaði.
Þá mæddi aftur mjög á Ólöfu sem
ávallt var heilsugóð, þar til á síðast-
liðnu ári að upp kom sá sjúkdómur
sem að lokum varð yfírsterkari.
Þeim hjónum varð tveggja barna
auðið. Eldra barn þeirra er Geir-
þrúður, sem gift er Jóni B. Guðjóns-
syni járnsmíðameistara, og starfar
hún sem jgjaldkeri hjá bæjarfóget-
anum á Isafirði og eiga þau þijú
börn, og Guðbjörn, flugumdæmis-
stjóri Vestfjarða, einnig búsettur á
ísafírði, giftur Sigrúnu Jóhanns-