Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986 Fyrir mér er söngurinn þroskaleið — segir söngkonan og kennarinn Þuriður Baldursdóttir á Akureyri, í viðtali við Fríðu Proppé blaðamann „NEI, ÉG ER ekkert skyld Kristjáni Jóhannssyni söngv- ara eða hans fólki, svo ég viti. Ég er af eyfirsku bænda- fólki, fædd og uppalin á Syðra-Hóli í Eyjafirði. Ég er ennfremur Þingeyingur, get rakið ættir mínar til hinnar þekktu Hraunkotsættar,“ svaraði viðmælandi okkar, söngkonan og kennarinn Þuríður Baldursdóttir, er við heimsóttum hana á heimili hennar að Einholti 12a á Akureyri. Þuríður söng nýverið í útvarpi og vakti söngur hennar athygli þeirra sem vit hafa á. Svar hennar hér að framan er við spurningu blaðamanns, sem hugleiddi hvort það væri tilviljun að margir góðir söngvarar eru frá Akureyri, eða hvort þessi snilligáfa Iiggi í norðlensk- um ættum. Þuríður segist sjálf „aðeins þokkalegur áhugamaður“ í sönglistinni. Raddsviðið segir hún vera mezzó, jafnvel fremur alt. Auk þess að vera húsmóðir og móðir tveggja barna stundar hún söngkennslu við Tónlistarskólann á Akureyri, er nú við það í hálfu starfi. Þuríður bauð upp á te og heimabakað og aðspurð um upp- haf söngferils síns sagði hún: „Eg byijaði seint og mest fyrir tilvilj- un. Ég var orðin 22 ára þegar ég hóf söngnám og líklega hefur það bjargað mér að hafa þá aldrei verið í kór. Ég bjó á þeim tíma í Reykjavík og var í einkatímum. Til Akureyrar flutti ég árið 1971, kunni aldrei við mig fyrir sunnan." Það lá beint við að spyija, hvemig áhugi á að læra að syngja vaknar á þessum aldri, en áður en færi gafst var Þuríður þotin fram í eldhús að útbúa meira tevatn. Það var eins og henni hefði dottið þetta sama framhald í hug því hún hélt áfram, óspurð: „Þó að ég hafí ekki byijað fyrr að læra þá hef ég sungið allt frá bamæsku. Pabbi og mamma sungu mikið við vinnuna. Það er tilvalið að syngja við vinnu í sveit. Þá var mikið hlustað á útvarpið í sveitinni. í því var mikið af góðri sígildri tónlist og sem betur fer engin rás tvö. Auðvitað hefur þetta haft áhrif í uppvextinum." Söngnám er eilífðarnám — Þú nefndir að það hefði bjargað þér að hafa aldrei verið í kór. Þýðir það að þínu mati að söngur í kór skemmi fremur en bæti raddir? „Sú hætta er alltaf fyrir hendi að þjálfun sé ekki rétt og að fólk festist í ákveðnu fari, sem erfíðara er að ná því úr en að þjálfa það frá upphafi. Góður kór er dásam- legt hljóðfæri, en hann verður aldrei góður nema fólkinu líði vel í honum og viti hvað það er að gera. Þess vegna er raddþjálfun svo nauðsynleg. í söngkennslu þarf að byija á byijuninni. Þegar bam fæðist grætur það og hlær og það beitir réttri aðferð við öndun. Síðar tökum við upp rangar aðferðir og það tekur mikinn tíma að ná grundvallaratriðunum í söng- kennslu. Þess vegna er svo nauð- synlegt að þessi þráður frá fæð- ingu slitni aldrei. Mér þykir til dæmis ætíð miður að heyra fólk segja frá því, að það hafi byijað hjá þessum eða hinum söngkenn- aranum og að því hafí síðan ekkert miðað fyrr en það hóf nám hjá einhveijum öðrum — þá hafí þetta fyrst farið að ganga. Söng- kennsla er þannig, að forvinna tekur gífurlegan tíma, ekki sízt þegar nemendur koma úr kórum. Fyrst þarf að ná trúnaðarsam- bandi og fyrstu vikumar geta farið í sífelldar endurtekningar. Annars er söngnám eilífðamám. Við emm alltaf að fínna nýja fleti og þróa söng okkar." Tónlist á ekki upp á pallborðið hjá fólki — Þitt eigið nám. Hvað tók við eftir einkatímana í Reykjavík? „Ég er fyrst og fremst móðir og húsmóðir og lít eiginlega ekki á mig sem söngkonu heldur sem þokkalegan áhugamann. Ég hef þó reynt að fara á námskeið er- lendis árlega og jú, ég má ekki gleyma því, ég fékk hálft ár fyrir sjálfa mig og nam þá söng í Vínar- borg. Það tekur sinn tíma að ala upp böm og fertug húsmóðir úti á landi hefur ekki marga mögu- leika. Ég er nú í hálfri stöðu við að kenna, þó ég sé réttindalaus. Ástæðan er sú, að það vantar tónlistarkennara og söngkennara. Ég er með um tíu nemendur og ensk stúlka sem kennir einnig söng við Tónlistarskólann er með álíka marga. Tónlist á ekki upp á pallborðið