Morgunblaðið - 08.02.1986, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
25
Umferðin 1985
eftir Valgarð
Briem
Snemma árs 1984 lét ég í ljós í
biaðagrein í Morgunblaðinu áhyggj-
ur af því að sá árangur sem náðist
á norrænu umferðaröryggisári
1983 þegar dauðaslysum í umferð-
inni fækkaði úr 21 árið áður í 17,
kynni að verða til þess að vegfar-
endur færu að vanmeta hættuna,
slaka á varfæmi og slysum mundi
flölga. Þessi ótti var ekki að
ástæðulausu. Dauðaslysin 1984
Valgarð Briem
urðu 24 og í þeim létust 27 manns.
Það má því segja að á árinu
1985 hafi nokkur breyting orðið til
batnaðar. Þá létust 23 í jafn mörg-
um slysum.
Samt samsvarar þetta nær 2
mannslífum á mánuði hverjum og
við það geta umferðaryfirvöld ekki
unað. Ekki verður þeirri staðreynd
heldur unað að árið 1985 slösuðust
nær 600 manns. Fjölgaði þeim
verulega frá fyrri ári og hafa aldrei
verið fleiri. Að vísu varð nokkur
fækkun meiriháttar meiðsla, en
minniháttar meiðslum flölgaði vem-
lega og urðu langtum fleiri en
nokkm sinni fyrr. Ástæða er til að
ætla að fækkun þeirra sem létust
eða slösuðust mikið í umferðinni
1985 sé að þakka aukinni notkun
bflbelta.
Það er gleðiefni að slysum á
bömum 14 ára og yngri fækkaði
nokkuð 1985 og hafa þau ekki verið
færri síðan 1979 að norræna um-
ferðarárinu undanskyldu.
Er þetta sérstakt gleðiefni, þegar
haft er í huga hve mjög bömum á
þessum aldri hefur fjölgað og öku-
tækjum einnig.
Er þess að vænta að þær sérstöku
varúðaraðgerðir sem gerðar hafa
verið í námunda skóla og bama-
heimila eigi þar nokkum þátt í.
Það vekur athygli að dauðaslys
í umferð urðu flest í júní og októ-
ber, eða 4 í hvomm þessara mán-
aða. Hinsvegar urðu slys með
meiðslum á fólki langflest í júlí, eða
75. Þar af urðu 33 slys í dreifbýli
og er það sjötti partur allra slysa
í dreifbýli af völdum umferðar á
árinu öllu.
Allt á þetta sér sínar skýringar.
Hinsvegar skortir vemlega á að
orsakir umferðarslysa séu nægilega
kannaðar svo unnt sé að beita rétt-
um aðgerðum gegn þeim.
Þegar litið er á heildartölur slysa
er e.t.v. ekki ástæða til örvænting-
ar. Skv. skráningu Umferðarráðs,
en þaðan er framangreindur fróð-
leikur dreginn, vom alls skráð 7.061
umferðarslys 1985, sem er nærri
300 færri en árið áður.
Á hitt er að líta að þótt tölur
þessar séu sambærilegar frá ári til
árs, em þær ekki tæmandi. Slysa-
tölur spítalanna gefa allt aðrar og
alvarlegri niðurstöður. Er nú rætt
um að samræma þessar skýrslur
svo unnt sé að draga af þeim sann-
ari niðurstöðu.
Hvað sem því líður em tölur
þessar nægilega alvarlegar til þess
að hvetja kennara og foreldra,
ökumenn og aðra vegfarendur til
aukinnar aðgæslu. Umferðarslysin
kosta okkar litla þjóðfélag allt of
mikið.
HOfundur er hsestaréttarlög-
maður og formaður Umferðar-
ráðs.
I
æðstu
sljómar
en hinn hluti fræjanna fluttur úr.
Framleiðslan nemur 1.25 billjónum
dollara á ári og rennur stór hluti
þeirra aftur til bændanna sjálfra.
