Morgunblaðið - 12.01.1986, Page 11

Morgunblaðið - 12.01.1986, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JANÚAR 1986 B 11 HANDAVINNUPOKINN Blúndur Blúndur eru aftur í tizku, sem betur fer. Það er alveg ótrú- legt hvað smá blúnduræma getur gert. Og hér koma nokkrar hugmyndir, sem ég vona að veki áhuga ykkar. Það eru áreiðanlega margar sem eiga liggjandi ofan í skúffu litla „puntu“-dúka frá því þeir voru í tízku. Af hveiju ekki að búa tíl fallegan kraga á einlitan kjól, blússu eða peysu? Úr aflöngum dúk má til dæmis búa til þennan fallega kraga. Og tvær smekklegar hugmyndir um hvernig má draga silki- eða flauelsbönd í blúndurnar og nota sem háslfn eða slifsi. Kvenlegar náttskyrtur Gamalli karlmannsskyrtu má auðveldlega breyta í fallega nátt- skyrtu. Klippið kragann af við millistykkið (kínakragann) og saumið rykkta blúndu á og niður með línungunni að framan. Klipp- ið einnig líninguna framan á ermunum og saumið rykkta blúndu á og niður með líningunni að framan. Klipið einnig líninguna framan á ermunum og saumið blúndu á í staðinn með saumfari fyrir teyjuband. Þá er komin þessi líka fína náttskyrta. Það fást blúndur í mörgum litum og breiddum, til dæmis í Vogue- búðunum, en notið góðar blúndur sem þola vel þvott. Blúndukragi Og síðast en ekki sízt blúndu- kragi á litla fólkið. Blúnda rykkt á skáband eða band með mjúkri teygju í, og lokað með hnappi eða krækju. VIÐ GSTUIH AUGLÝST 93,9% ÁVÖXTUN! En það væri svo sannarlega leikur að tölum, sem reyndar er stundum leikinn í auglýsingum. Það er nefnilega auðvelt að fá fram háar ávöxtunartölur ef tekið er nógu langt tímabil. Lágmarksávöxtun á Kjörbók í 24 mánuði er 93,9% og þarf enga vísitöluspámenn til þess að reikna það út. En það sem skiptir máli er að Kjörbókin ber 36% vexti, vextir leggjast við á 6 mánaða fresti, sem gefur a.m.k. 39,2% ársávöxtun og innstæðan er algjörlega óbundin. Þetta eru engir smáræðis kostir. Kjörbókin er góð bók fyrir bjarta framtíð. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.