hjá fólki. Fólk skilur ekki nauðsjm og gildi tónlistar. Það er til dæmis mjög sjaldgæft að böm fái „sprautuna" á réttum tíma til að læra að syngja. Hér á Akureyri vantar til dæmis tilfinnanlega alvörubamakór. Hér em aðeins Með nemanda í kennslustund. skólakórar, sem starfa takmark- að. Varðandi afstöðu almennings þá fínnst mér fólk oft rugla saman, eða það greinir ekki á milli, hvort söngur er góður, hvort röddin er tæknilega góð eða hvort lagið er bara gott. Ég held að ókunnugleikinn varðandi þetta valdi því, að fólk dæmi söngvara oft ranglega. Þeim sé því á stund- um hampað óverðugum og í móti séu þeir dæmdir ranglega." Misskilningur að til sé laglaust fólk — Eitthvað þarf þó fólk að hafa til að bera til að helja söng- nám? Hefði til dæmis nokkm breytt fyrir þann sem telur sig vitalaglausan að hafa stundað söngnám í æsku? „Þetta er algengur misskilning- ur að til sé laglaust fólk. Auðvitað em raddir mismunandi en þetta má þjálfa eins og allt annað. Það geta allir lært að syngja. En ég tel að fyrst og fremst þurfí hugar- farsbreyting til að koma. Tónlist- amám er svo til ekkert í almenn- um skólum og undirstaða söngs- ins sem annars tónlistamáms er að kunna að lesa nótur. Þetta ætti ekki að vera eins mikið mál og talið er í dag. Það skiptir áreið- anlega einnig miklu máli að böm aiist upp við tónlist — að þetta komi af sjálfu sér sem eðlilegur þáttur í lífí hvers einstaklings." — Hvað er það sem söngurinn gefur fólki umfram það sem annar tjáningarmáti gefur að þínu mati? Færð þú til dæmis meira út úr því að syngja en „raularinn" sem „hummar" með útvarpstónlist? „Söngurinn gefur andlega út- rás. Þú gefur um leið af sjálfum þér, tjáir líðan og tilfínningar. Söngvarinn þarf ekki að fara á næsta bar og segja frá sjálfum sér. Hann syngur frá sér og gefur um leið. Við eigum okkar góðu tíma og slæma tíma. Ég er ékki frá því að slæmu tímamir gefí jafnmikið og þeir góðu. Þegar mér tekst illa upp þá skynja ég sjálfa mig, tilfínningar mínar, betur eftir en áður.“ Krislján Jóhannsson toppurinn í dag- Þuríði var mikið niðri fyrir er hún ræddi stöðu tónlistamáms hérlendis og álit almennings á þeim málum. Ég spurði því, hvort ekki mætti greina framför þrátt fyrir þetta og hvort við ættum ekki nokkuð góða söngvara, að ekki sé talað um ef notuð er algeng mælieining — „miðað við manníjölda". „Jú, vissulega hefur nokkuð miðað og viðhorf hafa breyst. Við eigum hér fyrir norðan nokkrar góðar raddir. Af þekktum íslend- ingum er Kistján Jóhannsson toppurinn okkar í dag. Hann hefur enda fómað miklu fyrir sönginn og náð árangri í samræmi við það. Fyrir konur, sem jafnframt eru eiginkonur og mæður, tel ég málið vera það, að þær standa aldrei jafnfætis körlum. Það er einfaldlega þannig, að það em Morgfunblaðið/Skapti Hallgrimsson gerðar meiri kröfur til kvenna í daglegu lífí.“ Er ekki að sækjast eftir stórum hlutum — Framtíðin, hvað varðar söng- inn. Sérðu fyrir einhver tækifæri fyrir söngkonu hér á Akureyri? „Það er nú ekki um auðugan garð að gresja, ekki hér fremur en í Reykjavík. Óperan er að mér skilst í kröggum og ef Þjóðleik- húsið færir upp em margir um hvert hlutverk. Hér á Akureyri tel ég að Leikfélagið gæti til dæmis sett upp óperettur. Þær em að sumu leyti ekki eins vandmeð- famar og ópemr og ég held að það mundi borga sig fyrir leik- félagið að setja upp a.m.k. eina slíka. Þeir hafa fremur kosið að setja upp leikrit með söngvum. Þar er um annan hlut að ræða. Ég sé ekki fyrir mér neina stóra hluti, enda er ég ekki að sækjast eftir slíku.“ Þægilegri samvemstund yfír tebollum var lökið og er við tygj- uðum okkur til brottferðar spurði ég: „Áttu þér ekki draum eins og títt er um þá sem taka virkan þátt í listsköpun? „Auðvitað býr í mér, eins og öllum öðmm, löngun til að fá að njóta mín. Mig langar að gera skemmtilega hluti, en það em mörg ljón í veginum. En kjami málsins er fyrst og fremst sá, að fyrir mér er söngurinn þroskaleið. Sú ögun sem þarf til að geta gengið að sjálfum sér eins og hljóðfæri er gífurleg og kennir manni að þekkja sjálfan sig.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.