Morgunblaðið - 19.01.1986, Page 52

Morgunblaðið - 19.01.1986, Page 52
VJterkurog ^3 hagkvæmur auglýsingamiðill! fttiitgtittMft&ifr ttgtmMftfelfr HIBOCURIHBMSKEÐJU SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Þrír menn í gæsluvarðhald: Grunaðir >um að stela peningaskáp ÞRÍR menn hafa verið úrskurð- aðir í viku gæsluvarðhald vegna gruns um að hafa brotist fyrir nokkru inn á bensínsölu OLIS á Klöpp og stolið peningaskáp með á annað hundrað þúsund krónum i. Peningaskápurinn fannst í vikunni i fjöru vestur á Seltjarn- arnesi. Hann hafði verið brotinn upp og öllum verðmætum stolið. Grunur féll á mennina eftir að skápurinn fannst vestur á Seltjam- amesi. Þeir voru handteknir á ^föstudag. Rannsóknarlögregla rík- isins vinnur að rannsókn málsins. Þrengist um hjá smáfuglunum „ÉG VIL biðja fólk að muna eftir smáfuglunum þvi núna er viða þröngt i búi þjá þeim,“ sagði fuglavinur, sem kom að máli við Morgunblaðið i gær. Fuglavinurinn bætti þvf við að smáfuglamir leituðu gjama þangað . sem þeim hefði verið gefið áður þegar þrengdist um hjá þeim. „Það er mikilvægt að kaupmenn hafi ávallt á boðstólum fuglafræ í verzl- unum sínum og ekki er síður mikil- vægt að fólk sé duglegt að kaupa fræið og dreifa því þar sem ekki er hætta á að kettir komist að fuglunum," sagði hann. X „Aligæsir“á Tjöminni 1 Morgunblaðið/Ámi Sœberg — ' - <db ÞEIR sem átt hafa leið framhjá Tjörainni að undanförnu hafa tekið eftir miklum fjölda gæsa og álfta sem hafa spókað sig um á isnum og tekið sundspretti i vökinni. Vegfarandi einn taldi þar tæplega 140 gæsir og rúmlega hundrað álftir. Gæsirnar fannst honum aðgangsharðar og óttaðist að þær tækju alla fæðu frá öndum og álftum. Að sögn Ævars Petersen fuglafræðings er þó engin ástæða til að óttast að gæsir éti hina fuglana út á gaddinn. Endur og álftir hafa verið hluti af lífríkinu hér að vetrarlagi alla tíð og geta því leitað sér fæðu víða. öðm máli gegnir um gæsina, en sá hópur sem er á 'Ijöm- inni er hluti af stofni sem hefur verið hér frá 1957. Nær allur gæsa- stofninn fer suður til Bretlands á vetuma og heldur til þar fram í apríl, er þær koma hingað. Gæsimar á Tjöminni em því orðnar hálf- gerðar aligæsir og háðari þeirri fæðu sem þær fá þar en endur og álftir. Gæsimar haga sér mjög ólíkt villtum fuglum, og sagði Ævar það undir manninum komið hvort hann vilji halda lífí í þessum fuglum fyrst hann er að koma upp svona stofni. Hrafn GK kláraði kvótann fyrstur „MÉR virðist vera meira af loðnu á miðunum en nokkru sinni áður og þvi er ekki nema von að vel hafi gengið, þó mikið hafi þurft að kasta. Við vorum að klára kvótann, 19.600 í þessum túr og þó gott sé að eyða ekki of miklum tíma í að klára skammt- inn sinn, hefði ég viljað fá að veiða meira,“ sagði Sveinn ísaks- son, skipstjóri á Hrafni GK, í talstöðvarspjalli við Morgunblaðið á föstudag. Sveinn og kallarnir hans urðu fyrstir til að klára kvóta sinn á vertíðinni, en þeir byrjuðu veiðar 20. ágúst í fyrra. Sveinn sagði að þeir hefðu verið fiskkvóti, sem ætti að duga hluta rétt sunnan Langaness að taka þær 650 lestir, sem eftir voru af kvótanum og ætlunin væri að sigla með aflann. Líklega til Leir- víkur á Hjaltlandi, en það færi þó eftir veðri. Hann sagði tíðarfar í haust hafa verið mjög gott og veiði góða, nú væri orðin veiði bæði nótt og dag. Mikið hefði þurft að kasta