Morgunblaðið - 08.02.1986, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
9
Massívar
furuhurðir
Vönduð vara á vægu verði.
Opið í dagtilkl. 14.
Bústofn,
Smiðjuvegi 6, Kópavogi,
símar 45670, 44544.
MetsöluNaó á hverjum degi!
Alþýðubandalagið
Baráttudagar gegn rikisstjominni
Svavar Gestsson: Hvet menn til að taka þátt í aðgerðum gegn rikisstjórninni.
Vinnustaðaheimsóknir ogfundahöld 13. til 15. febrúar. Víða geigvcenlegt ástand vegna
stefnu rlkisstjórnarinnar. Fólkið þarfað rísa upp
fisrararttasr. jsssussjt sasSJKMtt sss:-:
| ÍS Köfura ákvcðiS >8 rfna
SKiÆaEsas: sax'Æí:
i* fr^ a« munum rfna W (o|vtlumenn flnkkstnöog 1.1 anduöéu v*ð rfktt«|óm.iu.cn bvcl)i ftokUmcnn hvarvetna Ul
hTl^toc^hu^EfSTci(61 Sft'Ljkom «ð *>gu forv.1? á».»ndW> vMia I Und.nu ct ikclf.- að uka þál. I undn^'""?
^ss m&s mm%
Alþýftuh
n aft lokun._
Hinkraðu aðeins
i
Mönnum er það einna minnisstæðast úr samtali við Svavar
Gestsson, formann Alþýðubandalagsins, í sjónvarpi á þriðju-
dagskvöldið, þegar hann lét í það skína, að flokkurinn væri ekki
búinn að segja sitt síðasta orð í kjarasamningunum, sem nú
standa yfir. Hinkraðu bara aðeins, Atli minn, sagði Svavar digur-
barkalega við Atla Rúnar Halldórsson, fréttamann. Ekki gat farið
fram hjá neinum, að það var hótunartónn í röddinni. Þeir, sem
á horfðu og hlýddu veltu því fyrir sér, hvað þarna væri á ferð-
inni. Um það er rætt í Staksteinum í dag.
Flokkspólitík
í samningana
Daginn eftír sjón-
varpsviðtalið við Svavar
Gestsson gátu lesendur
ÞjððviQans séð, hveiju
hann var að hóta, þegar
hann bað Atia Rúnar
Halldórsson að hinkra
við. f nœstu viku ætlar
Alþý<hihandftlAgifl ad
efna tíl „baráttudaga
gegn rfldsstjóminni"
viða um land. Tilgangur-
inn er „að styðja verka-
lýðshreyfinguna i hennar
baráttu" og „baráttudag-
amir“ eru einnig „liður
í undirbúningi undir
sveitarstjómarkosning-
arnar, en kosningabar-
áttan hefst af fullum
kraftí innan tíðar," eins
og haft er eftir Svavari
Gestssyni í Þjóðviyanum
ámiðvikudag.
Morgunblaðið vaktí
athygii á þessu í forystu-
grein á fimmtudaginn og
sagði ýmislegt nú benda
tfl þess, að stjóraendur
Alþýðubandalagsins
hefðu svipt Ásmund Stef-
ánsson umboði tíl að
halda áfram á sáttabraut
í kjaraviðræðunum. Hon-
um hefði einnig verið
skipað að hinkra við, bfða
eftír flokknum, svo að
unnt væri að efna tfl
„baráttudaga" gegn rfk-
isstjóminni í von um að
það dugi tfl að Lappa upp
á Alþýðubandalagið.
Sama dag og ábend-
ingar Morgunblaðsins
birtust skiptí Ásmundur
Stefánsson um tónteg-
und á fundi með viðsený-
endum sfnum. Hann settí
upp flokksgieraugun og
sá þá, að hann ættí að
yfja viðsenýendum sfnum
undir uggum, tfl að
gleðja þá, sem tejja sig
hafa tðgi og hagldir f
Afþýðubandalaginu -
„andófshópinn" svo-
nefnda. Hann er f andófí
við Svavar Gestsson, sem
gert hefur konsinga-
bandalag við Ásmund á
vettvangi flokksins, en
Ifkur benda til að bæði
Svavar og Ásmundur
ætíi að sækjast eftír
ðruggum sætum á næsta
framboðslista flokksins
tíl Alþingis. Eftir að
Össuri Skarpbéðinssyni,
formannsefni „andófs-
hópsins" tókst að fella
Guðmund Þ. Jónsson,
sérstakan skjólstæðing
Asmundar í forvalinu tfl
borgarstjómar, og ýta
honum úr 4. sætinu niður
f 12. á borgarstjómarlist-
anum, sjá þeir Svavar og
Ásmundur stnn sæng
uppreidda f flokksátðk-
unum og vilja ekki hætta
á að vera skotspónn
varaformannsins nýja,
Kristfnar Á. Ólafsdóttur,
og Þjóðviljaritstjórans.
Óttínnvid
almennings-
álitíð
Forystugrein Þjóðvijjans
f gær snýst um túlkun
Morgunblaðsins á krðfu
nlþýfh.Knndalngsmnnna
um að Ásmundur Stef-
ánsson hinkri við vegna
flokksins. Þjóðvfljinn kýs
hins vegar að hafna þeim
forsendum, sem allir
skynsamir menn hfjóta
að leggja tfl grundvaflar,
þegar þeir lfta á orð
formanns hinn „róttæka
afls“ verkalýðshreyfing-
arinnar og viðbrögð Ás-
mundar Stefánssonar.
Þjóðviljinn lætur eins og
„skeiðklukkan" gangi á
stjómvöld f kjaramálun-
um. Þá segir blaðið „al-
veg ljóst, að enginn
launamaður getur beðið
lengur eftír leiðréttíng-
nm á launurn." Og enn
segir í Þjóðvfljanum:
„Það er ekki hægt að
bfða eftír þvf að for-
manni Sjálfstæðisflokks-
ins þóknist að hafa skoð-
un á kjarabótum. Verka-
týðafélögin munu nú
hvert af öðm afla sér
verkfallsheimfldar. Hvað
geta þau annað gert? Það
er það vopn sem notað
er þegar annað ber ekki
árangur."
Nauðsynlegt er að líta
á þessar fullyrðingar f
ljósi staðreynda, en þær
em Þjóðvfljamönnum
ekki kærastar, þegar
ætlunin er að misnota
verkalýðshreyfinguna:
Asmundur Stefánsson
ritaði rfkisstjóminni og
þar með Þorsteini Páls-
syni, fjármálaráðherra
og formanni Sjálfstæðis-
flokksins, bréf f síðustu
viku. Rfldsstjómin svar-
aði þessu bréfi á mið-
vikudag og efndi þá tíl
fundar ma. með Ás-
mundi StefánssynL Eftir
fundinn lýsti Asmundur
svari rfldsstjómarinnar
sem jákvæðu innleggi"
Hann sagði einnig, að
rfkisstjómin teldi ekkert
f hugmyndum ASÍ, sem
ekki væri vert að ræða.
Ásmundur lét þess
hvergi getíð, sem Þjóð-
vfljinn reynir nú að gera
að aðalatriði, að hann
væri að bfða eftír rflds-
stjóininni.
Öllum almenningi er
ljóst, að verði tafir á
samningum núna er það
vegna flokkspólitfskra
hagsmuna þeirra, sem
beijast um vðld og áhrif
í Alþýðubandalaginu.
Það er óttínn við þetta
almenningsálit, sem
stjómar penna þess
tiiania, er yrkir öfug-
mælavfsuna f forystu-
grein Þjóðvfljans i gær.