Morgunblaðið - 08.02.1986, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
• •
Oryggisráð Sameinuðu þjóðaima:
Neitunarvald við
vítum á Israela
Sameinuðu þjóðunum, 7. febrúar. AP.
FULLTRÚI Bandaríkjanna beitti
neitunarvaldi í Oryggisráði
Sameinuðu þjóðanna gegn fram-
kominni tillögu um að vita ísra-
ela fyrir að neyða libýska far-
þegaflugvél til Jiess að lenda á
herflugvelli $ Israel. Af hálfu
Bandaríkjastjórnar var þvi þó
Seldi Kínverjum
trúnaðarskjöl
Alexandríu, Virginíu, 7. febrúar. AP.
LARRY Wu-Tai Chin, sem var
túlkur hjá bandarísku leyniþjón-
ustunni CIA og nú er sestur í
helgan stein, játaði á fimmtudag
að hafa stolið trúnaðarskjölum
og afhent Kínveijum. Þar á
meðal voru upplýsingar um að
Richard Nixon ætlaði að hefja
samskipti við Kína.
Chin er kærður fyrir njósnir,
samsæri og skattsvik. Hann viður-
kennir að hafa stolið og ljósmyndað
leynileg skjöl. Chin kveðst hafa
þegið greiðslu fyrir frá Kínveijum
og gefíð of lítið upp til skatts árum
saman.
í jrfírheyrslu hjá veijanda sínum
kvaðst Chin hafa fengið aðgang að
trúnaðarskjölum eftir að hafa starf-
að fyrir stjómina í 18 ár. Skömmu
síðar hafí hann rekið augun í
skýrslu frá Nixon til þingmanna.
„Þar lýsti Nixon yfír vilja sínum til
að bæta sambúðina við Kínveija,"
sagði Chin.
„Þetta kom mér mjög á óvart. Ég
ályktaði sem svo að fengju leiðtogar
Kína veður af þessu gæti það orðið
til að bijóta ísinn,“ sagði hann. „Ég
vildi að þessar upplýsingar bæmst
Chou en Lai.“
Chin kvað valdabaráttu Chou en
Lai og Lin Piao hafa valdið sér
áhyggjum um hag þjóðar sinnar.
Hann sagði að Chou væri raunsær,
en Lin róttæklingur, sem vildi
ganga lengra en Mao Tse Tung í
kenningum sínum.
Chin ljósmyndaði skjalið og hafði
filmuna með sér til Kanada. Þar
afhenti hann fílmuna manni, sem
hann aðeins þekkir undir nafninu
Mr.Li.
Chin viðurkennir að hafa stolið
gögnum og afhent Kínveijum frá
1970 til 1981.
Chin hóf störf fyrir Bandaríkja-
stjóm á fímmta áratugnum. Hann
túlkaði fyrir Bandaríkjamenn í yfír-
hejrrslum á stríðsföngum í Kóreu-
Veður
víða um heim
Lægst Hœst
Akureyri +6 léttskýjað
Amsterdam +7 +3 heiðskfrt
Aþena 6 12 skýjað
Barcelona 9 mistur
Berlin +11 +8 heiðskírt
Brussel +9 +1 skýjað
Chicago +2 1 skýjað
Feneyjar 2 skýjað
Frankfurt +7 +2 snjókoma
Genf +1 2 skýjað
Helsinki +16 +11 heiðskírt
Hong Kong 8 11 skýjað
Jerúsalem 8 13 skýjað
Kaupmannah. +8 +7 skýjað
Las Palmas 7
Ussabon S 12 heiðskírt
Lo' Angeles 10 20 skýjað
Lúxemborg +5 mistur
Malaga 14 skýjað
Miami 22 26 skýjað
Montreal +22 +15 helðskirt
Moskva +22 +16 skýjað
NewYork +3 4 skýjaö
Osló +10 +3 skýjað
Paris +4 4 skýjað
Peking +9 3 heiðskírt
Reykjavík 2 léttskýjað
Rióde Janeiro 19 30 skýjað
Rómaborg 4 13 heiðakfrt
Stokkhólmur +15 +10 skýjað
Sydney 20 29 helðskirt
stríðinu áður en hann gekk til starfa
hjáCLA.
Stjómvöld halda fram að Chin
hafí njósnað fyrir Kínveija frá
upphafi og látið þeim í té upplýsing-
ar um meðferðina á stríðsföngum
í Suður-Kóreu.
Chin kveðst ekki hafa selt hem-
aðarlegar upplýsingar til kínversku
stjómarinnar meðan á Kóreustríð-
inu stóð. Hann hafí þó einu sinni
greint starfsmanni Rauða krossins
í Peking frá því hvemig farið væri
með fanga „og ég sagði honum að
þeir fengju betri mat í fangabúðun-
um en heima hjá sér.“
lýst yfir, að hún harmaði aðgerð-
ir ísraela.
Fulitrúar tíu af fímmtán aðildar-
ríkjum Öryggisráðsins studdu
ályktunartillöguna um að víta ísra-
ela, en fulltrúar flögurra ríkja, sem
öll em bandalagsríki Bandaríkj-
anna, sátu hjá. Það voru fulltrúar
Bretlands, Frakklands, Danmerkur
og Ástralíu.
Umræður um tillöguna stóðu jrfír
í þijá daga og var oft mikill hiti í
þeim og hart deilt. Tillagan var
borin fram að beiðni Líbýu og Sýr-
lands.
Vemon A. Walters, sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð-
unum sagði, áður en atkvæða-
greiðslan fór fram, að stjóm sín
væri á móti tillögunni, þar sem þar
væri ekki tekið tillit til þess, að
taka flugvélar gæti verið réttlætan-
leg í sumum tilfellum.
