Morgunblaðið - 08.02.1986, Page 4

Morgunblaðið - 08.02.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 Iðnrekendur um Þróunarfélagið: /" Lánasjóðir iðnaðarins endurskoði afstöðu sína STJÓRN Félags íslenskra iðn- rekenda hefur beint þeim tilmæl- um til stjórna lánasjóða iðnaðar- ins og til bankaráðs Iðnaðar- bankans að þeir endurmeti af- stöðu sína til Þróunarfélags ís- lands og að athugað verði hvort þróun iðnaðarins sé ekki betur borgið utan Þróunarfélagsins en innan, að þvi er segir í frétt frá félaginu. í ályktun stjórnar FÍI er harmað að „það skyldu verða örlög Þróunar- félags íslands hf. á sínum fyrstu starfsdögum að þurfa að þola póli- tísk afskipti af verkefnum stjómar félagsins þvert ofan á allar fyrri Reglur um krítarkort Viðskiptaráðherra, Matthias Bjarnason, hefur nú falið verð- Iagsstofnun að kanna hvort notk- un krítarkorta eins og henni er nú háttað samræmist lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Meðal annars er verið að kanna hvort notkun kortanna megi takmarka við ákveðin viðskiptasvið og at- hugað hvort heppilegt sé að þau séu notuð við matvælakaup. Matthías Bjamason sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann teldi rétt að kanna þetta og koma á einhveijum reglum eða lögum um notkun kort- anna. Ósanngjamt væri til dæmis að kostnaði vegna notkunar kort- anna væri velt út í almennt verðlag og legðist þannig einnig á þá, sem ekki notuðu kortin. Tiyggja bæri, að þeir, sem staðgreiddu vörur sínar, byggju ekki við iakari kjör en þeir, sem notuðu kortin. Einnig væri nauðsynlegt að kanna hvemgi þess- um hlutum væri háttað í nágranna- löndunum. yfirlýsingar stjómvalda um að félag- ið ætti að starfa á eðlilegum við- skiptagmndvelli án pólitískrar íhlut- unar af daglegri starfsemi", eins og segir í ályktuninni. Stjóm Félags íslenskra iðnrek- enda telji að með þessu sé búið að eyðileggja trú manna á að þetta fé- lag fái starfsfrið fyrir stjómmála- mönnum og telji raunar líkur á, að félagið verði lítið annað en nafn- breyting á Framkvæmdastofnun. Frá stjómarfundi Þróunarfélagsins í gær. Frá vinstri: Gunnlaugur Sigmundsson framkvæmdastjóri, Guðmundur G. Þórarinsson, Gunn- ar Ragnars, Þorsteinn Ólafsson, Jón Ingvarsson og Björa Þórhalls- son. Stjórn Þróunarfélagsins: Björn Þórhallsson kjörinn formaður BJÖRN Þórhallsson, viðskipta- fræðingur og varaforseti ASÍ, var S gær kjörinn formaður stjóraar Þróunarfélags íslands. Varaformaður var kjörinn Þor- steinn Ólafsson, framkvæmda- stjóri hjá SÍS og ritari Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvar- innar á Akureyri. Á stjómarfundi Þróunarfélags- ins, sem haldinn var í gær, föstu- dag, var auk stjómarkjörs gengið endanlega frá ráðningu Gunnlaugs Sigmundssonar í stöðu fram- kvæmdastjóra. Eins og kunnugt er sögðu þeir Davíð Scheving Thor- steinsson og Hörður Sigurgestsson sig úr stjóm félagsins vegna af- skipta forsætisráðherra af ráðningu Gunnlaugs í stöðu framkvæmda- stjóra. Þeirra sæti í stjóminni tóku Bjöm Þórhallsson og Gunnar Ragn- ars. Morgunblaðið/Emílía s-/ Úrvalslið Norðurlanda, fremri röð: Curt Hansen, Helgi Ólafsson og Bent Larsen. Aftari röð: Harry Schussler, Guðmundur Sigur- jónsson, Yijola, Simen Agdestein, Ulf Anderson, Rassmussen og Jóhann Hjartarson. Norðurlönd-Bandaríkin í skák: Stefnir í hörkuuppgjör „Stórskotalið norrænna og bandarískra skákmanna