Morgunblaðið - 12.01.1986, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 12.01.1986, Qupperneq 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 ALITAMAL Eru „hug- lækningar“ prettir eða veruleiki? Fólk sem þjáist af liðagigt tekur nú þátt í tilraunum sem iniða að því að kanna hvort huglækningar beri árangur. Þeir sem þessar lækningar stunda hafa nú í fyrsta sinn fallist á þátttöku í tilraun þar sem vísinda- menn munu skera úr um hvort aðferðir þeirra beri tilætlaðan ár- angur. Þeir hafa boðið ýmsum aðil- um úr brezka heilbrigðiskerfinu að koma og fylgjast með niðurstöðun- um. Tilraunir þessar fara fram í Leeds á Englandi. Þijátíu liðagigt- arsjúklingar sem dveljast á sjúkra- húsi þar í borg munu fá venju- bundna meðferð en aðrir 30 taka þátt í vikulegum lækningasamkom- um um sex mánaða skeið. Áður en tilraunirnar hófust í desember sl. voru allir þátttakendur skoðaðir rækilega og gengið úr skugga um með vísindalegum að- ferðum á hvaða stigi liðagigtin væri. Hið sama verður gert að hálfu ári liðnu. Samtök huglækna í Bretlandi hafa valið liðagigtarsjúklinga til að taka þátt í þessari fyrstu tilraun vegna þess að hefðbundin meðferð á þessum sjúklingum hefur þótt TRAUST: Breskur huglæknir leggur hendur yfir sjúkling. skila litlum árangri. Samtökin ætla jafnframt að beita sér fyrir tilraun- um með börn sem sýkzt hafa af krabbameini og fólk með illlæknan- legan augnsjúkdóm. í hveiju tilviki ákveða óháðir vís- indamenn leikreglurnar, en félagar úr Samtökum huglækna munu annast lækningarnar. í samtökum þessum eru um sjö þúsund manns hvaðanæva af Bretlandi. Flestir huglæknar telja að lækningamáttur þeirra sé af guðdómlegum rótum, og þótt þeir hafi mismunandi trúar- skoðanir eru þeir sannfærðir um að þeir hafi mátt til að lækna með snertingu einni saman eða með hugarorku. Formaður samtakanna er Denis Haviland. Hann var haldinn liðagigt í mjöðm en hlaut bata með hug- lækningum. Hann er sannfærður um að þessar tilraunir muni leiða í ljós að huglækningar geti veriíT árangursríkar. Hann segir: „25 ára reynsla hefur fært okkur heim sanninn um að það er tilgangslaust að reyna að telja lækna á að not- færa sér reynslu okkar.“ Fyrir skömmu komu um 40 sjúkl- ingar til meðferðar í huglækningum í kirkju í Bromley á Kent-skaga. Ljóst var að þeir höfðu mikla trú á að geta fengið bata. Á meðal sjúkl- inganna var strætisvagnastjóri, fyrrum liðsforingi í riddaraliðssveit, kaupmenn og húsmæður. Fólk þetta þjáðist af margvíslegum sjúk- dómum, svo sem krabbameini, og mígreni svo að eitthvað sé talið. Sjö „læknar“ taka þarna á móti sjúklingum tvisvar í viku og reynt er að sjá til þess að enginn þurfi að bíða lengi eftir meðferð. Hug- læknamir hlusta á sjúkdómslýsing- ar fólks og leggja síðan hendur á höfuð þess og sýkta líkamshluta. Engrar greiðslu er krafizt fyrir læknismeðferðina en hver getur greitt eftir sinni getu ef honum sýnist svo. - ANNABEL FERRIMAN BRASK Fölsuð afsöl og fleira svínarí Mustafa Hamdan, hvít- skeggjaður öldungur og landeigandi í Palestínu, stóð fyrir skömmu framan við bænahúsið í þorpinu sínu og veifaði velktu skjali. - „Sjáið," sagði hann og benti á undirskrift neðst á einni blaðsíð- unni. „Þetta héma er undirskrift mín.