Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1986 25 nv um op vctra tvpgð mc$ íixtt 0$ vcn m pttin ojt Ký$bn ? ímlft vjitrc tjn Þessi mynd er úr Reykjabók, Jónsbókarhandriti frá 16. öid. Á henni má sjá vopnaða menn í hnepptum, aðskornum stökkum sem komust í tísku á siðari hluta aldarinnar. Jóhanna Ólafsdóttir tók myndina, sem er eins og aðrar myndir með greininni úr bók Æsu. Bóndi og sonur hans í sparifötum. Þessi mynd var gerð árið 1794 af Þ. Skógalín og er varðveitt í Folkemuseet í Kaupmannahöfn. (Úr bók Sigfúsar Blöndals: Myndir úr menningarsögu íslands.) yfírstéttarinnar. Oddur Einarsson, biskup, samdi nákvæma lýsingu á klæðnaði alþýðunnar um 1590. Þar kemur fram að menn gengu í frem- ur stuttum, aðskomum, hnepptum treyjum eða peysum, víðum hné- buxum, höfðu háa, prjónaða sokka á fótum og kápu á öxlum. Fatnaður- inn var allur heimaunninn og litaður með jurtalitum eða hafður í sauða- litunum," segir Æsa í bók sinni. Borgarar móta tískuna „Spænska tískan var svo feiki- lega lífseig á íslandi, svo lífseig að pípukraginn er notaður enn þann dag í dag sem hluti af embættis- búningi presta. ísland er bara eitt af örfáum löndum í heiminum þar sem þessi kragi er ennþá notaður. Á fyrri hluta 17. aldar tóku áhrif spænsku hirðarinnar á klæðaburð yfírstéttar í Evrópu að þverra. í Norður-Evrópu vom það hollenskir borgarar sem mótuðu tískuna á fyrri hluta aldarinnar, en franska hirðin varð alls ráðandi á síðari hluta hennar," segir Æsa. í bókinni tekur hún fram að í yfírlitsritum um búningasögu sé oft bent á að 30 ára stríðið hafi átt mikinn þátt í því að gera hinn óþægilega spænska búning útlægan og í hans stað hafí verið tekinn upp klæðnað- ur sem hæfði frekar hermennsku og ferðalögum. Þessi búningur var lausari og léttari en áður. Pípukrag- inn lagðist af í flestöllum löndum, enda bæði óþægilegur, fyrirferðar- mikill og skítsæll. Stígvél urðu algeng á þessum tíma. Þau vom há og víð að ofan, þannig að ýmist var hægt að draga þau hátt upp á læri eða bretta „kragann" niður. Á þessum tíma fengu einnig skór og stígvél háa hæla. Hártískan breytt- ist líka, menn fóm að safna hári og létu það falla í lokkum niður á axlimar. Farið var að snúa upp á yfírskeggið og yfírbragðið varð allt mýkra en það hafði áður verið. Með síðu hári breyttist svo höfuð- búnaðurinn og mjúkir barðabreiðir hattar urðu alls ráðandi. Einnig sáust þó aðrar gerðir, þ. á m. háir keilulaga, svartir hattar sem minna á hattana sem íslenskar konur notuðu sem reiðhatta allt fram á 19. öld. Biskuparnir Guðbrandur Þor- láksson og Brynjólfur Sveinsson vom strangir í viðhorfum og segir Æsa að heimildir bendi til þess að þeir hafí haft mótandi áhrif á klæðaburð samtímamanna sinna. Brynjólfur setti prestum ströng fyrirmæli um búnað, hárgreiðslu og hegðun alla. Æsa segir svo frá því að þegar líða tók á sautjándu öldina hafí tísk- an farið að taka örari breytingum en áður og hafí Frakkland þá tekið forystu í pólitískum og menningar- legum efnum og franska hirðin í Versölum verið orðin næsta einráð um sköpun tískunnar í Evrópu. Ýmsar nýjungar komu fram í klæðaburði á þessum tíma, til dæmis flík sem gekk undir nafninu kjóll. Þessi flík var hneppt að fram- an, með víðum ermum og brotið var upp á þær að framan. Víðar, rykktar skyrtuermar komu fram- undan, skreyttar blúndu eða knippl- ingum. Um hálsinn höfðu menn svo knipplingatrefíl. Það þótti fínast að hafa kjólinn bláan eða rauðan, en hér á landi var hann oft grár eða svartur, dökku litimir þóttu virðu- legir og litklæði vom dýr munaðar- vara. Hárkollutíska var nokkuð sem breiddist út um Evrópu um þetta leyti. Loðvík XTV missti ungur hárið og fór að nota hárkollu og aðrir tóku þann sið upp eftir honum. Hér á landi mun þó hárkollutískan ekki hafa orðið áberandi fyrr en á síðasta tug 17. aldar