Morgunblaðið - 08.02.1986, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
Minning:
SigríðurH. Stefáns
dóttír, Ólafsvík
Fædd 13. mars 1912
Dáin 28. janúar 1986
Þegar fréttin barst okkur að
morgni 28. janúar sl. að Sigríður
mágkona mín væri látin kom það
okkur ekki á óvart. Aðdragandi
þess var búinn að vera allnokkur
og harðnandi eða allt frá því í ágúst-
mánuði sl. Frá þeim tíma hafði hún
legið rúmfost í Landspítalanum þar
sem hún fékk alla þá bestu umönn-
un sem hægt var að láta henni í té.
Fyrir u.þ.b. þremur árum tók
Sigríður þann sjúkdóm, sem flestum
skilar á sama áfangastað, en sjúk-
dómurinn var hægfara og aðgerða-
lítill. Snemma á síðasta ári tók hann
breytta og óvægilega stefnu.
Þess utan bjó Sigríður við skerta
heilsu sem var afleiðing af veikind-
um árið 1965. Upp úr þeim veikind-
um vann hún sig með miklum
dugnaði, þannig að hún gat haldið
áfram kennslustörfum í 6—7 ár
eftir það áfall, en verulega hreyfi-
hömluð og með skert jafnvægis-
skjm.
Hún var því vel að hvfldinni
komin. Sátt við alla með óvenjufar-
sælan starfsferil að baki. Undan-
farin 12 ár hefur hún dvalið í Há-
túni 10 í Reykjavík.
Sigríður var dóttir sæmdarhjón-
anna Svanborgar Jónsdóttur og
Stefáns Kristjánssonar, sjómanns
og bátaformanns og síðar vega-
verkstjóra, frá Uppsölum í Ólafsvík.
Sigríður var elst 6 bama þeirra
hjóna. Hin eru: Fríða, íþrótta- og
leikfimikennari, búsett í Reykjavík,
Þorgils, fyrrverandi yfirkennari,
búsettur á Akranesi, Alexander,
alþingismaður og ráðherra, búsett-
ur í Olafsvík, Gestheiður, verslunar-
maður, búsett í Ólafsvík, og Erla,
kennarí, búsett í Kópavogi.
Foreldrar þeirra systkina voru
mikið mannkostafólk. Móðir þeirra,
Svanborg, var mikilhæf húsmóðir,
hófsöm og orðvör, hrein listakona
í handmennt og saumaskap, sem
margir hér í Ólafsvík nutu góðs af
utan íjölskyldunnar.
Faðir þeirra, Stefán, var glað-
beittur hugsjóna- og félagsmála-
maður, sem bar með sér hugsjóna-
glóð aldamótamanna. Hann var og
drifkraftur í leiklistar- og sönglífi
hér í Ólafsvík. Æskuheimilið að
Uppsölum var því góð umgjörð
uppvaxandi efnisbömum þeirra
hjóna.
En lífsbarátta annars og þriðja
áratugarins var óvægin. Allir urðu
að leggjast á eitt, strax og kraftar
leyfðu svo að heimilin kæmust af.
Um annað var tæplega að ræða.
Við þessar kringumstæður
myndaðist hin sterka ábyrgðar-
kennd elsta barasins á Uppsölum.
Abyrgðarkenndin og skylduræknin
við fjölskylduna varð ríkasti þáttur-
inn í fari Sigríðar, vék aldrei frá
henni meðan hún lifði. Þessir þættir
ásamt fágaðri framkomu vom höf-
uðkostir hennar f lífi og starfí og
skipuðu henni sérstakan sess hjá
öllum, sem henni kynntust og með
henni störfuðu.
Snemma árs 1929, þá tæplega
17 ára, lagði þessi glæsilega stúlka
upp í sína fyrstu brottför að heiman
sem verkakona við fiskverkun hjá
stóm útgerðarfélagi í Reykjavík.
Hér var um einhveija þá erfiðustu
vinnu að ræða sem hugsast gat
fyrir óharðnaða stúlku, nánast
ungling. Þetta var við saltfískverk-
un þeirra tíma.
Það var næstum ofætlun að ætla
unglingsstúlku að vaska fisk um
hávetur, þar sem bijóta þurfti ísinn
af vaskakömnum kl. 6 að morgni
þegar vinna hófst en hún stóð svo
til kl. 7 á kvöldin. Starfskonur
bjuggu í íbúðarskála í Rauðarár-
holtinu og þurftu sjálfar að mat-
reiða fyrir sig og hita húsnæðið.
Þegar togarar fyrirtækisins komu
inn til löndunar var oft bætt við
vinnudaginn 5—6 klukkustundum.
Kaupið fyrir slíka vinnu var þá um
80 aurar á klukkustund.