er mætt til leiks og það stefnir í hörkuuppgjör," sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands Norðurlanda, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Þá voru allir sterkustu skákmenn Norðurlanda og Bandarikjanna utan bandaríski stórmeistarinn Lev Alburt mættir til leiks. Alburt var væntanlegur til landsins i morgun. Forseti íslands verður við setn- son og Friðrik Ölafsson, en jafn- ingu keppninnar í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Setningarathöfn hefst klukkan 13 og mun kór MH syngja. Um hálftvö setjast kappamir að tafli. Ekki er ljóst hvort Alburt teflir í dag, en hans sæti tekur þá DLugy, heimsmeistari unglinga. Þeir Ulf Anderson og Bent Larsen leiða lið Norðurlanda, en í því eru fímm íslenskir skákmenn - allir stórmeistarar okkar, Helgi Ólafs- son, Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson, Guðmundur Siguijóns- framt teflir Jón L. Amason í úrvals- liði Norðurlanda. Yasser Seirawan leiðir banda- ríska liðið en hann er eini skákmað- urinn, sem hefur yfir 2600 Elo-stig. Jafnframt tefla kunnir skákmenn eins og Kavalek, Larry Christian- sen, Lev Alburt, Walter Browne og Robert Byme í bandaríska lið- inu. Á morgun fer síðari umferðin fram og verður einnig klukkan 13.30 í Menntaskólanum í Hamra- hlíð. Tekist á um kaup og kjör um miðja vikuna Af sölum engnm samnings- eða verkf alls- rétti einstakra félaga, segir formaður BSRB Sama loðnuverð áfram Á FUNDI Verðlagsráðs sjávarút- vegsins í gær varð samkomulag um, að lágmarksverð á loðnu til bræðslu frá 11. febrúar til loka vetrarloðnu- vertíðar 1986, skuli vera óbreytt fíá því sem gildir til 10. febrúar þ.e. 830 krónur hvert tonn. Verðið er miðað við samtölu fítu- og þurr- efnisinnihalds er nemur 24%. Sam- tala þessi reiknast þó aldrei lægri en 23%. Aðrir verðskilmálar eru óbreyttir. ÚTLIT er fyrir að um miðja næstu viku hefjist eiginlegar samningaviðræður um kaup og kjör milli BSRB og samninga- nefndar rikisins. Samningafund- ur hefur verið boðaður á mið- vikudagsmorguninn og þar munu samningamenn ríkisins væntanlega leggja fram töluleg- ar útf ærslur á þeim atriðum, sem fjallað var um í bréfi rikisstjóra- arinnar tíl launþegasamtakanna sl. miðvikudag, að þvi er Kristján Thorlacius, formaður BSRB, sagði eftir samningafund aðila í gær. Ekki dró til tfðinda á fundinum í gær, sem stóð í um eina klukku- Tónlist á íslandi 1 Norræna húsinu: Fyrirlestrar um tónlist á mið- öldum o g hljómsveitarleik í NORRÆNA húsinu stendur yfir sýningin „Tónlist á íslandi" en þar er islensk tónlistarsaga rakin frá þvi sögur hefjast. Nú um helgina verða haldnir tveir fyrirlestrar í tengslum við sýn- inguna, í dag talar Gunnar Egilsson klarinettleikari um þróun hljómsveitarleiks á ís- landi og á morgun sunnudag fjallar dr. Jakob Benediktsson um tónlist og tónlistariðkun á íslandi á miðöldum. Aðaluppistaða sýningarinnar í Norræna húsinu er ljósmyndaröð þar sem sjá má myndir af mörgum þeim, sem komið hafa við sögu í tónlistarlífi íslendinga frá þvf fyrir aldamót til dagsins í .dag, bæði einstaklingum og hópum. Þá eru á sýningunni ýmsir sögufrægir munir, mörg helstu hljóðfæri landsins, handrit, nótur og bækur. Gunnar Egilsson mun í fyrir- lestri sínum rekja sögu hljómsveit- arleiks allt frá því að Lúðurþeyt- arafélag Reykjavíkur hélt fyrstu opinberu tónleika, sem sögur fara Jakob Benediktsson