Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.01.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR19. JANÚAR1986 „Skoðanakannanir sýna að næstum er óhætt að draga ekki meira en 7000 nöfn út úr síma- skránni . . . Ennfremur álítur margfaldur meirihluti . . .“ Glefsur sem hljóða eitthvað á þessa leið berast að eyrum í ljúf- um söng úr útvarpinu. Vísast ekki alveg rétt heyrt. Skrifast þá á sljóleika Gáruhöfundar, sem trúir sínum eigin eyrum hvenær sem er eftir söngtextann í sjónvarpinu sem bögglar orðinu prófa saman í próa til að ríma á móti Nóa. Tók raunar ekki nú að sperra eyrun fyrr en þeim barst orðið skoðana- kannanir og síðan „Segðu mér satt, segðu mér satt, segðu mér satt.“ En þá tóku gráu heilasell- umar líka að gára. Ef skoðana- kannanir em komnar í dægur- lagatexta hjá vinsælustu hljóm- sveitinni, þá era þær„inni“, svo notað sé vont mál. Og eiga ekki dáikahöfundar blaðanna einmitt að taka fyrir það sem efst er á baugi? Orðunum skoðanakannan- ir og sannleikur sló saman og fylgdi spumingamerki? Alvitrir um skoðanakannanir segja líka að spumingamar og orðalag þeirra skipti ekki minna máli en svörin — þær séu ekki á færi nema Jærðra sérfræðinga. Vel trúlegt. í sjónvarpi sjáum við með eigin augum viðbrögðin þegar hljóðnemi er rekinn upp að andliti fólks úti á götu. Þrátt fyrir áfallið verður fyrsta viðbragð gjaman að sýnast ekki eins og asni frammi fyrir alþjóð — öragg- ast að samsinna fyrirspyijanda og segja „tvímælalaust." Alveg pottþétt orð! Skiljanlega vill fólk helst aka heim heilum vagni í allra augsýn. Ef að gripnir era 3—4, sem verða að mynda sér skoðun á sekúndubroti án þess að fá tfma til að hugsa eða fá útskýringar, þá verður niðurstaða þess sem á horfir vísast að þetta sé almenn skoðun í landinu. En það er kost- urinn við sjónvarpsspumingar, hvort sem þær era úti á götu eða í fréttastofti að maður heyrir og sér spyijandann líka. Getur gert greinarmun á þeim sem mynda spumingar með því að fullyrða sjálfir og ætla þeim sem svarar að nota stutta tímann til að mót- mæla eða leiðrétta og hinsvegar þeim sem spjnja stutt og hlutlaust til þess að fá svar eða útskýringu þess sem valinn hefur verið til að upplýsa. Á skömmum tíma lærir maður að þekkja aðferð hvers spyijanda og meta alveg á sama hátt og maður lærir í blöðum að velja sér til upplýsingar þá gagn- rýnendur í listum og bókmenntum sem gera svipaðar kröfur og maður sjálfur. Víðtækari og fag- legri skoðanakannanir era að vísu annað mál. En þama er aðvöran um að láta ekki undir höfuð leggj- ast að lesa vel spuminguna sjálfa og framsetningu hennar áður en niðurstöður era gleyptar hráar. Hvað þá áður en farið er að leggja útafþeim. Skýringamar geta líka orðið býsna varasamar. Fyrir jóiin birt- ist niðurstaða ábyrgrar skoðana- könnunar um jólamat íslendinga með tölum um hve stór hluti þjóð- arinnar borðaði hamborgarhrygg, hangikjöt eða ijúpur. Niðurstaðan virtist sú að færri hefðu ijúpur í jólamatinn en t.d. hamborgar- hrygginn. Þegar farið var að leggja út af þessu virtust menn slá því föstu að ijúpur væra ekki eins vinsæll jólamatur og fyrr. Rangt! Allar þær ijúpur sem hægt er að fá — að minnsta kosti í þéttbýlinu — vora keyptar og upp étnar jrfír jólin. Ekki hægt að fá fleiri. Það sannrejmdi Gárahöf- undur þegar þurfti að bæta við fyrri pöntun nokkram ijúpum síð- ustu dagana. Hafði raunar beðið eftir loforði um fyrri skammtinn þar til ijúpumar vora veiddar. Líklegasta skýringin sú að fólkinu fjölgar sem borðar jólamatinn en veiddu ijúpunum ekki. En hvaða áhrif hefur svo skoðanakönnunin með þessum útleggingum? Kannski að nú orðið sé eitthvað annað og nútímalegra sem menn eigi að borða á jólum. Og það skiptir marga miklu að gera eins og allir hinir. Það þætti okkur leiðinlegt, ijúpnaaðdáendum! Umheimurinn hefur samt ekki mestar áhyggjur af ijúpunum þegar vald skoðanakannana er metið. Þegar Lee Iacocca, iðnjöf- urinn og dálkahöfundurinn, sem sagt er að Bandaríkjamenn geti jafnvel hugsað sér sem næsta forseta Bandaríkjanna, kom í Hvíta húsið hrósaði Ronald Reag- an ákveðinni grein eftir hann í Newsweek. En bætti við að sér- fræðingur sinn um skoðanakann- anir segði að þær sýni að ekkert sé óvinsælla en að skattleggja gasið. Og virtist taka mið af því. En Iacocca hefur einmitt