Þessi fyrsti vetur við hin erfiðu
vinnuskilyrði við vöskun á saltfiski
hjá Kveldúlfi hf. var stúlkunni
Sigríði Stefánsdóttur frá Uppsölum
í Ólafsvík mikil eldskím, sem hún
stóðst reyndar með prýði, varð
upphafið að mjög farsælli og marg-
þættri starfsævi. Þessi saga um
atvinnu og aðbúnað ungrar stúlku
frá árinu 1929 mætti vera ungu
fólki í dag nokkurt íhugunarefni
og ekki síður hitt, að nánast hvem
eyri af Iaunatekjunum sendi hún
heim til foreldra til styrktar heimil-
ishaldi og framfærslu hinna yngri
systkina.
um nokkurt skeið stundaði Sig-
ríður umrædd fiskvinnslustörf að
vetri en var í kaupavinnu að sumr-
inu. Kynntist hún þá einnig því
hver munurinn var á húsbændum
og hjúum á hinum stærri býlum
þeirra tíma.
Árið 1933—34 stundaði hún nám
við Kvennaskólann að Staðarfelli.
Afrakstur þess náms varð mikill,
bæði bóklegur og ekki síður í hand-
mennt og handavinnu, og hafði það
mikil áhrif á framtíð hennar.
Frá árínu 1935 fór Sigríður að
starfa sem matráðskona hjá föður
sínum á sumrin við vegafram-
kvæmdir. Við það starfaði hún um
eða yfir 20 sumur. En árið 1940
hófst nýr kafli í ævi hennar er hún
hóf farkennslu í Fróðárhreppi en
því starfi gegndi hún til ársins 1947.
Það sama ár hóf hún kennslu við
Bamaskólann í Ólafsvík, sem hún
gegndi síðan að einu ári undan-
skildu, en veturinn 1952—53 stund-
aði hún nám í Handíðaskólanum
og lauk þaðan handavinnukennara-
prófi en sérkennslugrein hennar var
handavinnukennsla stúlkna.
Enginn vafi er á því að kennslu-
störf Sigríðar, fyrst í Fróðárhreppi
og síðar ( Bamaskólanum í Ólafs-
vík, er mikilvægasti kaflinn í far-
sælli starfsævi þessarar mikilhæfu
konu. Fljótlega ícomu í ljós hæfileik-
ar hennar til kennslustarfa. Hin
fágaða framkoma hennar og góð-
vild, sem var jöfn til allra, opnuðu
henni leið til allra sinna mörgu
nemenda í áratugi. Agavandamál
þekkti hún ekki og alkunna var það
í Ólafsvíkurskóla að hinir erfiðustu
í hópi piltanna voru bljúgir og
auðsveipir í umgengni við hana og
fara ekki dult með þakkir í hennar
garð æ síðan.
í kennslustörfum naut Sigríður
sín til fulls. Af hinum miklu og
flölþættu mannkostum gat hún
gefið öðrum ótæpilega og stór er
sá hópur húsmæðra og sjósóknara
hér heima og heiman, sem er henni
þakklátur fyrir allt það er hún gaf
þeim af mannkostaauðlegð sinni.
Það var henni því mikil lífsfylling
að finna á merkum tímamótum í
lffi sínu alla þá vináttu og hlýju,
sem til hennar streymdi frá þessu
fólki.
í lífi Sigríðar sátu skyldumar við
æskuheimilið og fjölskylduna ávallt
í fyrirrúmi. Uppsalaheimilið var
alltaf hennar heimili, allir sem
þaðan komu vom hennar flölskylda,
systkinaböm og systkinabamaböm
vom hennar böm, gleði þeirra var
einnig hennar gleði.
Sigríður giftist aldrei eða stofn-
aði eigin fjölskyldu. Lífshamingja
hennar fólst í því að gleðja, gefa
og hjálpa öllum f hinni stóm flöl-
skyldu sinni og að halda heimili
með foreldmnum af fullri reisn
meðan faðir hennar lifði og hún og
móðir hennar höfðu heilsu til að
búa þar heima.
Sigríður stundaði kennslustörf
frá árinu 1940 til ársins 1971, alls
31 ár og þar af 24 ár við Bama-
skóla Ólafsvíkur. Hún leysti af sem
skólastjóri í ijarveru skólastjóra
1957—58 og fórst það vel úr hendi
eins og allt er hún tók sér fyrir
hendur.
Á kveðjustund þessarí em þeir
eflaust margir sem hafa þakkir að
flytja hinni mætu manneskju. Ekki
hvað síst er það hinn stóri hópur
frændsystkina, sem kveður frænk-
una góðu og gjafmildu. Sjálfur kveð
t
Elskuleg dóttir mín,
ANNA EGGERTSDÓTTIR,
lést í Landakotsspítala 6. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hallfríður Eiðsdóttir.
t
Eiginkona mín, rhóðirokkar, tengdamóðir og amma,
KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR,
Selvogsgötu 18,
Hafnarfirði,
lést þann 6. febrúar síöastliðinn.
