Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986 Samningaviðræður um kísilmálmvinnslu: Engin niðurstaða um efnisatriði Næsti fundur í Reykjavík SAMNINGANEFND iðnaðarráðuneytisins átti í vikunni fyrsta formlega samningafundinn við stjórnendur Rio Tinto Zinc Metals um eignaraðild að kisilmálmvinnslu á Reyðarfirði. Fundurinn var haldinn í aðalstöðvum breska fyrirtækisins í Bristol. Að sögn Birgis Isleifs Gunnarssonar formanns nefndarinnar varð engin niðurstaða um efnisatriði en ákveðið að halda samningunum áfram í Reykjavík í næstu viku. Birgir Isleifur sagði að samn- ingar sem þessir væru flóknir og kostuðu mikla vinnu og væri því ljóst að þeir tækju marga mánuði. Auk Birgis ísleifs tóku aðrir samninganefndarmenn þátt í við- ræðunum, en þeir eru: Halldór Kristjánsson lögfræðingur í iðnað- arráðuneytinu, Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur, Axel Gíslason aðstoðarforstjóri SÍS og Geir H. Haarde aðstoðarmaður ijármálaráðherra. Til aðstoðar samninganefndinni voru Geir Gunnlaugsson framkvæmdastjóri Kísilmálmvinnslunnar hf. og Bald- ur Guðlaugsson lögfræðingur. Tvö fyrirtæki, HB-Consult og Skanska, áforma byggingu kísil- málmvinnslu í Uddevalla í Svíþjóð og samkvæmt frétt í Metal Bullet- in er búist við að verksmiðjan fái raforku á 5 mills. Birgir Isleifur sagði, þegar hann var spurður um þetta, að hann gæti ekki séð að þessar fréttir hefðu haft áhrif á viðsemjendur þeirra. Sagði hann að þessi sænska kísilmálmvinnsla fengi rafmagnið á 14 mills en seldi afgangshitaorku aftur til sveitarfélagsins þannig að nettó raforkuverðið væri 7—8 mills en ekki 5. Hann sagði að orkuverðið væri eitt viðkvæmasta atriði samninganna við Rio Tinto Zinc Metals og vildi hann engu spá um hver niðurstaðan yrði. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Samanávaktá Vellinum íslenskir og bandariskir lögreglumenn mynda nú sameiginlega eftirlitsvakt á Keflavíkurflugvelli eins og fram kom i Morgun- blaðinu í gær. Myndin var tekin í gær af þeim lögreglumönnum sem þá voru á vaktinni við bilinn sem notaður er við eftirlitið. Til vinstri er Grizzle varðstjóri i lögreglu bandaríska sjóhersins og til hægri á myndinni er Gústav Bergmann aðstoðarvarðstjóri i lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Rannsóknarnefnd- in í Hafskipsmálinu: Fyrsti fundur haldinn í gær SÉRFRÆÐINGARNIR þrír, sem Hæstiréttur hefur skipað til að rannsaka viðskipti Útvegsbank- ans og Hafskips, og viðskipti Hafskips við aðra aðila, hittust í fyrsta sinn í gær til að hefja undirbúning starfsins. „Ég vona að við getum komist í gang með þetta eins fljótt og hægt er,“ sagði formaður rannsóknar- nefndarinnar, Jón Þorsteinsson hrl., í spjalli við blm. í gærmorgun. „Við þurfum að átta okkur á málinu og reyna að leggja drög að starfinu áður en við getum farið að skipu- leggja það mikið. Ætli við byrjum ekki á að koma okkur upp starfsað- stöðu." Asamt Jóni eiga sæti í nefndinni Brynjólfur I. Sigurðsson dósent og Sigurður Tómasson löggiltur endur- skoðandi. Dagvistunarmál í brennidepli: Sitthvað að lofa í minnihluta en að framkvæma í meirihluta — sagði Ingibjörg Rafnar á borgarstjórnarfundi VIÐ umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í borgar- stjórn sl. fimmtudagskvöld, var hart deilt um dagvistarmál. Minnihlutinn deildi á meirihluta Sálfstæðisflokksins og taldi að BókmenntaverðlaunNorðurlandaráðs: Þýðingar eru sameig- inlegt vandamál Finna og íslendinga — segir Ingmar Svedberg ritstjóri DÓMNEFND um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs tilkynnir 21. janúar nk. hvaða rithöfundar hljóta verðlaun ráðsins 1986. Að þessu sinni kemur dómnefndin, sem skipuð er tveimur fulltrúum frá hverju Norðurlandanna, saman í Reykjavík og gerir upp hug sinn. Fyrir hönd Finnlands í nefndinni situr Ingmar Svedberg ritstjóri, sem kennir finnskar bókmenntir við há- skólann í Helsingfors. Þetta er fjórða árið í röð, sem hann tekur þátt í að útnefna verðlaunahafa. Hann var spurður hvemig störfum nefndarinnar væri háttað. „Hvert land tilnefnir tvo fulltrúa, sem síðan tilneftia verk eftir tvo rithöfunda frá eigin (andi,“ sagði Ingmar. „Val dómnefndar fer þannig fram að fyrst velur hver ftilltrúi þijú verk, ekki frá eigin landi, og rökstyður val sitt. Þau verk sem fá flest atkvæði í fyrstu umferð eru rædd í annarri umferð og þannig koll af kolli, þar til samstaða hefur náðst um eitt ákveðið verk. Sameiginlegt vandamál Finna og íslendinga er að þýða verður þau verk sem tilnefnd em frá