Morgunblaðið - 08.02.1986, Síða 24

Morgunblaðið - 08.02.1986, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakið. Lyfjakostnaður og verðskyn Heilbrigðis- og tryggingamál eru langstærsti gjaldaliður fjárlaga, um tólf milljarðar króna, eða góður þriðjungur áætlaðra heildarútgjalda ríkis- sjóðs 1986. Þar af er áætlaður kostnaður heilbrigðismála rúmir fímm milljarðar króna. Kostnaður sá, sem heilbrigði- skerfínu fylgir, skilar sér aftur til samfélagsins í lengri starf- sævi þjóðfélagsþegnanna og færri veikindadögum, að þeim árangri ógleymdum, sem felst í því að lina þjáningar fólks og stuðla að velferð þess. Þegar grannt er gáð er sálarlegt og líkamlegt heilbrigði fólks það sem mestu máli skiptir. Það er hinsvegar óhjákvæmi- legt, vegna þess hve heilbrigðis- málin vega þungt í ríkisútgjöld- um, að beita ströngu kostnaðar- aðhaldi. Ekki til þess að draga úr heilsugæzlu eða heilbrigðis- þjónustu; heldur til þess fyrst og fremst að nýta skattfé borga- ranna betur, ef þess er kostur. Sigurbjöm Sveinsson fjallar um lyfjakostnað Trygginga- stofnunar ríkisins í grein í Læknablaðinu (2/86), sem ber yfírskriftina: „Má spara 400 milljónir á ári“? Hann segir orðrétt: „Mikið er rætt um kostnað við heilbrigðisþjónustuna nú um stundir, sem vonlegt er. Um- ræðuefnið er freistandi, þar sem um miklar Qárhæðir er að tefla. Stétt okkar hlýtur að taka þátt í þessari umræðu af fullri alvöru, þar sem henni hefur verið falið að ávísa flestum dýrustu þáttum heilbrigðisþjónustunnar, svo sem sjúkrahúsvist, lyflum, læknisað- gerðum og rannsóknum o.s.frv., að ógleymdri meðábyrgð í ávísun tryggingabóta." Höfundur vitn- ar til ummæla Jóns Hilmars Alfreðssonar í Morgunblaðinu í síðasta mánuði, þar sem fram kemur m.a., að lyfjakostnaður Tryggingastofnunar ríkisins á sl. ári var um 700 milljónir króna. Tekur hann undir spum- ingar um, hvað gera megi til spamaðar á þessu sviði, m.a, með hagkvæmari innkaupum og innlendri framleiðslu. Samkvæmt tilvitnaðri grein í Læknablaðinu greiddu trygging- amar að meðaltali kr. 2.265,- á hvem íbúa, ungan sem aldinn, í lyfjum, árið 1984. Lyfjakostnað- ur trygginganna eftir einstökum sjúkrasamlagssvæðum var hins- vegar mjög mismunandi. Á Sauðárkróki og í Skagafírði, starfssvæði einnar heilsugæzlu- stöðvar, er vegið meðaltal þessa kostnaðar kr. 1.308,- á íbúa, en kr. 2.265.- í Reykjavík, eða 212% hærra. Mismunandi aldursskipt- ing eða tíðni sjúkdóma skýrir tæplega þennan mun, að dómi greinarhöfundar.- Hann segir orðrétt: „Ef maður leikur sér að þeirri hugsun, að allir landsmenn hefðu neytt lyQ'a í sama mæli og þessir frísku Norðlendingar, þá hefðu sparast 230 m.kr. 1984. Þetta verða um 420 m.kr. á verðlagi ársins 1986, en gera má ráð fyrir, að kostnaður trygginganna vegna lyfja fari vel yfír 900 milljónir í ár.“ Líkur standa til að almenn lyfjakaup í landinu séu umfram þörf. Þess eru eflaust dæmi að lyf, sem afgangs verða, safnist saman á heimilum, og sé loks hent. Hve mikil verðmæti fara þannig forgörðum skal ósagt látið. Hitt má telja víst að tak- markað almennt verðskyn, ekki sízt gagnvart lyfjum, eigi hér hlut að máli. