Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986
36 sveitir spila
á Bridshátíð
BRIDSHÁTÍÐ stendur nú sem
hæst á Hótel Loftleiðum. í dag
hefst sveitakeppni með þátttöku
36 sveita. Þar á meðal eru Banda-
Loðnan:
Góð veiði
á föstudag
LOÐNUVEIÐIN á föstudag varð
allgóð, 15.230 lestir af 22 skipum,
en aðfaranótt laugardagsins var
ekki tilkynnt um afla.
Auk þeirra skipa, sem áður hefur
verið getið í Morgunblaðinu, til-
kynntu eftirtalin afla á fostudag:
Erling KE, 450, Hrafn GK, 650,
Gullberg VE, 600, Ljósfari RE,
530, Rauðsey AK, 570, Víkurberg
GK, 500, Helga II RE, 530, Heima-
ey VE 490, Harpa RE, 400, og
Dagfari ÞH, 500 lestir.
rikjamenn, Danir, Bretar, Svíar
og frændur vorir Færeyingar
eru einnig mættir með tvær
sveitir.
Þegar Morgunblaðið fór í prent-
un í gær var búið að spila 18
umferðir í tvímenningnum. Þá voru
Jón Ásbjömsson og Símon Símon-
arson efstir með 168 stig. Ungir
spilarar, Ragnar Magnússon og
Valgarð Blöndal, voru þá í öðru
sæti með 134 stig, en okkar yngri
spilarar voru mjög í sviðsljósinu á
föstudagskvöldið á meðan lítið bar
á erlendu stórstjömunum. Reyndar
mætti Zia Mahmood ekki til leiks
á föstudagskvöld en var væntanleg-
ur. Þá vom tveir ungir Bandaríkja-
menn ofarlega með 102 stig. Þeir
heita Polowan og Massimilla og
komu á eigin vegum. Jón Baldurs-
son og Sigurður Sverrisson vom í
þriðja sæti með 115 stig.
Bridshátíð lýkur á mánudags-
kvöld.
Notuð þota af gerðinni Citation II er talin kosta um 60 milljónir króna.
Flugstöðin hf
Fær leyfi til
rekstrar lítill-
ar farþegaþotu
Hugrnyndir um sérstakt þjónustuflug
milli I slands og annarra landa
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur nú veitt Flugstöðinni hf. leyfi til
rekstrar lítillar þotu án þess að til þurfi að koma breytingar á gild-
andi flugrekstrarleyfi hennar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins mun það hugmynd Flugstöðvarinnar og fleiri aðilja að kaupa
þotu af gerðinni Citation II til leiguflugs milli íslands og Evrópu.
Notuð vél af þessari gerð kostar um 60 milljónir króna og tekur 8
til 10 manns í sæti.
Fyrst og fremst munu þessir
aðilar vera að hugsa um þjónustu
við þá, sem þurfa í stuttar viðskipta-
ferðir til útlanda og em ýmist tíma-
bundnir eða þurfa til staða utan
áætlunarleiða íslenzku flugfélag-
anna. Ennfremur getur þjónusta
þessi komið þeim að notum, sem
þurfa á varahlutum og slíku að
halda með skömmum fýrirvara og
við sjúkraflug. Ferðir af þessu tagi
em taldar geta sparað mönnum
talsverðan tíma og uppihaldskostn-
að, sem vegi upp á móti hærra
fargjaldi en í áætlunarflugi.
Birgir Guðjónsson í samgöngu-
ráðuneytinu sagði í samtali við
Morgunblaðið, að ráðuneytið hefði
veitt þessa heimild til tveggja ára,
þrátt fyrir að gildandi flugrekstrar-
leyfi Flugstöðvarinnar miðaðist við
að þyngd flugvéla hennar færi ekki
yfir 5.700 kíló, en þotan væri um
6.000 kíló að þyngd. Að höfðu
samráði við flugráð hefði verið
ákveðið að veita leyfið í takmarkað-
an tíma.
Flugstöðin rekur flugþjónustu af
ýmsu tagi með litlum hraðfleygum
skrúfuflugvélum og er um þessar
mundir með verkefni í Nepal á
vegum brezks fyrirtækis. Sérstakt
hlutafélag um þennan rekstur hefur
enn ekki verið tilkynnt til hlutafé-
lagaskrár.
