Morgunblaðið - 08.02.1986, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
Enska knattspyrnan:
Mörgum leikjum
f restað f dag
teningurinn ræður úrslitum
Frá Bob Hennessy, fróttarhara Morgunblaðsins f Englandi.
FIMM leikjum f ensku knattspyrn-
unni sem eru á íslenska get-
raunaseðlinum var fresta strax í
gœr vegna snjóa og útlit er fyrir
aö enn fleiri leikjum verði aflýst
í dag. Það verður því að öllu
óbreyttu teningurinn sem ræður
mestu um úrslit leikja í dag.
Leikjunum sem nú þegar hefur
verið frestað i 1. deild er leikur
Aston Villa og West Ham, Ipswich
og Arsenal, Watford og Everton,
sem eru allir á íslenska getrauna-
seðlinum og svo leik Sheffield
Wednesday og Leicester. í 2. deild
hefur leik Crystal Palace og Ports-
mouth og Barnsley og Sheffield
Wednesday verið frestað og eru
þeir báðir á íslenska getraunaseðl-
inum, auk þess hefur leik Bradford
og Middlesbrough verið frestað.
Mikið fannfergi var í Englandi í
gær og því talið ráðlegt að fresta
þessum leikjum strax. Það verður
því teningurinn sem verður alsráð-
andi í getraunum ensku knatt-
spyrnunnarum þessa helgi.
Whiteside íieikbann
Norman Whiteside, leikmaður
með Manchester United, hefur
verið dæmdur í tveggja leikja bann.
Hann var bókaður í leiknum gegn
West Ham um síðustu helgi. Hann
tekur leikbannið út 16. febrúar. og
síðan næsta leik á eftir.
Stórmót
í badminton
EITT stærsta badmintonmót árs-
ins verður haldið nú um helgina
á tveimur stöðum, f Seljaskóla
og TBR-húsinu.
í Deildarkeppni Badmintonsam-
bands íslands, eins og mótið heitir
fullu nafni, taka þátt allir bestu
badmintonmenn landsins. Leikið
verður í 1. og 2. deild, samtals 18
lið víðsvegar að af landinu. Sérstök
opnunarathöfn verður kl. 10 ár-
degis í dag, laugardag.
íþróttir
helgarinnar
Handbolti
A- og B-landslið karla leika í
Keflavík á sunnudag kl. 20. í auka-
keppni um fyrstudeildarsæti leika
KR og Þróttur kl. 15.30 í Laugar-
dalshöll og HK og Haukar í Digra-
nesi kl. 17.00. Báðir leikirnir á
laugardag. í fyrstu deild kvenna
leika FH og Fram kl. 14 á laugar-
daginn í Hafnarfirði og Víkingur og
KR í Laugardalshöll kl. 14.15 á
laugardag, og Stjarnan leikur gegn
Haukum í Digranesi kl. 14.
Körfubofti
Einn leikur fer fram í úrvalsdeild-
inni um helgina, KR og ÍR eigast
við í Hagaskóla á sunnudagskvöld-
ið kl. 20. í fyrstu deild kvenna leika
KR og ÍR í Hagaskóla kl. 20.30 á
sunnudagskvöldið og ÍS og Haukar
á mánudagskvöldið kl. 20. I
íþróttahúsi KHÍ. í fyrstu deild karla
veröa tveir leikir: Grindavík gegn
Þór í Grindavík laugardag kl. 14
og ÍS—Þór í Hagaskóla á sunnudag
kl. 14.
Fimleikar
Landskeppni, ísland — Skotland
í Laugardalshöll sunnudag kl. 15.
Sund
Sundmót Ægis i sundhöllinni á
sunnudag kl. 15.
Frjálsar iþróttir
Meistaramót íslands innanhúss
1986 verður haldið í Laugardals-
höll og Baldurshaga um helgina.
Hefst á laugardagsmorgun kl.
10.00.
Badminton
Deildarkeppni Badmintonsam-
bands íslands verður háð í Selja-
skóla og TBR-húsinu á laugardag
og sunnudag.
Skfði
Stórsvigskeppni KR, Skálafelli —
laugardag og sunnudag. Skíðamót
Skíðaráðs Akureyrar í Hlíðarfjalli
laugardag og sunnudag.
• Karl Þráinsson f iandsliðsbúningnum: Fer hann með til Sviss eða ekki?
Er Karl Þráinsson
gjaldgengur á HM?
• John Sivebæk fær sennilega
sitt fyrsta tækifæri með Manch-
ester United á morgun gegn Liv-
erpool.
Fær Sivebæk að leika
með llnited á
sunnudaginn?
Talið er líklegt að danski leik-
maðurinn, John Sivebæk, leiki sinn
fyrsta leik á morgun, sunnudag,
er Manchester United mætir Liver-
pool. Hann kemur til með að leika
á miðjunni í stað fyrirliðans, Bryan
Robson, sem er í leikbanni. Hann
var sem kunnugt er rekinn af leik-
velli gegn Sunderland á dögunum.
Sivebæk hefur aðeins æft með
Manchester United í 9 daga og
sagði Ron Atkinson, þjálfari, að
danski leikmaðurinn félli vel inn í
liðið.
STÚDENTAR sigruðu Grindvík-
inga f 1. deildinni í körfuknattleik
á fimmtudaginn með 67 stigum
gegn 66. Mikilvægur sigur fyrir IS
í fallbaráttunni og nú allt útlit fyrir
að þeim takist að halda sér f
deildinni. Grindvfkingar eru í
harðri baráttu við Þór um annað
sætið en liðin leika f Grindavík á
morgun.