Átta verksmiðjur hafa verið byggð-
ar í Vestur-Kanada á síðast liðnum
ámm, og skapast þar atvinna fyrir
1200 manns.
„Orðið Canola segir raunar ekk-
ert um sjálfa framleiðsluna", segir
Baldur, „heldur er það aðeins vöm-
heiti. Viðskiptalöndin em mörg, en
mestur er útflutningurinn til Japan,
og nemur hann 36% af neyslu
matarolíu þar. Jafnframt rannsókn-
um sínum hefur Baldur haft það
starf með höndum hin síðari ár að
kynna Canola á erlendum vett-
vangi. Auk þess hefur hann starfað
í Kfna, en þar hafa Kanadamenn
skipulagt aðstoð við kynbætur á
„rape“-jurtinni.
Baldur segir tæknivæðingu og
nýjan tækjabúnað hafa skipt sköp-
um við þær rannsóknir sem hann
stundar, og vissulega sé enn verið
að bæta framleiðsluna, enda sé
samkeppnin hörð á heimsmarkaðn-
um.
Olfan er notuð sem uppistaða í
matarolfu, smjörlíki, salatolíur og
bökunarfeiti. Uppskemtími Canola
er sfðsumars eins og hveitis og
verður sjálf jurtin allt að eins og
hálfs metra há og ber gul fjögurra-
laufa blóm. Fullþroska fræ inni-
halda 40-44% olíu og em svört,
brún eða gulleit.
Baldur Stefánsson er fæddur á
Vestford f Manitóba. Foreldrar hans
Jónína og Guðmundur stunduðu
búskap. Baldur tók þátt í sfðari
heimsstyijöldinni, en í stað þess að
setjast að við bú foreldra sinna við
lok stríðsins hóf hann nám f land-
búnaðarvísindum og valdi plöntu-
vísindi sem sérgrein.
Baldur segir að tímamót hafi
orðið í rannsóknum sínum á
„rape“-fræjum fyrst um 1960 og
síðan 1966, þegar honum tókst að
einangra tiltekin gen, en það tók
um 10 ár að fá framleiðendur til
að bregðast við þeirri nýjung. Þær
framfarir, sem hér hefur verið um
rætt, hafa þvf aðallega orðið á rúm-
um áratug.
„Mér rann það til ri§a“, segir
Baldur, „að á fyrstu ámnum eftir
stríð vomm við að flytja út hveiti,
bygg og hafra á hlægilega lágu
verði og fluttum inn hráefni til að
vinna úr matarolíur. Fyrir mér vakti
að ná því marki að við þyrftum
ekki að vera háð innflutningi, og
það vildi svo til að afraksturinn
varð Canola."
„Vissulega hef ég ekki unnið
einn“, segir hann. „Ég hef alltaf
átt því láni að fagna að hafa gott
samstarfsfólk, því má aldrei
gleyma." Hann segist ekki sjálfur
hafa auðgast á uppfinningum sínum
en lætur sér það f léttu rúmi liggja.
Slíkt segir hann vera örlög vísinda-
mannsins. „Það sem skiptir mestu
máli er að bændumir hafa það
svolítið betra og neytendur fá betri
vöm,“ segir Baldur að lokum.
AF ERLENDUM VETTVANGI
Sovétríkin:
eftir CAROLJ. WILLIAMS
Embættísmenn skála
í stikkilsbenasaft
Afengisvarnarherferð haldið áfram með litlum árangri
SOVÉSKIR embættismenn skála nú í gosdrykkjum þegar þeir
taka á móti erlendum gestum. Og bindindismenn, sem áður
fyrr héldu til haga vodkaflösku til að draga fram úr pússi sínu
ef gest bæri að garði, sitja nú uppi vinlausir, slík er fyrirhöfnin
að ná f sopann.