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því, hve miklir fjár- munir liggja í lyfjum þeim, sem það fær í hendur. Það gerir sér heldur ekki grein fyrir þeirri staðreynd, að þessir fjármunir eru alfarið til þess sóttir. Þó við greiðum aðeins brotabrot af kostnaði lyfja við móttöku þeirra sækir ríkið andvirði þeirra að fullu til okkar í einni eða annari skattamynd. Það er rétt, sem fram kemur í grein Sigurbjamar Sveinssonar í Læknablaðinu, að læknar hafa í höndum „að ávísa flestum dýr- ustu þáttum heilbrigðisþjón- ustunnar", þar á meðal lyfjum. En hin almenna afstaða vegur þó ef til vill þyngst, ef spoma á við fótum í þessu efni. Varðstaða fólks verður hinsvegar ekki byggð nema á undirstöðu al- menns verðskyns. Einstaklingur, sem kaupir lyf, gæti til dæmis fengið í hendur sundurliðun á verði þess, þ.e. hvað honum ber að staðgreiða við móttöku og jafnframt hver sá hlutur verðsins er, sem greiddur er með almenn- ri skattheimtu. Greinarhöfundur telur að rannsaka þurfí þann „furðulega mun“, sem er á lyfjakostnaði trygginganna eftir samlags- svæðum. Um þetta efni segir hann orðrétt: „Þetta þarf að rannsaka. Ef slík rannsókn myndi geta af sér betri umgengisvenjur lækna og sjúklinga við lyf gæti hún borið hundraðfaldan ávöxt.“ Grein sú í Læknablaðinu, sem hér hefur verið vitnað til, gefur tilefni til að ætla, að ná megi fram spam- aði í almennum lyfjakostnaði. Það munar um minna en 400 m.kr. á ári. Það er sama upphæð og fjárlagafjárveiting þessa árs til skóla- og íþróttamannvirkja. Umsjónarmaöur Gísli Jónsson 324 Þessi þáttur er skrifaður á kyndilmessu, 2. febrúar. Orðið kyndill er dregið af samsvarandi sögn, kynda, ef til vill undir áhrif- um frá fomenska orðinu candel, segir Jan de Vries, en það er orð er tökuorð úr latínu < candela = kerti. í orðabók Johans Fritzners er kyndilmessa kölluð á latínu pur- ificatio (= hreinsun) sanctæ Mariæ, og sé það vegna þess siðar hjá Rómveijum að vígja kirkjur þann dag. Þetta kemur þá vel heim við nafn mánaðarins. Febrú- ar er komið af latneskri sögn, fe- bruare, sem merkir að hreinsa. Meðal Rómveija var einhvers konar hreinsunarhátíð haldin á þessum árstíma, stendur skrifað. Svo sem kunnugt er, var hér á landi nokkur trúnaður lagður á spásagnargildi kyndilmessunnar. Verst er að heimildum ber ekki alveg saman. En algengast mun að fara með spávísuna í þessari gerð: Ef í heiði sólin sést á sjálfa kyndilmessu, snjóa vænta máttu mest, maður.uppfráþessu. Sumir sögðu hins vegar: Ef í heiði sólin sest, og munar það talsverðu. ★ íslenska orðið bómull er töku- orð úr dönsku bomuld, þýsku Baumwolle. í orðabók Menning- arsjóðs er bómull sett skör neðar en baðmull. En það breytir ekki því að bómull er kvenkyns og beygist bómull, um bómull, frá bómull, til bómullar. En þvi er stagast á þessu hér, að í sjón- varpsfréttum 28. janúar mátti heyra þau undur, að orðið var beygt eins og karlkynsorðin heig- ull, djöfull, hörguU o.s.frv. Orðin bómuU og baðmuU eru einmitt samsetningar af uU (kvk. eignarf. uUar) og beygjast eins og það orð. BaðmuU er að fyrri hluta til dregið af baðmur ■= tré, þýsku Baum. Reyndar er líka til baðmur í merkingunni fang, faðmur, en það kemur naumast til greina hér. Loki kvað (Lokasenna 26): Þegi þú, Frigg, þúertFjörgynsmær og hefir æ vergjöm verið, erþáVéaogVilja léstu,Viðriskvæn, báða í baðm um tekið. Og svo er þessi slitni brandari, að skólapiltur, sem átti að skýra orðið baðmuU, sagði: Ég veit nú vel hvað orðið bað þýðir, en ég er ekki viss um hvað þetta mull er. ★ í vísunni um kyndilmessu sett- ist eða sást sólin í heiði. Þetta er þágufall af hvorugkynsorðinu heið sem merkti skýlausan himin, heiðríkju. Önnur samsetning er heiðvanur sem kemur fyrir í Völuspá og haft er um Ask Ygg- drasils. Hann var „vanur hinu bláa heiði himinsins“, teygði sig hátt í loft upp, enda var hann máttar- stólpi og burðarás allrar tilverunn- ar. Heið er algengt í samsettum mannanöfnum, svo sem Heiðrek- ur (= bjartur og voldugur) og kvennanöfrium sem enda á heiður = björt. t.d. Ragnheiður (goð- björt), Alfheiður, Lofnheiður (= ástbjört), Aðalheiður, Arnheið- ur og Þórheiður. Mikil birta er að öllu samanlögðu f nafninu Heiðbjört, en þá er þess vist líka að gæta að