Morgunblaðið - 12.01.1986, Qupperneq 20
20 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986
Eyþór Ólafsson,
framkvæmdastjóri
Iceland Waters
„Lœkkandi dollar
skilar lægra
verði heim “
Birgir Harðarson
framkvæmdastjóri
Eimskip í Norfolk
„Gerðum rétt að
draga saman
seglin“
Knut Berg framkvæmdastjóri
Flugleiöa í New York
„Ætlum ekki
í slag við
þá stóru “
H
Halldór J. Kristjánsson
„Góðar undirtektir
umboðsaðila“
n
Halldór Helgason
„Vantar
þorskblokk “
n
Guðjón B.
Ólafsson
„Aðeins hægt að spá
um nœstu þrjá mánuði“
n
Magnús Gústafsson
framkvæmdastjóri
Coldwater Seafood
Corporation
„Neikvœð umrœða
um verkun fisks
fyrir Bandaríkja-
markað
er áhyggjuefni“
Jóhann Scheving
framkvæmdastjóri
hjá Álafossi í New York
„Söluhorfurnar
á hinn bóginn
góðar“
n
Úlfur Sigurmundsson
viðskiptafulltrúi
„Nœsta ár þó ekki
jafnhagstœtt
og 1985“
Forstöðumenn
íslenskra fyrirtækja
í Bandaríkjunum
Veltan hjá fyrirtækjum í Bandaríkjunum í eigu
íslenskra aðila, nálgaðist að líkindum 400 milljónir
dollara á nýliðnu ári. Eins ogfram kemur í
viðtölum fréttaritara Morgunblaðsins við
forsvarsmenn stærstu fyrirtækjanna, gengu
viðskiptinyfirleitt vel á árinu, sala á vöru og
þjónustu jókst hjá flestum stærstu fyrirtækjunum
miðað við 1984, enda þótt bæði söluaukning og
rekstrarafkoma hafi verið misgóðar eftir
_ fyrirtœkjum.
Framkvœmdastjórarnir eru yfirleitt varkárir í spám
um framvindu árið 1986, bœði vegna óvissu um þróun
dollaragengis og vegna misgóðrar markaðsstöðu
söluvarnings þessara fyrirtœkja í Bandaríkjunum.
Þó virðastflestir gera sér vonir um að nýbyrjað ár
verði íþað minnsta jafn gott og það liðna.
Flest þessara fyrirtœkja hafa skrifstofur og
vinnustöðvar á austurströnd Bandaríkjanna, fyrir
sunnan og norðan New York-borg, og sum þeirra
hafa aðsetur ísjálfri stórborginni.
Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins í Bandaríkjunum.
Birgir Harðarson
Birgir Harðarson
hjá Eimskip:
Hörmungar-
ár í Ameríku-
siglingum"
„Ég held að þetta hljóti að stefna
upp á við á næsta ári,“ sagði Birgir
Harðarson hjá Eimskip þegar
fréttaritari Morgunblaðsins ræddi
við hann. „Hlutdeild þeirra sem
eftir eru í flutningum milli íslands
og Ameríku hlýtur að aukast við
það að Hafskip hverfur út úr
myndinni."
„Þetta hefur verið hörmungarár
fyrir Ameríkusiglingar skipafé-
laganna. Farmflutningar milli
ísiands og Ameríku standa ekki
undir sér, þeir bórga sig engan
veginn. Bæði kemur til að frystur
fiskur hefur verið Iestaður beint
og fluttur með Hofsjökli, en í
minna mæli með gámaskipum.
Auk þess hefur Rainbow Naviga-
tion tekið bróðurpartinn af flutn-
ingum fyrir herinn."
„Við höfum haldið í horfinu með
flutningum yfir Atlantshafið til
Evrópu, en staða þeirra flutninga
er nokkuð óviss núna, dollarinn
hefur lækkað með þeim afleiðing-
um að minna er um flutninga frá
Evrópu til Bandaríkjanna á þeim
vörutegundum sem eru háðar slík-
um gengissveiflum. Á hinn bóginn
hefur dollarinn ekki lækkað nógu
mikið til að útflutningur aukist
frá Bandaríkjunum til Evrópu."
„Farmgjöld á milli Ameríku og
Evrópu hafa lækkað vegna minnk-
aðs flutningamagns og vegna auk-
ins framboðs á skiparými frá fleiri
aðilum. Framboð skiparýmis mun
hafa hækkað um 15—20 prósent.
Á sama tíma hafa taxtar farm-
gjalda lækkað í dollurum og auk
þess hefur dollarinn lækkað."
„Við þurfum á meiri flutningum
að halda frá Bandaríkjunum til
Evrópu. Vissar vörur sem eru á
stöðugu heimsmarkaðsverði, eins
og efnavörur og brotamálmar,
halda sínum hluta. En við eigum
undir högg að sækja með til dæmis
iðnaðarvörur. Ég vona það besta
og býst við að heldur horfi til
bjartari tíma ef dollarinn heldur
áfram að falla,“ sagði Birgir Harð-
arson.