Fyrir átta mánuðum fyrir- ar tölur hafa birst um árangur
skipaði Mikhail S. Gorbac- af þessari herferð til höfuðs
yrir átta mánuðum fyrir-
skipaði Mikhail S. Gorbae-
hev, leiðtogi Sovétríkjanna, að
dregin yrðu saman seglin í áfeng-
isframleiðslu, verð á áfengi yrði
hækkað og opnunartími áfengis-
verslana takmarkaður. Gorbachev
sagði að grípa yrði til þessara
aðgerða til að losa þjóðina við sinn
stærsta vanda og mesta böl:
Áfengið.
Hert áfengislög
Staðreyndin er sú að nú er
erfiðara að verða sér úti um áfengi
í Sovétríkjunum en áður. Aftur á
móti koma þessar hindranir aðeins
í veg fyrir að hófdrykkjumenn
drekki minna, en stórtækir
drykkjusvolar láta öldungis ekki
deigan síga.
Reyndar sjást dauðadrukknir
menn æ sjaldnar á götum úti og
rónar bæjarins eru að mestu
horfnir úr málmslöngunum í iðr-
um Moskvu. En það er trúa
margra að drykkjuskapurinn hafi
einfaldlega færst inn fyrir veggi
heimilanna.
„Eina breytingin er sú, að nú
þarf ég að bíða lengur í biðröð-
um,“ sagði Moskvumær, sem hún
stóð og beið eftir að geta keypt
vodka handa eiginmanni sfnum.
Og vissulega eru biðraðimar lang-
ar við áfengisútsölur. Svarta-
markaðsbrask með brennivín hef-
ur færst í aukana og brugg og
spíri eru eftirsóttur vamingur.
Sovésku ríkisfjölmiðlamir hafa
rekið kröftugan áróður gegn
diykkjuskap, sem stjómin segir
að standi heilsu verkalýðsins fyrir
þrifum, dragi úr vinnuafköstum
og þar með þjóðarframleiðslu.
Engin furða að erfitt sé að fram-
fylgja þrotlausum fimm ára áætl-
unum! Daglega birtast fregnir af
stórkostlegum árangri og áföllum
í baráttunni við áfengisbölið,
baráttu, sem miðar að því að láta
renna af annálaðri drykkjuþjóð.
Undanfarið hefur sovéskum
fréttaskýrendum orðið starsýnt á
skuggahliðar áfengisvamarað-
gerðanna. Áfengisbrask hefur
sjaldan verið meira í Sovétríkjun-
um og skyldi engan undra: Fram-
boð á áfengi skreppur saman, en
eftirspumin stendur í stað.
Óprúttnir rakarar
Mangarar kaupa birgðir af
vodka af vinveittum starfsmönn-
um áfengisverslana ríkisins og
dreifíngaraðiljum og selja fyrir
tvöfalt verð eftir að verslunum
er lokað.
Að sögn almennra borgara selja
leigubflstjórar áfengi síðla nætur
og einnig er hægt að kaupa vodka
undir borðið á rakarastofum. Þar
líta svartamarkaðsbraskaramir
inn og skilja eftir hina eftirsóttu
vöm.
Sovéskir flölmiðlar hafa hingað
til verið ófærir um að gefa heildar-
mynd af ástandinu og hinum
ýmsu vandkvæðum á því að fram-
fylgja nýju áfengislögunum. Eng-
áfenginu og embættismenn
stjómarinnar hafa þráfaldlega
neitað blaðamönnum bandarísku
fréttastofunnar Associated Press
um viðtöl um áfengisvamarher-
ferðina.
í blöðum og sjónvarpi er aðal-
lega fjallað um einstök mál og
tilfelli, þar sem áfengislagabrjótar
hafa verið staðnir að verki og
hlotið makleg málagjöld.
í dagblaðinu Vechemyaya
Moskva var nýverið vitnað í dag-
bók lögreglumanns. Þar greindi
frá konu nokkurri sem var gripin
við að laga „samogon" - brugg
- í baðherbergi s$nu. Verðir lag-
Æðstí bindindismaður
So vétríkj anna
Áhrif herferðarinnar koma
hvað best fram á opinberum vett-
vangi. Háttsettir sovéskir emb-
ættismenn sjást núorðið örsjaldan
neyta áfengra drykkja opinber-
lega og opinberir starfsmenn
leggja sig í líma við að fylgja
fordæmi æðsta bindindismanns
þjóðarinnar, Mikhails Gorbachev
sjálfs.