Talið er, að Bandaríkjamenn hafí
með þessu verið að veija eigin
aðgerðir fyrir §órum mánuðum, er
þeir neyddu egypzka farþegaþotu
til að lenda á Sikiley. Um borð í
þeirri vél vom mennimir, sem
rændu ítalska farþegaskipinu Ach-
ille Lauro.
Afmæliskoss
AP/Símamynd
Nancy Reagan forsetafrú, kyssir Reagan forseta eftir að hafa
fært honum afmælisköku i tílefni af 75 ára afmælinu á fimmtu-
dag. George Shultz (t.v.), utanrikisráðherra, og Caspar Wein-
berger, (t.h.), vamarmálaráðherra, fylgjast með.
Fækkun meðaldrægra eidflauga í Evrópu:
Hverfa Sovétmenn
frá fyrri skilyrðum?
Moskvu 7. febrúar. AP.
Fréttaskýrandi hjá Tass
fréttastofunni hefur látið svo um
mælt að samþykkt um fækkun
bandarískra og sovéskra meðal-
drægra eldflauga gæti náðst
óháð umræðum um geimvopn og
langdrægar eldflaugar. Ekki er
þó ljóst hvort Sovétmenn hafa
formlega fallið frá að tengja
viðræður um fækkun meðal-
drægra eldflaugum umræðum
um geimvarnaáætlun Banda-
ríkjamanna í afvopnunarviðræð-
unum í Genf.
Að sögn háttsetts sendiráðs-
manns hafa viðræður um fækkun
meðaldrægra eldflauga jafnan
strandað á öðrum málefnum, s.s.
geimvamaáætlun Bandaríkja-
manna. Hann sagði jafnframt að
Sovétmenn hefðu jafnan gert það
að skilyrði fyrir fækkun meðal-
drægra eldflauga sinna að Bretar
og Frakkar fækkuðu einnig sfnum
eldflaugum, en þessar þjóðir hafa
báðar neitað að tengja vopnabirgðir
Bandaríkin:
Lék Stalín á Roosevelt
og Churchill á Yalta?
Stanford, Kalifornfu, 7. febrúar AP.
JÓSEF Stalín kunni nokkuð í
ensku en á Yalta-ráðstefnunni
með Franklin D. Roosevelt og
Winston ChurchiU lést hann
ekkert skilja í þeirri tungu.
Hagnaðist hann vel á þvi bragði
að eigin sögn. Kemur þetta
fram i grein eftir son Roose-
velts.
í grein í tímaritinu „Parade"
segir Elliott Roosevelt frá viðtali,
sem hann átti við Stalín eftir
stríð, ,en þá viðurkenndi Stalin,
að hann skildi ensku alveg sæmi-
lega þótt hann hefði látið annað
í veðri vaka á Yalta-ráðstefnunni.
Hefði það líka komið sér vel því
að hann gat þá fylgst með orða-
skiptum þeirra Roosevelts og
Churchills og leikið sína leiki
samkvæmt því.
í viðtalinu hélt Stalín því fram,
að „Churchill-klíkan" hefði myrt
Franklin D. Roosevelt á eitri „á
sama hátt og hún hefur margsinn-
is reynt að myrða mig“. Sagði
Stalín, að ástæðan fyrir því, að
móður Elliotts, Eleanor Roosevelt,
hefði verið neitað um vegabréfsá-
ritun til Sovétríkjanna á sínum
tíma, hefði verið sú, að hún mein-
aði sovéskum sendiráðsmönnum
að sjá lík mannsins sfns. Það hefði
hann skipað þeim til að athuga
hvort ekki sæjust eitrunarmerki á
Roosevelt látnum.
Ýmsir fræðimenn í rússneskri
sögu og Stalfnstímanum draga
dálftið í efa frásögn Elliotts. Segja
þeir, að Stalín hafi e.t.v. kunnað
eitthvert hrafl í ensku en ekki
miklu meira og ekki vilja þeir
leggja trúnað á, að hann hafí
haldið, að Roosevelt hafí verið
drepinn á eitri. Þeir eru þó ekki
allir á einu máli og benda sumir
á, að eftir stríð hafí keyrt um
þverbak fyrir Stalín, sem sá
samsærismennina f hveiju homi.
sínar við afvopnunarviðræðumar í
Genf.
Fréttaskýrandinn, Vasily
Kharkov, lét þessi orð falla er hann
ræddi fund Mikhails Gorbachev við
bandaríska öldungardeildarþing-
manninn Edward M. Kennedy, sem
nú er staddur í Moskvu. Kharkov
sagði að Gorbachev hefði rætt til-
lögur sínar sem ijalla um takmörk-
un kjamorkuvopna f þrem liðum,
og sagt að fyrsta skrefíð væri að
fjarlægja allar meðaldrægar eld-
flaugar frá Evrópu. Gorbachev
hefði skýrt frá því að Sovétmenn
mjmdu samþykkja það út af fyrir
sig að hefja brottflutning án þess
að flaugum Breta og Frakka jrrði
fækkað samtímis.
*
Irökum
hjúkrað í
Svíþjóð
Stokkhólmi, 7. febrúar. Frá Erik Liden,
fréttaritara Morgunblaósins.
ÍRAKAR standa nú í samninga-
viðræðum við stjómvöld í Sviþjóð
og fara þeir fram á, að þeim
verði leigt sjúkrahús í suðurhluta
Inndaina
írakar hafa í huga að nota
sjúkrahúsið fyrir hermenn, sem
slasast hafa í styijöldinni við írana,
en nú er það notað fyrir fatlað,
aldrað fólk. Ekki er vitað hvort
starfsfólkið verður íraskt eða
sænskt ef um semst milli stjómanna
en þeir, sem nú starfa þar vilja fá
að halda vinnunni.