Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986 Vísbtendingar um að loðnustofn- inn sé styrkur MENN gera sér nú bjartari vonir en áður um að stærð loðnustofns- ins gefi möguleika á þokkaiegum veiðum á næstu vertíð. í yfir- standandi leiðangri Hafrann- sóknastofnunar í norðurhöfum hafa komið fram nokkrar vis- bendingar í þá átt. Halldór Asgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið, að engar niðurstöður úr leiðangrinum lægju fyrir, en hann hefði ástæðu til að ætla loðnu- stofninn sterkari en fyrri upplýsing- ar hefðu gefið tilefni til. Hins vegar væri ekkert um þetta að segja fyrr en þessum leiðangri væri lokið. Vonandi gætum við veitt sem mest, en ekkert lægi fyrir um mögulegt magn enn sem komið væri. Skipin hefði átt að bjóða upp 1983 — þá hefði tap Fiskveiðasjóðs orðið lít- ið eða ekkert, segir Davíð Olafsson „TRYGGINGAR fyrir þessum lánum voru nægjanlegar, þegar þau voru veitt. Skipin voru í tryggingum fyrir lánunum en með tíman- um rýrnuðu þessi veð með aukningu skuldanna. Það hefði náttúr- lega verið hægt að bjóða skipin upp fyrr. Það var ætlunin haust- ið 1983 og hefði svo verið gert, hefði tap Fiskveiðasjóðs orðið lítið sem ekkert,“ sagði Davíð Ólafsson, formaður stjómar Fisk- veiðasjóðs, í samtali við Morgunblaðið. Davíð var inntur álits á lánveit- ingum sjóðsins í kjölfar fréttar Morgunblaðsins um að tap Fisk- veiðasjóðs vegna uppboðsskipanna fjögurra væri að minnsta kosti 240 milljónir króna. Davíð sagði, að þegar ætlunin hefði verið að bjóða upp skipin 1983, hefði hagur út- gerðarinnar farið versnandi og greiðslugetan því minnkað samfara uppsöfnun vanskila við Fiskveiða- sjóð. Ríkisstjómin hefði þá óskað þess, að skuldum útgerðarinnar yrði fyrst breytt og séð hvemig skipin kæmu út úr því. Hvort þau næðu að komast út úr skuldasúp- unni með lengingu lána og vaxta- afslætti, sem tekinn hefði verið upp árið 1982 og aukinn síðar. Skuld- breytingin hefði tekið langan tíma og ekki verið séð fyrr en 1984 og 1985 hvemig útkoman væri. Á þeim tíma hefðu þessi fjögur skip safnað skuldum langt fram jrfir veð og ekki komizt í gegnum skuldbreyt- inguna vegna mikillar hækkunar dalsins og skulda umfram mat skip- anna. „Eftir á að hyggja hefði verið rétt að bjóða þessi skip upp strax árið 1983, því þá hefði tap sjóðsins orðið lítið eða ekkert. Tapið hefur óhjá- kvæmilega áhrif á lánagetu sjóðsins og eiginfjárstöðu hans. Hann verður að taka frekari lán til að geta haldið útlánum óskertum. Þetta rýrir eig- iníjárstöðuna og lánagetuna og sömuleiðis hefur vaxtaafslátturinn, sem verið hefur við lýði síðan 1982 áhrif til hins verra. Hins vegar var búið að leggja til hliðar fyrir þessu tapi og sjóðurinn lifir þetta þvf af, en með lakari eiginQárstöðu. I framtíðinni verða gerðar strangari kröfur um veð og tryggingar, eink- um verður þess krafízt að menn setji fullnægjandi tryggingar fyrir því, að þeir geti staðið í skilum og séð um það, að ekki safnist upp vanskil við sjóðinn," sagði Davíð Ólafsson. Auður Haralds rithöfundur: Dvalarleyfið fram- um tvo mánuði lengt AUÐUR Haralds rithöfundur, sem vísað var úr landi á Ítalíu í kjölfar hertra reglna um dvalarleyfi útlendinga, hefur nú fengið dvalarleyfi sitt fram- lengt til bráðabirgða til tveggja mánaða. Hún er nú komin til Rómar til þess að ganga