Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986 35 stakk mig á versta stað ...“ eða þannig. Sveita- drengurinn og Chicago- naglinn Kvitemyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Gauragangur í fjöl- braut — Mischief ★ ★ Leikstjóri Mel Damski. Hand- rit Noel Black. Kvikmyndataka Donald E. Thorin. Tónlistar- stjóri, útsetning og höfundur Barry De Vorzon. Utlitshönnun Paul Peters. Fatahönnun Mina Mittelman. Sviðsmunir Ernie Bishop. Aðalhlutverk Doug McKeon, Catherine Mary Stew- art, Kelly Preston, Chris Nash, D.W. Brown, Jami Gertz. Banda- risk frá 20th Century Fox. 1985. í þessari, um margt, viðfelldnu unglingamynd, hverfum við þrjátíu ár aftur til þeirra tíma er ungling- amir voru sakleysið uppmálið. Myndin segir einkum frá feimnum, 17 ára pilti, (McKeon) í sveitaþorpi f Ohio, sem á þá ósk heitasta að mannast, sem er ekki síst fólgið í því að liggja kvenmann. Og þeim sem Ieggja honum Iið að ná þessum merkisáfanga. Þar nýtur hann góðra ráðlegginga aðkomustráksins í þorpinu (Chris Nash), harðjaxls frá Chicago, sem reynist hinn ágæt- asti lærifaðir. Vinátta, serðingarvandamál, stéttaskipting, feimni, kynslóðabil- ið, manndómsbarátta, táningaástir og afbiýði, allt eru þetta vel kunn hugtök úr mýgrút táningamynda á undanfömum ámm, enda undir- staða þerira flestra. Það sem sker á milli G.í.f. og annarra af þessari gerð er tímaskeið hennar, 1956, þegar sakleysið var enn einlægt en byrjað að marka fyrir hömlulausu frjálsræði komandi áratugar. Hrekkleysið og hálf-blint traust enn ríkur þáttur í skaphöfn unglinga. Og oft lipurt handrit Noels Black (Pretty Poison), en hann hefur orðið 18 ára á því herrans ári ’56, hand- ritið er ljúfsárar endurminningar sem em settar fram af augljósum trega og væntumþykju. Leikstjóranum og góðum aðstoð- armönnum hans hefur tekist að laða fram andrúmsloft sjötta áratugar- ins. Ekki síst með því að finna myndinni hárréttan ramma, kyrr- látt sveitaþorp í Ohio, þar sem tíminn virðist hafa staðið í stað sfð- ustu áratugina. Leikmunir og bún- ingar óaðfinnanlegir og gamal- kunnir Studebakerar, Thunderbird- ar, Lettar og Pontiacar, lög með Presley, Domino og fleira góðu fólki, sem drynja á djúkboxunum, koma áhorfendum í snertingu við hugblæ blómatíma pabba og mömmu þeirra margra. Þetta er alltsaman ágætt. En því miður eru Black og félagar ekki nógu úthaldsgóðir, myndin þynnist út þegar á líður. Aðlaðandi sögu af vináttuböndum er illa fylgt eftir og endirinn er ódýr, margtuggin lausn. Leikaramir eru prýðisgóðir og falla vel að hlutverkunum, einkum hinn geðfelldi McKeon (Centenn- ial). Tvímælalaust eru það þó leik- munimir, búningamir, tónlistin og umhverfið, hin velheppnaða endur- vakning löngu liðins, heiliandi tíma- bils sem hæst rís. Brottfarir, einnar og tveggja vikna feröir: 22/2,1/3,8/3,15/3,22/3 og 29/3 Verö er miðaö við mars. tveir i herbergi á Pension Maria TÞeresia. Flug, ferðir og morgunmatur innifalið. FLUGLEIÐIR TVeggja vikna páskaferð frá kr. 25.568 Það tókst - við getum bætt við fárþegum til Mayrhofen. Þeir sem örvæntu um skíðaferðina langþráðu geta aftur tekið gleði sína. Gríptu miðann þinn meðan hann gefst: Núna eigum við laus sæti í páskaferöina 15. mars, á veröi sem slær öllu við. Betri skíðastaður er varla til Þessi margrómaði bær, Mayrhofen, er áfangastaður Flugleiöa í skiðalöndum Austurrikis. Þar snýst allt um vetrariþrótdr: Bærinn er innarlega í Zillertal, stutt er á Penken og Ahom. Jafnvel þótt snjórinn bregðist er engu að kvíða. Aðeins hálftíma akstur er á Hintertux jökulinn, vinsælasta skíðasvæði atvinnumanna I Austurríki. Par eru brekkur við allra hæfi, og alltaf gott færi. Alpamlr lokka og laða Alpamir lokka til sín marga Islendinga í vetur. Skíðabakterían er kapítuli út af fyrir sig - eftir ferð til Mayrhofen er hún ólæknandi. Pú þarft ekki einu sinni að kunna á skiðum. I Mayrhofen eru margir virtustu skíðaskólar I Evrópu. Par verða flestir skiðasnillingar á skömmum tima! Viltu njóta lífsins? Mayrhofen er ekki bara skiðabær. Pegar brekkunum sleppir er úr mörgu að ve|ja. Hótelin í Mayrhofen eru einstaklega þægileg - það er alltaf stutt í naastu sundlaug eða heitan pott! Svo er bærinn fullur af ölstofum, veitingahúsum og diskótekum. Allir aldurshópar finna eitthvað við sitt hæfi. Gríptu sæti meðan það gefst! Framboðið er lítið: Nú er að hrökkva eða stökkva. Pú getur valið um falleg gistihús og glæsileg hótel. Hótel St. George er íburðarmikið hótel, sem býður margs konar munað. Svo er t.d. Pension Maria Theresia, lítið og vinalegt gistihús sem gerir vel viö gesti sína. Jóhann Vllbergsson sklðagarpur er þegar með pantað sæti. Hann mætir i Mayrhofen 22. febrúar! Eltt er víst, ferðin léttir pyngjuna mlnna en við mættl búast Hafðu samband við söluskrífStofur okkar! Fararstjóri Flugleiða i Mayrhofen er hinn góðkunni Rudi Knapp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.