Miklaholtshreppur:
Vatnsból eru
Borg, Miklaholtshreppi, 18. janúar.
NÚ ER aðeins ein vika þar til
þorri heilsar, þá er miður vetur.
Það sem liðið er af þessum vetri
hefur tíðarfar verið óveqju hag-
stætt, snjólaust á láglendi en
smáföl tíl fjalla. Nokkurt frost
hefur verið suma daga og má
því búast við að nokkur klaki sé
kominn í jörðu.
Úrkomuleysi nú undanfarið og
ákaflega þurr jörð eftir einstaklega
úrkomulítið sumar hefur haft það
í för með sér að á einstaka bæ
hafa vatnsból næstum þomað upp.
Verði nú svona áfram má búast við
að af því geti leitt nokkur vandræði
vegna vatnsleysis.
Ekki ástæðulaust að árið 1985,
sem nýlega hefur runnið sitt skeið,
er eitt hið veðrabesta og blíðasta
sem hefur komið um nokkurt ára-
bil. Stórviðri eða frosthörkur voru
okkur alls ekki til ama á árinu. A
ísland vann
Danmörk-B
Islendingarnir sigruðu B-lið
Dana í síðasta leik sínum á
Baltic Cup-mótinu í Danmörku
í gærmorgun með 24 mörkum
gegn 20. Staðan í Ieikhléi var
10:5 fyrir ísland en mesta for-
ysta liðsins var 13:5 um tíma í
seinni hálfleik.
Kristján Arason skoraði mest
íslensku leikmannanna, 8 mörk,
Atli Hilmarsson skoraði 6, Páll
Ólafsson 4 og þeir Steinar Birgis-
son og Þorbjöm Jensson 3 mörk
hvor.
Nú er ljóst að Þorgils Óttar
Mathiesen getur ekki æft næstu
tvær vikumar vegna meiðsla
þeirra er hann hlaut á föstudags-
kvöldið í leiknum gegn Pólveijum.
Eðvarð
í úrslit
Frá Karli Blöndal, blaðamanni Morgun-
blaðsins í Strasbourg.
EÐVARÐ Þór Eðvarðsson komst
í úrslit í 200 m baksundi á Golden
Cup-mótinu hér í Frakklandi í
gær. Hann synti í undanrásum á
2:09,04 min. sem var næstbesti
tíminn. Hann vann sinn riðil
örugglega.
Eðvarð keppti einnig í 100 m
bringusundi og varð þar í 12. sæti,
synti á 1:09,52 mínútum. Amþór
Ragnarsson synti bringusundið á
1:11,44 sem erhans besti tími.
Magnúsi Ólafssyni tókst vel upp
í 200 m flugsundi er hann synti á
2:17,93 og hafnaði í 20. sæti. Tími
hans er aðeins lakari en 14 ára
gamalt íslandsmet Guðmundar
Gíslasonar. Ragnar Guðmundsson
synti á 2:21,73 og varð í 23. sæti.
Anna Gunnarsdóttir varð í 19.
sæti í 200 m flugsundi á 2:34,70,
Ingibjörg Amarsdóttir synti á
2:38,42 og Bryndís Ólafsdóttir á
2:46,25. Þórunn Guðmundsdóttir
synti 200 m baksund á 2:41,58 og
Hugrún Ólafsdóttir á 2:24,07.
Fíkniefnaneysla á veitingahúsum:
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Gunnar Guðmundsson tilrauna- og bússtjóri á Laugardælum
tekur fóður út úr einni vambaropinni kú.
Laugardælar:
Vambaropnar kýr not-
aðar við fóðurtilraunir
Selfossi, 18. janúar.
Á TILRAUNABÚINU á Laugardælum í Hraungerðishreppi eru
meðal annars gerðar tilraunir með mismunandi leysanleg pró-
tein í fóðri mjólkurkúa og áhrif þeirra á afurðir og heilsufar
kúnna mældar. Við hluta fóðurtilraunanna eru notaðar vamb-
aropnar kýr.