sumir munu setja forliðinn Heið- f samband við karlkynsnafnorðið heiður = sæmd og æra, sem líklega er af sama uppruna og heið = birta, þótt málfræðingar láti sér ekki koma saman um það. Þess er svo enn að geta, að heið hefur breyst í heiði í nefnifalli . þáttur og þolfalli til samræmis við sitt eigið þágufall og fíölmörg önnur hvorugkynsorð sem enda á i í nefnifalli og þolfalli frá fornu fari, svo sem kvæði og ríki. Á máli fræðanna heitir þetta áhrifs- breyting (analogia), þegar ein orðmynd lagar sig eftir annarri, án þess að um eiginlegar hljóð- breytingai- sé að ræða. Þetta er eins og þegar menn draga dám af sessunaut sínum. Fjölmörg eru dæmi þess, að hvorugkynsorð, sem voru hreinir a-stofnar, eins og heið, hafi breyst í ia-stofna, eins og kvæði. Nefna má: eng>engi, reip >reipi, sík>síki, lík > líki, nest>nesti. ★ Vel blómstrar staglstíllinn enn, ekki síst í stofnanamálinu. Örlítið dæmi úr Lögbirtingablaðinu 24. janúar 1986 (í tilkynningu frá Sölustofriun lagmetis): „Aðilar Sölustof nunarinnar eru þeir framleiðendur á sviði lagmetisiðnaðar, sem framleiða lagmeti til útflutnings." ★ Ég gleymdi um daginn þessum pistli í bréfinu frá Charles Agli Hirt: „Svo ég minnist eilítið á stíl- fraeði hef ég að undanfömu veitt athygli (mis-)notkun á málshátt- um og tilvitnunum sem sýna feimni og óöryggi: „Glögg er gests auga eða þannig —“ og „spegill spegill herm þú mér og allt það____“ em tvö dæmi um kæm- leysislegan og hvimleiðan stíl.“ Að vissu marki get ég tekið undir þetta, þama kann að gæta slappleika og öryggisleysis, en stundum er þetta líka sagt í gamni. Fyndnin kann að vísu að vera mjög léleg, eins og þegar merkur bóndi kom á prestssetrið og spurði: „Er presturinn heima, eða svoleiðis." PISTILL FRÁWINNIPEG/MARGRÉTBJÖRGVINSDÓTTIF Baldur Stefánsson hlýtur heiðursverðlaun Kanadas Myndin er tekin i einni af rannsóknarstofum doktors Baldurs Stefáns- sonar. Til hægri er Vera Bodo, efnafræðingur, ein þeirra mörgu starfsmanna sem starfa með Baldrí við framhaldsrannsóknir á canola. Fyrir þijátíu ámm fluttu Kanada- menn inn um það bil allan þann forða af jurtafræjum sem þeir þurftu til vinnslu matarolíu til manneldis. í dag hafa málin tekið aðra stefou, þar sem jurtaolía sú, sem í daglegu tali nefíiist Canola og unnin er úr einu afbrigði af rófu- fræjum, er nú orðin þriðja stærsta uppskera Kanadamanna ár hvert og nemur billjónum að verðmæti. Fyrr á þessum vetri sæmdi land- stjóri Kanada höfund þeirrar upp- skem, sem hér um ræðir, dr. Baldur Stefánsson, æðstu viðurkenningu Kanadastjómar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baldur fær viður- kenningu fyrir störf sín, enda hafa vísindaleg afrek hans sem hér liggja að baki átt sér langan aðdraganda. Það var fyrst fyrir rúmum þijá- tíu ámm að Baldur, sem er prófess- or í landbúnaðarvísindum, hóf til- raunir með kynbætur á sérstöku afbrigði af rófuætt, sem á ensku neftiist „rape“. Fyrst í stað nutu þessi störf hans lítils skilnings meðal ráðamanna, sem röldu rann- sóknimar ekki hafa hagnýtt gildi. Við upphaf fjórða áratugarins hófst fyrst ræktun á þessari sér- stöku rófutegund í Kanada, en hún hafði verið ræktuð um aldaraðir í Asíu — og þá aðallega í Kína og á Indlandi. Upp úr 1940 var olía sú sem framleidd var úr „rape“-fræj- um hér í Kanada ekki nothæf til manneldis. Til þess að svo mætti verða þurfti að nema brott úr henni skaðvænleg efni, og er það á rann- sóknarsviði Baldurs. í dag er Can- ola ræktað á tæpum þremur milljón- um hektara lands í sléttufylkjum Kanada, þ.e. í Alberta, Saskatc- hewan og Manitoba. Um helmingur uppskemnnar er unnin heimafyrir,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.