Morgunblaðið - 09.02.1986, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1986
53
Soffía S. Odds -
dóttir - Minning
Fædd 12. apríl 1927
Dáin 2. febrúar 1986
Allt eins og blómstrið eina
uppvexásléttrigrand
fagurt með fijóvgun hreina
fyrst um dags moigunstund,
á snöggu augabragði
af skoríð verður fljótt,
Iitogblöðniðurlagði
líf mannlegt endar skjótt.
(Hallgrímur Pétursson)
Okkur langar f fáum orðum að
minnast okkar kæru vinkonu og
samstarfsmanns, Soffíu Oddsdótt-
ur, sem lézt í Landspítalanum 2.
febrúar sl. á 93 ára afmælisdegi
móður sinnar.
Hvemig gat okkur grunað, þegar
Soffía sagði okkur í haust að hún
þyrfti að fara í veikindafrí, að hún
ætti ekki afturkvæmt í vinnu og
að næstu mánuðir yrðu henni svo
erfiðir og kvalafullir. Hún háði
stranga baráttu við óvæginn sjúk-
dóm, en kvartaði aldrei.
Það er erfitt að hugsa sér Mjólk-
urfélagið án Soffíu, á fámennum
vinnustað myndast of náin kynni.
Hún sem var búin að vinna hér í
svo mörg ár og kunni skil á öllu,
miðlaði okkur af langri starfs-
reynslu sinni. Alltaf var hún svo
hjálpleg og ef eitthvað var að, gat
hún alltaf sagt: „Þetta er mér að
kenna. Ég hefði átt að gera þetta
öðmvísi svo þú skildir þetta betur."
Þama er henni rétt lýst, hún hallaði
ekki á aðra.
Við samstarfsfólk söknum góðs
vinar og félaga og margir viðskipta-
vinir hafa saknað hennar af vinnu-
stað í veikindum hennar. Alltaf var
hún fremst í flokki ef gera átti sér
dagamun og gaman var að vera
með henni á góðri stundu. Hún var
gestrisin og gott var að koma á
Alfhólsveginn. Minnumst við sér-
staklega höfðinglegrar veizlu á 60
ára afmæli hennar í apríl 1984.
Við emm þakklát fyrir þá stund
er hún kom, meira af vilja en
mætti, á aðfangadagsmorgun til að
eiga með okkur „litlu jólin", eins
og við höfum gert í svo mörg ár.
Minningamar em margar og
góðar. Þær gleymast ekki. Mikill
er söknuður aldraðrar móður og
systra hennar. Við biðjum góðan
Guð að styrkja þær og styðja. Veri
Soffía okkar Guði falin.
Ásta, Ingibjörg,
Kolbrún.
Sl. sunnudag lést í Landspítalan-
um í Reykjavík Soffía Oddsdóttir
eftir langa og stranga sjúkdóms-
legu. Hún var fædd í Reykjavík og
var dóttir hjónanna Elínar Hall-
grímsdóttur frá Grímsstöðum á
Mýrum og Odds Jónssonar frá
Álftanesi í sömu sveit, en þau vom
systkinaböm. Soffía útskrifaðist
frá Kvennaskólanum í Reykjavík
og hóf störf hjá Mjólkurfélagi
Reylcjavíkur og starfaði þar óslitið
uns hún veiktist á siðasta ári og
sýnir það vel tryggð hennar og
samviskusemi.
Við fráfall Soffíu frænku minnar
koma ótal minningar fram í hug-
ann. Mæður okkar vom bræðradæt-
ur og uppeldissystur, auk þess var
móðir mín og faðir hennar systkina-
böm. Samgangur Qölskyldnanna
hefur verið mjög náinn alla tíð.
