Morgunblaðið - 08.02.1986, Síða 19

Morgunblaðið - 08.02.1986, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1986 Hafnarfjarðarbær og fjármálaráðuneytið: Deila um ráð- stöfun á skatt- tekjum ISAL BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt harðorða ályktun þar sem lýst er „furðu á þeirri ósvifnu og röngu túlkun á dómi Hæsta- réttar frá 6. desember 1985, er fram kemur í bréfi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, þar sem segir að dómurinn feli í sér: að Hafnarfjarðarbær eigi enga Iagalega kröfu til að fá hlutdeild í skatttekjum ÍSAL“, eins og segir i ályktun bæjarráðs. Þar er þess ennfremur krafist að fjármálaráðherra dragi þessa „staðhæfulausu fullyrðingu umsvifalaust til baka“. Tilefni þessarar ályktunar, sem samþykkt var á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar hinn 16. janúar síð- astliðinn, er svar Höskuldar Jóns- sonar, ráðuneytisstjóra í fjármála- ráðuneytinu, við kröfu Hafnarfjarð- arbæjar um sundurliðun, skýringar og rökstuðning fyrir útlögðum kostnaði við eftirlit með reiknings- skilum ÍSAL. Þann 6. desember 1985 var kveðinn upp í hæstarétti dómur í máli sem bæjarsjóður Hafnarfjarð- ar höfðaði á hendur fjármálaráð- herra og iðnaðarráðherra til greiðslu á hluta af framleiðslu- gjaldi, sem ríkissjóður á árinu 1982 tók einhliða upp í greiðslu kostnað- ar við eftirlit með rekstri ÍSAL. Meirihiuti hæstaréttar sýknaði rík- issjóð í máli þessu. I bréfi sem Einar I. Halldórsson, bæjarstjóri í Hafnarfírði, ritaði fjár- málaráðherra vegna þessa máls, dagsettu 17. desember kemur meðal annars fram að fyrir tímabil- ið frá 1981 til ársloka 1984 hefur ráðuneytið haldið eftir fyrir Hafnar- fjarðarbæ Qárhæðum sem sem samtals að höfuðstól rúmar 6,7 milljónir króna og sé hluti þess sagður 18% af heildarkostnaði við eftirlitið og kostnaðurinn því verið yfír 37 milljónir krona, sem sé „með ólfkindum hátt“, eins og segir í bréfí bæjarstjóra. Þar kemur ennfremur fram, að bæjaryfírvöld telji að kostnaður við eftirlit þetta sé „hér eftir sem hingað til bæjar- sjóð, Hafnarfjarðar óviðkomandi, nema að áður en til útgjalda er stofnað sé aflað samþykkis bæjar- yfírvalda“. í svari ráðuneytisstjóra ijármála- ráðuneytisins, dagsettu 19. desem- ber 1985, er tekið fram að dómur Hæstaréttar frá 6. desember feli í sér að Hafnaríjarðarbær eigi enga lagalega kröfu til að fá hlutdeild í tekjum ÍSAL. Að mati ráðuneytisins eigi kröfur Hafnarfjarðarbæjar um upplýsingar úr bókhaldi ríkisins eða áskilnaður um samþykki á ráðstöf- un saktttekna ekki við rök að styðj- ast og erindinu því hafnað. Bréf ráðuneytisstjórans var til- efni áðumefndrar ályktunar bæjar- ráðs og þar segir ennfremur að bæjarráð telji „að ráðuneytið geti ekki neitað bæjaryfírvöldum um Norsk-íslenzki síldarstofninn: Veiðum Norðmanna upplýsingar og skýringar á þeim kostnaði við eftirlit, sem bænum hefur verið gert að taka þátt í og skorar á fjármálaráðherra að end- urskoða þessa afstöðu, svo ekki þurfí að grípa til frekari aðgerða til að fá þessar upplýsingar", eins og segir í ályktun bæjarráðs Hafn- arQarðar. og Rússa mótmælt RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum á fimmtudagsmorgun að mótmæla fyrirhuguðum veiðum Norðmanna og Rússa á samtals um 350.000 lestum af sUd úr norsk-íslenzka stofninum á þessu ári. Alþjóða hafrannsóknaráðið hefur lagt tíl að á þessu ári verði veiddar 150.000 lestir úr þessum stofni. Það var þessi sfldarstofn, sem bar uppi sfldveiðamar fyrr á árum, áður en hann var ofveiddur. Stofn- inn hefur á undanfömum ámm verið í miklum vexti og vænta menn mikils af árgangi frá 1983, sem er sá langstærsti til þessa. Með vexti þessa stofns í kjölfar friðunar og síðan afraksturs í samræmi við til- lögur Alþjóða hafrannsóknaráðsins, var búizt við því, að hann leitaði að nýju hingað til lands í fæðuleit. Uppeldisstöðar norsk-íslenzku sfld- arinnar em inni á norsku fjörðunum og í Barentshafí og telja Rússar sig því eiga rétt á hlut úr stofninum. Norðmenn hyggjast nú, sam- kvæmt heimildum frá Noregi, veiða að minnsta kosti 150.000 lestir úr stofninum og Rússar annað eins eða samtals um 350.000 lestir. Fiski- fræðingar, bæði í Noregi og hér á landi, telja að með þessari veiði verði um of gengið á viðkvæman stofn og alltof nærri smásfldinni. Með því geti komu sfldarinnar á Islandsmið seinkað vemlega. Utanríkisráðherra, Matthías Á. Mathiesen, sagði í samtali við Morgunblaðið, að honum og sjávar- útvegsráðherra hefði verið falið að mótmæla þessum veiðum og skýra sjónarmið okkar. Mótmælum þess- um yrði komið áleiðis hið fyrsta. Útvarpsréttarnef nd: Margir hafa sótt um leyfi til útvarps- og sjónvarpsreksturs Utvarpsréttamefnd hefur þegar borist fjöldi umsókna um leyfi til útvarps- og sjónvarps- reksturs að sögn Kjartans Gunn- arssonar formans útvarpsréttar- nefndar. „Nefndinni hafa borist margar umsóknir um hljóðvarps- og sjón- varpsrekstur," sagði Kjartan. „Flestar em umsóknimar frá aðil- um á Reykjavíkursvæðinu og em það meðal annarra, skólar sem hafa sótt um leyfí til að reka skólaút- varp.“ Þær umsóknir sem borist hafa utan af landsbyggðinni em um leyfí til sónvarpsreksturs og þá frá þeim aðilum sem þegar senda út staðbundna dagskrá um kapal- kerfi. „Áhugi manna á hljóðvarps og sjónvarpsrekstri kemur mér ekki á óvart og ég býst við að umsóknum eigi enn eftir að fjölga því margir hafa hringt til að afla sér upplýs- inga. Sennilega halda menn að sér höndum fyrst um sinn og bíða eftir reglugerð með lögunum þar sem frekar er kveðið á um ýmis atriði varðandi útvarpsrekstrarleyfí," sagði Kjartan. 7 UTSALA Einstakt tilboð! Seljum útlitsgallaða skápa á stórlækkuðu verði. Komið að Smiðjuvegi 9 í Kópavogi og gerið hagstæð kaup. SIÐASn DAGUR Fataskáparnir frá AXIS henta allstaðar! ASKAPUM AXIS SMIÐJUVEGI 9, 200 KÓPAVOGI SÍMI 91 43500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.