Morgunblaðið - 08.02.1986, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
Börðust Kúban
ir í S-Jemen?
Nasser Mohammed kominn til Sýrlands
Washington 7. febrúar. AP.
í TILKYNNINGU bandaríska
utanríkisráðuneytisins, sem var
birt í dag, var gefið i skyn, að
kúbanskir hermenn hefðu tekið
þátt í bardögiun i Suður Jemen
á dögunum, þegar uppreisnar-
menn byltu valdamönnum í Aden
úr sessi. Áður hafði verið látið
að því liggja að sovézkir her-
menn hefðu einnig komið þar við
sögu. Ekki hefur fyrr verið
minnzt á hugsanlega aðild Kúb-
ana, en í siðustu viku lét talsmað-
ur bandariska utanríkisráðu-
neytisins að þvi iiggja að Sovét-
sfjómin væri bersýnilega orðin
ákveðin í að styðja þá sem kom-
ust til valda i Suður Jemen.
Fyrstu dagana eftir að bardagar
brutust út var sem Sovétstjómin
væri á báðum áttum, um hvora
aðilann hún ætti að veita stuðn-
ing.
Utanríkisráðuneytið í Washing-
ton kveðst nú hafa upplýsingar um
að smám saman hefðu sovézkir
hermenn gengið eindregið til liðs
við uppreisnarmenn og tekið þátt í
skriðdrekaárásum og loftárásum á
bækistöðvar stjómarhermanna.
Einnig virtist svo sem áreiðanlegar
upplýsingar lægju nú fyrir um að
kúbanskir hermenn hefðu barist
með uppreisnarmönnum.
Ali Nasser Mohammed sem var
velt úr forsetastóli í uppreisninni
kom allt í einu fram á sjónarsviðið
í dag eftir að engar fregnir höfðu
borizt af ferðum hans í nokkum
tíma. Hann var í Damaskus í dag
og átti þá fund með Assad Sýr-
landsforseta en ekki var nánar skýrt
frá honum.
People express fær
leyfi til að fljúga
til Lúxemborgar
Ali Nasser Mohammed
Frá Jóni Ásjjeir Sigurðssyni, Bandarikjun um
Bandaríska flugfélagið People
express fékk í gær heimild yfir-
valda, til að fljúga milli Banda-
ríkjanna og sex Evrópulanda,
þar á meðal Lúxemborgar. Þetta
er almenn heimild sem gildir
fyrir alla áfangastaði í Banda-
ríkjunum.
People express sótti 17. apríl
1985 um almenna heimild banda-
rískra flugmálayfírvalda til að flytja
Grænlendingar hagnýta
sér innlenda orkugjafa
Nuuk, 7. febrúar AP. Frá fréttaritara Morgunbladsins, N. J. Bruun.
GRÆNLENDIN G AR hafa nú
mikinn áhuga á að hagnýta sem
mest af sínum eigin orkulindum
í stað þess að kaupa olíu erlendis
frá. Nú hefur verið gerð orku-
áætlun fyrir landið, þar sem
vatnsafl og kol eru undirstaðan.
Grænlenzka landsþingið á að
koma saman 10. febrúar nk. og
mun það þá taka þessa áætlun til
SIÓR
HAPPDRÆTTI
FLUGBJÖRGUNARSVEITANNA
M-i‘ * it
Luxe.
T MILUONIt
• KRÓNA
10 stk.
NOPDMENDE
Myndbandsupptökutæki.
t 5 stk.
'JCipplG
Einkatölvur.
'3s,v.i°y°’0
lorco'
SKATTFRJÁLSIR
VINNINGAR
NORDMENDE
Myndbandstæki.
Macintosh
Einkatölvur.
0 I Skíðaferð fyrir tvo
+ skiðaútbúnaður.
2 Utanlandsferðir.
100 Soda-Stream tæki.
50 stk.Éi
GoldStar
Ferðahljómflutningstæki. STYRKIÐ
BJÖRGUNARSTARFIÐ
í LANDINU!
17. FEBRUAR
1986
&
SPAUISKM >UU
lti$vki.\víRun
t\i \ Vilíl-WIS
FLUGBJÖRGUNARSVEITIRNAR
7. febrúar.
farþega milli flugvalla í Bandaríkj-
unum og flugvalla í 5 Evrópuríkj-
um, auk Shannon-flugvallar á ír-
landi. Evrópulöndin fímm eru Belg-
ía, Vestur-Þýskaland, Lúxemborg,
Holland og Sviss.