Fyrsta bemskuminning mín er
þegar Soffía og Della systir hennar
hugguðu mig þegar ég grét þegar
ég vaknaði einn í svefnherberginu
því foreldrar mínir höfðu bmgðið
sér á skíði, en skilið mig eftir í
umsjón systranna, sem þá áttu
heima í næsta húsi. Ótal sinnum
hefur leið mín og annarra úr §öl-
skyldu minni legið á heimili þeirra
mæðgna.
Þar var menning mikil, tónlist
og bókmenntir í hávegum hafðar
og almenn mannfræði. Hæst bar
hugljúft viðmót, gestrisni, ættrækni
og tryggð. Þar lét Soffía ekki sinn
hlut eftir liggja. Kímni hennar og
ömggt fas gerði samverustundimar
eftirminnilegar. Traust minni henn-
ar brást aldrei ef spurt var um
menn og málefrii. Ekki má heldur
gleyma hvað böm okkar hjóna vom
glöð þegar ferðinni var heitið að
Álfhólsvegi 12 eða þær mæðgur
bmgðu sér til okkar hér heima eða
í sumarbústaðinn.
Nú að leiðarlokum vil ég þakka
fyrir og votta systmm hennar
tveimur og aldraðri móður samúð
mína.
Haraldur Ellingsen
Soffía Sigríður Oddsdóttir lést
sunnudaginn 2. febrúar sl. eftir
skamma legu á sjúkrahúsi í Reykja-
vík. Hún starfaði allan sinn feril
hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, en
þar hóf hún störf að loknu námi í
Kvennaskólanum í Reykjavík 1942.
Með Soffíu er genginn einn besti
og traustasti starfsmaður þessa
kunna verslunarfyrirtækis og er nú
skarð fyrir skildi. Margir viðskipta-
menn sakna hennar en framkoma
hennar mótaðist af öryggi og hlýju
og átti hún sinn stóra þátt í að móta
heimilisbrag þessarar skrifstofu. Til
þess hefir oft verið tekið hve nota-
legt er að koma á skrifstofii M.R.
þar sem allir em boðnir og búnir
að leysa vel úr öllum málum þeirra
sem þangað koma.
Soffía fæddist í Reykjavík, dóttir
hjónanna Elínar Hallgrímsdóttur og
Odds Jónssonar, sem bæði em af
kunnum ættum Mýramanna. Móðir
hennar Elín, lifir Soffíu dóttur sína
á tíræðisaldíri en hún er ein hinna
þekktu systkina frá Grímsstöðum.
Oddur heitinn Jónsson starfaði hjá
Mjólkurfélagi Reykjavíkur í 40 ár,
fyrst sem fulltrúi og skrifstofustjóri
en seinni 20 árin frá 1946 til 1966
sem forstjóri. Ferill þeirra hjá fyrir-
tækinu stóð því samtals frá því
1925 og þar til nú að Soffía fellur
frá. Þetta framlag þeirra til félags-
inser einstakt.
í starfí sínu var Soffía ætíð í
snertingu við manninn af götunni
sem erindi átti í fyrirtækið og af-
greiddi alla á sama veg, með hátt-
piýði og ljúfu viðmóti. Það laðar
viðskiptamenn til þess að koma
aftur og þeir munu nú vera margir
sem hugsa til hennar með vinsemd.
Við Mjólkurfélagsmenn, sijóm-
endur og starfsfólk þökkum Soffíu
að leiðarlokum og minnumst starfa
hennar og hlýs viðmóts með virðing
og þökk. Þessi prúða og hægláta
kona átti ýmis áhugamál er hún
stundaði í fiístundum. Það vom t.d.
ferðalög, ýmis konar listgreinar
einkum tónlist, en þessi hugðarefni
ástundaði hún á sinn kyrrláta hátt
hinnar háttprúðu og gáfuðu mann-
eskju.
Er Soffía hafði starfað samfleytt
í 40 ár fyrir félagið var þeirra tíma-
móta minnst og stjómendur félags-
ins heiðruðu hana með lítilli en vel
meintri gjöf. Henni þótti verulega
vænt um þessa hugulsemi.
