Morgunblaðið - 12.01.1986, Side 30

Morgunblaðið - 12.01.1986, Side 30
I e 30 a MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR12. JANÚAR1986 iC I I IUI iVirHyNiANN/i Lslka Robert Redford og Paul Newman einhvem tíma saman aftur? Nú þykjast menn hafa fundið góða sögu handa þeim tveimur: „Lonesome Dove“ eftir nýlegri skáldsögu Larry McMurtrys, sem fjallar um kúasmala f Texas á árunum eftir borgarastyrjöldina f Bandarfkjunum. Divine f Lust in the Dust I stuttu máli Fyrir átta árum lék austurríska vöövafjalliö Arnold Schwarzeneg- ger í mynd sem hér Pumping Iron. Heitinu er nokkuð erfitt að snara yfir á móðurmálið en vísar til þeirr- ar iðju kraftlyftingamanna að höndla meira eða minna níðþung lóð eins og ekkert sé. Núna hefur veriö frumsýnd framhaldsmynd Schwarzenegger-myndarinnar, sem heitir Pumping iron II — The Women og hafa, eins og heitið gefur til kynna, konur tekið við af körlunum úr fyrri myndinni og pumpa nú járn eins og óðar væru. Annars segir myndin frá fjórum kraftakonum, sem halda til Las Vegas í líkamsræktarkeppni (frek- ar en kraftlyftingakeppni) og spurningin er hver fer með sigur af hólmi, hræðilega stór og mikil kvenvera frá Ástralíu, sem er Ijós- árum á undan kynsystrum sínum í öllu öðru en kvenlegum eiginleik- um, eða einhver meira í líkingu við konu, sem þú getur verið viss um að meiða ekki á dansgólfinu, eins og gagnrýnandi breska blaðsins The Guardian kemst að orði. Étum Bartel Paul Bartel sem gerði myndina Étum Raoul (Eating Raoul, sýnd í Regnboganum fyrir svona tveimur árum), er kominn aftur á kreik með nýrri mynd sem heitir Lust in the Dust. Með aðalhlutverkiö fer hinn/hin óborganlegi/lega Divine (stjarna John Waters-myndanna) en aðrir sem leika í myndinni eru Tab Hunter, Cesar Romero og Henry Silva. í þetta sinn skopast Bartel, sem þykir grínaktugur mjög, að amerísku vestramyndun- um. Hann setur Divine í hlutverk drottningar Chili Verde, fjallstórr- ar, kynóðrar kvenpersónu, sem fæst við gullgröft í villta vestrinu. Hunter leikur nafnlausa byssu- manninn, sem Divine þráir svo mjög en Cesar Romero leikur rabbía. Nýjasta mynd Altmans Nýjasta mynd Robert Altmans var frumsýnd fyrir jólin í Bandaríkj- unum. Hún heitir Fool for Love og er gerð eftir samnefndu leikriti leikarans og leikritaskáldsins, Sam Shepards. Sjálfur reit Shepard kvikmyndahandritið eftir leikriti sínu og sjálfur leikur hann aðal- hlutverkið í myndinni Eddie. Kim Basinger leikur á móti honum stúlku sem heitir May og Harry Dean Stanton leikur „Gamla mann- inn“. Myndin fjallar um ástir Eddi- Kim Basinger f Fool for Love es og May en samskipti þeirra gange ekki árekstralaust fyrir sig svo ekki sé meira sagt og Gamli maðurinn er áhorfandi enda hon- um málið skylt því að hann er faðir þeirra beggja, með sitt hvorri konunni þó. John G. Avildsen er að gera the Karate Kid númer tvö. Allir sömu leikarar verða í nýju myndinni. Cannon-fyrirtækið er með tvær myndir í framleiðslu: Franco Zeffi- relli er að gera Otello með Placido Domingo. Og George Pan Cos- matos, sem stýrði Rambo, er að gera Cobra með sjálfum Sylvester Stallone (og konu hans Nielsen). Robert Redford fékk Óskarinn fyrir fyrstu tilraun hans í leikstjóra- stólnum. Það var 1980, en nú hefur hann loks fundið nýtt verðugt handrit. Það er eftir David Ward (sem samdi The Sting) og heitir The Milagro Beanfield War. en fyrst leikur hann í Legal Eagles sem Ivan draugabani Reitman er aögera. — The Women Annar leikstjóri.sem ekkert hef- ur heyrst til í bráðum sex ár. Það er hann Stanley Kubrick, sem byrjaði á Full Metal Jack sl. haust. Aðalleikari er Matthew Modine (Birdy). Myndin er um afleiðingar Víetnamstríðsins. Frá Frakklandi fréttum við að Claude Lelouch sé að gera fram- haldið af