í skrifum sínum verið að vara ákaft við því að skoðanakannanir séu fam- ar að móta stjómarstefnuna í Bandaríkjunum. Ekki öfugt, að menn séu kosnir til forastu af því að þeim sé treyst til að hafa næga yfírsýn til að móta stefnuna og ákveða framkvæmdir fyrir alla. En era það ekki forastumenn- imir sem sitja uppi með ábyrgðina meðan almenningsálitið hefur frítt spil til að skipta skýringar- laust um skoðun þegar fer að skina í að hún sé kannski ekki svo snjöll? Og skoðanakannanir um málefni og stjómmálamenn era einmitt oft gerðar í hvelli, áður en öll málsatvik era komin fram eða aðeins rök annars aðilans. í skoðanakönnun sem gerð var nú í vikunni í Bretlandi, daginn eftir að Heseltine vamarmálaráðherra sagði af sér vegna ágreinings við Margaret Thatcher um ákveðið mál, vora viðbrögð t.d. mjög honum í vil. 71% töldu að Marga- ret hefði orðið á í messunni og hann fór fram úr henni sem æskilegt forsætisráðherraefni íhaldsflokksins. Sagt að nú verði Margaret Thatcher að fara að vara sig. Gefið í skyn að forsætis- ráðherrann eigi að taka mið af þessari skoðanakönnun. Viðkom- andi mál mun þó halda áfram og eflaust margt enn eftir að koma fram, sem hugsanlega gæti brejrtt almenningsálitinu. Ef það er þá ekki þegar búið að festa sig við fyrsta viðbragð. Það hefur nefni- lega tilhneigingu til að gera það. Þá eram við komin í hring. Bæði einstaklingar og hópar hafa tilhneigingu til að elta aðra í skoðunum, fínnst að það hljóti að vera rétt sem svo mörgum fínnst. Og þora ekki eða hugkvæmist ekki að ganga gegn því. Latnesk- ur málsháttur segir að forsjónin hjálpi þeim djörfu og hafni heigl- unum. Satt er að vissan kjark þarf til að ganga gegn afgerandi áliti í skoðanakönnun. En þótt aldagrónir málshættir byggi jrfír- leitt á rejmslu kynslóðanna, er skiljanlegt að fólk veigri sér við að setja sitt pólitíska líf að veði þegar einhver skoðun er með réttu eða röngu orðin í könnun að almannavilja, þar sem Einbjöm eitir Tvíbjöm, Tvíbjöm Þríbjöm o.s.frv. Alltjent ætti maður að skoða á hvaða stigi máls skoðana- könnun er gerð og eftir hve stað- góðar almennar upplýsingar áður en niðurstöður era skoðaðar og eltar. Annars lét sá klóki karl Bemhard Shaw hafa eftir sér: „Er ekki skelfílegt að horfa upp á ábyrgustu aðila fara að ráðum manns!“ Þar sem málið virðist botnlaust og plássið búið verða vangaveltur Piets Hein í íslenskum búningi Helga Hálfdanarsonar að nægja um Sannleikann: Vitringur fyllti flata dós af fögrum sannleikoghreinum og fyrir þann boðskap hlaut hann hrós af heilluðum lærisveinum að nú hefði list hans látið í té þálausnágátuífaginu, að býsna flatur að sönnu sé sannleikurinn í laginu. ÞITT EIGIÐ HEIMILIA SPANI frá kr. 550.000 Ókeypis sýningarferð Við höfum bókoð aukoflug til COSTR8LRNCR þonn 26/2 nk. KOMDU M6Ð. Sýningorferðin er ókeypis fyrir þó sem festo koup. Rnnors kostor ferðin kr. 24.900 innifolið í verð- inu er ollt ss. hótel — motur — gisting o.fl. Þoð er til mikils oð vinno með snöggri ókvörðun, hofðu sombond við okk- ur og fóðu frekori upplýsingor. fl sólrikQstQ stoð Sponar Öll svæðin ohhor liggjo við hino stórkost- legu strönd COSTfl BLflNCfl (skommt fró Benidorm). Sólin skín þor 320 dogo ó óri og þor getur þú leikið Golf ollon órsins hring. Sjórinn er svo heitur oð þú getur boð- oð þig í honum olveg from f desember, sonnkolloð sældorllf. Roðhús, einbýlishús 09 ibúðir Við höfum uppó morgt oð bjóðo. fjórum svæðum eru ibúðir fró 550.000 og roðhús fró 650.000. PonorQmQ, vinsældimar outost Hópunktur houstsins eru Ponoromo roðhúsin sem liggjo við 17 km longo Lq Moto ströndino. flonoromo roðhúsið er tveggjo hæðo 39ms með útipolli og fróbæru útsýni. Dogstofo með boreldhúsi, svefnherbergi og fullbúnu boðherbergi, ollt þetto gerir flonoromo húsið oð droumostoð þeirro sem viljo búo við hof ið f sól og sælu. Og kvnningorverðið er ótrúlego lógt, 27.500 krónur í óvísun €f þú ókveður oð koupo Ibúð eðo hús í sýningorferðinni færð þú hús- gognoóvfsun uppó 100.000 peseto, óvfsunin gildir f Torreomor hús- gognoversluninni. SÝNING Á HÖTEL ESJU SUNNUD. 19/1 & 26/1 * KL. 13—18 SvenskkOLloyd □ Óska eftir frekari upplýsingum Nafn:________________________ Heima: Sími: _ Jan Almkvist Álftamýri ý. 108 Rvk. Sími 36662

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.