frá því að fá dvalarleyfi til lengri tíma. „Nú fer ég og róta í ráðuneytun- um,“ sagði Auður Haralds í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún var stödd í Róm, en þangað kom hún í gærmorgun frá Siracusa á Sikiley. „Það veitir ekki af þessum fresti til að ganga frá þessum málum því allt gengur mjög hægt fyrir sig héma. Útlendingar standa nú í löngum biðröðum til að fá dvaiar- leyfi sín framlengd, jafnvel fólk sem búið hefur og starfað í landinu í tugi ára. Þeir þurfa að fara aftur og aftur í þessar biðraðir og ég hef til dæmis farið fimm sinnum. Kona nokkur sagði mér að hún hefði farið að skammast yfir skipulagsleysi. Þá var henni svarað sem svo: „Kæra frú, þetta er skipulagt skipulags- leysi til þess að fá ykkur til að fsfast upp og hypja ykkur héðan." g hef heyrt að nú dveljist um 850.000 útlendingar á Ítalíu." Auður sagði að það væri ekkert sem mælti gegn því að hún dveldi í landinu annað en sá tæknilegi galli að hún hafði ekki vegabréfs- áritun þegar hún kom inn í Iandið. Þetta var þó ekki talið galli fyrr en þessar aðgerðir hófust. FÉLAGSFUNDUR var í gærkvöldi hjá Iðju, félagi verksmiðjufólks í Reykjavík, en í dag og á morgun fer fram kosning um stjóm og trúnaðarmannaráð. Á minni myndinni em Bjami Jakobsson, formaður fé- lagsins og fundarstjóri, Bjöm Bjömsson hagfræðingur ASÍ, og Hildur Kjartansdóttir ritari. Á stærri myndinni er hluti fundarmanna, en fyrir hálfum mánuði vora aðeins um 1100 af liðlega 3000 félagsmönnum full- gildir félagar. í gær vora þeir orðnir helmingi fleiri, eða um 2.200, skv. upplýsingum Lára V. Júlíusdóttur, lögfræðings ÁSÍ, sem er formaður kjörstjómar. I Iðju er það eins og í fjölmörgum öðram verkalýðsfélögum, að félagsmenn verða ekki fullgildir með kosningarétt fyrr en þeir hafa undirritað sérstaka inntökubeiðni, jafnvel þótt þeir hafi greitt félagsgjöld og skatta í sjóði félagsins áram saman áður. Óljós staða í samningrim ASÍ og VSÍ/VMS: „Minnir á stöðuna í október 1984“ — þegar við töpuðum á tíma, segir framkvæmdastjóri VSÍ SAMNINGANEFND ASÍ og samtaka vinnuveitenda sátu í gær tæplega fjögurra stunda langan fund og ræddu á hvern hátt væri heppilegast að halda viðræðunum áfram, en bakslag kom í þær í fyrradag eftir að vinnuveitendur settu fram tilboð sitt. Næsti fundur samninganefnd- anna var ekki ákveðinn, en árdegis í dag verður haldinn fundur í efna- hagsmálanefnd samningsaðilanna og verða samninganefndimar vænt- anlega kallaðar saman síðdegis gangi vinna vel fyrir hádegið. Fisk- verðsákvörðunin í gær hefur í för með sér að fulltrúar fiskvinnslunnar í samninganefnd atvinnurekenda þurfa að endurreikna stöðu sína, ekki síst stöðu frystihúsanna, sem mörg hver munu vera rekin með halla. „Staðan nú minnir mig mjög á stöðuna í samningamálum í október 1984,“ sagði Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, eftir fund- inn í gær. „Þá var mikil vinna lögð í umræður um svokallaða „skatta- lækkunarleið" en þá töpuðum við á tíma. Það er því að mínu mati lykiiatriði í þessum viðræðum nú, að haldið verði áfram á meðan von er um að ná samkomulagi. Það væri þjóðarógæfa ef við misstum þetta út úr höndunum á okkur nú. Vissulega ber mikið á milli — og því er brýnt að finna leið til að brúa það bil. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi, að hann mæti stöðuna þannig, að menn verði nú að vissu leyti að byija samningavið- ræðumar upp á nýtt. Og að mati verkalýðshreyfingarinnar gæti leið til aukins kaupmáttar ekki byggzt á þeim tillögum, sem fram hefðu komið af hálfu atvinnurekenda og ríkisins. Um helgina hyggjast forystu- menn ASÍ halda fundi með forystu- mönnum verkalýðshreyfíngarinnar í öllum landsflórðungum. Eins og fram hefur komið hefur samninga- nefndin skorað á aðildarfélög Al- þýðusambandsins að afla sér verk- fallsheimildar. Sjá tilboð VSÍ og ályktun ASÍbls. 14 og 15. XIIREYKJAVIKURSKÁKMÓTIÐ Bjóst ekkí við þessu — sagði Björgvin Jónsson, sem gert hefur jafn- tefli við tvo stórmeistara og unnið einn alþjóðlegan BJORGVIN Jónsson, ungur skákmaður úr Keflavik, hefur vakið mikla athygli á Reykja- víkurskákmótinu. Hann hefur hlotið 2 vinninga úr þremur fyretu umferðum XII. Reykja- víkurekákmótsins — gert jafn- tefli við stórmeistarana Efim Geller í gærkvöldi og Lev Al- burt og unnið finnska alþjóð- lega meistarann Jouni Yrjola. „Eg bjóst alls ekki við þessum ágæta árangri," sagði Björgvin eftir að Geller hafði boðið honum jafntefli eftir 21 leik. „Ég þáði að sjálfsögðu jafntefli, en sjálf- sagt hefði ég teflt áfram gegn mörgum öðram, sérstaklega af því að Geller hafði eytt miklum tíma,“ bætti Björgvin við. Úrslit í 3. umferð Nikolic — Jóhann Hjartarson V2— >/2 Salov — Byme V2—'/« DeFirmian — Jón L. Ámason bið Ilansen — Guðm. Siguijónsson bið Welin — Browne V2— V2 Quintcros — Seirawan V2— 'h Tal — Fedorowicz 1—0 Ligtemik — Larsen 0—1 Benjamin — Schussler V2— V2 Helgi Ólafsson — Kudrin V2— V2 Gheorghiu — Donaldson 1—0 Wilder — Lein V2— V2 Björgvin Jónsson — Geller V2— V2 Zaltsman — Alburt 1—0 Miles — Karklins 1—0 Jung — Christiansen 0—1 Pyhala — DLugy V2— V2 Bragi Halld. — Margeir 0—1 Burger — Reshevsky V2— V2 Kogan — Ólafur Kr. bið Ásgeir Þór — van der Sterren V2— V2 Hannes Hlífar — Karl Þorsteins 0—1 Carsten Hoi — Jóhannes Ágústs. 1—0 Þröstur Ámason — Adianto 0—1 Benedikt Jónasson — Yijola 1—0 Sævar Bjamason — Dan Hansson 1—0 Tómas Bjömsson — Kristiansen 0—1 Remlinger — Halldór Grétar bið Þorst. Þorst. — Dehmelt 1—0 Jón Viðar — Davfð Ólafsson bið Róbert Harðarson — Schiljer 1—0 Kristján Guðm. — Áskell Öm 1—0 Haukur Angantýs — Lárus Jóh. 1—0 Hilmar Karlsson — Þröstur Þórh. 0—1 Herzog — Ámi Ármann bið Haraldur Har. — Guðm. Halld. 0—1 Leifur Jóst. — Guðm. Glslason 1—0 Fjórða umferð verður tefld á laugar- dag. Þrír vinnu- hópar — nýrfundurídag VIÐRÆÐUR samninganefnda BSRB og ríkisins ganga hægt og sígandi. Eftir sáttafund í gær voru settir á laggirnar þrír vinnuhópar, sem í gærkvöldi fjölluðu um ýmis ágreiningsmál • kaupmáttartrygginguna, samn- ingsréttarmál og ýmis trygg- ingamál, að sögn Indriða H. Þorlákssonar, formanns samn- inganefndar ríkisins. Nýr sátta- fundur hefur verið boðaður kl. 15ídag. Á sáttafundinum í gær gerði samninganefnd BSRB tillögu um að laun hækkuðu í fjóram áföngum á þessu ári í stað þriggja, eins og samninganefnd ríkisins hefur lagt til. Jafnframt setti nefnd BSRB fram endurbættar tillögur sínar um fyrirkomulag kaupmáttartrygging- ar, sem fela í sér að ef verðbólga á samningstfmanum fer yfir ákveð- ið strik hækki laun upþ að vissu marki en jafnframt verði samningar lausir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.