Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986 F JL atatíska er síbreytileg og hefur lengi verið vinsælt umfjöllunarefni. Á undan- fömum árum hefur færst í vöxt að gaumur sé gefínn að búningum og tísku fyrri alda. Hver öld hafði sína tísku sem miðaðist við þjóðfélags- strauma, en hér á landi sem annars staðar fór það eftir þjóðfélagsstöðu hvers og eins hvemig klæðst var. Klæðaburður íslenskra karla á 16., 17., og 18. öld heitir bók sem gefín var út af Sagnfræðistofnun Háskóla íslands á síðastliðnu ári. Höfundur hennar er Æsa Sigurjónsdóttir, en hún samdi verkið fyrst sem lokaritgerð til BA-grófs í sagnfræði við Háskóla íslands vorið 1983. í ritgerðinni er fjallað um klæðaburð karla á íslandi frá því nokkm fyrir siðaskipti til aldamótanna 1800. „Ég skrifaði ritgerðina undir handleiðslu Bjöms Th. Bjömssonar, listfræð- ings, en hann benti mér á minnisgreinar Giss- urar Einarssonar biskups þar sem miklar upplýsingar er að fínna um klæðnað á 16. öld og það kom mér á sporið. Þetta efni er í miklum tengslum við listasögu á þann hátt að maður vinnur út frá teikningum og málverkum þó ég hafí auðvitað einnig unnið mikið með ritaðar heimildir," sagði Æsa í samtali við Morgun- blaðið, en hún stundar nú framhaldsnám í lista- sögu í París. Stefán Ólafsson, síðar skáld og prestur í Valla- nesi, ásamt bræðrum sinum og föður. Búningur Stefáns er dæmigerður fyrir þann klæðnað sem tiðkaðist um miðja 17. öld í norðurhluta Evrópu. Þetta er hluti minningartöflu Ólafs Einarssonar prófasts í Kirkjubæ í Hróarstungu sem máluð var í Kaupmannahöfn árið 1648. Hún er varðveitt í Þjóðminjasafninu. Ljósmynd: Gísli Gestsson. Hér má sjá Jón Þorláksson sýslumann með dökka hárkollu, klæddan silkikjól og með sverð. Myndin var máluð af séra Hjalta Þorsteinssyni í Vatnsfirði við Djúp árið 1688 og er varðveitt í Þjóðminjasafn- inu. Þessi tíska barst til landsins úr hirðsölum Evrópu á siðari hluta 17. aldar. Ljósmynd: Gísli Gestsson. Hreppstj órarnir fylgdust með óhæfilegnm klæðaburði Rætt við Æsu Sigurjónsdóttur um bók hennar Klæðaburður íslenskra karla á 16., 17. og 18. öld Æsa Siguijónsdóttir. Myndin var tekin í París sl. haust. Ljósmynd: Kristbjörn Egilsson. Æsa segir að lítið sem ekkert hafi verið skrifað áður um klæða- burð íslenskra karlmanna á fyrri öldum og engin samantekt eða yfír- lit hafí verið til yfír búninga þeirra. Um búninga kvenna er til bókin íslenzkir þjóðbúningar kvenna frá 16. öld til vorra daga sem gefín var út í Reykjavík 1969 og er eftir Elsu E. Guðjónsson. „Ég leitaði fanga m.a. í Islenzku fombréfasafni og Alþingisbókum, sem ög íslandslýs- ingum, annálum, endurminningum og ferðabókum íslenskra og út- lendra manna. Þær urðu umfangs- meiri heimildir um búninga er líða tók á 17. öld og einkum er kom fram á 18. öld þegar upplýsinga- stefnunnar tók að gæta hér á landi og menn gerðust ötulli við rann- sóknir. Miklar upplýsingar um klæðnað er einnig að fínna í bréfa- bókum biskupa og uppskriftum dánarbúa, en þetta eru heimildir sem ekki hafa verið kannaðar til hlítar," segir Æsa. Hún bætir við að kveðskapur gefí einnig góða mynd af tíðarandanum og sýni þær hliðar mannlífsins sem ekki komi fram í öðrum heimildum. Til dæmis séu ádeilukvæði 17. aldar merk heimild um búninga og tísku þeirra tíma og lýsi oft því, sem hefur þótt fárániegt eða hneykslanlegt. „Á Þjóðminjasafninu er talsvert til af myndum af embættismönnum sem gerðar eru af samtímamálur- um. Þær eru þess vegna ágætar heimildir um búnað fyrirmanna og gefa einnig góða hugmynd um skegg- og hártísku aldanna. Þessar myndir eru flestar frá 17. og 18. öld og verður að leita til handrita til að fínna myndir frá 16. öld,“ segir Æsa. „En myndir geta verið varasamar heimildir. Rannsóknir á heimildagildi þeirra liggja oft ekki fyrir, og erfítt getur reynst að ákvarða aldur þeirra og höfund. Til dæmis hafa nokkrar myndir sem til eru á Þjóðminjasafninu verið málaðar erlendis og þá iðulega eftir ákveðnum stílhefðum og tísku fremur en fyrirmyndinni sjálfri. Einnig getur málverkum hafa verið breytt eftir á,“ segir Æsa. „En þrátt fyrir alla þessa fyrirvara eru þessar myndir í mörgum tilfellum með allra bestu heimiidum sem til eru um íslenska búninga og tísku þessa tíma.