Ólafur Frimannsson, börn,
tengdabörn og barnabörn.
t
Föðurbróðir okkar,
JÓHANNES KRISTJÁNSSON,
fulltrúi,
Skeiðarvogi 127,
lést á heimili sínu þann 6. febrúar.
Kristján Sigurðsson,
Jón Sigurðsson,
Elfn Sigurðardóttir,
og aðrir aðstandendur.
t
Útför konunnar minnar, móður okkar og tengdamóður,
ERNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
sem andaðist 29. janúar sl. fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudag-
inn 11. febrúar kl. 13.30.
Stefán Pétursson,
Gunnar Jones, Hildur Eysteinsdóttir,
Rosa Jones, Jónas Jóhannesson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður
og afa,
EIRÍKS G. BRYNJÓLFSSONAR,
Norðurgötu 48,
Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Kamilla Þorsteinsdóttir,
Edda Eiríksdóttir,
Auður Eirfksdóttir, Jóhann Þ. Halldórsson,
Þorsteinn Eirfksson, Arndfs Baidvinsdóttir,
Guðríður Eiríksdóttir, Gunnar Ragnars
Hafsteinn Andrésson,
og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför föður,
stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa,
HALLGRÍMS LÚTHERS PÉTURSSONAR.
Sverrir Hallgrfmsson, Rósa Óskarsdóttir,
Fjóla Halldórsdóttir, Ingvar Guðjónsson,
Anna Lorange,
barnabörn ög barnabarnabörn.
Legsteinar
gramt - - marmari
Opió alla daga, i einnig kvóld ó.j-.
Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi,
og helgar. símar 620809 og 72818.
ég ekki bara elskulega mágkonu
heldur og einnig góðan vin, sem ég
bar djúpa virðingu fyrir. Öll kveðj-
um við hér konu, sem verður okkur
ógleymanleg fyrir það að hún hafði
til að bera allt það besta sem prýða
má eina manneskju. Blessuð sé
minning hennar.
Eiinbergur Sveinsson
í dag verður jarðsett frá Ólafs-
víkurkirkju Sigríður Hulda Stefáns-
dóttir sem lést í Landspftala íslands
28. janúar sl. eftir langa og erfiða
sjúkrahúslegu.
Sigríði, eða „frænku" eins og hún
var kölluð á mínu heimili, kynntist
ég fyrst 1972 í Ólafsvík er ég naut
einstakrar gestrisni á heimili henn-
ar í örfáa daga það sumar. Þá þegar
fann ég hlýjuna og góðvildina sem
ríktu á því heimili og hvemig hún
stjómaði og stjanaði af ást og
umhyggju og mikilli ósérhlífni, til
þess að allir hefðu það sem best
og allir væm sáttir. I plássinu, þar
sem hún bjó lengst af, var hún sér-
lega vel kynnt og vinsæl jafnt meðal
fullorðinna og ekki síður meðal
bama. Það vom flestir Ólafsvíking-
ar svo lánsamir að fá að kynnast
Sigríði, því hún kenndi í íjölda ára
við skólann og naut þar sem annars-
staðar virðingar og ástar samstarfs-
manna og nemenda.
„Frænka" var sterk og eftir
henni var tekið sökum reisnar og
óvenju mikils sálarstyrks. í henni
sá maður allt það góða sem fólk
vill svo gjaman sjá hvert hjá öðm,
en verður svo oft fyrir vonbrigðum
með að finna ekki. Frænku- og
frændaböm Sigríðar fundu öll það
sama hjá frænku sinni, ást, óþijót-
andi þolinmæði og hlýju, og bám
því öll sömu Ijúfu tilfinningar til
frænku sinnar. Ég veit bara hversu
mikils virði það var bömunum mfn-
um að fá að kynnast frænku sinni,
kjmnast því sem þau ekki kjmnast
hjá hverri manneskju. Þessum góðu
minningum munu þau seint glejrma.
Þar sem góðir menn ganga em
guðs vepr, og hún hefur gengið
sinn veg á enda með einstakri reisn
og sóma. Fari hún í friði, friður
guðs hana varðveiti, og hafi hún
þökk fyrir það sem hún kenndi
okkur um lífið og bróðurkærleika.
Arni Guðmundsson
Birting
afmælis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því,
að afmælis- og minningar-
greinar verða að berast
blaðinu með góðum fyrir-
vara. Þannig verður grein,
sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast i síð-
asta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marg-
gefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki
birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins.
Jarðarfarar-
skreytingar
Kistuskreytingar, krans-
ar, krossar.
Græna höndin
Gróðrarstöð við Hagkaup,
sími 82895.
'oí