á þessari vertíð, enda fylgdi það oftast Jan Mayen-veiðinni, svo talsvert hefði þurft að hafa fyrir þessu. Pram- undan væri vonandi einhver bol- af vertíðinni og síðan væri bara að bíða næstu vertíðar. Bolfisk- veiðamar bættu stöðuna nokkuð, en það væri allt of langur tíma að þurfa að liggja nánast hálft árið. „Við höfum aðeins einu sinni til þessa siglt með afiann og þá til Færeyja, en nú ætlum við að ljúka þessu með siglingu, annað- hvort á Hjaltland eða Orkneyjar. Við fáum um 3.000 krónur fyrir lestina þar en 1.700 til 1.800 krónur hér heima," sagði Sveinn. Tap á síldarsöltun í haust 7 5 milljónir Utflutningsverðmæti síldarinnar um einn milljarður TAP á söltun síldar á vertíðinni í haust er verulegt að sögn salt- enda og tap á hverri tunnu að minnsta kosti 300 krónur. Miðað við heildarsöltum í um 250.000 tunnur er tapið um 75 milljónir króna, en útflutningsverðmæti þessa magns var um einn millj- arður króna. Gunnlaugur Ingv- arsson, framkvæmdastjóri Bú- landstinds á Djúpavogi, segir að nú séu mistökin við verðlagningu síldarinnar upp úr sjó í haust að koma fram. Þeir, sem ekki fari á hausinn, bæti bara við skulda- súpuna. Uppgjörin dugi varla fyrir afurðalánum. Verð á sfld upp úr sjó var í haust hækkað um 24% frá gildandi verði næstu vertíðar á undan. Á sama tímabili voru innlendar kostnaðar- hækkanir nálægt 40% og afurða- verð á mestum hluta sfldarinnar lækkaði um 13%. Fulltrúar Sfldar- útvegsnefindar neituðu að skrifa undir samninga með þeirri verð- lækkun fyrst í stað nema á móti kæmu verðuppbætur úr sjóðum sjávarútvegsins, en samningar voru eigi að síður undirritaðir án þess að uppbætumar væru tryggðar. Gunnlaugur Ingvarsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að nú væru menn að fá uppgert og greiðslumar dygðu í mörgum tilfell- um ekki fyrir afurðalánum. Fyrir- tæki hans hefði til dæmis verið að fá greiðslu fyrir tæplega 2.000 tunnur og hefði orðið að borga um 370.000 krónur með sér. Þetta Eskifjörður: væri víða svona og því yrði ekkert eftir til greiðslu reikninga frá haust- inu. Þeir, sem væru nýir í söltuninni eða væru ekki í öðrum rekstri, hlytu að fara á hausinn, hinir söfnuðu bara enn frekari skuldum. Myndböndum fyrir 140 þúsund stolið Eskifírði, 18. janúar. SVO virðist sem pakka með 52 myndbandsspólum hafi verið stolið við flugstöðina á Egilsstöðum. Málavextir eru þeir, að Trausti Reyk- dal, eigandi Vídeóleigu Eskifjarðar, setti pakkann, sem fara átti á myndbandaleigu á Seyðisfirði, I frakt hjá Austfjarðaleið, sem heldur uppi ferðum frá Neskaupstað um Eskifjörð til flugvallarins á Egils- stöðum. Er til Egilsstaða kom var bfllinn frá Seyðisfírði ekki kominn á stað- inn og lét bifreiðastjóri Austfjarða- leiðar pakkann á stéttina fyrir utan flugstöðina. Síðan hefur pakkinn ekki sést. „Þetta er mikið tjón," sagði Trausti Reykdal. „Um 140 þúsund krónur. Myndimar voru margar nýjar, frá því um áramótin. Mér finnst ansi hart að senda dýra hluti með frakt og svo er þeim bara hent á víðavang og ekkert hirt um þá meir. Þeir hjá Austfjarðaleið fírra sig allri ábyrgð. Segjast enga ábyrgð taka á pakkanum, sem var vel merktur og kannski hefur það freistað einhvers. Ég mun leita rétt- ar míns í þessu máli og hef kært það til réttra yfírvalda," sagði Trausti ennfremur. Ævar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.