“ Síðan fletti hann og benti á annað hrafnaspark: „Þessi er föls- uð,“ sagði hann. „Ég hef aldrei undirritað þetta skjal." Og máli sínu til stuðnings hefur Mustafa Hamd- an yfírlýsingu frá ísraelskum rit- handasérfræðingi sem fullyrðir að mikil ósamkvæmni sé í undirskrift- unum tveimur. Mustafa Hamdan er í hópi hundr- uða arabískra landeigenda á vestur- bakka árinnar Jórdan sem fullyrða að land þeira hafi verið svikið af þeim. ísraelsmenn lögðu þetta land undir sig eftir stríðið við arabaríkin á sjöunda áratugnum og landeig- endur saka verktaka um að reyna að svíkja af sér lönd og selja land- nemum frá ísrael. I síðasta mánuði reyndi Avraham Gindi, kunnur ísraelskur kaupsýslu- maður, að fleygja sér út um glugga á 6. hæð í réttarsal í Tel Aviv. Hann hafði þar verið borinn þeim sökum að hafa reynt að ná landi af fólki með sviksamlegum hætti. Þetta er nú orðið hið mesta hneyksl- ismál. Á meðan Hamdan sagði sínar farir ekki sléttar streymdu að aðrir þorpsbúar og sögðu sínar sögur af svikum og prettum. Þeir kenna óprúttnum arabískum milligöngu- mönnum eða jafnvel leiðtogum sín- um um hvernig komið er. Þá grunar einnig að ýmsir íraelskir embættis- menn rétti fölsurunum hjálparhönd í viðleitni sinni til að komast yfir land fyrir gyðinga. Þeir eru heldur ekki einir um þessar grunsemdir. ísraelska lögreglan hefur þegar handtekið tvo embættismenn sem sakaðir eru um að hafa gefíð út fölsuð skjöl. Aðild að þessari svikamyllu eiga bæði arabískir landeigendur og ísraelskir kaupsýslumenn, en til- raunir lögreglunnar til að komast til botns í málinu hafa mætti harðri andspymu frá leiðtogum Likud- bandalagsins sem fullyrða að þær séu runnar undan rótum erkifjend- anna í Verkamannaflokknum, sem eru andvígir landnámi gyðinga á vestri bakka Jórdan. Fyrir skömmu var við hátíðlega athöfn vígð ný byggð landnema á vesturbakkanum. Við það tækifæri sagði Yitzhak Shamir forsætisráð- herra og Ieiðtogi Likudbandalagsins meðal annars: „Hér hefur engu landi verið stolið. Við erum komnir til heimahaganna. Við munum standa af okkur þennan storm vegna þess að landnámið hér er í samræmi við hinn sanna anda Zíon- ísmans. ROBIN LUSTIG FEIMNISMÁL: Öll veröldin fylgdist með þegar þessi sovéski kaf- bátur strandaði þar sem hann var að laumupokast nánast uppi í kálgarði hjá Svíunum. SVIÞJOÐ Saka Palme um að pukrast með kafbátana Stjómarandstaðan í Svíþjóð hefur sakað stjóm jafnaðar- manna um að þegja yfir og fela fjöldamörg dæmi um yfirgang Sovétmanna, sem sent hafa kafbáta sína langt inn fyrir sænska lögsögu. Segja stjómarandstæðingar, að þetta geri ríkisstjómin af ótta við, að mótmæli gegn þessu framferði Sovétmanna geti gert að engu opin- bera heimsókn Olofs Palme, forsæt- isráðherra, og Stens Andersson, utanríkisráðherra, til Moskvu nú í ár. Palme lítur á Moskvuförina, sem líklega verður í mars, sem tækifæri til að auka virðingu sína á alþjóðleg- um vettvangi auk þess sem hann hefur áhuga á að ræða við Gorbac- hev, leiðtoga Sovétríkjanna, um hugmyndina um kjamorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum, en hún hefur verið baráttumál sænskra jafnaðarmanna í mörg ár. Palme hefur aldrei verið boðið til Washington og finnst honum sem það sé gert í óvirðingarskyni við sig þar sem Reagan forseti hafi hampað þar mörgum þjóðhöfðingj- anum, sem Palme þykir standa sér að baki. Hægri hönd Palmes í utan- ríkismálum, Pierre Schori, hefur tvisvar sinnum farið til Bandarfkj- anna til að undirbúa komu forsætis- ráðherrans, heimsókn, sem gæti orðið til að auka