Morgunblaðið - 08.02.1986, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1986
47~
„Lofar gódu“
— sagði Þorgils Óttar
„ÞETTA lofar góðu, “ sagði Þor-'
gils Óttar Mathiesen er hann var
inntur eftir Ifðan sinni f hægra
hnónu, eftir að hann losnaði við
hækjurnar í gærkvöldi og fór á
sína fyrstu æfingu með landslið-
inu í handknattleik í þrjár vikur.
Þorgils Óttar meiddist sem kunn-
ugt er f leik gegn Pólverjum f
Baltic-Cup-keppninni f byrjun
janúar.
„Þetta kom nokkuð vel út. Ég
er betri núna en þegar ég reyndi
síðast. Þessar nýju spelkur, sem
ég nota núna, halda mun betur að
báðum megin. Ég tók klukkutíma
æfingu í kvöld (gærkvöldi) og þetta
gekk allt vel og fóturinn bólnaði
ekki. Ég fer hægt í sakirnar og er
undir handleiðslu læknis og sjúkra-
þjálfara. Það verður svo bara að
koma í lós hvernig þetta kemur til
með að reynast næstu vikur,"
sagði Þorgils Óttar.
Þorgils Óttar verður ekki með í
æfingleiknum gegn B-liðinu sem
fram fer í Keflavík annað kvöld.
Norðmenn koma hingað og leika
tvo landsleiki um aðra helgi og er
vonandi að hann geti beitt sér þá
aðfullu.
Fyrsti sigur
Anton Steiner
ANTON Steiner frá Austurrfki
sigraði f bruni karla f heimsbikar-
keppninni í Morzine í Frakklandi
í gær. Þetta var fyrsti sigur Stein-
er f bruni. Svisslendingurinn
Gustav Oehrli varð annar og
Peter Wirnsberger frá Austurrfki
þriðji.
Anton Steiner er 27 ára gamall
og hefur aldrei unniö keppni fyrr í
heimsbikarnum. Hann var sjö
hundruöustu úr sekúndu á undan
Oehrli, sem startaði númer 41.
Wirnsberger var svo aðeins einum
hundraðasta úr sekúndu á eftir
Oehrli. Gerhard Pfaffenbichler frá
Austurríki varð fjórði og landi hans,
Leonhard Stock, fimmti. Peter
Muller frá Sviss varð sjötti en hann
er nú í öðru sæti í heimsbikarnum
samanlagt.
Færa varð startið neðar vegna
þoku í efri hluta brautarinnar og
styttist hún til muna við það. Sigur-
vegarinn fékk brautartímann
1:38.85 mín.
Staðan í heimsbikarnum eftir
brunið hefur lítið breyst og er nú
þannig:
Marc Girardelli, Lúxemborg, 192
Peter MUIIer, Svise, 164
Peter Wimsberger, Austurrfki, 137
Markus Wasmeier, V-Þýskal. 131
Ingemar Stenmark, SvfþjóA, 127
Rok Petrovic, Júgóslavfu, 125
Pirmin ZUrbriggon, Sviss, 115
Michael Mair, ítalfu, 102
Hubert Strolz, Austurrfki, 95
Franz Heinzer, Sviss, 92
Morgunblaóiö/Júlíus
• Gunnar Þór Jónsson læknir landsliðsins, bindur hár um hné Þorgils Óttars fyrir æfinguna f gærkvöldi.
Nýju speikurnar eru við hlið Óttare. Viggó Sigurðsson fylgist vel með.
Öruggt hjá Njarðvík
NJARÐVÍKINGAR sigruðu Vals-
menn örugglega, 95-73, f úrvals-
deildinni f körfuknattleik í Njarð-
vik í gærkvötdi. Leikurinn var jafn
f fyrri háifleik og var staðan f
hálfleik 42-39 fyrir Njarðvfk.
Valsmenn skoruðu fyrstu 9 stig-
in í leiknum áður en Njarðvíkingar
komust á blað. Njarðvíkingar söx-
uðu smátt og smátt á forskot
Valsmanna og er níu mínútur voru
liðnar af leiknum jöfnuðu þeir í
fyrsta sinn, 17-17. Suðurnesja-
menn komust í fyrsta sinn yfir í
leiknum eftir 14 mínútur er staðan
var 25-24. Liðin skiptust síðan á
um að hafa forystuna og leiddu
Njarðvíkingar með þremur stigum
í leikhléi.
Njarðvíkingar breyttu svo heldur
betur gangi leiksins í seinni hálf-
leik. Þegar staðan var 56-45 eftir
fjórar mínútur skoruðu Valsmenn
ekki stig í 5 mínútur og færðu
Njarvíkingar sér það í nyt og
breyttu stöðunni í 69-45. Þá voru
úrslitin ráðin og hélst þessi munur
út leikinn. Valsmenn léku mjög illa
á þessum kafla og fór bókstaflega
allt í handaskol hjá þeim.
Bestu leikmenn Njarðvíkinga í
þessum leik voru Kristinn Einars-
son og Valur Ingimundarson.
Stig UMFN: Kristinn Einarsson 24, Valur
Ingimundarson 20, Helgi Rafnsson 14, Jóhann
Kristbjörnsson 14, Ingimar Jónsson 10, Ámi
Lárusson 7, Ellert Magnússon 4 og ísak Tóm-
asson 3.
Stig ValsJóhannes Magnússon 15, Tómas
Holton 11, Leifur Gústafsson 9, Sturla örlygs-
son 8, Kristjón Agústsson 8, Einar Ólafsson
7, Jón Steingrímsson 7, Bjöm Zoega 6 og
Torfi Magnússon 4.