„Afdrif Hafskips hafa áhrif á
alla hina, það er alltaf alvarlegt
þegar keppinautur dettur út. Það
segir okkur að við verðum að fara
varlega í sakirnar og ég held að
Eimskip hafi gert rétt í að draga
saman seglin um sinn. í stað þess
að vera með Bakkafoss, Laxfoss
og City of Firth erum við núna
aðeins með Bakkafoss og leigu-
skipið Doris í sömu flutningum."
Guðjón B. Ólafsson
Guðjón B. Ólafsson,
hjá Iceland Seafood:
„Besta ár frá
byrjun“
„Þetta verður að teljast gott ár
fyrir okkur sem fyrirtæki," sagði
Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Ice-
land Seafood Corporation (sem er
í eigu Sambandsins), í viðtali viö
fréttaritara Morgunblaðsins. „Það
hefur orðið talsverð söluaukning
frá fyrra ári. 1985 varð besta sölu-
ár okkar frá byrjun og rekstraraf-
koman var einnig sú besta frá
upphafi.
I fyrra seldum við fyrir réttar
120 milljónir dollara á árinu en
núna seldum við fyrir um 135
milljónir dollara. Salan hefði orðið
meiri ef ekki hefði komið til vöru-
skortur. Iceland Seafood er núna
stærsti framleiðandi og seljandi á
unnum fiskréttum fyrir stofnana-
markað í Bandaríkjunum.
Markaðurinn hefur snúist úr því
að vera kaupendamarkaður í selj-
endamarkað, verðflokkar hafa
hækkað og þorskblokkin mest.
Verð á blokkinni var í ársbyrjun
1,04 dollarar en er núna, 1,30 doll-
arar. En það er ekki hægt að spá
nema fram í apríl á næsta ári. Við
sjáum ekki hvernig málin munu
þróast fyrr en búið er að bæta úr
birgðaskortinum.
Keppinautar okkar eru ekki
aðrir fiskframleiðendur, heldur
aðrir matvælaframleiðendur,"
sagði Guðjón B. Ólafsson. „Fiskur-
inn er ekki þýðingarmikill hluti
markaðarins og því verðum við
mjög varir við ailar snöggar sveifl-
ur á Ameríkumarkaðinum, mun
meir en á öðrum sölusvæðum. Eins
og ég sagði hefur verðið á þorsk-
blokkinni hækkað, en hvort verðið
helst stöðugt, hækkar eða lækkar,
það sjáum við ekki fyrr en eftir
tvo til þrjá mánuði," sagði Guðjón.
Eyþór Ólafsson hjá
Iceland Waters:
Tvöfölduðum
söluna á árinu
„Við tvöfölduöuni söluna á
þessu ári miðað við síðasta ár,“ sagði
Eyþór Ólafsson hjá Icelandic Wat-
érs, dótturfyrirtæki Sölustofnunar
lagmetis, þegar fréttaritari Morgun-
blaðsins innti hann eftir árangrinum
árið 1985. „Viðskiptin hafa gengið
vonum framar og við náðum aukn-
ingu bæði með eigin vörumerki,
„Icelandic Waters“, og í sölu undir
öðrum vörumerkjum.
Eyþór Ólafsson
Bæði eftirspurn og sala jukust
á þessu ári, sérlega hvað viðkemur
okkar eigin vörumerki. Við höfum
verið að byggja upp sölukerfið í
Bandaríkjunum, en aukin mark-
aðshlutdeild næst aðeins á löngum
tíma, það er meðal annars af þeim
ástæðum sem við seljum líka undir
öðrum vörumerkj um, svo sem King i
Oscar. Við erum eina íslenska fisk- ;
sölufyrirtækið sem selur beint til
neytenda. Sú markaðssetning er
flókin og dreifingarkostnaðurinn
geysímikill.
Við erum með vöruhús í New
York og dreifum afurðum þaðan
til heildsöluvöruhúsa víða um
Bandaríkin. Ennfremur erum við
komnir með gott kerfi umboðs-
manna, þeir eru um 50 á öllum
helstu markaðssvæðunum. Stór
hluti af söluvörunni, til dæmis
murta og kavíar, fer beint í svo-
kallaðar sælkerabúðir, það er stöð-
ug sala allan ársins hring, en þó
mest fyrir jólin og páska.
Reksturinn hefur semsagt geng-
ið vel og við megum vel við una,
en það er varla við því að búast
að salan tvöfaldist aftur á næsta
ári, þótt horfurnar séu góðar,“
sagði Eyþór.
„Öll innflutt vara hér fer hækk-
andi á næsta ári og þó átta sig
allir á því að söluvara mun hækka
um 5—10 prósent í dollurum. En
þróun dollarans hefur samt sem
áður verið óhagstæð í þeim skiln-
ingi að lækkandi dollar skilar
lægra verði heim til íslands."