Söknuður aldraðrar móður og
systra er sár, en við sendum þeim
og öðmm ættingjum samúðarkveðj-
ur.
Jón M. Guðmundsson
Hér hvflir væn og göfug grein
af götnlum, sterkum hlyni;
hún lokaði augum hugarhrein
með hvarm mót sólarskini.
Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel
í vinskap, ætt og kynning.
Hún bar það hlýja, holla þcl,
sem hverfur ekki úr minning.
(E-B.)
Ævileið okkar mannanna er
mislöng og oft ólík að blæbrigðum,
en öll skiljum við eftir spor á vegin-
um.
Vorið 1942 var heiðríkja í huga
okkar bekkjarsystranna, sem út-
skrifuðumst þá úr Kvennaskólanum
í Reykjavík. Mörgum finnst ef til
vill, að kaldhæðnislega sé til orða
tekið, þegar haft er í huga heims-
ástandið þetta vor, heimsstyijöldin
í algleymingi, landið okkar hemum-
ið og sjóorustur tiðar hér skammt
undan íandi. En ef æskufólk hvers
tíma hefur ekki hug og þor, hver
verður þá framtíð þjóðar? Við bekkj-
arsystumar komum víða að af
landinu. Við höfðum slitið bams-
skónum í skóla kreppuáranna. Full-
ar þakklætis vomm við, að við
skyldum eiga þess kost að ljúka
námi frá Kvennaskólanum. Þessi
hópur var hinn fyrsti, sem frk.
Ragnheiður Jónsdóttir útskrifaði.
Hún var mikill kennari og reyndi
að laða fram hið bezta í hveijum
nemanda og hvatti óspart til dáða.
Ég segi hiklaust, að þetta hafi
verið mjög samstilltur hópur, þessar
bekkjarsystur, og alltaf haldið hóp-
inn síðan, hitzt nokkmm sinnum á
ári á fimmta tug ára. Tvö skörð
hafa nú verið í hann höggvin. Hið
fyrra var, er Guðrún Helgadóttir,
þessi hugljúfa, unga kona, var burt
kölluð í blóma lífsins vorið 1950.
Hún var gift Agnari ívars. Og nú
er rofið annað skarðið, er Soffía
Sigríður Oddsdóttir lézt 2. febrúar
síðastliðinn. Hún var einhver hin
samvizkusamasta og prúðasta
kona, sem ég hef kynnzt. Atvikin
höguðu því svo, er ég settist í II.
bekk skólans, að mér var vísað á
sæti við hlið hennar. Þama réð
stafrófsröðun nánum kynnum okk-
ar. Erfitt finnst mér nú að þakka
henni fyrir langa og trausta vináttu.
Orð em svo lítils megnug.
Soffía, eins og hún var kölluð
af vinum sínum, var hlédræg og
frábitin öllum tmmbuslætti sér til
framdráttar, enda dul og flíkaði lítt
tilfinningum sínum. Hún kunni þá
list að hlusta, ef í hófi var talað,
en dulinn gáski kom í ljós hjá henni
við frekari kynni og í vinahópi. Hún
hafði snemma mikla ánægju af
ferðalögum innan lands og síðan
utan og naut þess í ríkum mæli að
sjá sig um f heiminum. Skólaferða-
lögunum gleymum við ekki. Oft var
það svo, að við hinar gleymdum
hinu og þessu, sem við ætluðum
og þurftum að hafa með okkur, en
Soffía gleymdi engu. Þar fundum
við strax sömu snyrtimennskuna
og samvizkusemina, sem var aðals-
merki hennar alla tíð.
Göfug grein af gömlum, sterkum
stofni. Soffía Sigríður var dóttir
hjónanna Elínar Hallgrímsdóttur
frá Grímsstöðum á Mýrum og Odds
Jónssonar forstjóra frá Álftanesi.
Bæði voru þau komin af traustum
og merkum ættum af Mýrunum.