og byijun þeirrar 18. Hárkollumar gerðu hatta ónauð- synlega og jafnvel óþægilega og menn tóku því að ganga með hatt sinn undir hendinni. Rokokótíska „Þegar kemur fram á átjándu öldina verður öll heimildasöfnun auðveldari. Skrifaðar heimildir em miklu fleiri og það er meira til af myndum. Fyrirmenn höfðu tekið upp hina frönsku hirðtísku á síðustu áratugum 17. aldar og bám kjólinn samkvæmt tískunni, með ótal stór- um hnöppum og víðum ermum og hárkollur urðu tíska meðal þeirra sem höfðu efni á slíkum munaði. Allir hérlendir biskupar á 18. öld, sem myndir em til af, em sýndir með hárkollur. Bændur gengu almennt ekki í kjólum, heldur bám þeir peysur eða treyjur, og seinna mussur. Þetta kemur víða fram í heimildum, og greinilega hefur verið mikill munur á á klæðnaði almúga og yfírstéttar í landinu," segirÆsa. „Sú tíska sem tekur að breiðast út eftir Versalatískuna var kölluð rokokótíska og var miklu léttara yfír henni. Litir urðu mildari, hár- kollumar vom undantekningarlaust hvítar og einhvem veginn miklu meiri leikur í öllum klæðnaði. Einn- ig liggur nokkuð ljóst fyrir hvemig búningur alþýðunnar var, einkum á síðari hluta aldarinnar. Klæðnaður var þá fábrotinn og einfaldur og útlendur vamingur yfírleitt ekki notaður nema spari. Á myndum sem gerðar vom í leiðangri sir Josephs Banks 1772 sést að vinnumenn og bændur vom í einhnepptum, stutt- um treyjum eða peysum, víðum hnébuxum og sauðskinnsskóm, en fyrirmenn klæddust kjólum og út- lendum leðurskóm. Heimaunninn fatnaður var yfírleitt dökkur, sortu- litaður eða grár, en rauð og einkum blá klæði vom notuð við betri tækifæri, af þeim sem höfðu efni á að kaupa innflutt litarefni eða lit- klæði. Flestir áttu hatta sem þeir notuðu einkum á ferðalögum. Hattamir vom þríhymdir og héldust óbreyttir nær alla öldina." Æsa segir í bókarlok að á þessum þremur öldum hafi íslensk yfírstétt fylgt í höfuðatriðum þeim breyting- um sem urðu á klæðatísku evr- ópskrar hástéttar. Þó vom íslend- ingar seinir að tileinka sér nýjung- ar, enda landfræðilega einangraðir frá menningarþjóðum Evrópu og mjög fátækir. Það vom einkum og sér í lagi embættismenn landsins, danskir og íslenskir, sem fluttu evrópska tísku hingað til lands. Þeir klæddust samkvæmt útlendum fyrirmyndum og sérpöntuðu, eink- um á dögum einokunarverslunar- innar, þann vaming sem ekki var fluttur til landsins. Auk þess keyptu þeir mikið á ferðum sínum erlendis. Alþýðan notaði hins vegar nær eingöngu gróf, heimaunnin vað- málsföt. Hún reyndi eftir mætti að líkja eftir sniðum og búnaði heldri manna og í góðæri gat alþýðan skartað einhveiju af útlendum vam- ingi, þá helst smávamingi eins og hnöppum.borðum og leggingum. Texti: Elísabet Jónasdóttir ■.....................------------------------------------------------------ ------------------------------ Notendur einkatölva! IBM-STOÐ - IBM ASSISTANT SERIES Bjóöum nú í fyrsta sinn námskeið um þessa nýju vinsælu forritafjölskyldu frá IBM. Forritin eru einföld og þægileg í notkun. ■ Stoð forritin eru fimm: Ritstoö (Writing assistant) - Ritvinnsla Skrástoö (Filing assistant) - Skráarvinnsla Skýrslustoö (Reporting assistant) - Skýrslugerö Áætlanastoö (Planning assistant) - Töflureiknir Myndstoð (Graphing assistant) - Myndrænfram- setning gagna Forritin eru samhæfö þannig aö hægt er aö flytja gögn á milli þeirra. Við bjóðum tvö námskeið, STOÐ I um Ritstoö, Skrástoö og Skýrslustoð, 16 klst. alls, og STOÐ II um Áætlanastoö og Myndstoð, 8 klst. alls. LeiðbeinandierBjörn Guðmundsson kerfisfræðingur. Fyrstu námskeiðin: ■STOÐI___________________________ 27.-30. janúar kl. 18.30-22.30 (kvöldnámskeiö) 20., 21., 24. og 25. febrúar kl. 13.30-17.30 ■ STOÐII ________________________ 3.-4. febrúar kl. 18.30-22.30 (kvöldnámskeið) Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.