•Ellert Schram
•Hólmbert Friðjónsson
m
• Marcelo Housmann
•Leon Brown
•Ásgelr Elfasson
Er tilkoma erlendra leikmanna
íslenskri knattspyrnu til góðs?
SVO gæti farið að fslensk knatt-
spyrna verði f sumar með nokk-
uð öðru sniði en undanfarin ár
Að minnsta kosti eitt iið, KR,
mun hafa erienda leikmenn
innansveitar, og talsverðar Ifkur
eru á að f tiði ÍBK leiki sömuleið-
is útlendingur.
Þetta er þó langt í frá nýnæmi
í íþróttunum hér — skemmst er
að minnast „útlendinganna" sem
fyrir nokkrum árum settu mikinn
svip á körfuknattleikinn. Margt
hefur verið sagt og skrifaö um
reynsluna af þeirri tilraun körfu-
knattleiksmanna til að Iffga upp
á íþróttina, og flestir eru sam-
mála um að bandarísku leik-
mennirnir hafi ekki unnið körfu-
knattleiknum skaða, líklega frem-
ur hið gagnstæöa. En hvað um
knattspyrnuna?
„Eftir nokkuð stöðugan út-
flutning bestu íslensku knatt-
spyrnumannanna á undanförn-
um árum er kannski kominn tími
til að við fáum eitthvaö erlendis
frá í staðinn," sagði Ellert
Schram, formaður KS(. „Ég sé
ekki að útlendir leikmenn geti
gert neitt nema gagn, svo fram-
arlega sem þeir eru sannir og
góðir íþróttamenn."
Ekki er vafi á að argentínsku
bræðurnir Barcelo og Rene
Housmann, sem KR-ingar hafa
fengið til liös við sig, eru fram-
bærilegir knattspyrnumenn, og
annar þeirra, Rene, er reyndar
heimsþekktur fyrir knattleikni.
Leikmaðurinn sem Keflvíkingarn-
ir eru með til „athugunar" er
hinsvegar aiveg óþekktur, Leon
Brown heitir hann og er 21 árs
Englendingur. „Við Keflvíkingar
höfum misst þrjá góða framlínu-
menn síðan á sl. sumri þannig
að ég gat ekki neitað því að kíkja
á hann þegar hann óskaöi eftir
því," sagði Hólmbert Friðjóns-
son, þjálfari Keflvíkinga. „Mér
sýnist hann hafa góða tækni,
hann er flinkur með boltann, en
hann væri varla að reyna fyrir sér
hér á landi ef hann hlypi inn í
atvinnumannalið í Bretlandi. Það
er alveg Ijost," sagði Hólmbert.
Samkeppni?
Hólmbert sagðist Ifta á þetta
svipuðum augum og erlenda
þjálfara sem starfað hafa fyrir
íslensk knattspyrnulið um árabil.
„Á tímabili kom upp umræða um
það hvort ætti að loka á þá, á
þeim forsendum að þær tækju
atvinnu frá íslendingum en ég
held að það hafi bara gert is-
lenskum þjálfurum gott að kljást
við þá. Þeir komu með nýjar
aðferðir og hugmyndir inn í ís-
lenska knattspyrnu. Ég held að
þaö sama verði upp á teningnum
með leikmennina. íslenskir strák-
ar hafa bara gott af samkeppn-
inni og ef þessir leikmenn eru
góðir þá læra þeir af þeim. Fyrir
utan að áhorfendur munu kunna
að meta þetta," sagði Hólmbert.
„Ég held það verði erfitt fyrir
íslenska stráka að standa í þessu
í algjörri áhugamennsku við hlið-
ina á mönnum sem fá borgað
fyrir að leika knattspyrnu," sagði
hinsvegar Ásgeir Elíasson, þjálf-
ari og leikmaður Fram. „Ég held
líka að þó áhorfendum fjölgi eitt-
hvað til að byrja með þá komist
menn fljótt að því að þó hér leiki
t.d. einn sæmilegur útlendingur
með hverju liði þá verður lítil
breyting í knattspyrnunni. í
körfuboltaliði eru bara 5 leik-
menn og þá munar mikið um eina
stjörnu, en í knattspyrnunni þyrfti
3—4 leikmenn í hvert lið til að
gera sama gagn. Það hefur ekk-
ert lið efni á því," sagði Ásgeir.
Atvinnumennska?
„Jú, allir leikmenn í íslensku
knattspyrnunni eru áhugamenn
að nafninu til," sagði Ellert
Schram, þegar hann var spurður
hvort hingað koma útlenskra leik-
manna stangaðist á við áhuga-
mannareglurKSÍ. „KSÍ hefuraldr-
ei rengt þær upplýsingar sem
félögin hafa gefið okkur um slíka
hluti. Félögin hafa sjálf haft frum-
kvæöi að því aö veita leikmönn-
um umbun fyrir erfiði þeirra í
einhverri mynd, og mér finnst að
KSÍ eiga frekar að hvetja til þess
en letja að félögin greiði leik-
mönnum sínum ef þau hafa efni
á því. Varðandi erlenda leikmenn
þá hefur KSÍ sett reglur sem
koma eigi í veg fyrir að leikmenn
séu keyptir hingað með ör-
skömmum fyrirvara, kannski í
einn eða tvo leiki. Þeir leikmenn
sem hér leika veröa að vera bú-
settirá íslandi," sagöi Ellert.