Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986 heimspeki og setti það mark sitt á skáldskap hans. Hann lést ungur að árum, aðeins 35 ára, en dauða hans bar ekki að með eins hetjulegum hætti og leikritið vill vera láta. Það hrundi einfald- lega á hann timbur, lenti á höfði hans og Cyrano gaf upp öndina með það sama. „Það er ekkert leyndardóms- fullt við það að leika hlutverk Cyrano de Bergerac," varð Dan Sullivan, leiklistargagnrýnanda Los Angels Times, að orði þegar Shakespeare-leikflokkurinn var á ferð um Bandaríkin með leikrit Rostands. „Allt sem þú þarft að gera er að skylmast eins og djöf- ullinn sjálfur, fara með ljóð eins og engill, fá áhorfendur til að veltast um af hlátri, fá þá til að fella tár yfir tilburðum hans til að vinna hug og hjarta Roxönu og hafa eitt af heimsins bestu leikfélögum þér til stuðnings." Þykir Sullivan þessum Derek Jacobi hafa ailt það sem til þarf. Jacobi hefur enda fengið aragrúa verðlauna fyrir frammistöðu sína í hlutverki skáldsins ástsjúka með stóra nefíð. _ Cyrano de Bergerac - gamanleikrit eftir franska leikskáldið Edmond Rostand í upp- fœrslu konunglega Shakespeare leikflokksins í London sýnt í sjónvarpinu á mánudagskvöld Koparstungumynd eftir Z. Heince af Cyrano de Bergerac (1620—1655). Seinni tíma menn hafa gert hann að ástsjúkum rómantíker með svo tröllvaxið nef að hann telur vonlaust að vinna ástir nokkurrar konu. ÞANN 28. desember árið 1897 var frumflutt í París leikrit eftir ungan Frakka, Edmond Rostand (1868—1918) að nafni, er hét Cyrano de Bergerac. Rostand var gersamlega óþekktur í Frakk- landi áður en hann skrifað þetta fyrsta leikrit sitt um 17. aldar ljóðmæringinn de Bergerac. Einn fremsti leikari frakka, Constant Coquelin, fór með titilhlutverkið í verkinu og það er skemmst frá því að segja að því var gríðarlega vel tekið, Rostand varð frægur á einni nóttu fyrir „Cyrano" sinn og leikritið fór sigurför um heiminn. Mánudagsleikrit sjónvarps- ins að þessu sinni verður gamanleikur Rostands um Cyr- ano. Það var tekið upp í Barbican-leikhúsinu í London þar sem það var flutt af hinum Kon- unglega Shakespeare-leikflokki. Þýðandi leikritsins á enska tungu er hinn frægi breski rithöfundur Anthony Burgess, en Óskar Ingi- marsson þýðir stykkið fyrir sjón- varpið. Breski leikarinn Derek Jacobi fer með aðalhlutverkið, Cyrano, en Jacobi er íslenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur frá því hann lék í sjón- varpsþáttunum Ég, Kládíus hér um árið. Leikhópurinn ferðaðist með „Cyrano" yfir til Bandaríkj- anna 1984 og var hvarvetna vel tekið en Jacobi, leikstjórinn Terry Hands og sýningin í heild hlutu ýmis leiklistarverðlaun á árunum 1983 til 1984. Leikritið er í fímm þáttum og tekur tvo og hálfan tíma í sýningu. í dagskrárkynningu sjónvarpsins segir svo um efni þess: „Leikritið gerist í Frakklandi á 17. öld. Cyrano de Bergerac er ævintýra- maður og skáld, vel máli farinn og vopnfimur. Ekki veitti af þar sem Cyrano átti marga fjendur og háði ótal einvígi. Hann ann frændkonu sinni, Roxönu, en dirf- ist ekki að tjá henni ást sína vegna hins tröllslega nefs sem óprýðir hann. í stað þess gerist Cyrano milligöngumaður Roxönu og yngri og fríðari manns í ástarmál- um.“ Með hlutverk Roxönu fer Sinead Cusak. Staðreyndir um líf Cyranos de Bergerac hafa skolast talsvert til í gegnum aldimar en ekkert hefur þó ýtt eins undir þjóðsögumar um hann og leikrit landa hans, Ro- stands. Jean-Savinien Cyrano de Bergerac (1620— 1655) var há- menntaður maður. Hann stundaði háskólanám í Beauvais og hann fékk snemma orð á sig fyrir að vera góður hermaður, haldinn „djöfulsins hreysti". í orustu um bæinn Arras árið 1641 fékk hann sár á hálsinn, sem greri seint og illa. Cyrano var iðinn við að skora menn á hólm hvort sem var með gljáandi vopnum eða skammar- yrðum, sem hann var óspar á um sína stuttu ævi. Hann var ötull talsmaður náttúruvfsinda og Derek Jacobi og Sinead Cusak í hlutverkum Cyranos og Roxönu í uppfærslu konunglega Shakespeare-leikflokksins á leikriti Edmonds Rostand, sem sjónvarpið sýnir nk. mánudagskvöld. Á MYNDBANDALEIGUR NÆSTA MIÐVIKUDAG Erfinginn: Frábær myndaflokkur á tveim spólum - sem talað verður um. Missing In Action II: Enginn sannur Chuch Norris -aðdáandi sleppir þessari. Special Effects: Þessi hrottafengna mynd heldur þér nötrandi af spenningi frá byrjun til enda. Magnþrungin spennumynd sem segirfrá Mary-Jean, ungri stúlku sem vildi verða fræg leikkona hvað sem það kost- aði. Hún fær svo sannarlega ósk sína uppfyllta, en það verður heldur ekki aftur snú- ið . .. Sæðisbankinn geymirefni í erfingja eins mesta auðmanns í heimi. Efnið kemst í hendur misindismanna sem ætla að nota það til að ná yfirráðum í auðhring- num. „Erfinginn", stórfenglegt drama, þar sem fólki er miskunnarlaust beitt í baráttu um völd í heimi fjármálajöfranna. Chuck Norris á fáa sína líka, hann hefur sjaldan verið betri en í þessari æsispennandi hasarmynd, sem enginn sann- ur aðdáandi getur látið fram hjá sérfara. fyrrj hluti Einkaréttur og dreifing: Tefli hf.f Síðumúla 23, s: 686250. m Mfl . -.a-.- —........... jem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.