Morgunblaðið - 12.01.1986, Side 16

Morgunblaðið - 12.01.1986, Side 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 Ófullkomin Kvikmyndir Árni Þórarinsson Stjörnubíó: Fullkomin — Perfect ☆ V2 Bandarísk. Árgerð 1985. Hand- rit: Aaron Latham, James Bridges. Leikstjóri: James Bridges. Aðaihlutverk: John Travolta, Jamie Lee Curtis, Jann Wenner, Marilu Henner, Laraine Newman. Söngkonan Carly Simon skvettir úr fullu glasi af Bloody Mary yfír John Travolta, rann- sóknarblaðamann við tímaritið Rolling Stone. Hún var eitthvað svekkt út af grein sem hann skrif- aði um hana. Þetta gerist í upp- hafi myndarinnar Perfect. Um það bil þremur stundarfjórðungum síðar hendir Jamie Lee Curtis, vaxtarræktarkennari Johns Tra- volta, rannsóknarblaðamanni út úr bifreið sinni á miðjum þjóðvegi. Hún stóð hann að því að hljóðrita einkasamtal þeirra. John Tra- volta, rannsóknarblaðamaður við tímaritið Rolling Stone, er sumsé vondur blaðamaður og skíthæll. Kvikmyndin Perfect segir frá því hvemig skíthællinn fær sam- viskubit og áttar sig á því að hann er ekki aðeins vondur blaða- maður heldur líka vond mann- eskja, — en það gerist ekki fyrr en hann hefur sjálfur orðið fómar- lamb óvandaðra blaðamennskuað- ferða. Sá sem stendur fyrir því er vinnuveitandi hans, Jann Wenner, ritstjóri og stofnandi Rolling Stone. Hann er ekki leng- ur róttækur blaðamaður með rétt- lætiskennd, heldur útblásinn og alkóhólíseraður fúskari og virðist ekki hafa meiri metnað fyrir sína hönd og blaðs síns en að leika sjálfan sig í mynd sem gerir blað hans að ómarktækum æsinga- snepli. Hvað sem öðm líður má Rolling Stone muna sinn fífíl fegri. Það má James Bridges, leik- stjóri Perfect, líka gera. Hann á að baki ágætar afþreyingarmynd- ir með félagslegum umhugsunar- efnum, eins og The China Synd- rome. Perfect hefur á teikniborð- inu litið út sem slík mynd: Sið- ferðileg ádrepa á tvískinnung í bandarískri blaðamennsku með líkamsræktarfárið í bakgrunni og ástardrama milli Travolta og Curtis til hliðanna. í framkvæmd eru þessir efnisþættir hins vegar á ská og skjön. Blaðamennsku- ádrepan fær afar ósannfærandi úrvinnslu og ekki eitt augnablik trúir áhorfandinn að Travolta geti skrifað svo mikið sem stafkrók, nema ef vera skyldi nafnið sitt. Hann tekur sig betur út í heilsu- ræktarsalnum. Sá efnisþáttur er í sjálfu sér athyglisverður og í honum eru drög að næmlega dreginni mannlýsingu, þar sem er ung stúlka (Laraine Newman) sem gerir allt til að verða líkam- lega fullkomin í þeirri bjargföstu trú að þannig finni hún ást og væntumþykju. En einnig þetta efni verður tískudekri og daðurs- legri tilgerð að bráð með löngum og vita gagnslausum sýningum á spengilegum kroppum í líkams- rækt við undirltik háværrar popp- tónlistar. í þriðja lagi er ástaræv- intýri Travolta og Curtis mátt- vana vegna þess að það byggir ekki á persónusköpun heldur útliti tveggja leikara sem ekki ná sambandi hver við annan. Perfect stendur því miður ekki undir nafni. Jamie Lee Curtis þenur kroppinn án Ieikræns árangurs í Perfect. Termoflex UASTRENGIR Termoflex er fullfrágenginn 2ja leiðara hitastrengur með mikla notkunarmöguleika. Með margra ára notkun f Skandinavíu hefur nafnið Termoflex orðið þekkt sem gæðavara. Strengirnir virka án umsjónar og þarfnast ekki viðhalds árum saman. Þeir eru vatnsþéttir og eru varðir fyrir flestum kemiskum efnum. Termoflex hitastrengir afhendast tilbúnir til uppsetningar i kassa. Listi yfir fylgihluti nær yfir hitastilla og margar gerðir uppsetningarskinna. gangaJranU^uiJL^ ..