Á nýársdag var haldin mikil
móttaka fyrir erlenda sendiráðs-
starfsmenn $ Kreml. Boðið var upp < k
á kampavín, én sovéskir embætt-
ismenn bergðu aðeins á gosdrykk
með stikkilsbeijabragði úr há-
fættum glösum.
Sama er upp á teningnum
þegar sovéskir ráðamenn bjóða
útlendingum til veislu, hvort sem
vera skal með smáu eða stóru
sniði, í einkahófum eða opinber-
Ávaxtasaf! í háfættum glösum.
anna komust á sporið þegar ná-
grannar konunnar kvörtuðu und-
an megnri áfengisstækju f blokk-
inni. Það er síður en svo nýlunda
í Sovétríkjunum að almenningur
leggi stund á brugglistina, þvf að
Sovétmenn hafa um langt skeið
bruggað sitt eigið vín. Sem að
sjálfsögðu er ólöglegt athæfi þar,
eins og víða annars staðar á
hnattkúlunni.
Fyrstu mánuðina eftir að nýju
lögin um sölu áfengis voru sett
var þeim stranglega framfylgt.
En löghlýðni þessi reyndist ekki
hafa skotið djúpum rótum og nú
er svo komið að bjór, létt vfn,
koníak og aðrar veigar sjást á
borðum veitingastaða í Moskvu
um hádegisbil. Bannið við sölu
áfengis á börum og matsölustöð-
um fyrir klukkan tvö eftir hádegi
er kinnroðalaust virt að vettugi.
En hvorki fjölmiðlar né yfirvöld
sýna þess nokkur merki að fallið
verði frá áróðursherferðinni.
TASS fréttastofan birti nýlega
skýrslu frá sovéskum yfirvöldum.
Þar segir meðal annars: „Sovéska
þjóðin viðurkennir og styður þær
ráðstafanir, sem gerðar hafa verið
til að vinna bug á áfengisbölinu.“
Og stjómmálaráðið komst að
þeirri niðurstöðu að enn væri
brýnt að beijast gegn drykkju-
skap til að auðvelda verkstjórum
að halda uppi aga á vinnustað og
auka afköst f iðnaði.
lega. Sovétmennimir sýna staka
hófsemi í diykkjusiðum sfnum og
þiggja aðeins eitt vínglas eða tvö,
ef í hart fer.
Áður fyrr lumuðu bindindis-
menn iðulega á vodkaflösku til
að geta staðið undir nafni sem
góðir gestgjafar þegar drykkfelld-
ir kunningjar kæmu óforvarendis
í heimsókn. Nú er öldin önnur og
fæstir nenna að leggja á sig að
standa f þrotlausum biðröðum
fyrir kurteisi sakir.
Þijúhundruð manna
biðraðir
Mörgum áfengisútsölum hefur
verið lokað og þær, sem enn eru
starfandi, mega hafa opið frá
klukkan tvö til sjö síðdegis. Bið-
raðimar taka aftur á móti að
hrannast upp á hádegi og þegar
gáttum áfengisverslana er lokið
upp híma allt að þijúhundruð
þyrstir Sovétmenn fyrir utan.
Maður nokkur frá Vladimir,
iðnaðarborg austur af Moskvu,
kvartar undan þvf að barir reyni
nú að venja viðskiptavini af þjóð-
ardrykknum Vodka með því að
bjóða eingöngu upp á hanastél.
„Og hvers ertu bættari?" spyr
hann og svarar um hæl: „Ekki
nóg með að þú þurfir að drekka
þrisvar sinnum meira til þess að
finna fyrir sömu áhrifum, heldur
máttu gjöra svo vel að borga
þrefalt verð fyrir.“
Höfundur er fréttaritari bandarisku
fréttastofunnar Associated Press f
Moskvu.
*\