Oddur er látinn fyrir nokkrum
árum, en Elín lifír dóttur sína, há-
öldruð, komin á tíræðisaldur. Þau
eignuðust þijár dætur, Áslaugu,
Soffíu og Sigríði. Þær luku allar
prófi frá Kvennaskólanum. Þeim
hefur öllum verið sérstök háttvisi
og prúðmennska í blóð borin. For-
eldrar þeirra slitu samvistum, er
þær voru i skóla. Siðar eignuðust
þær þijú hálfsystkini, Jón, Kristfnu
og Mörtu Maríu, er faðir þeirra
giftist aftur.
Systumar Áslaug, Soffía og
Sigríður hafa ætíð búið með móður
sinni. Ber hið hlýlega og snyrtilega
heimili þeirra vitni um fágaðan
smekk þeirra, og hljómlistin hefur
skipað þar veglegan sess.
Soffía hljóp ekki úr einum vinnu-
stað í annan. Lýsir það henni betur
en fátækleg orð. Starfsvettvangur
hennar var á skrifstofu Mjólkurfé-
lags Reykjavíkur, meðan kraftar
entust, frá skólatíð hennar fram til
septembermánaðar siðastliðins, er
heilsa hennar fór að bila og dómur-
inn harði varð kunnur. Læknavís-
indin gátu ekkert gert nema linað
þjáningar hennar. Ein úr hópi
okkar, Elísabet Guðmundsdóttir,
sýndi Soffíu frábæra umhyggju í
veikindum hennar og var bekkjar-
systrunum þar til mikils sóma.
Fómfysi hennar og alúð getum við
seint fullþakkað.
Nú er sæti Soffíu autt. Öldmð
móðir hennar og elskulegar systur
hafa mikils misst. Sár er þeirra
söknuður, en þær eiga fjársjóð
minninga um ástkæra og um-
hyggjusama dóttur og systur. Og
sæti hennar er autt í okkar hópi.
Leiðir skilja í bili. Ég trúi þvf,
enda þótt við sjáum hana ekki leng-
ur, að hún sé á meðal okkar, eftir
þvi sem hið nýja líf hennar leyfir,
og veiti móður hennar og systmm
styrk í þeirra mikla missi. Eg trúi
því, að umhyggja Soffíu fyrir þeim
nái út yfir gröf og dauða með Guðs
hjálp.
Samúð okkar nær til alls skyld-
fólks hennar nær og fjær. Við
þökkum göfuga samfylgd.
Fyrir hönd bekkjarsystranna,'
Unnur Benediktsdóttir.
Birting afmœlis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargrein-
ar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast
í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni
ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minning-
arorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili. Meginregla er að minningargreinar
birtist undir fullu höfundamafni.
Lokað
Vegna útfarar Soffíu Oddsdóttir verður skrifstofa, fóður-
afgreiðsla og verslun félagsins lokuð eftir hádegi mánu-
daginn 10. febrúar.
Mjólkurfélag Reykjavíkur
t
Þökkum hlýhug og vinarþel í okkar garð viö lát
JÓNS HELGASONAR
prófessors.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabamabörn.
t
Þökkum innilega auösýnda samúö vegna andláts
AXELS ÓLAFSSONAR.
Sigrún Valdimarsdóttlr,
Þorsteinn Óttar Bjarnason,
Úlfar Helgason
og aðrir vandamenn.
t
Þökkum innilega þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö
andlát og útför dóttur minnar, móöur okkar, tengdamóöur og
ömmu
ESTHER INGVARSDÓTTUR,
Ásgarði 117,
Reykjavfk.
Halldóra Hansdóttir,
Ingvar Hafsteinsson,
Þyri Kristjánsdóttir,
Hafdís Hafsteinsdóttir,
Ásbjör Kristinsson
og barnabörn.
SkreytingarGRÖDRASTÖDIfg
GARÐSHORN 25
SUÐURHLÍÐ 35 SÍMI 40500