“ Lagatilskipanir um klæðaburð í bók sinni fjallar Æsa fyrst um skrúðklæðaburð og segir að lagatil- skipanir um klæðaburð hafí lengi tíðkast hér á landi eins og víða annars staðar. „Svona lagasetning var mjög algeng, ekki bara á ís- landi, og það má segja að það sé enn verið að setja slík lög sums staðar í heiminum. Til dæmis eru víða í múhameðstrúarlöndum mjög skýrar reglur um klæðaburð kvenna. Þetta er því nokkuð sem sennilega hefur alltaf verið til, bara { mismunandi myndum. Á þessum árum, sem ég §alla um í ritgerð- inni, er þetta sérstaklega bundið við stétt og stöðu. Ákveðin stétt hafði t.d. einkarétt á því að bera ákveðna gerð skartgripa, nota ákveðnar gerðir útsaums og ákveðna liti,“ segirÆsa. í Jónsbók eru slík ákvæði og nefnast þau „Um skrúðklæðaburð". Þessi ákvæði giltu svo lengi sem Jónsbók var lögbók íslendinga, eða formlega til ársins 1662. Æsa segir að hins vegar sé vísað til þessara ákvæða allt fram á 18. öld og þau áréttuð hvað eftir annað, þannig að líklega hafí gengið illa að fram- fylgja þeim. Um það hvaða liti fólki var gert að klæðast er til dæmi úr þjóðsögum Jóns Ámasonar: „Bóndi þessi átti flörutíu hundruð í fasteign og að því skapi af lausafé. Hann gekk á grænni treyju og er í munn- mælum að það hafi verið einkennis- búningur þeirra sem áttu fjörutíu hundruð í jörðu og þar yfír.“ Hreppstjórar höfðu það hlutverk að fylgjast með óhæfílegum klæða- burði í hreppi sínum, gera klæði upptæk og innheimta sektir. Lög- manni bar að fyrirbjóða ólöglegan burð hnífa og klæða, bæði á héraðs- þingum og á Alþingi, en Æsa kveðst engar heimildir hafa fundið um hvort eftirlitinu hafí verið fram- fylgt. Hins vegar sé víða að fínna kvartanir og áminningar, og á 16. og 17. öld séu oft nefndir dómar um óhæfilegan og ólöglegan klæða- burð bæði á Alþingi og í héraði. Þessum dómum var þá oftast beint gegn því fólki sem var of fátækt samkvæmt lögum til að geta borið skrúðklæði en ásældist engu að síð- ur útlendan vaming. Endurreisnartíska og spænsk áhrif „Heimildir sýna að áhrif endur- reisnartískunnar vom mikil hér á landi á 16. öld, en þau komu fremur seint. Þá áttu íslendingar í meiri og flölbreyttari samskiptum við út- lendinga en sfðar varð, einkum við þýska kaupmenn og þá sér í lagi Hamborgara. Myndir í Reykjabók, sem var skreytt á ofanverðri 16. öld, sýna að áhrif þýskrar endur- reisnartísku em rílqandi hjá karl- mönnum af efri stéttum hér á landi á þeim tíma, miklu fremur en áhrif annars staðar frá,“ segir Æsa. Endurreisnarbúningurinn var litrík- ur, efnismikill og virðulegur. Sér- stök áhersla var lögð á hið breiða og karlmannlega, og um leið hið þægilega og eðlilega. Búningurinn var víður, svo að auðvelt væri að hreyfa sig í honum, en hosur og ermar þröngar til að kraftur vöðv- anna nyti sín. Hár og skegg var þverskorið, axlir ýktar, skór lágir og höfuðfatið flatt til að undirstrika hið breiða ogjarðbundna." Æsa segir að þó endurreisnar- búningurinn sé áberandi í handrita- lýsingum frá 16. öld, beri þær einn- ig vitni um að miðaldatiska ýmiss konar hafí lifað með alþýðu fram eftir öldinni. Teikningar í Heynes- bók, handriti frá 2. fjórðungi 16. aldar og Reykjabók, handriti frá 7. eða 8. áratugi 16. aldar (hvort tveggja Jónsbókarhandrit) sýna fólk við hin ýmsu störf. Vinnumenn og bændur klæðast stuttum treyj- um við vinnu sína og þröngum hosum sem minna einna helst á nútímasokkabuxur. Skór eru heimaunnir, nokkuð langir og með mjórri tá. Yfir treyjunni er borinn víður stakkur, sem ýmist er hnésíð- ur eða ögn styttri. Á höfði bera menn hettu sem enn þekkist undir nafninu Mývatnshetta eða lamb- húshetta, og á hún aldur að rekja langt aftur í miðaldir, ef ekki lengra. Undir lok 16. aldar tók að gæta spænskra áhrifa hér á landi, sem var prestskragi eða pípukragi og svartur klæðnaður. „Þama urðu greinileg skil því ekki hafði áður borið jafn mikið á svona kolsvörtum klæðnaði og ekki má gleyma skegg- og hártískunni. Á endurreisnartím- anum voru menn oftast með eins konar passíuhár, þverskorinn topp og hárið örlítið niður fyrir eyru, og ef þeir voru með skegg var það alltaf haft þverskorið, en þegar spænsku áhrífanna tók að gæta voru þeir komnir með eins konar hökutopp," segirÆsa. „Spænska tískan var eins og önnur tíska fyrst og fremst tíska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.