þeim, yfir á eitthvert annað Norðurlanda- mál. í þýðingu kemur fyrir að áherslupunktar breytast þrátt fyrir vönduð vinnubrögð og ekki má gleyma að verkin eru minnst tveggja ára gömul því það er tíma- frekt verk að þýða miklar skáldsög- ur. En þýðingar hafa líka sínar já- kvæðu hliðar þegar þýdd eru verk höfunda, sem eru lítt eða ekkert þekktir utan síns heimalands. Þá hefur tilnefningin ein vakið athygli á höfundum og oft haft í för með sér að þýdd verk þeirra hafa verið gefin út annarstaðar á Norðurlönd- um. í ár eru verk margra góðra höf- unda lögð fram. Persónulega er ég mjög hrifinn af ljóðum Jóns úr Vör í þýðingu Maj-Lis Holberg, sem lagt er fram af hálfu íslands. Verk eftir Véstein Lúðvíksson hefur áður verið lagt fram og má segja að það hafi átt sinn þátt í að hann er talsvert þekktur í Svíþjóð og Finnlandi," sagði Ingmar að lokum. meiri fjármunum ætti að veija til þessa verkefnis en fjárhags- áætlun gerir ráð fyrir. T.d. vildu fulltrúar Kvennaframboðsins að 30 milljónum yrði varið sérstak- lega til þessa málefnis í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkur- borgar. í ræðu sem Ingibjörg Rafnar (S) flutti af þessu tilefni kom fram að meira fé hefur verið varið til þessa liðar á síðustu árum en oftast áður. Sagði hún að minnihlutinn væri með yfirboð í þessu máli og væri það ekkert nýtt. Sagði hún, að þegar vinstrimenn hefðu verið í minnihluta árið 1973, þá hefðu þeir flutt sameiginlega tillögu um dag- vistarmál, sem hefði gert ráð fyrir því að byggð yrðu 500 til 600 rými á hverju ári. í desember 1977 hefðu borgarfulltrúar Alþýðubandalags- ins síðan flutt tillögu um, að tekin skyldu í notkun árlega 240 dagvist- anými á hveiju ári, átta ár þar á eftir. En síðan þegar vinstri menn hefðu komist í meirihluta þá hefðu efndimar orðið minni en loforðin. Sagði Ingibjörg, að á valdaferli vinstrimeirihlutans á árunum 1978 til 1982 hefði aðeins 151 rými verið tekið í notkun að meðaltali á ári hveiju. Þetta hefði verið mun slæ- legri frammistaða en á árabilinu 1968 til ársins 1977 og ekki komist í hálfkvisti við framkvæmdasemi núverandi meirihluta. „Ljóst er að alls hafa verið og munu verða tekin í rekstur 679 dagvistarrými frá júní 1982 til 1. okt. 1986, það er að segja rými sem eru á ábyrgð þessa meirihluta." Af þessari upptalningu er ljóst að tillögur minnihlutans eru aðeins sýndarmennska. Sitthvað er að lofa í minnihluta en að fram- kvæma í meirihluta," sagði Ingi- björg að lokum. Morgunblaðið/Bjami Ingmar Svedberg ritstjóri. Verk eftir eftirtalda höfunda hafa verið lögð fram að þessu sinni: Jess 0msbo og Hanne Marie Svendsen frá Danmörku, frá Finn- landi Eeva Kilpi og Olli Jalonen, Jón úr Vör og Véstein Lúðvíksson frá íslandi, Rolf Jacobsen og Kol- bjem Brekstad frá Noregi og frá Svíþjóð Birgitta Trotzig og Karl Runo Nordkvist. Færeyingar til- nefna verk eftir Róa Patursson. Grænlendingar og Samar tilnefna ekkert verk að þessu sinni en Samar eiga bæði í erfiðleikum með að fá verk sín útgefin á eigin tungu og þýdd. Fyrir hönd íslands eiga rit- höfundamir Jóhann Hjálmarsson og Sveinn Einarsson sæti í dóm- nefndinni. Búnaðarbanki íslands: Metbók — ný sparibók BÚNAÐARBANKI íslands hefur gefið út nýja tegund bankabóka, svokallaðar „Metbækur". Metbókin er sparibók, bundin til 18 mán- aða. Henni er ætlað að taka við af 18 mánaða uppsagnarreikningum og ber sömu vexti. 18 mánaða sparireikningamir gáfu 7,04% vexti umfram verðtryggingu á síðasta ári. Metbókinni er ætlað að koma til móts við þær óskir sparifjáreigenda að geta fylgst með stöðu sparifjár með innfærslum í sparibók í stað skírteina, kvittana og yfirlita á lausum blöðum, segir í fréttatil- kynningu frá bankanum. Vextir verða færðir inn á hálfs árs fresti. Eftir að Metbækumar verða teknar í notkun verður ekki tekið við nýjum innleggjum á 18 mánaða reikninga. Heimilt verður að eyðileggja 18 mánaða reikninga og flytja inn- stæður yfir á Metbækur. Hveiju innleggi Metbókar þarf að segja upp með 18 mánaða fyrir- vara og er það laust til útborgunar í einn mánuð eftir það, en binst síðan að nýju í 12 mánuði í senn. Vextir em lausir til útborgunar í sex mánuði eftir vaxtafærslu, en bindast að þeim tíma liðnum á sama hátt og höfuðstóllinn. Metbókin skal skráð á nafn og er hún veðsetj- anleg. Dráttarspil Ný komin 12 og 24 volta dráttarspil. 600 kg — 3630 kg einföld lína eða uppí 7260 kg tvöföld lina Made in j^^na usr h.f USA SÍÐUMÚLA 7—9 SÍMI 82722.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.