Að sögn Gunnars Guðmunds-
sonar tilrauna- og bússtjóra er á
búinu gerður samanburður á vot-
heyi sem slegið er með mismun-
andi aðferðum, annars vegar fín-
söxuðu votheyi og hins vegar
votheyi sem slegið er með venju-
legum sláttutætara. í athugun er
að kanna hvemig hin ýmsu af-
brigði grastegunda, sem ræktuð
hafa verið á Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, brotna niður í
vömb kúnna. Við þær tilraunir er
notast við vambaropnar kýr. Sýn-
in eru sett í sérstaka poka sem
stungið er inn í vömbina í gegn
um göt sem bomð hafa verið á
skepnumar. Sýnin eru síðan tekin
út aftur eftir ákveðinn tíma.
Vambaropinu er lokað með sér-
stöku loki. Þessi tilraun mun sýna
hvaða tegundir ákjósanlegast er
að leggja áherslu á í ræktun.
— Sig. Jóns.
V eitingamönnum ber
að halda uppi reglu
segir Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstj óri
„VEITINGAMÖNNUM ber lög-
um samkvæmt að halda uppi
góðri reglu á veitingastöðum sín-
um og þar með koma í veg fyrir
refsiverða háttsemi — þar með
fíkniefnaneyslu. Ef slík neysla
tíðkast á veitingahúsum, þá
vaknar spumingin hvort ekki
beri að svipta þá staði opinberu
starfsleyfi. Það verða allir að
blíðviðrisdögum sumarsins var hér
óvenju mikill ferðamannastraumur,
enda hefur þetta hérað upp á margt
að bjóða sem gleður auga ferða-
mannsins.
Eitt refabú var sett upp á árinu,
í Söðulsholti í Eyjahreppi. Heyrt
hef ég að nokkrir hafí sótt um leyfí
til refabúskapar. Aðstoð og lánafyr-
irgreiðsla til þessa atvinnuvegar er
vægast sagt hlægilega mikil og
leggjast á eitt í baráttunni við
fíkniefnin,“ sagði Þorsteinn
Geirsson, ráðuneytisstjóri í
dómsmálaráðuneytinu, vegna
fréttar í Morgunblaðinu á föstu-
dag, þar sem fram kemur að
veitingamenn séu skyldaðir til
að koma í veg fyrir fíkniefna-
neyslu á veitingastöðum, en eiga
að öðrum kosti á hættu að missa
vekur upp hjá mönnum draumóra
en að þetta sé það sem koma skal
til eflingar atvinnu í sveitum lands-
ins.
Þann 28. þessa mánaðar verður
fyrsta þorrablótið á þessum vetri.
Það á að vera í Lindartungu í
Kolbeinsstaðarhreppi og eru bragð-
laukar fólksins fyrir þorramatinn
strax famir að segja til sín.
- Páll
leyfi til veitingarekstrar.
Þorsteinn telur það í samræmi
við lög, að veitingamenn fylgist
þannig með gestum sínum að fíkni-
efnaneysla fari ekki fram í veitinga-
húsunum. Hann lagði áherslu á
samstarf veitingamanna og lög-
reglu til að koma í veg fyrir þennan
vanda. „Ráðuneytið hefur lagt
áherslu á gott samstarf milli lög-
reglu og veitingamanna. Lögregla
er boðin og búin að leiðbeina um
þessi mál. Kannabisneysla fer ekk-
ert framhjá mönnum sem þekkingu
hafa. Við verðum að spoma gegn
því að fíkniefnin komist inn á veit-
ingahúsin. Vandamálið er nógu
alvarlegt fyrir. Allir vita hættuna,
sem ungu fólki stafar af fíkniefnum
og það yrði ekki glæsilegt til af-
spumar ef ungt fólk kæmist í snert-
ingu við fíkniefni á opinberum veit-
ingastöðum," sagði Þorsteinn
Geirsson.
Að sögn Amars Jenssonar, full-
trúa í fíkniefnadeild lögreglunnar,
kenndu lögreglumenn deildarinnar
starfsfólki veitingastaðarins Safari
að bera kennsl á fíkniefni og fíkni-
efnaneyslu í fyrra og Morgunblað-
inu er kunnugt um að starfsfólki
Holljrwood hefur verið leiðbeint.
að þorna upp