af, í Reykjavík árið 1876, fram til dagsins í dag. Með fyrirlestrinum verða flutt tóndæmi úr gömlum hljóðritunum af hljómsveitarleik eftir því sem kostur er. Dr. Jakob sagði f samtali við blaðið að hann myndi m.a. flalla um þær heimildir sem við íslendi- ngar eigum um tónlist og tónlistar- iðkun hér á landi á miðöldum. Gunnar Egilsson „Heimildimar eru slitróttar, en það sem varðveist hefur er mest kirkju- tónlist, og mun ég gera nokkra grein fyrir því helsta á því sviði. Það em engin heil nótnahandrit til, en mikið af brotum, sem menn hafa verið að tína saman nú á síð- ustu ámm og ákvarða frá hvaða tíma þau em, og er þar um merki- legar rannsóknir að ræða. Heilleg- asta tónverkið sem til er frá mið- öldum er Þorlákstíðir, tfðasöngur heilags Þorláks, sem Dr. Róbert A. Ottósson gaf út á sínum tíma og skrifaði um doktorsritgerð." Dr. Jakob sagði að enn minna væri vitað um hljóðfæri þessa tímabils. „Nokkur hljóðfæri em nefnd frá þessum tíma, en við vitum ekki í hve miklum mæli þau vom notuð, það er talað um hörpu, og f einni heimildinni er talað um orgel sem Amgrímur Pálsson flutti hingað frá Noregi, en hvort það var notað eða hvert það fór veit enginn. Enginn veit í rauninni hve mikið af hljóðfæmm barst hingað frá öðmm löndum." Dr. Jakob sagðist flalla um þetta frá handritasjónarmiði, „í tónlist- arsögu er ég algjör leikmaður og geri enga tilraun til að rekja þetta frá þeirri hlið, til þess skortir mig allan lærdóm". Fyrirlestramir verða sem fyrr segir í dag og á morgun og heQast klukkan 17 báða dagana. stund, að öðm leyti en því að af hálfu BSRB vom lagðar fram tillög- ur sem svar við hugmyndum fjár- málaráðuneytisins um samnings- og verkfallsrétt opinberra starfs- manna. Þær tillögur vom birtar í Morgunblaðinu á miðvikudaginn. Tillögur BSRB fara í flestum atrið- um saman við tillögur ríkisins - að undanskildu því gmndvallarat- riði, að BSRB vill ekki afnema verkfallsrétt starfsmanna í lög- gæslu, heilbrigðisgeiranum og stjómarráðinu, eins og gert er ráð fyrir í tillögum fjármálaráðuneytis- ins. Tillögur BSRB em svohljóðandi: „1. Samningsréttur verði í hönd- um einstakra stéttarfélaga starfs- manna. 2. Verkfallsréttur ogframkvæmd verkfalls verði í höndum félaganna. 3. Til verkfallsákvörðunar þurfí samþykki í allsheijaratkvæða- greiðslu þess félags eða starfshóps, sem kjaradeilan tekur til. 4. Kjaradeiluneftid verði lögð niður. 5. Ekki verði lögbundin skylda til að leggja fram sáttatillögu." „Krafa okkar um að samnings- og verkfallsrétturinn sé óskoraður hjá félögunum er það, sem helst skilur á milli okkar," sagði Kristján Thorlacius. „Þessar hugmyndir okkar em nátengdar þeirri umræðu, sem nú fer fram um skipulagsmál samtaka okkar. Við sögðum á fund- inum að við hlytum að vona a ríkis- valdið kæmi til móts við okkur á jákvæðan hátt í þessu máli, svo ekki þurfí að koma til þess að ein- stakir hópar þurfi að beijast fyrir réttindum sínum, til dæmis með hópuppsögnum utan skipulags. Gangi tillögur ríkisins eftir þá tæki við öngþveiti,“ sagði Kristján Thorlacius. „Við myndum þurfa að skipuleggja baráttu okkar eftir eigin leiðum, eins og verkalýðs- hreyfíngin þurfti að gera fyrrir setn- ingu vinnulöggjafarinnar 1938 - við yrðum, með öðmm orðum, í svipaðri stöðu og félög Alþýðusam- bandsins vom í kringum 1920. “

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.