Þetta er ekki fyrsti leikurinn í
Grindavík sem lyktar með eins
stigs mun. Það er nánast reglan
að slíkt gerist nú eftir að þeir fengu
hiö nýja íþróttahús. Mikil spenna
og skemmtilegheit eru það sem
einkenna leikina í nýja húsinu og
heimamenn fjölmenna til að sjá
skemmtilega leiki. Þeir og leik-
menn UMFG heimta annað sætið
í deildinni og á morgun ætla þeir
að leggja Þórsara að velli og
tryggja sér þar með sætið.
Staðan í hálfleik á fimmtudaginn
var 31:28 fyrir heimamenn og síð-
an komust þeir í níu stiga forskot
ÓVÍST er hvort Karl Þráinsson,
sem nú æfir með handknattleiks-
landsliðinu, komist með liðinu til
Sviss. Ástæðan er „tæknilegs"
eðlis; þann 15. janúar sl. gaf
HSÍ mótstjóminni f Sviss upp
nöfn 20 leikmanna íslands, og-
nöfn þriggja aukamanna til við-
bótar. Nafn Karls var ekki þar á
meðal, og nú er allsendis óvfst
að hægt sé að gera breytingar á
hópnum, eða hvort endanlegur
16 manna hópur verði að vera
skipaður leikmönnum úr stóra
hópnum.
en Stúdentar minnkuðu muninn
og náðu sex stiga forystu um tíma.
Undir lokin var mikil spenna eins
og venjulega þar suðurfrá. Árni
Guðmundsson skoraði úr vítaskoti
og kom ÍS þar með einu stigi yfir
og þrátt fyrir góða tilraun til að
tryggja sérsigurinn á lokkasekúnd-
unum hittu heimamenn ekki körf-
una þó litlu munaði og sigurinn var
ÍS.
Eyjólfur Guðlaugsson og Óli Þór
voru stigahæstir heimamanna,
skoruðu 20 stig hvor en Helgi
Gústafsson skoraði 19 stig fyrir IS
og Árni Guðmundsson 16.
STAÐAN í 1. deildinni í körfu-
knattleik er þessi eftir leikinn f
gærkvöldi:
Fram 16 16 0 1356:977 32
UMFG 17 10 7 1207:1226 20
UBK 16 7 9 1063:1172 14
Þór 14 5 9 943:963 10
ÍS 14 4 10 891:963 8
Reynir 16 4 11 892:1061 8
Að sögn Jóns Erlendssonar hjá
HSÍ óskaði Bogdan landsliðsþjálf-
ari eftir því nú í vikunni að geta
nýtt Karl Þráinsson, með þátttöku
í HM í huga, og er HSÍ að kanna
möguleika þess að gera breytingu
á hópnum.
Þeir tuttugu menn sem HSÍ til-
kynnti í HM er skipaður eftirtöldum
leikmönnum:
Einar Þorvarðarson
Kristján Sigmundsson
Brynjar Kvaran
Ellert Vigfússon
Þorgils Ottar Mathiesen
Geir Sveinsson
Bjarni Guðmundsson
Jakob Sigurðsson
Siguröur Gunnarsson
Guðmundur Guðmundsson
Þorbergur Aðalsteinsson
* Kristján Arason
Þorbjörn Jensson
Sigurður Sveinsson
Atli Hilmarsson,
Alfreð Gíslason
Páll Ólafsson
TENNISKONAN snjalla Chris
Evert Lloyd sagði á blaðamanna-
fundi f gær að hún væri alts
ekkert á þeim buxunum að hætta
keppni f tennis þrátt fyrir að hún
væri orðin 31 árs gömul.
„Ég hef tekið hvert ár fyrir í einu
frá því ég var 18 ára og aldrei
gert nein framtíðaráætlanir varð-
andi tennis. Núna hef ég ákveðið
að keppa á þessu ári því mér finnst
ég ekki enn hafa náð eins hátt og
ég kemst í íþróttinni. Síðasta
sumar var besta sumarið mitt og
ég á frekar von á því að ég bæti
mig enn frekar í sumar," sagði hún
Valdimar Grímsson
Júlíus Jónasson
Og til vara:
Egill Jóhannesson
Jón Árni Rúnarsson
Guðmundur Albertsson
í dag ríkir óvissa um þátttöku
fjölmargra leikmanna úr þessum
20 manna hópi. Sigurður Sveins-
son og Þorgils Óttar Mathiesen
eru vafasamir vegna meiðsla, og
Þorbergur Aðalsteinsson og Alfreð
Gíslason vegna skuldbindinga hjá
félögum sínum erlendis. Ósk
Bogdans um Karl Þráinsson sem
er nýstaðinn upp úr erfiðum
meiðslum, gefur einnig til kynna
að litlar líkur séu á að Valdimar
Grímsson og Guðmundur Alberts-
son, sem báðir eru örvhentir, eins
og Karl, verði í hópnum.
Endanlegan 16 manna hóp þarf
ekki að gefa upp, samkvæmt regl-
um HM, fyrr en 24. febrúar, tveim-
ur dögum áður en keppnin hefst.
við blaðamenn.
Lloyd hefur sigrað í 143 keppn-
um á sínum ferli og var lengi vel
í fyrsta sæti yfir bestu tenniskonur
heims en hefur undanfarin ár stað-
ið nokkuð í skugga Martinu Navr-
atilovu. „Ef ég næ aftur toppsæt-
inu af henni þá hætti ég örugglega
ekki strax því það er alveg út í
hött að hætta þegar maður er á
toppnum. Annars mun tilfinning
mín fyrir því hvort mér finnst
gaman að leika eða ekki ráða því
hvenær ég hætti, en ekki hvort ég
verð númer eitt eða 100," sagði
Lloyd að lokum.
Tekst ÍS að
halda sætinu?
sigruðu Grindvíkinga með einu stigi
Chris Evert Loyd
ekki á þeim buxunum
að hætta ítennis