Palme álit heima fyrir, en í hvorugt skiptið hefur af henni orðið. í vesturferðunum hefur Schori reynt að telja tortryggnum embætt- ismönnum Reaganstjómarinnar trú um, að hlutleysisstefna sænsku stjómarinnar sé sjálfri sér sam- kvæm, Palme hafi að vísu gagnrýnt mjög harðlega stefnu Bandaríkja- stjómar í Mið-Ameríku en jafn- framt margsinnis farið hörðum orðum um innrás Sovétmanna í Afganistan. Palme er mjög umhugað um að Moskvuförin, þetta tækifæri til að komast í sviðsljósið og ná sér niðri á Reagan, fari ekki forgörðum vegna yfirgangs sovéskra kafbáta og telur að þau mál heyri nú sög- unni til. Hann og Andersson, utan- ríkisráðherra, hafa að undanfömu lagt mikla áherslu á „eðlileg" samskipti við Sovétmenn og tekið fram, að sænska stjómin hyggist ekki framar mótmæla neinum kaf- bátaferðum í sænskri lögsögu nema sannað sé hvaðan þeir koma. Ekki er samt líklegt, að stjómarandstað- an, sem stöðugt hefur verið að sækja í sig veðrið, láti jafnaðar- mönnum eftir síðasta orðið í því efni. Carl Bildt, talsmaður Hægri- flokksins, hélt því t.d. fram nú fyrir fáum dögum, að á nýliðnu ári hefði orðið yart við fleiri kafbáta innan lögsögunnar en nokkm sinni fyrr. „Við höfum upplýsingar um marga kafbáta langt innan lögsög- unnar í nóvember sl.,“ sagði Bildt. „Yfírstjóm hersins lítur þetta mál mjög alvariegum augum og þvf getur ekki annað verið en að stjóm- invitiafþvílíka." — CHRIS MOSEY LEIKFONG Vopnaskakið var vinsælast umjólin Reagan-stjómin í Bandaríkjun- um leggur mikla áherslu á vemdarmáttinn eins og kunnugt er og fer ekki hjá því, að það endur- speglist með margvíslegum hætti í þjóðlífinu. Leikfangaiðnaðurinn, sem árlega veltir 13 milljörðum dollara, er gott dæmi um þetta, en á síðustu jólum má heita, að allar verslanir hafi verið yfirfullar af hinum tæknilegustu stríðsleikföng- um. Tölur benda til, að sala alls kyns stríðsleikfanga hafi aukist um 350% frá árinu 1981 og fimm leikföng af þeim sex, sem best seldust á síð- asta ári, vora af þessu taginu, ein- hvers konar stjömustríðsleikröng. Áætlað er, að salan í þessum leik- föngum um síðustu jól hafi numið um 1,2 milljörðum dollara. Þegar kauptíðin stóð sem hæst í desember sl. efndu „Samtökin gegn stríðsleikföngum, sem eru með deildir um land allt, til Al- þjóðlegs dags gegn stríðsleikföng- um. Var hann haldinn í Los Angeles og fór þannig fram að Jerry Rubin, stjómmálamaður í Kalifomíu, nokkrir prestar og aðrir stjóm- málamenn settu á svið útfór þar sem stríðsleikföngin vora grafin og kaþólskur prestur fordæmdi þessi stríðstákn og þau áhrif, sem þau hafa á bamssálimar. Var þessi út- för síðan endurtekin í öðram banda- rískum borgum. Leikfangaiðnaðurinn virðist þó láta sér í léttu rúmi liggja vaxandi umræðu um stríðsleikföngin en allt síðan á sjöunda áratugnum hafa þau verið mikið hitamál meðal for- eldra, kennara, þingmanna og for- ráðamanna sjónvarpsstöðvanna. Síðasta ár var ár stríðsleikfangs- ins og í Kalifomíu þarr sem leik- fangaverslanimar verða varla greindar frá vopnaverslununum var metsöluleikfangið Uzi-loftbyssa fyrir átta ára og eldri, byssa, sem skýtur einni hleðslu, sex gúmmíkúl- um, eins hratt og bamsfíngurinn getur ýtt á gikkinn. Er hér um að ræða næstum nákvæma eftirlíkingu af Uzi 9 mm, sem gerð er fyrir ísra- elska herinn og notuð af bandarísk- um leyniþjónustumönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.