Morgunblaðið - 08.02.1986, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
Vegið að hafnfirskum templurum
eftírArna
Gunnlaugsson
Einn frambjóðenda við nýafstað-
ið prófkjör Alþýðuflokksins í Hafn-
arfirði sá ástæðu til að lýsa yfir í
málgagni flokksins á staðnum fylgi
sínu við opnun áfengisútsölu í
Hafnarfirði. Var í viðtalinu vegið
að hafnfírskum templurum og sagt,
að „það væri ekki á valdi fárra
ofstækisfullra templara að taka
ákvarðanir fyrir aðra og þeir ekki
yfir aðra hafnir, hvað varðar mann-
réttindi". Hvort hér var á ferðinni
forskrift flokksforustunnar um
templara eða bara einkaskoðun
frambjóðandans get ég ekki upp-
lýst.
Hinsvegar þarf ekki að koma á
óvart, þótt ráðist sé á templara úr
herbúðum Alþýðuflokksins, svo
mikill er þar orðinn undirlægjuhátt-
urinn við áfengisauðvaldið undir
forustu bjórpáfans Jóns Baldvins
Hannibalssonar. — Það er af, sem
áður var, þegar sá flokkur gekk
fram fyrir skjöldu í baráttu fyrir
betra og fegurra mannlífi. Þá
þekktist þar ekki minnimáttar-
kennd gagnvart Bakk'usi.
Ungu mennimir í flokknum
hefðu gott af því að kynna sér
skelegga baráttu ástsælasta for-
ingja Alþýðuflokksins, fyrr og síðar,
Jóns Baldvinssonar, gegn áfengis-
drykkjunni. Hann var t.d. annar
tveggja þingmanna, sem hafði
nægan kjark og manndóm til að
greiða atkvæði gegn undanþágum
frá bannlögunum. Hver treystir sér
til að brigsla honum um ofstæki?
Og hver getur með góðri samvisku
kastað stéinum að templurum fyrir
að berjast fyrir bindindi og bræðra-
lagi?
Vígorð áfengissinna
leysa engan vanda
Að tala um, að templarar hugsi
og taki ákvarðanir fyrir aðra, er
auðvitað hreinn þvættingur. Sér-
hver, sem hefur óbijálaða dóm-
greind, á að geta hugsað sjálfstætt.
Það er helst, þegar áfengið eða
önnur eiturlyf trufla heilasellumar,
að hugsunin verði brengluð.
Þegar Hafnfirðingar taka 22.
feb. nk. afstöðu til opnunar áfengis-
útsölu í bænum sínum, er þeim
almennt vel treystandi til að láta
heilbrigða dómgreind, yfírvegað
mat, ábyrgðartilfmningu og um-
hyggju fyrir sínum samborgurum
ráða afstöðu sinni. — Fólk á ekki
að þurfa að láta innantóm slagorð
NÝJUNG ■ NÝJUNG ■ NÝJUNG
TÖLVUVÆDD BÍLAVIÐSKIPTI
»
Að kaupa eða selja notaðan bíl Nú höfum við tekið í notkun
er oft tímafrekt og þreytandi tölvu til að auðvelda viðskipta-
vinum okkar að finna réttan bíl
og réttan kaupanda.
„ENGIN TÍMASÖUN“
Sértu kaupandi, færðu á augabragði tölvuritaðar upplýsingar um:
4 Alla bfla á söluskrá eftir verðflokkum. 4-
4 Afla bfla á söluskrá eftir tegundum. 4-
•4 Alla bfla á söluskrá eftir árgerðum. 4-
4 Alla bfla á söluskrá eftir skiptamöguleikum. 4-
Sértu seljandi, færðu söluskráningu á methraða og tölvan
fylgist stöðugt með hvort kaupandi býöst að þínum bíl
Söiugögn eru tölvuprentuö í einu vetfangi
Árni Gunnlaugsson
„Rannsóknir hafa leitt
í ljós að mest er drukkið
hér á landi á þeim stöð-
um, þar sem auðveldast
er að nálgast áfengi.
Fækkun á áfengisútsöl-
um er því ráð til að
draga úr drykkjunni
eða stöðva vöxt hennar.
Það er m.a. skoðun
færustu rannsóknar-
manna hjá heilbrigðis-
stofnun Sameinuðu
þjóðanna...“
áfengispostula um „ofstækisfulla
templara" o.fl. villa sér sýn. Vígorð
áfengissinna leysa engan vanda.
Eiga ekki hugtökin ofstæki og aft-
urhald oft vel við um þeirra eigin
viðhorf í áfengismálum?
í öðru hafnfirsku blaði, Fjarðar-
póstinum, segir ungur maður það
vera sjálfsögð mannréttindi að geta
fengið keypt áfengi í Hafnarfírði.
Virðist hann vilja bera lof á það
„frelsi", sem þar ríkti fyrir síðustu
aldamót, þegar áfengi var selt í
næstum hverri sölubúð. Hann og
aðrir ættu að kynna sér það hörmu-
lega ástand, sem þá var á mörgum
hafnfirskum heimilum af völdum
áfengisdrykkju. Hver vill í alvöru
stuðla að því, að sú þróun endurtaki
sig? Verður kanske áfengisútsala
fyrsta sporið á þeirri afturhaldsleið?
