Morgunblaðið - 08.02.1986, Qupperneq 23
23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1986
AP/Símamynd
Aðmíráll myrtur
Lögreg-Iumenn breiða yfir lík Cristobais Colon y Carvajal aðmiráls, sem myrtur var í Madríd. Bíl-
stjóri hans beið bana i skotárás á bifreið aðmírálsins og foringi i spænska sjóhemum slasaðist.
Bretland:
Mútubrigsl í
W estland-máli
London, 7. febrúar. AP.
MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, neitaði því í
dag, að ríkisstjómin hefði reynt að múta iðjuhöldi til að láta af
andstöðunni við bandariskt kauptilboð í hlutabréf Westland-þyrlu-
verksmiðjanna.
Alan Bristow, sem á flest hluta-
bréf einstaklinga í Westland-fyrir-
tækinu, hefur skýrt svo frá, að tveir
menn, sem sæti eiga í Lávarðadeild-
inni, hafí tjáð sér, að ef hann hætti
að berjast gegn tilboði Sikorsky-
verksmiðjanna bandarísku og Fiat
á Ítalíu í hlutabréfin yrði honum
umbunað á ýmsan hátt. Yrði hann
þá aðlaður, fengi sæti í stjóm
Westland-fyrirtækisins og meira en
markaðsverð fyrir hlutabréfín.
Stjómarandstaðan á þingi krafð-
ist skýrra svara frá Thatcher um
þetta og í dag lýsti hún því yfir,
að hvorki hefðu ráðherrar ríkis-
stjómarinnar, embættismenn henn-
ar eða nokkur fyrir hennar hönd
boðið Bristow eitt eða annað.
Bristow sagði í dag, að hann
hefði aldrei gefið í skyn, að mála-
leitanin hefði verið frá stjómvöldum
komin en ummæli hans hafa þó
orðið til að kynda undir deilunum
um Westland-málið.
Höft á ferðafrelsi
eins og í Rússlandi
Breytingarnar í Evrópubandalaginu:
Enginn frestur
á undirrituninni
Haag, Kaupmannahöfn, 7. febrúar. AP.
LÖGIN um breytingar á sáttmála
Evrópubandalagsins verða und-
irrituð 17. febrúar nk. og verður
ekki sinnt óskum Dana um að
undirrituninni verði frestað.
Kemur þetta fram í tilkynningu
frá hollenska utanríkisráðuneyt-
inu í dag. Utanríkisráðherra
Dana sagði f dag, að á þjóðarat-
kvæðagreiðslunni 27. febrúar nk.
ylti hvort Danir undirrituðu lög-
in.
í tilkynningu hollenska utanríkis-
ráðuneytisins sagði, að lögin um
endurbætur á sáttmála EB-ríkjanna
yrðu undirrituð 17. febrúar eins og
fyrirhugað hefði verið og væri ekki
hægt að verða við óskum Dana um
að fresta því í hálfan mánuð.
Sovétríkin:
Veiðimenn
á hálum ís
Moskvu, 7. febrúar. AP.
MÖRG hundruð veiðimenn
voru hætt komnir á laugardag
þegar sprunga kom í íshellu,
sem þeir voru að veiðum á,
og hana rak frá eynni Sak-
halin, að því er segir í dag-
blaðinu Kosmolskaya Pravda
í dag. Allir komust lífs af og
sakaði engan.
Um tíu þúsund áhugamenn
voru að veiðum á nokkurra fer-
kílómetra svæði þegar skjmdi-
lega myndaðist nokkurra metra
breið sprunga. Hundrað manns
var bjargað í þyrlum. En bróður-
hluti björgunarstarfsins fór
fram á jörðu niðri. Þeir veiði-
menn, sem ekki rak frá landi,
komu strandaglópunum til
hjálpar. Þeir köstuðu til þeirra
reipum og gerðu brýr af skíðum,
röftum og öðrum munum til
þess að veiðimennimir kæmust
í örugga höfn.
í blaðinu sagði að ísinn gæti
hafa brostið-vegna jarðslgalfta
skammt undan japönsku eynni
Hokkaido.
Meginefni breytinganna er, að af-
numin verður sú regla, að allar
ákvarðanir innan bandalagsins
verði að fá einróma stuðning aðild-
arþjóðanna, en með þeim er einnig
stefnt að greiðari flutningi vöru og
þjónustu milli landanna.
Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis-
ráðherra Danmerkur, sagði í dag,
að ef breytingamar yrðu sam-
þykktar í þjóðaratkvæðagreiðslunni
27. febrúar yrði ekki beðið boðanna
Bandarísk mannréttindanefnd skilar áliti
Washington, 7. febrúar.
TALSMAÐUR bandaríska utanríkisráðuneytisins neitaði í dag að
bandarísk yfirvöld synjuðu útlendingum um vegabréfsáritun vegna
stjóramálaskoðana þeirra. Hann kvað flestar umsóknir um áritun
hljóta samþykki eftir að athugað hefði verið hvort um njósnara eða
hryðjuverkamenn væri að ræða, eða hagsmunir umsækjandans
samræmdust hagsmunum Bandarikjamanna.
með að undirrita lögin en ef þær
yrðu felldar, ættu Danir á hættu
að missa aðildina að EB. í fyrradag
sagði Ellemann-Jensen, að hann
teldi sig sem þingmann ekki bund-
inn úrslitum þjóðaratkvæðagreiðsl-
unnar og ollu þau ummæli hans
nokkrum úlfaþyt meðal stjómar-
andstöðunnar. Sökuðu jafnaðar-
menn hann um að óvirða þjóðarat-
kvæðagreiðsluna áður en hún væri
haldin.
Gagnrýnendur á þingi og úr
mannréttindasamtökum halda fram
að hér sé verið að niðurlægja
umsækjandann og slíkar aðferðir
séu ekki við hæfi í frjálsu landi.
Þessi mál voru til umfjöllunar á
fundi bandarísku Helsinki-nefiidar-
innar. í henni sitja þingmenn.
Stjóm Ronalds Reagan stofnaði
nefndina til að hafa eftirlit með
sáttmála austur- og vesturveldanna
frá 1975 um öryggismál og sam-
vinnu í Evrópu.
„Það er kominn tími til að rýmka
McCarran-W alter-innflytjendalög-
in, vegna þess að bálkurinn um
ferðamenn og erlenda gesti er of
óljós," segir Steny H. Hoyer, þing-
maður demókrata og varaformaður
nefndarinnar.
Hoyer og Paul Simon, öldunga-
deildarþingmaður demókrata, segja
að lögin setji Bandaríkjamenn á bás
með Sovétmönnum. „Við virðum
ekki ferðafrelsi, sem við viljum að
Varsjárbandalagsríkin og önnur
einræðisríki geri skilyrðislaust.
Malcolm Wallop, öldungadeildar-
þingmaður repúblikana, hefur mót-
mælt. Hann segir að nefndin sé
með undarlegar æfíngar í að refsa
sjálfri sér og þessar æfingar verði
vatn á myllu áróðursvélar Sovét-
BOKAFJOLL
AVILDARKJORUM
I tileíni þess aó fyrirtœkið á 20 ára afmœli nœsta haust heíjum við afmœlisárið með því að eína til stórútsölu á bókum.
Það mun kenna margra góðra grasa í hlíðum þessara bókafjalla alveg upp á efstu tinda.
Úrvalsbœkur á ótrúlega
lágu verði
Þeir sem leita góðra bóka verða ekki fyrir
vonbrigðum í BÓKAFJALLGÖNGUNNI, hvorki
með verð né vörugœði.
Nýjar og nýlegar bœkur
Það verða ekki eingöngu gamlar baekur sem
við bjóðum, heldur einnig nýjar og nýlegar,
oetlaðar þeim sem hyggjast byggja upp
góð heimilisbókasöin.
SVELTUR SITJANDl KRÁKA
EN FUÚGANDIFÆR
Frá og með 7. - 22. febrúar
i verslun okkar að Slðumúla 11.
Opið frá 9-18.
nema á laugardogum 10 - 16.
Lítið útlitsgallaðar bœkur
verða einnig á boðstólum. Sumar þeirra eru
nánast nýjar en seldar með ótrúlegum afslœtti
vegna smávœgilegra útlitsgalla.
Döggin og sólin
Bókaíjöllin okkar eru ekki hœrri en svo að þau
munu án efa hvería eins og dogg fyrir sólu.