Manni og konu, með hrærði hjörtun fyrir um það bil tuttugu árum. Jean-Louis Trintig- ant og Anouk Aimée stíga inn í gömlu rullurnar. Nýjasta mynd Lelouchs, Boléro, hefur verið sýnd í Regnboganum undanfarnar vikur. Frank Oz er að gera nýja kvik- myndaútgáfu af Litlu hryllings- búðinni. Meðal leikenda eru Rick Moranis og Steve Martin. Hasarnaglinn James Cameron hefur fengið það verkefni að gera framhaldið af Ridley Scott-mynd- inni Alien, sem heitir auðvitað Ali- ens. Gæti orðið erfitt því flestar persónurnar í fyrri myndinni hurfu úti ígeimnum. Hal Ashby vinnur að Átta milljón aðferðum til að gefa upp andann með Jeff Bridges og Rosanna Arquette. Isabella Rosselini, dóttir Ingrid Bergmans, leikur í Blue Velvet sem David (Fílamaður) Lynch er að gera. Jean-Jacques Annaud er að leggja síðustu hönd á Nafn rósar- innar. Myndin er tekin í Þýskalandi og Ítalíu. Alþjóðleg mynd er í smíðum í Danmörku. Hún heitir Ovri: Jean- Claude Carriére skrifaði, Donald Sutherland leikur, Henning Carl- sen stjórnar. Man einhver eftir The Hustler, tuttugu og fimm ára gamalli mynd með Paul Newman og Jackie Glea- son? Martin Scorsese heldur mikið upp á þá mynd og hyggst nú gera framhald. Það ætti að takast því Newman hefur gefið jáyrði og Gleason einnig. Þá er bara eftir að tala við Piper Laurie og George C. Scott. Háskólabíó: Chuck Norris ógnar veldi gömlu harð- jaxlanna „Þagnarskyldan", sem Há- skólabíó frumsýndi sl. mið- vikudag, er tíunda mynd Chuck Norris. Myndin markar viss tímamót hjá kappanum, því í henni gerir Chuck alvar- lega tilraun til að losna undan oki austurlensku sjálfsvarnar- íþróttarinnar karate, sem ein- kennt hefur myndir hans hing- að til. Chuck Norris hefur löngum verið borinn saman við tvo aðra harðjaxla, hinn hálffimmtuga Clint Eastwood og hinn hálf- sjötuga Charles Bronson. Allir leika þeir þöglu hetjuna sem ekkert bítur á. En það var ekki fyrr en „Þagnarskyldan" var sýnd að gagnrýnendur viður- kenndu Chuck sem mögulegan arftaka hinna tveggja. Það sem gerir feril Chuck Norris eilítið merkilegan er að hann var hermaður í Kóreu í mörg ár áður en hann kynntist júdó og karate, sem hann varð sérfræðingur í síðar meir. Hann varð laus við herskyldu árið 1962; hafði þá þegar fengið svarta beltið í karate og vann fyrir sér sem kennari; setti á fót karateskóla. Hann varð heims- meistari í milliþungavigt árið 1968 og hélt titlinum ósigraður til ársins 1974, er hann hætti öllum barsmíðum. Meðal nemenda hans var kvikmyndaleikarinn Steve McQueen, sem hvatti Chuck til að leggja stund á leiklist. Chuck hefur leikið í bíómyndum síðan 1975. Hann fékk aukahlutverk i nokkrum Bruce Lee-myndum, en vann engin sérstök afrek. Chuck Norris leikur harðjaxl i „Þagnarskyldunni". Það var ekki fyrr en hann fór að gera myndir á eigin vegum að hjólin tóku að snúast. Hann hefur gert margar myndir síðan 1980 og hafa flestar þeirra notið vinsælda, að minnsta kosti á heimaslóðum hans. „Þagnarskyldan" er næst- nýjasta myndin hans (handritið var upphaflega skrifað fyrir Clint Eastwood sem leit ekki við því) en hann féll í áliti hjá þeim, sem hældu honum fyrir „Þagnarskylduna", eftir að nýj- asta mynd hans, „Invasion USA", var frumsýnd sl. haust. (Sú þykir ómerkileg eftiröpun á Rambó og álíka hryllingi.) Gagnrýnandinn Rob Roe skrifaði í Los Angeles Herald Examiner eftir að hann sá Þagnarskylduna: „Það er ekki hægt annað en dást að Chuck Norris. Hann er ekki góður leik- ari og hann veit það. Sérgrein hans er að sparka andstæðing- inn niður og skjóta úr byssu. Chuck gleymir aldrei að hann er að leika ofur einfaldar per- sónur, en einmitt þess vegna kýs ég hann fremur en hinn flókna persónuleika Sly Stall- one!" HJÓ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.