(f' " " ) ^ 3)" ísbrjótur um rrnö)a nott. Hver kannast e^^innánýia , or Asköp rómantískt Pafheordaá|rand>aUs ffrtsnWað,6ÞaU>, Termotfex í þakrennuna er lausn á þv- 1 Termoflex til gólfhitunar. Góð lausn til gólfhitunar í baðherbergi, forstofur, arinstofur og önnur herbergi sem eru með steyptum gólfum eða flfsalögðum. Termoflex til jarðvegsupphitunar. Auðvelt er að koma Termoflex hitastrengjum fyrir og þeir þarfnast ekki viðhalds árum saman. Hægt er að fá ýmsar gerðir stýringa. Termoflex er mjög heppilegur hitagjafi, meöal annars til upphitunar á gróðurhúsum, gróðurreitum og grasflötum. Termoflex eykur vöxt plantnanna. Termoflex til frostvarnar. Rétta lausnin til frostvarnar á gangstéttum, þakrennum og niðurföllum. Með notkun Termoflex á þessum stöðum er ísing og snjómokstur úr sögunni auk þess sem komast má hjá peningaútlátum og vandræðum vegna frostskemmda. Morgunblaðið/Theodór Verið að taka upp söng fyrir lokaatriðið í áramótaskaupi leikdeildar Skallagríms sem gert var fyrir kapalkerfið í Borgarnesi. Borgarnes: Áramótaskaup í kapalkerfi ÚSVB Borgaraesi, 7. janúar. LEIKDEILD Umf. Skallagrims, ásamt nemendum úr grunnskól- anum í Borgarnesi, alls um 15 manns, unnu hálftíma áramóta- skaup á tveimur og hálfum degi, fyrir kapalkerfið í Borgarnesi. Leikdeild Skallagríms í Borgar- nesi hefur undanfarin ár gert ára- mótaskaup fyrir kapalkerfið í Borg- amesi ÚSVP, en vegna tækjaskorts var ekkert í bígerð fyrir síðustu áramót. Sunnudaginn 29. desember komu nokkrir unglingar að máli við leikdeildina, höfðu þeir þá fengið fullkomin upptökutæki að láni hjá Pétri Geirssyni í Hreðavatnsskála og vildu unglingamir ólmir gera skaup fyrir „kapalinn“. Þá var allt sett á fullt og byrjað á því að smala saman fólki, semja handrit og taka upp á myndband. Klukkan 18 á gamlársdag var skaupið tilbúið og það var sýnt tvisvar í „kaplinum" um kvöldið. - TKP Ingvar Sigurðsson í hlutverki „drykkfellda þjónsins" og Guðmundur Bragason í hlutverki „húsaeyðis Borgameshrepps“ i upptöku síðasta atriðis skaupsins. í bakgrunni er stóra ávisunin frá SM sem gekk svo erfiðlega að fá skipt... Slökkvilið Akureyrar: Teikningar tilbúnar af nýrri slökkvistöð — en ljóst er að ekkert verður úr framkvæmdum strax Austurveri, Háaleifisbraut 68. Sími 84445. Lækjargötu 22, Hafnarfirði. Símar 50022, 50023, 50322. Akureyri, 9. janúar. BÚIÐ er að hanna nýja slökkvi- stöð á Akureyri en hugmyndin er sú að hún risi ofan Klettaborg- ar — á túninu sunnan við „gömlu brúna“ á Glerá. „Þetta er orðið virkilega brýnt mál. Aðstaðan hjá okkur í dag uppfyllir ekki reglugerð um hollustuhætti og vinnuvernd," sagði Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri, í samtali við Morgunblaðið í dag. Húsið sem hannað hefur verið er um 1100 m2, að hluta til á tveim- ur hæðum. í fyrra fékkst íjárveiting til hönnunar eftir talsverða bið en síðan var frekari Qárveiting til framkvæmda strikuð út við §ár- hagsáætlun nú. „Það liggur ljóst fyrir að ekkert verður úr fram- kvæmdum strax. Við erum heldur ekki búnir að fá umrædda lóð en skipulagsnefnd benti okkur á hana. Við höfum ekki sótt formlega um hana,“ sagði Tómas Búi. Draumalóð slökkviliðsins er á hominu gegnt lögreglustöðinni, við Þórunnarstræti, en hún hefur ekki fengist. „Það er besti staðurinn sem við gátum fengið — vegna samvinnu lögreglu og slökkviliðs. En margir bæjarfulltrúar og bygginganefnd- armenn hafa sagt að það væri of góð lóð fyrir slökkviliðið. Ég er að sjálfsögðu alfarið á móti því,“ sagði Gísli Kristinn Lórenzson, í samtali við Morgunblaðið í dag. „Slökkvilið- ið er sá þáttur í bæjarlífínu sem alls ekki er hægt að leggja niður — og forráðamenn bæjarfélaga gera sér oft ekki grein fyrir mikilvægi slökkviliða að mínu mati,“ sagði Gísli. Húsakostur slökkviliðs Akur- eyrar er mjög þröngur nú að sögn Tómasar Búa slökkviliðsstjóra. Liðið geymir tæki á mörgum stöð- um í bænum og m.a. er einn bfla liðsins ætíð geymdur úti undir ber- um himni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.