Bandaríska flugmálastjómin
lagði umsókn People express fyrir
forseta Bandaríkjanna og nýlega
féllst Ronajd Reagan á hana fyrir
sitt leyti. í gær var því gefín út
heimild til handa flugfélaginu að
fljúga til áðurgreindra ríkja.
Ekki tókst að ná tali af forsvars-
mönnum People express þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir.
meðferðar. Það er fyrirfram vitað,
að meirihluti er fyrir henni á lands-
þinginu. Gert er ráð fyrir, að íjár-
fest verði fyrir 2,7 miiljarða d. kr.
(nærri 13 milljarða ísl. kr.) í vatns-
aflsstöðvum í Jakobshöfn, Nuuk,
Holsteinsborg og Fredrikshaab. Þá
verður einnig komið upp orkuveri í
Sykurtoppnum, sem á að ganga
fyrir kolum. Allir þessir bæir eru á
vesturströndinni.
Samkvæmt áætluninni á fyrsta
orkuverið að vera tilbúið 1990.
Verður það í Jakobshöfn og mun
kosta um 400 millj. d. kr. að koma
því upp. Auk þeirra 2,7 milljarða
d. kr. sem áður var getið, er gert
ráð fyrir fé að fjárhæð millj. 1,1
d. kr. (um 5 milljarðar ísl. kr.) til
þesara framkvæmda frá Norræna
fjárfestingabankanum eða annars
staðar frá.
Marta Litinskaya
efst á áskor-
endamóti kvenna
Málmey, 7. febrúar. AP.
MARTA Litinskaya frá Sovét-
ríkjunum hafði í dag enn forystu
f áskorendamóti kvenna, sem
fram fer í Málmey í Svíþjóð.
Gerði hún jafntefli í fjórðu
umferð mótsins við landa sinn,
Elenu Akhmylovskaya, sem er í
öðru sæti.
Litinskaya hefur haft mjög ör-
ugga foiystu í mótinu frá upphafí,
því hún vann fyrstu þijár skákimar
í röð. Sænska stúlkan Pia Cramling
hlaut sinn fyrsta vinning á mótinu
í dag er hún sigraði Irinu Levitina
frá Sovétríkjunum. Piu Cramling
hefur annars gengið fremur illa á
mótinu. Þannig fékk hún aðeins
'Avinning út úr fyrstu þremur skák-
unum.
Museveni
Átti að myrða
Museveni?
Nairobi, Kenýa 7. febrúar. AP.
Okello, fyrverandi hæst-
ráðandi herstjórnarinnar í
Úganda, fyrirskipaði í síðustu
viku að Museveni forseti yrði
myrtur þegar hann ynni
embættiseið til forseta í
Kampala í sl. viku. Blaðið The
Standard í Nairobi skýrði frá
þessu i dag. Þar sagði að
æthinin hefði verið að senda
þyrlu á vettvang og átti að
skjóta Museveni úr henni. Svo
virðist sem flugmaðurinn hafi
einhverra hluta vegna snúið
við í útjaðri Kampala og
hlýðnaðist ekki fyrirskipun-
inni. Sagt var í fréttinni að
það hefði verið Okello sem
gaf fyrirmælin um að ráða
Museveni bana.
Þyrlan kom frá Gulu í norður-
hluta landsins, en þar er talið
að Okello sé að undirbúa lið sitt
að ráðast gegn núverandi vald-
höfum. Ekki er vitað hvað olli
því að flugmaðurinn óhlýðnaðist
fyrirmælunum, en eftir fregnum
að dæma mun hann hafa ætlað
að flýja land en síðan hafi stjóm-
arhermenn haft hendur í hári
hans.
Kennedy á fundi
með sovétborgnrum
Moskvu, 7. febrúar. AP.
BANDARÍSKI öldungadeildar-
þingmaðurinn Edward M.
Kennedy átti á föstudag fund
með hópi sovéskra borgara sem
eiga maka í Bandarikjunum, þar
sem hann sagðist myndu ræða
mál þeirra við sovésk yfirvöld.
Þetta fólk hefur sótt um að flytj-
ast til maka sinna i Bandaríkjun-
um en ekki fengið tilskilin leyfi
yfirvalda í Sovétríkjunum.
Fundurinn átti sér stað í banda-
ríska sendiráðinu og sóttu hann
alls 18 manns. Kennedy hafði átt
fund með leiðtoga Sovétríkjanna,
Mikhail S. Gorbachev, og utanríkis-
ráðherranum Eduard A. Shev-
ardnadze við komuna til Moskvu á
fimmtudag.