Ummæli heiðurs-
borgarans
Við, sem andmælum óheftu
áfengisfrelsi, erum kallaðir „arg-
asta afturhald" í skrifum unga
mannsins. Ég get ekki annað en
vorkennt honum og hans skoðana-
bræðrum og ekki gefið þeim betri
ráð en að hugsa sig vel um, áður
JL/esió af
meginþorra
þjóöarinnar
daglega!
Auglysinga-
síminn er224 80
en þeir halda áfram tryggðinni við
málstað Bakkusar. Ef þeim er hlýtt
til unga fólksins sem ég dreg ekki
í efa, ættu þeir að minnast þesss,
að nýlega gáfu þekktir læknar í
Reykjavík þá lýsingu á áfenginu á
ráðstefnu í Reykjavík, að það væri
„höfuðóvinur æskunnar". Og
hveijir þekkja betur en læknamir,
hvar skórinn kreppir í þessum efn-
um?
Ungu fólki væri hollt að hafa það
í huga, sem fyrsti og eini heiðurs-
borgari Hafnarfjarðar, Bjami Snæ-
bjömsson, læknir, sagði í athyglis-
verðri grein um áfengismálin í Vísi
26. mars 1966, svohljóðandi: „Fé-
lagslyndi og heilbrigt skemmt-
analíf, þar sem ekki er haft vín
um hönd, er besta ráðið til að
útrýma feimni, hlédrægni og
minnimáttarkennd, en eykur
sjálfstraustið og gerir manninn
að nýtum þjóðfélagsþegn.**
Að misbjóða frelsinu
Þeir, sem láta sér afleiðingar
áfengisdrykkju í léttu rúmi liggja,
hafa oft hátt um ást sína á frelsi
og mannréttindum, þegar veija skal
drykkjuna. Sömu menn þegja,
þegar frelsið er skert á öðmm svið-
um. Þá slokknar frelsisástin.
Af hveiju em þessir menn sjálf-
um sér ósamkvæmir í baráttunni
fyrir frelsi einstaklingsins? Af
hveiju beijast þeir t.d. ekki fyrir
afnámi banns á hnefaleikum, fyrir
frelsi fólks að fá að reykja hvar sem
er, fyrir afnámi sóttvamarlaga,
fyrir því, að leyfð verði fleiri eiturlyf
en áfengi o.s.frv.? Vita þeir ekki,
að oft er nauðsynlegt að hefta
athafnafrelsið vegna almannahags-
muna? Og hversu oft hefur einmitt
í skjóli áfengisfrelsis sprottið ánauð
og eymd og margir orðið ófijálsir
af völdum drykkjunnar? Er það
ekki sama og að misbjóða dýrmætu
frelsi, þegar frelsishugtakið er not-
að til framdráttar málstað áfengis-
vina?
Áfengið er kveikjan
að fíkniefnaneyslu
Nýlega var af hálfu ríkisstjómar-
innar haldin ráðstefna um fíkni-
efnavandamálið. Þar komu fram
ýmsar nýjar upplýsingar um hið
geigvænlega ástand, sem hér ríkir
í þeim málum, m.a. stóraukin
drykkja unglinga. í viðtali útvarps-
ins eftir ráðstefnuna við Tómas
Helgason, prófessor, sagði hann,
að „áfengisneyslan væri tvímæla-
laust aðalvandamálið“, önnur
fíkniefnaneysla byijaði með áfeng-
isneyslu og væri henni alltaf sam-
fara. Áfengið er því kveikjan að
annarri fíkniefnaneyslu og heldur
henni við. Hvatti Tómas til hertrar
baráttu gegn áfengisneyslunni og
líkti sölu fíkniefna við fjöldamorð.
Fjölgun útsölustaða
eykur áfengisdrykkju
Á því er enginn vafí, fjölgun út-
sölustaða áfengis myndi gera slæmt
ástand í áfengis- og öðrum fíkni-
efnamálum enn verra. Rannsóknir
hafa leitt í ljós að mest er drukkið
hér á landi á þeim stöðum þar sem
auðveldast er að nálgast áfengi.
Fækkun á áfengisútsölum er því ráð
til að draga úr drykkjunni eða
stöðva vöxt hennar. Það er m.a.
skoðun færustu rannsóknarmanna
hjá heilbrigðisstofnun Sameinuðu
þjóðanna, en stofnunin hvatti fyrir
nokkrum árum aðildarríkin til bar-
áttu og raunhæfra ráðstafana gegn
áfengisbölinu. Hvemig getur
ábyrgt, hugsandi fólk látið slíkar
ráðleggingar sem vind um eyru
þjóta?
Áfengisútsala í Hafnarfirði og
Garðabæ yrði þeim sveitarfélög-
um aldrei til framdráttar. Hún
myndi hinsvegar auka tjónið,
vandræðin og þá margvíslegu
ógæfu, sem af áfenginu getur
stafað. Hver telur það eftirsókn-
arvert? Megi sem flestir Hafn-
firðingar bera gæfu til að forða
bænum sínum frá þeim ófarnaði.
Höfundur er hæstaréttarlög-
maðurí Hafnarfirði.
--n-J&LÉiL,